Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 62
ÍÞRÓTTIR
62 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ verða annars vegar KA og
Víkingur og hins vegar Valur og
Fram sem mætast í undanúrslitum
Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppn-
inni, karla í handknattleik en dreg-
ið var í gær. Öll liðin koma úr norð-
urriðli RE/MAX deildarinnar og
hafa því mæst í vetur.
Undanúrslitaleikirnir verða 11.
febrúar á nýju ári og úrslitaleik-
urinn fer fram í Laugardalshöllinni
28. febrúar. Þá eru liðin 30 ár frá
því fyrst var leikinn úrslitaleikur í
Bikarkeppni HSÍ.
„Ég er sáttur við þennan drátt,
það skipti mestu að fá heimaleik og
það var ágætt að sleppa við að fara
norður því KA er trúlega með einn
erfiðasta heimavöllinn þó svo liðinu
hafi ekki gengið allt of vel þar í vet-
ur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson,
þjálfari Vals, eftir dráttinn.
„Það er gaman að mæta Fram því
ég held að allir Valsarar og Fram-
arar muni eftir leik liðanna í úrslit-
um bikarsins 1998 þegar Valur náði
að jafna á síðustu sekúndunni og
tryggja framlengingu og sigur í
henni,“ sagði Óskar Bjarni.
Hann sagði ljóst að þessir leikir
yrðu báðir jafnir og um hvað væri
draumaúrslitaleikur hans, sagði
Óskar Bjarni: „Valur og KA yrði
örugglega skemmtilegur leikur, en
ég gæti vel unnt Víkingum þess að
komast í úrslit. Það er gaman að sjá
að þetta gamla stjórnveldi er að
koma undir sig fótunum á ný.“
KA fær Víking í heimsókn
og Valur mætir Fram
FÓLK
HEIÐAR Geir Júlíusson, 16 ára
drengjalandsliðsmaður, skoraði
bæði mörk Fram sem sigraði Val,
2:1, í æfingaleik í knattspyrnu í
Egilshöll í fyrrakvöld. Benedikt
Hinriksson skoraði mark Vals.
DAVID O’Leary, knattspyrnu-
stjóri Aston Villa, hefur fengið
grænt ljós á að styrkja hóp sinn í jan-
úar, þegar leikmannamarkaður
verður opnaður aftur. Hann hefur
hug á að tryggja sér nokkra leik-
menn og sagt er að á óskalista hans
séu miðvallarleikmaðurinn Michael
Dawson, Nottingham Forest,
Muzzy Izzet, Leicester, Tomasz
Radzinski, Everton, Mark Viduka,
Leeds og Sylvain Wiltord, Arsenal.
HARALDUR Ingólfsson skrifaði í
vikunni undir eins árs samning við
Knattspyrnufélag ÍA en hann hafði
áður gert munnlegt samkomulag við
félagið, og gaf út strax í sumar að
hann myndi spila með sínum gömlu
félögum á næsta ári. Haraldur hætti
hjá Raufoss í Noregi í haust eftir
þriggja ára dvöl en hann hefur leikið
erlendis frá 1997.
REYNIR Leósson, varnarmaður
Skagamanna, hefur framlengt samn-
ing sinn við félagið út keppnistíma-
bilið 2005.
ESPANYOL á Spáni gerði í gær
sóknarmanninum Rivaldo tilboð um
að ganga til liðs við liðið í janúar þeg-
ar félagaskiptaglugginn verður opn-
aður á ný. Rivaldo sem þegar er far-
inn frá sínum fyrrum vinnuveit-
endum, AC Milan, leitar nú logandi
ljósi að nýju félagi og var Espanyol
strax nefnt til sögunnar en þessu
fornfræga liði hefur gengið hroða-
lega það sem af er og situr nú í
neðsta sæti spænsku deildarinnar.
STJÓRN Espanyol ákvað að berj-
ast kröftuglega gegn falli og verður
Rivaldo líklega ekki sá eini sem mun
ganga til liðs við félagið frá Barce-
lona, en forseti félagsins telur helm-
ings líkur á að Brassinn komi. Fyrir
hjá Espanyol eru tveir fyrrum leik-
menn Barcelona, þeir Ivan De La
Pena og Jordi Cruyff, en sá fyrr-
nefndi hefur bjargað liðinu frá frek-
ari skömm með góðri spilamennsku,
framhaldið mun ráðast á næstu dög-
um en snörp tímamörk eru á tilboð-
inu, aðeins tveir dagar.
MEHDI Mahdavikia frá Íran, leik-
maður Hamburger í þýsku 1. deild-
inni, hefur verið útnefndur knatt-
spyrnumaður ársins 2003 í Asíu.
TONY Pulis, knattspyrnustjóri
Stoke, reynir nú að fá lánssamning
Frazer Richardson framlengdan um
einn mánuð til viðbótar, en hann á að
fara á ný til Leeds. Richardson skor-
aði sigurmark Stoke gegn West Ham
á Upton Park sl. þriðjudagskvöld,
1:0. „Ég hef þegar rætt við Frazert
og sagt honum frá ósk okkar. Ég
reikna með að fá svar frá Leeds inn-
an sólarhrings,“ sagði Pulis.
SÖLVI Geir Ottesen, knatt-
spyrnumaður úr Víkingi, fór í
gær til Noregs þar sem hann
verður til reynslu í eina viku
hjá úrvalsdeildarliði Brann.
Sölvi er 19 ára gamall og vakti
mikla athygli með Víkingum í
1. deildinni í sumar en hann er
hávaxinn og sterkur varnar-
maður. Brann er að leita að
hægri bakverði, auk þess sem
frekari endurnýjun í varnar-
línu liðsins er yfirvofandi á
næstunni. Félagið samdi í
haust við Ólaf Örn Bjarnason
frá Grindavík og hefur oft ver-
ið með íslenska leikmenn í sín-
um röðum.
Arnór Smárason úr ÍA er á
leið til Heerenveen í Hollandi
þar sem hann mun dvelja fram
á sumar. Arnór er 15 ára gam-
all framherji og fór á dög-
unum til félagsins til þess að
skoða aðstæður og leist vel á
allar aðstæður hjá klúbbnum.
Sölvi Geir
hjá Brann
Lokakaflinn var æsispennandi ogKeflvíkingar nýttu sér það að
hafa ekki misst gestina of langt fram-
úr sér í fyrstu þrem-
ur leikhlutunum, en
þá léku þeir í raun
alls ekki vel og sumir
vilja sjálfsagt taka
sterkar til orða og segja að þeir hafi
leikið illa. Hvað um það, gestirnir
nýttu sér þetta ekki og Keflvíkingar
hrukku í gang í fjórða leikhluta sem
þeir unnu 20:9! Sannarlega glæsileg-
ur árangur – og óvæntur því að
flestra mati átti franska liðið að sigra
í riðlinum með nokkrum yfirburðum.
Sú verður ekki raunin.
Keflvíkingar byrjuðu með því að
leika maður á mann vörn og gekk hún
frekar brösuglega, sérstaklega þar
sem allir leikmenn Keflavíkur þurftu
að gæta mótherja sem voru í það
minnsta höfðinu hærri. Því var fljót-
lega breytt yfir í svæðisvörn sem
gekk ljómandi vel langtímum saman.
Það eina sem vantaði þó upp á var að
stíga sóknarmenn Frakkanna betur
út undir körfunni. En það lagaðist og
barátta Keflvíkinga var aðdáunar-
verð, pressað var fram allan völl með
frábærum árangri. Staðan eftir
fyrsta leikhluta var 27:29 eftir að
gestirnir höfðu náð sex stiga forystu.
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvík-
inga tók þann kostinn að setja Hall-
dór Halldórsson inn á og gafst það
vel, meðalhæðin rauk upp og við það
áttu gestirnir í talsverðum vandræð-
um og um tíma fundu þeir hreinlega
ekki leiðina inn að körfu heima-
manna. Keflvíkingar náðu fimm stiga
forystu, en gestirnir gerðu sjö síðustu
stigin og höfðu tveggja stiga forystu í
leikhléi, fjórðungurinn endaði 17:17.
Gestirnir náðu nokkurri forystu í
þriðja leikhluta en það var slakasti
leikhluti heimamanna. Allt of mikið
var um ótímabær skot sem enduðu
eðlilega ekki í körfunni og enginn var
til að taka frákast. Einhvern vegin
hélt maður að nú væri þetta búið því
það var komin örvænting í leik
heimamanna. En frábær barátta í
vörninni leiddi til þess að þeir
frönsku komust hvorki lönd né
strönd og sáu stundum ekki körfu
Keflvíkinga áður en heimamenn
höfðu náð knettinum. Eftir fimm
mínútna leik hafði Toulon aðeins gert
eitt stig á móti tíu stigum Keflvík-
inga.
Heimamenn nýttu sér þessa góðu
byrjun, sem var raunar flott því
Magnús Gunnarsson setti niður
þriggja stiga skot, boltinn vannst á
ný og Derrick Allen tróð með glæsi-
brag. Þar með var hraðlestin kominn
í gang og hikstaði ekki eftir það.
Eins og áður segir léku Keflvík-
ingar ekki vel. Fyrstu þrír leikhlut-
arnir fóru í að leita að sterkasta lið-
inu, en það gekk erfiðlega, alltaf
vantaði eitthvað. Framan af var leik-
in maður á mann vörn sem gekk illa
og þvíi var skipt yfir í svæðisvörn sem
gekk betur en samt fengu gestirnir
fullmikinn tíma fyrir utan framan af
en síðan var sett fyrir þann leka.
Derrick Allen átti flottan leik, hitti
vel og var grimmur í öllum aðgerðum
sínum. Aðrir sem áttu fínan leik voru
Halldór Halldórsson sem kom gríð-
arlega vel út í öðrum leikhluta þegar
hann var notaður og eins kom Arnar
F. Jónsson skemmtilega inn í leikinn,
barðist eins og ljón og var óragur við
að keyra inn í vörnina þó svo þar
væru menn almennt hálfum metra
hærri en hann. Mikið efni þar á ferð.
Nick Bradford lék vel í síðasta leik-
hluta en náði sér ekki vel á strik í hin-
um.
Franska liðið er sterkt en því gekk
erfiðlega að eiga við baráttuglaða
Keflvíkinga og nagar sig örugglega í
handarbökin yfir að hafa ekki stungið
af í fyrstu þremur leikhlutunum.
Leikstjórnandann Jason Rowe vant-
aði, en hann er meiddur. Að öðru leyti
var liðið fullskipað.
Morgunblaðið/Ómar
Gunnar Einarsson brýst framhjá varnarmanni Toulon, Asceric, í Keflavík í gær.
Keflvíkingar
öruggir áfram
KEFLVÍKINGAR eru komnir í efsta sæti síns riðils í Bikarkeppni Evr-
ópu í körfuknattleik eftir frækilegan sigur, 82:78, á franska liðinu
Hyeres Toulon í Keflavík í gærkvöldi. Það merkilega við sigur Kefl-
víkinga er að þeir léku langt frá því vel en unnu samt, sannarlega
skemmtileg nýbreytni í íslenskum körfuknattleik þar sem lið hafa
ávallt þurft að ná toppleik til að sigra erlenda mótherja sína. Þokka-
legur leikur Keflvíkinga dugði að þessu sinni. Keflvíkingar eru
öruggir með áframhaldandi þátttöku í keppninni og eiga möguleika
á að fá tvo heimaleiki í næstu umferð, lendi þeir í einu af tveimur
efstu sætunum. Þar þarf að vinna tvo leiki af þremur til þess að
komast enn lengra í keppninni.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar