Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 2

Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÆRRI LAUN Eftirlaunaréttur forsætisráðherra styrkist til jafns við embætti forseta Íslands, nefndaformenn Alþingis hækka í launum og það tekur ráð- herra styttri tíma að ávinna sér full- an biðlaunarétt samkvæmt nýju frumvarpi þingmanna úr öllum þing- flokkum sem lagt var fram á Alþingi í gær. Flutningsmaður var Halldór Blöndal. Fresta gildistöku Miðstjórn ASÍ telur að nýta eigi heimildir í samningi um stækkun EES til að fresta gildistöku ákvæða um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildarríkjum ESB og að atvinnu- þátttaka þess byggist á atvinnuleyf- um þar til búið sé að tryggja góða og eðlilega framkvæmd sameiginlega vinnumarkaðarins hér. Friðarverðlaun afhent Íranski lögmaðurinn og mannrétt- indafrömuðurinn Shirin Ebadi tók í gær við friðarverðlaunum Nóbels við hátíðlega athöfn í Ósló. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni, að feðra- veldið en ekki íslam stuðlaði fyrst og fremst að kúgun kvenna. Ríki útilokuð Bandaríkjastjórn hefur ákveðið, að fyrirtæki í ríkjum, sem voru andvíg innrásinni í Írak, fái ekki að bjóða í verk þar í landi. Er það rökstutt með því, að verkin verði unnin fyrir bandarískt skattfé. Tekur þetta bann meðal annars til Frakklands, Þýska- lands, Rússlands og Kanada. Hafa viðbrögð við ákvörðuninni verið mjög hörð og hún sögð munu kynda á ný undir ágreiningi um Íraksmálin. Rússar ýfast við Marc Grossman, einn af aðstoð- arutanríkisráðherrum Bandaríkj- anna, skýrði frá því á fundi með fulltrúum rússneska varnarmála- ráðuneytisins, rússneskra örygg- isstofnana og herráðsins, að Banda- ríkjastjórn ætlaði að koma upp herstöðvum í Austur-Evrópu og í sovétlýðveldunum fyrrverandi. Stað- fest hefur verið, að hún á nú í við- ræðum við stjórnvöld í Azerbaídsjan um þetta mál. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 42 Erlent 18/20 Umræðan 42/47 Heima 22 Minningar 48/49 Höfuðborgin 24/25 Kirkjustarf 52 Akureyri 26 Bréf 58/59 Suðurnes 27/28 Dagbók 60/61 Austurland 29 Brids 61 Landið 30 Sport 62/65 Listir 31/33 Fólk 66/73 Daglegt líf 34/37 Bíó 70/73 Forystugrein 38 Ljósvakamiðlar 74 Þjónusta 41 Veður 75 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Apple. Einnig fylgir Lifun – Jól í Kringlunni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SAMTÖK sjómanna og útvegs- manna, að smábátasjómönnum undanskildum, ráðgera að afhenda Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra formleg mótmæli í dag gegn frumvarpi um línuívilnun fyr- ir dagróðrabáta. Mótmælaskeyti hafa borist frá áhöfnum nærri 80 skipa og er ætl- unin að koma þeim skeytum til ráð- herra. Samtökin sem um ræðir eru Sjó- mannasamband Íslands, Far- manna- og fiskimannasamband Ís- lands, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélag Ís- lands. Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands- ins, segir að frumvarpið geti þýtt 300 milljóna króna tekjutap fyrir sjómenn á aflamarksskipum, miðað við 800-900 milljóna króna afla- verðmæti þeirra 5.100 tonna af þorski, steinbít og ýsu sem lenda í línuívilnuninni. Mótmæli gegn línuíviln- un frá áhöfnum 80 skipa TVEIR karlmenn sem setið hafa í tveggja vikna gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar lögregl- unnar í Reykjavík á stórfelldri amfetamínframleiðslu í Kópa- vogi, voru látnir lausir í gær. Þrír voru í gæsluvarðhaldi Ekki þótti ástæða til að krefj- ast áframhaldandi gæsluvarð- halds í þágu rannsóknar máls- ins. Alls voru þrír karlmenn hand- teknir vegna málsins og var einn þeirra látinn laus að loknum yf- irheyrslum en hinir settir í gæsluvarðhald. Lausir úr gæslu- varðhaldi NÚ fer spennandi tími í hönd því í nótt kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. Sá heitir Stekkjar- staur og í Jólasveinavísum Jó- hannesar úr Kötlum segir að sveinninn sá sé stinnur eins og tré og „laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé“. Þessar hressu stelpur við Mela- skólann léku sér úti með jóla- sveinahúfur á höfði og hver veit nema þær hafi verið að drepa tímann þar til Stekkjarstaur staulast af fjalli. Í það minnsta eru yngri Íslendingar eflaust full- ir eftirvæntingar og búnir að koma skónum vel fyrir úti í glugga. Hver er stinnur eins og tré? Morgunblaðið/Ásdís LOKASKÝRSLA Samkeppnis- stofnunar um meint samráð trygg- ingafélaganna er langt á veg komin, samkvæmt upplýsingum frá stofn- uninni. Er hennar að vænta í upp- hafi nýs árs en frumskýrslan var send til tryggingafélaganna fyrir tæpum tveimur árum og andmæli þeirra hafa verið til umfjöllunar með hléum síðan þá. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins óskuðu tryggingafélögin eftir því sl. sumar að eiga fundi með Samkeppnisstofnun áður en loka- skýrslan yrði gefin út, með það fyrir augum að reyna að ljúka málinu með einhvers konar sátt. Standa slíkir fundir fyrir dyrum á næstu dögum. Gunnar Felixson, formaður Sam- bands íslenskra tryggingafélaga (SÍT) og forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar, vildi á þessu stigi ekk- ert tjá sig um þetta mál er Morg- unblaðið hafði samband við hann og vildi heldur ekki staðfesta að félögin hefðu óskað eftir fundi með Sam- keppnisstofnun. Mótmæltu ásökunum Í frumskýrslu sinni, sem greint var ítarlega frá í Morgunblaðinu í ágúst síðastliðnum, komst stofnunin m.a. að þeirri niðurstöðu að trygg- ingafélögin hefðu með beinum eða óbeinum hætti haft með sér víðtækt samráð um iðgjöld í ökutækjatrygg- ingum um langt árabil og gripið til samstilltra aðgerða gegn nýjum keppinautum í bifreiðatryggingum. Einnig áttu félögin að hafa átt sam- ráð varðandi þjónustu, viðskiptakjör og stundað samkeppnishamlandi upplýsingamiðlun. Tryggingafélögin og SÍT vísuðu í andmælum sínum öllum ásökunum Samkeppnisstofnunar á bug. Var því mótmælt að um ólöglegt samráð hefði verið að ræða. Yrði ekki fallist á það töldu félögin að í einhverjum tilvikum væru brotin þá fyrnd. Tryggingafélögin vilja ná sátt við Samkeppnisstofnun AUKNIR tekjuskattar einstak- linga hafa staðið undir stærstum hluta aukinnar skattheimtu hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfé- laga, á undanförnum árum. Þáttur fyrirtækjanna í landinu í tekju- sköttum hefur hins vegar farið minnkandi. Skatttekjur hins opin- bera hafa aukist jafnt og þétt hin síðari ár en aukningin á tíu ára tímabili frá 1995 til 2004 verður um 70% að raunvirði. Hlutur tekjuskatts hefur vaxið sem hlutfall af heildarsköttunum, en hlutur vörslu- og þjónustu- skatta, þar sem virðisaukaskattur vegur þyngst, hefur hins vegar minnkað sem hlutfall af heildinni. Skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu voru um 39% á árunum 1999 og 2000, sem var umtalsverð hækkun frá næstu árum á undan en hlut- fallið var undir 37% árið 1998. Hlutfallið lækkaði nokkuð á árinu 2001 er það fór undir 38% og var svipað árið 2002. Gert er ráð fyrir að á þessu og næsta ári verði skatttekjur hins opinbera aftur komnar í um 39% af vergri lands- framleiðslu. Um þrír fjórðu hlutar skatttekna hins opinbera renna til ríkisins en um fjórðungur til sveitarfélaganna. Hlutur sveitarfélaganna hefur far- ið vaxandi á undanförnum árum í kjölfar tilfærslu á verkefnum frá ríkinu til sveitarfélaganna. Einstaklingarnir eru þeir sem bera hina auknu skattbyrði  Skatttekjur/6C HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær átján ára pilt í hálfs árs fangelsi fyrir að slá jafnaldra sinn nokkur högg í andlitið með gadda- belti eða krepptum hnefa í janúar sl. Hann var einnig dæmdur til að greiða þeim sem fyrir árásinni varð 1.250 þúsund krónur í miskabætur. Líkamsárásin átti sér stað í húsi í Öskjuhlíð en sá sem fyrir árásinni varð hlaut áverka í andliti. Æða- og sjónhimnur í vinstra auga sködduð- ust þannig að af hlaust varanleg sjónskerðing. Auk óskilorðsbundins 6 mánaða fangelsis og greiðslu miskabóta ásamt dráttarvöxtum frá í janúar var ákærði dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 65 þúsund krónur í skaðabætur vegna kostnaðar við að halda bótakröfunni fram. Einnig var hann dæmdur til að borga allan sak- arkostnað, þar með talin 130.000 króna málsvarnarlaun verjanda síns. Málið dæmdi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. Sækj- andi var Sigríður Jósefsdóttir sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Hálfs árs fangelsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.