Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 68

Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                    !   "  #  $%%! &  $   " ' " '     (( ! )* !   * ,  -+' , . ,+ '  ,   ' * ' )/ 0   %  ! -%    $   - &-   1 ##&  2     3 44 5 6 ' &  " +.+%789:+  '  " .3  ; '. <===  '  " '  6+ 6 >> .  2     3    + # ?    @"+.   ,+'; .%  ,+ '  A 0 (    +     '. ,  <BB>C>==4 D    2%  ; .  %  6 D $    $  %    9 E > E 9 > F >9 <= 4 <= F >> 4 9 B F > 9 >> : G F G < < << < 4 < ,+ ,+  3 ,+ ,+   '  ,+ "+ )  ,+ ,+ , ,+ , ><<> ,+ ,    ,    ,+ ,+ ,+ ,+ <>5'  ,+ ,    ?    ,+ 5  !  , *!D ,+    < > <> E 9 <9 F 4 : <E B <= >G >E <: G << >> <F >4 <B <4 >9 >< 4F 1 >B 1 >= 4>                            5'       D$!$ H   ,  I   &+    .0  ,+ J  "  # J  $5J+&   K #6                                 3 9 7  !! LS ( !! 8 !#  !!  ÞAÐ er freistandi að spá því að Írafár sé nú búið að tryggja sér toppsætið næstu mánuðina, líkt og gerðist í fyrra. Þessa vikuna seld- ust yfir 1.300 eintök af plötunni Nýtt upp- haf en þótt ótrúlegt sé nær Óskar Pétursson þó að lúra fyrir neð- an í öðru sæti, en hann átti einn óvæntasta smell þessa árs, plötuna Aldrei einn á ferð. Þess má geta að Írafár leikur í kvöld óraf- magnað í Leikhúskjallaranum. Tónleikarnir eru í tengslum við tónleikaröðina Eldhúspartý. Útvarpsstöðin FM957 stendur fyrir tónleik- unum. Það er hafið! HLJÓMSVEIT allra landsmanna, Stuð- menn, gerði góða ferð á Snæfellsnes í sumar og snaraði þar upp tæpum sextíu lögum. Fyrsti skammtur af þessari heljar- útgerð er kominn út í formi plötunnar Á Hlíðarenda sem inniheldur tólf ný lög. Hóp- urinn grínaktugi er þekktur fyrir snöfurmannlega textagerð og þess má til gamans geta að Hall- grímur Helgason, listaskáldið góða, á einn texta hér þar sem hin ógleymanlega lína „Og snæð- um nokkur neðansjávardýr“ kemur fyrir. Árið 2004 verður vafalaust annasamt hjá hljóm- sveitinni því þá dynur á kvikmyndagerð, en með- limir vinna nú hörðum höndum að óbeinu fram- haldi myndarinnar Með allt á hreinu sem bera mun titillinn Í takt við tímann … Í stuði! ÍTALSKI drengurinn Robertino kom hingað til lands ár- ið 1961 og heillaði landsmenn með undurblíðum söng sínum. Nú hefur Óttar Felix Hauks- son, eigandi Sonet og rekstraraðili gamla Austurbæj- arbíós (en þar tróð Robertino upp fyrir meira en fjörutíu árum) ráðist í það þrekvirki að endurútgefa allt það besta með Robertino. Allt efnið hefur verið hljómjafnað upp á nýtt en á meðal laga eru t.d. „O Sole Mio“, „Ave Maria“ og „Santa Lucia“. Lögin eru frá tímabilinu 1960–1962 en þá skein frægð- arljómi Robertinos hvað skærast. Undrabarn! SAFNPLATAN Hátíð í bæ: 48 íslensk jólalög hefur ein- faldan tilgang. Hér er safnað saman öllum þeim ís- lensku jólalögum sem einhvern tím- ann hafa gert garð- inn frægan í ís- lensku jólalaga- flórunni, í gamla daga eða nýlega, á tvo hljómdiska. Á meðal flytjenda eru Ellý Vilhjálms, Björgvin Halldórsson, Íslensku dívurnar, Egill Ólafsson og Svanhildur Jakobsdóttir og hér eru að sjálfsögðu ódauð- legir smellir á borð við „Jólahjól“ (Sniglaband- ið), „Ég hlakka svo til“ (Svala Björgvinsdóttir) og „Jól alla daga“ (Eiríkur Hauksson). Jól!  12 TÓNAR: Hljómsveitin Dr. Gunni með útgáfutónleika föstudag kl. 18. Í tilefni af útgáfu geislaplöt- unnar Stóra hvells.  ARI Í ÖGRI: Dúettinn Dralon skemmtir föstudag og laugardag.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleik- ur: Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnudagskvöld kl. 20 til 23:30.  BAR 11: Hljómsveitin Clever & Smart fimmtudagskvöld kl. 22.  BROADWAY: Hljómar leika fyr- ir dansi föstudag kl. 00 til 03. Millj- ónamæringar leika fyrir dansi laugardag kl. 00 til 03.  BÚÁLFURINN, Hólagarði, Breið- holti: Gulli Reynis trúbador föstudag og laugardag.  CAFÉ AMST- ERDAM: Hljóm- sveitin Úlrik spil- ar föstudag og laugardag.  CAFÉBORG HAMRABORG 10: Björn Ingi Hilmarsson og Elías Bjarnhéð- insson með tón- leika föstudag kl. 22. Boðið er upp á trumbuslátt undir ljóðalestri, gítar- leik og þjóðlega upphlutsstemningu við lög og texta Elíasar Bjarnhéðins- sonar.  CAFFÉ KÚLTURE, Hverfisgötu 18: Hljómsveitin Bardukha föstudag kl. 23. Havanadjammsveit Tómasar R. Einarssonar leikur laugardag kl. 23 til 02. Gestir eru hvattir til að taka með sér lítil slagverkshljóðfæri.  CATALINA, Hamraborg 11, Kópavogi: Hermann Ingi spilar föstudag og laugardag.  CELTIC CROSS: Spilafíklarnir föstudag og laugardag.  DÁTINN, Akureyri: Dj Lilja fimmtudagskvöld kl. 23 til 01. Idol Stjörnuleit á öllum tjöldum föstudag kl. 20. Forgotten Lores með útgáfu- tónleika laugardag í tilefni af útkomu Týnda hlekksins, einnig spila Skytt- urnar.  FELIX: Atli skemmtanalögga föstudag. Dj Valdi laugardag.  FJÖRUKRÁIN: Hilmar Sverrisson og Már Elísson leika föstudag og laugardag kl. 23 til 03.  GAUKUR Á STÖNG: Útgáfutón- leikar Skyttnanna föstudag kl. 21. Í tilefni af útkomu plötunnar Illgres- isins, einnig koma fram Forgotten Lores.  GLAUMBAR: Dj Þór Bæring fimmtudag, föstudag og laugardag.  GRANDROKK: Stefnumót Undir- tóna, Jan Mayen og Noise spila fimmtudag kl. 22. Brain Police föstu- dag kl. 23. Atómstöðin með útgáfu- tónleika laugardag kl. 23.  HÓTEL ÖRK: Í svörtum fötum spila föstudag kl. 23.  HRESSÓ: Havana-sextett Tómasar R. Einarssonar með tónleika fimmtu- dag kl. 22. Kiddi Bigfoot laugardag. Eivör Pálsdóttir með tónleika sunnu- dagskvöld.  HVERFISBARINN: Bítlarnir fimmtudag. Dj Valdi föstudag. Atli skemmtanalögga laugardag.  KAFFI DUUS, Keflavík: Hljóm- sveitin Mát föstudag og laugardag.  KAFFI LIST: Kvartett Snorra Sig- urðarsonar fimmtudag kl. 21:30 til 00.  KAFFI-LÆKUR: Njalli í Holti föstudag. Stefán Örn laugardag.  KAFFI STRÆTÓ: Tú og ég föstu- dag og laugardag.  KAPITAL: Funk Harmony Park, Chiko Rockstar, Exos & Tómas THX, dj Ricardo Cuellar fimmtudagskvöld.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveit Pálma Gunnarssonar leikur föstudag og laugardag.  LEIKHÚSKJALLARINN: Eldhús- partý FM957 Írafár og Á móti sól spila fimmtudag kl. 21. Páll Rósin- kranz og Gullfoss & Geysir föstudag og laugardag.  MÍMISBAR, Hótel Sögu: Ragnar Bjarnason laugardag.  NASA VIÐ AUSTURVÖLL: MP3.is opnunartónleikar fimmtu- dagskvöld kl. 20. 14 hljómsveitir koma fram. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Tónlistarþróunar- miðstöðvarinnar. Todmobile með tón- leika föstudag og laugardag.  NIKKABAR, Hraunberg 4: Viðar Jóns spilar föstudag.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi: SSSÓL föstudag. Spútnik spilar laug- ardag.  PRAVDA: DJ’s Balli & Tommi spila á neðri hæð og DJ Áki P á efri hæðinni föstudag. Popp/RnB- stjarnan Mark Ron- son ásamt rapparan- um Rhymfest laugar- dag.  SJALLINN, Akureyri: Doddi litli og Kalli lú spila fram eftir nóttu föstudag. Hljómar spila laugardag kl. 00.  SNÚLLABAR, Hveragerði: Hörð- ur Torfason með tónleika fimmtudag kl. 20:30. Hljómsveitin Feðgarnir leikur föstudag. Sölvarnir leika laug- ardag.  SÚLNASALUR, Hótel Sögu: Hljómsveitin Saga Class spilar föstu- dag og laugardag.  VÍNBARINN: Geir Ólafsson og furstarnir föstudag.  ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN: Útgáfutónleikar Sándtékk sunnudag kl. 23. Fram koma The Moody Comp- any, Tenderfoot, Indigo, Rúnar, The Flavours, Fritz og Dr. Spock. FráAtilÖ Pravda býður upp á R&B-plötusnúðinn Mark Ronson (t.v.) á laugardag en hann er einn sá heitasti í New York um þessar mundir og spilar fyr- ir tónleikagesti á tónleikaferð Justins Timberlakes um þessar mundir. KAMMERSVEITIN Le Grand Tango hefur sérhæft sig í flutningi á argentínskri tangótónlist og hefur einsett sér að hefja til vegs og virð- ingar þá tegund tangótónlistar sem höfðar bæði til hlustenda og dans- ara. Lögin á þess- um diski sem fá hlustendur á gólfið eru eftir ýmis stór nöfn í tangónum eins og t.d. Piazzolla, Gardel og Troilo, klassísk lög í útsetningu band- oneon-leikarans Olivier Manoury. Einnig er hér að finna frumsamda tónlist eftir Manoury og Egil Ólafs- son, sem fellur vel að heildarsvipnum. Egill syngur með sveitinni og hefur líka snarað erlendu textunum yfir á íslensku, og það er vel gert að birta í textabók bæði upprunalegu textana og þá íslensku. Egill nær hita og krafti í línurnar sem hæfa þessari ástríðufullu tónlist eins og sjá má t.d. í laginu „Þannig vorum við“ („Fuim- os“) eftir Jose Dames: „Hin holdi klædda angist sem um öngstrætin má ráfa/þar til öll sund lokast hinsta sinni í myrkri.“ Það þarf ekki að segja nein- um að tangó er tónlist skaphitans og ástríðnanna, oft er takturinn flókinn og tekur óvæntar sveiflur og krefst ekki bara færni af hljómlistarmönn- unum heldur einnig að þeir geti lagt tilfinningar sínar í hverja nótu og haldi hvergi aftur af sér. Ég er enginn sérfræðingur í spilamennsku á klass- ísk hljóðfæri en það er auðheyrt að hópurinn er samstilltur eins og einn maður og einkum vekur leikni Man- oury á bandoneon aðdáun. Egill á það til að fara stundum yfir strikið í leik- rænni túlkun en hér eiga einmitt slík tilþrif við og hann spilar á allan til- finningaskalann; hægan trega, ástríðufulla túlkun og líka húmor inn á milli – því þótt ástin og allt sem henni fylgir sé fúlasta alvara þá hefur hún líka kómískar hliðar og það skilar sér í flutningi sveitarinnar. Hér er pláss fyrir allan skalann og þótt liðs- menn hafi greinilega fullkomin tök á tækninni þá falla þeir ekki í þá gryfju að taka sig of hátíðlega, gleðin og metnaðurinn ná bæði eyrum og hjarta saklauss hlustandans sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið í stofunni og getur ekki annað en reynt að taka eins og eitt lítið tangóspor. Fyrir þann sem ekki hefur kynnst þessari tónlist af neinu viti – eins og undirrituð – þá er ekki annað hægt en að „turnerast til tangós“ eftir að hafa heyrt þessa eldheitu spilagleði. Það hefur ekki borið mikið á þessum diski í jólaflóðinu en hann ætti að heyrast sem víðast því ekki veitir af að hrista upp í kuldabólgnum og harðlokuðum landsmönnum með stórum skammti af suðrænni tilfinningasveiflu og hita. Tónlist Kraftbirting- arhljómur tangósins Le Grand Tango Le Grand Tango og Egill Ólafsson Sonet Le Grand Tango er skipuð Olivier Man- oury, bandoneon harmónikka, Eddu Er- lendsdóttur á píanó, Richard Korn, kontrabassi, Auði Hafsteinsdóttur, 1. fiðla, Grétu Guðnadóttur, 2. fiðla, Helgu Þórarinsdóttur, víóla, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, selló. Söngur og textar: Egill Ólafsson. Útsetningar: Oliver Manoury nema „Ambrosía“, útsett af Ríkarði Erni Pálssyni. Upptökustjórn: Olivier Man- oury. Hljóðmeistari: Sveinn Kjartansson. Upptökur fóru fram í Salnum, Kópavogi í ársbyrjun 2003. Steinunn Haraldsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Egill og tangósveitin mikla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.