Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 31
KAMMERHÓPUR Salarins gengst
fyrir nýstárlegu verkefni á vormán-
uðum. Efnt verður til samkeppni
milli tónlistarnema á Íslandi, Græn-
landi og í Færeyjum um þátttöku í
„masterclass“ sem haldið verður í
Reykjavík 3.–4. apríl í vor. Með um-
sókn sinni þurfa nemarnir að senda
inn spólu með leik sínum eða söng,
og skilyrði er að þeir séu frá ein-
hverju landanna þriggja, fæddir
1983 eða síðar, séu þeir hljóðfæra-
leikarar, en 1978 eða síðar séu þeir
söngvarar. Þrír til fjórir nemar
verða valdir úr þessum hópi til þátt-
töku í „masterclass“, en að auki
munu þeir leika með Kammerhóp
Salarins á opinberum tónleikum í
Ráðhúsinu.
Nína Margrét Grímsdóttir, tals-
maður Kammerhóps Salarins, segir
að Samstarfssjóður Reykjavík,
Nuuk, Þórshöfn styrki verkefnið,
en þeir sem komast í „masterclass“
þurfa hvorki að greiða námskeiðs-
gjöld né ferða- eða dvalarkostnað.
„Markmið Samstarfssjóðsins er að
skapa vettvang þar sem ungt fólk
frá löndunum þremur getur hist. Í
okkar tilfelli er það með tónlistar-
iðkun. Við höfum þegar auglýst
samkeppnina í öllum löndunum og
vonumst til að fá fjölda umsókna
bæði frá hljóðfæraleikurum og
söngvurum. Það verður óháð dóm-
nefnd sem fer yfir umsóknirnar og
velur þá 3–4 sem komast á sjálft
námskeiðið. Þessum krökkum verð-
ur úthlutað verkefnum eftir getu,
og þau verða svo unnin á námskeið-
inu undir handleiðslu okkar í Kasa
hópnum. Námskeiðið verður í Ráð-
húsinu, og verður öllum opið frá
10–18 báða dagana og almenningur
getur komið og fylgst með. Nám-
skeiðinu lýkur með tónleikum á
sunnudagskvöldinu.“
Eins og hvert annað
verklegt nám
Nína Margrét segir að markmið
Kammerhópsins með samkeppninni
sé að finna efnilegt tónlistarfólk í
löndunum þremur og skapa vett-
vang þar sem það getur unnið sam-
an. „Við erum ekki endilega að
miða við að fá þá krakka sem eru
lengst komnir í námi, tónlistar-
nemar á miðstigi geta líka sótt um.
Við leiðbeinum þeim og leikum með
þeim á tónleikunum; mér finnst það
mikilvægt að krakkarnir líti á það
sem þátt í sínu tónlistarnámi að fá
þjálfun í því að leika með fagfólki.
Það er eins og hvert annað verklegt
nám.“
Hugmyndin að námskeiðinu er
ný, en það er þó vel þekkt víða í
heiminum að kammerhópar bjóði
upp á einhvers konar kennsluverk-
efni og námskeið, með það fyrir
augum að efla dáð ungra tónlistar-
manna. „Lincoln Center Chamber
Music Society hefur til dæmis lengi
verið með svipuð verkefni þar sem
ungu tónlistarfólki er boðið að spila
með fagfólki, þannig að þar er ágæt
fyrirmynd.“
Umsóknir, ásamt stuttri lýsingu á
tónlistarnámi og hljóðritun með
klassískri tónlist í flutningi um-
sækjanda, bæði af hraðri og hægri
gerð, skal póstleggja eigi síðar en
mánudaginn 19. janúar 2004 á
heimilisfang Kammerhóps Salar-
ins: Kasa, Sveighúsum 5, 112,
Reykjavík.
Vestnorræn tónlistarkeppni
Morgunblaðið/Kristinn
Kammerhópur Salarins býður ungu tónlistarfólki frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi til samkeppni og samstarfs.
ÚTHLUTUN úr söngvarasjóði FÍL
fór fram á dögunum en alls bárust
níu umsóknir. Að þessu sinni hlutu
styrk þau Vígþór Sjafnar Zophonías-
son, Elín Huld Árnadóttir og Ólafía
Línberg Jensdóttir, að upphæð 150
þús. kr. hver.
Markmið Söngvarasjóðsins er að
styðja við bakið á söngvurum sem
hyggja á framhaldsnám svo og hvers
kyns starfsemi sem stuðlar að því að
skapa tækifæri fyrir söngvara.
Stjórn Söngvarasjóðsins skipa óp-
erusöngvararnir Stefán Arngríms-
son og Hrönn Hafliðadóttir.
Morgunblaðið/Kristinn
Árni Stefánsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Ólafía Línberg Jensdóttir, Vígþór
Sjafnar Zophaníasson, Esther Ösp Gunnarsdóttir og Stefán Arngrímsson.
Söngvara-
sjóður FÍL
úthlutar
styrkjum
ALLRA síðasta sýning á Kvetch eft-
ir Steven Berkoff sem leikhópurinn
Á senunni, í samvinnu við Leikfélag
Reykjavíkur, sýnir í Borgarleikhús-
inu verður á föstudag kl. 20. Sýn-
ingin hlaut íslensku leiklistarverð-
launin, Grímuna, á árinu.
Kvetch fjallar um fimm einmana
manneskjur í firrtum heimi og stöð-
ugan kvíðann sem nagar þær.
Leikarar eru Katla Margrét Þor-
geirsdóttir, Steinn Ármann Magnús-
son, Ólafur Darri Ólafsson / Halldór
Gylfason, Felix Bergsson og Mar-
grét Ákadóttir.
Leikstjóri er Stefán Jónsson.
Allra síðasta
sýning á Kvetch
NORRÆNI menningarsjóðurinn
hefur úthlutað 8,1 milljón danskra
króna til norrænna menningar-
verkefna. Þetta er sjötta úthlutun
úr sjóðnum á þessu ári. Upphæðin
skiptist á milli 78 verkefna innan
sem utan Norðurlandanna. Alls
bárust 243 styrkumsóknir.
Meðal íslenskra verkefna sem
fengu styrk eru Samband barna-
og unglingaleikhúsa á Íslandi
vegna norrænu barnahátíðarinnar
Austan við sól, vestan við mána,
100.000 danskar krónur eða um 1,2
milljónir íslenskra króna, og
Kennaraháskóli Íslands og verk-
efnið Staða menntunar í nútíma
þekkingarþjóðfélagi Norður-
landanna, 150.000 danskar krónur
eða nær 2 milljónir íslenskra
króna.
Markmið Norræna menningar-
sjóðsins er að styrkja menningar-
samstarf á Norðurlöndum. Sjóð-
urinn veitir styrki til menningar-,
mennta- og rannsóknaverkefna
sem minnst þrjú Norðurlandanna
taka þátt í. Ráðstöfunarfé sjóðsins
í ár er um 25 milljónir danskra
króna.
Norræni menningarsjóðurinn
Íslensk verkefni fá styrki