Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIÐA eða Ragnheiður Eiríksdóttir hefur haft í mörgu að snúast í ár. Hún tók þátt í Evróvisjónkeppninni hér á landi í vor, gekk í pönkrokksveitina Dys, gerði disk með spunninni tónlist við ljóð Charles Bukowski og er nú, í enda árs, kominn fram með spánnýja plötu sem er eignuð Heiðu & Heið- ingjunum. Haustið 2000 kom út sólóplata Heiðu, Svarið. Hljómsveitin Heiðingj- arnir var sett saman í kjölfarið á þeirri vinnu til að fylgja þeirri plötu eftir. En hvernig sker þessi nýja plata sig frá Svarinu, sem var um margt fjölbreytt plata hvað stílbrigði varð- ar? „Ég myndi ekki segja að þessi plata væri fjölbreyttari. Það sem hefur kannski skoppað inn í áhrifin er vinna mín og Elvars með Dys. Það eru kannski aðeins meiri læti í nokkrum lögum.“ Gaman, frábært Lagasmíðarnar hafa orðið til við hinar og þessar aðstæður og fjalla um hitt og þetta. Tvö lög fjalla um vet- urinn, eitt lag er með enskum texta og gerir nett grín að þannig textum um leið. Lagið „Tangó“, sem Heiða söng í Evróvisjón er hér í tveimur útgáfum, eitt lagið var samið fyrir „Kaupum ekkert daginn“ og einnig er hér ábreiða yfir lag Velvet Underground , „All Tomorrow’s Parties“. Það er því þægilegur, næsta værukærðarlegur samtíningsbragur yfir plötunni. Upp- tökur fóru að langmestu leyti fram í hljóðveri Geimsteins, sem jafnframt er útgefandi plötunnar. Ýmiss háttur var og hafður þar á, nokkur laganna voru t.a.m. tekin upp því sem næst beint í hljóðveri. Og platan er hljóm- sveitarplata. „Sólóplatan var gerð þannig að ég fékk hina og þessa til að spila lögin mín. Sú plata var ekki flutt á tónleik- um fyrr en upptökum var lokið. Hér má segja að þessu sé öfugt farið. Það var búið að spila öll lögin á tónleikum áður en við tókum upp. Þrjú lög kom ég þó með í hljóðverið. En bandið, Heiðingjarnir, setur mark sitt á öll lögin.“ Heiða segist brosandi ekki vera meiri harðstjóri hljómsveitarinnar en nauðsyn krefur. „Það þarf alltaf að vera ein mann- eskja sem heldur utan um dæmið. Siggi pönk sá t.d. um það í Dys.“ Heiða og Elvar eru par og segja það vera kost fremur en hitt hvað hljómsveitina varðar. „Það er einfaldlega gaman að vera saman í hljómsveit,“ segir Heiða. „Frábært,“ bætir Elvar við ákveðinn. Hinir og þessir Heiðingjar Dys er nú farin í smáhvíld og Heið- ingjanir fara nú á fullt að kynna plöt- una. Heiðingjarnir sem munu fylgja plötunni eftir eru þau Heiðu og Elvar sem sjá um söng og gítarleik en svo koma þeir Magnús Axelsson (Strump-söfnin) inn á bassa og Jón Geir Þórisson inn á trommur (Klam- edía X, Hraun, Bris). Á plötunni voru aftur á móti þeir Sverrir Ásmundsson á bassa (Texas Jesús) og Birgir Bald- ursson á trommum (S/H draumur, Bless). Þess ber þó að geta að tveir þeir síðastnefndu munu skipa Heið- ingjana á útgáfutónleikunum en víkja síðan eftir það fyrir þeim Magnúsi og Jóni. Einnig mun Silfurfálkinn (Sig- urður Guðmundsson) ljá sveitinni að- stoð. Morgunblaðið/Júlíus Þessi tvö ungmenni ætla að halda tónleika í kvöld. Þau heita Elvar Geir Sævarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir. Svifið á engla- vængjum Heiða & Heiðingjarnir halda út- gáfutónleika á Nellys í kvöld. Hefjast þeir klukkan 22.00. Tíufingurupptilguðs Heiða & Heiðingjarnir kynna arnart@mbl.is EINHVERJIR muna væntanlega eftir Akureyrarsveitinni Ópíum sem gerði það gott á Músíktil- raunum árin 1999 og 2000. Sveitin vakti athygli fyrir geysiþétta spila- mennsku og komst í úrslit bæði árin auk þess sem tveir meðlimir, þeir Hrafnkell Brimar Hallmundsson (gítar) og Davíð Þór Helgason (bassi) voru verðlaunaðir fyrir besta hljóðfæraleik síðara árið. Í ágúst í fyrra breytti hljóm- sveitin um nafn, enda nafnið Ópíum varla mjög lýsandi fyrir kröftugt rokkið. Heitir sveitin nú Kanis og er nýútkomin fyrsta plata sveit- arinnar, Tónmennt fyrir byrjendur. „Strákarnir búa enn fyrir norðan en ég er hér í borginni og stunda nám í fornleifafræði við háskól- ann,“ upplýsir Hrafnkell gítarleik- ari mig um. „Já, okkur fannst þetta nafn, Óp- íum, vera hálf klisjukennt. Við flett- um upp í orðabók og fundum þetta gamla og góða íslenska orð: kanis (merking: fjöl yfir lokrekkjuopi sem tengir saman spondurnar).“ Bara að hlusta Sveitin hefur verið ötul við spila- mennsku alla tíð, en nærfellt ein- ungis norðan heiða. „Við spiluðum mikið í menntaskólanum þegar við vorum þar,“ segir Hrafnkell. „Svo höfum við verið að spila dálítið í grunnskólunum hér undanfarið. Það er mjög skemmtilegt. Krakk- arnir eru eitthvað svo opnir og ein- lægir. Ekkert fyllerí, fólk er bara að hlusta.“ Þegar það er borið undir hann að Kanis þyki afar þétt sveit og vel spilandi svarar hann hæversklega: „Við reynum bara að vanda okk- ur við það sem við erum að gera.“ Hrafnkell segist kenna dálítið á gítar, eða hann segi fremur til, enda hefur hann ekki próf sem gít- arleikari. Davíð bassaleikari sé þá að klára nám í kontrabassaleik. Tónmennt fyrir byrjendur inni- heldur lög sem spanna allan feril sveitarinnar. Hrafnkell samsinnir því að ákveðinn léttir fylgi því að vera búinn að koma efninu frá. „A.m.k. iðar maður í skinninu eftir því að byrja á næstu plötu,“ segir hann. Platan var tekin upp í Stúdíó Öli af Kristni Sigurpáli Sturlusyni og segir Hrafnkell að Kristinn hafi haft mikið um lokafráganginn að segja. Upptökur hafi svo verið í skorpum, hvert og eitt hljóðfæri tekið upp sér. Hvað tónlistina sjálfa varðar seg- ir Hrafnkell að hún hafi verið mjög hrá og þung í upphafi en hún hafi fínpússast aðeins með árunum. Það er hið nýstofnaða Castor Media, sem er með höfuðstöðvar á Akureyri, sem gefur út plötu Kanis. Opnunartónleikar Mp3.is Kanis er komin á mölina og mun leika í kvöld á tónleikum sem haldnir eru til að fagna opnun nýrr- ar vefsíðu, mp3.is. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 en einnig koma fram Týr (hinir færeysku), Vínyll, Amos (3. sæti Músíktilrauna), Douglas Wilson, Margrét Eir, Kungfú og Þórey Heiðdal, Bodies (hinir einu sönnu!), Anonymous, Noise, Ókind, Pan og Gizmo. Kynn- ir er uppistandarinn Haukur Sig. Þess má geta að allur ágóði tón- leikanna rennur til Tónlistarþróun- armiðstöðvarinnar, en á meðal margra hlutverka hennar er að út- vega ungum og upprennandi tón- listarmönnum aðstöðu til að sinna störfum. Kanis gefur út plötu og leikur á Mp3.is tónleikum Kanis: Hjalti, Hrafnkell, Sverrir og Davíð. Rokk að norðan www.kanis.is www.mp3.is www.tonaslod.is arnart@mbl.is HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 8 og 10.10. Stranglega bönnuð innan 16 ára!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV Kl. 4, 6 og 8. B.i. 10. Kl. 10. B.i. 16. Sýnd kl. 4. Medallían er annað öflugasta vopn í heimi. Hann er það öflugasta! Frábær mynd stútfull af gríni og spennu! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10. Will Ferrell  Kvikmyndir.com EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14. kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14 ára Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari!  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Sýnd kl. 6. Með ísl. tali. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10. B.i. 16. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuðum frænd- um sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum. Kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Glæsilegur þriggja rétta jólamatseðill allar helgar í desember Ítölsk jólaskinka, andabringa kókos creme brulle kr. 3550.- Pantið borð tímanlega í síma 551 3340 Hornid.is Restaurant Pizzeria Gallerí - Café
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.