Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLUGSTÖÐIN STÆKKUÐ Flugstöð Le i f s Eir íkssonar verður s tækkuð um 2 .200 fer - metra í tve imur á föngum. Reiknað er með að f ram- kvæmdum verð i l ok ið í jún i 2005 . Kostnaður v ið þessar framkvæmdir er áæt laður á b i l inu 1 .100 og 1 .200 mi l l j - ón ir og verður verk ið boð ið út . Keikó dauður Háyrningurinn Keikó drapst úr bráðri lungnabólgu síðdegis á föstu- dag. Sjúkdómurinn ágerðist hratt eftir að hann fékk pest á miðviku- dag. Keikó var 27 ára en með- alaldur villtra háhyrninga er um 30 til 35 ár. ESB-þráteflið rofið? Ítalski forsætisráðherrann Silvio Berlusconi, sem gegnir formennsku í Evrópusambandinu, sagði í gær að leiðtogar aðildarríkjanna myndu ræða málamiðlunartillögur sínar fram eftir laugardeginum, en hann vonaðist til að þær gætu orðið til að rjúfa þráteflið um síðasta óleysta ágreiningsmálið sem væri í veginum fyrir samþykkt nýs stjórnarskrár- sáttmála sambandsins. Vímugenið fundið? Samkvæmt rannsóknaniður- stöðum vísindamanna í Kaliforníu er einn stakur erfðavísir ábyrgur fyrir vímuáhrifum áfengis á dýr og menn. Sé viðkomandi erfðavísir tek- inn úr sambandi hljótast engin vímuáhrif af neyzlu áfengis.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                 Ritari á lögmannastofu Lögmannastofa í Reykjavík auglýsir eftir ritara í fullt starf. Starfið felur í sér aðstoð við lög- menn og önnur störf í tengslum við rekstur lögmannastofu fyrir utan símavörslu. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Almenn tölv- ukunnátta er æskileg ásamt reynslu af bók- haldi. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf á netfangið gudmundur@advocates.is. auglýsir eftir rafvirkja Viðkomandi þarf að hafa eftirfarandi:  Eiga gott með að vinna sjálfstætt sem og í hóp.  Geta sinnt margvíslegum verkefnum.  Hafa víðtæka þekkingu og áhuga á faginu.  Vera góður í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Ljós- virkja í síma 595 1500 milli kl. 9:00 og 17:00 fyrir 17. des. 2003. Barnagæsla - tvíburar Fjölskylda í vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir barngóðum einstaklingi til að gæta fjórtán mánaða tvíbura, ásamt því að sinna léttum heimilisstörfum. Vinnutími u.þ.b. átta tímar á dag. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á augldeild Mbl. merktar: „Tvíburar“ fyrir 17. des. nk. Arkitekt eða byggingafræðingur pk-hönnun arkitektar óskar eftir að ráða arkitekt eða byggingafræðing til starfa frá og með janú- ar 2004. Reynsla og færni í notkun teikniforrita er nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil, sendist til pk-hönnun, Lyngháls 4, 110 Reykjavík, eða til palmar@pk.is fyrir 22. desember 2003. Sunnudagur 14. desember 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.040  Innlit 16.676  Flettingar 67.817  Heimild: Samræmd vefmæling ATVINNULAUSU fólki með háskólapróf fjölgaði hratt á árinu 2002 en fjöldinn hefur verið nokkuð stöðugur milli 450 og 500 manns í ár en 500 manns með háskólapróf voru skráðir atvinnulausir í lok nóvember. Þetta kemur fram á vefsíðu vinnumálastofnunar. Þar má auk þess sjá að hlut- fall háskólamenntaðra af heild- arfjölda atvinnulausra hefur sveiflast nokkuð milli sjö og níu prósenta undanfarin ár en hef- ur verið rétt yfir 10% síðustu mánuði. Um 65% atvinnulausra hafa einungis grunnmenntun að baki. Atvinnuleysi er enn mun sjaldgæfara meðal há- skólamenntaðra, þar sem um tuttugu og eitt prósent þjóðar- innar hefur háskólamenntun en um þrjátíu og fimm prósent grunnmenntun. Þannig er at- vinnuleysi mun meira meðal þeirra sem búa yfir minni menntun. Upplýsingaskortur háir Halldóra Friðjónsdóttir, bók- mennta- og leikhúsfræðingur og stjórnarformaður BHM segir vandamál BHM að miklu leyti felast í upplýsingaskorti. „Eins og menn vita fjölgar þeim sífellt sem eru utan stétt- arfélaga á almennum vinnu- markaði. Okkar fólk er í stétt- arfélögum og hefur minna orðið fyrir barðinu á atvinnu- leysinu. Bæði er það svo að að- ild að stéttarfélögum veitir visst öryggi auk þess sem það auðveldar okkur að hafa góða yfirsýn yfir vandamálin. Auð- vitað gefa þessar tölur ákveðna vísbendingu, en hins vegar er það ljóst að töluvert er um að háskólamenntað fólk kjósi, frekar en að vera atvinnulaust, að vinna störf þar sem mennt- un þess nýtist ekki. Það er ennþá mikil eftirspurn eftir há- skólamenntuðu starfsfólki, í mörgum greinum vantar ennþá fólk með ákveðna menntun,“ segir Halldóra. „At- vinnuleysið bitnar kannski fyrst á viðskiptafræðingum og tölvunarfræðingum, sem urðu illa úti í bakslaginu sem varð 2001. Við vitum að í ýmsum greinum sem tengjast vísind- um og rannsóknum eru mörg tækifæri. Hins vegar skortir gjarnan fé til rannsókna,“ segir Halldóra að lokum. Atvinnuleysi jókst einnig nokkuð frá lokum októbermán- aðar til loka nóvembermánað- ar, úr 4.535 atvinnulausum í 4.911 atvinnulausa. Þetta er um sjö prósenta hækkun, en at- vinnuleysi er nú 3,0%. Mesta atvinnuleysi síðan árið 1995 mældist í febrúar sl. en þá voru um 6.212 á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysi náði lægst í sept- ember 2000, en þá voru einung- is 0,9% landsmanna skráðir at- vinnulausir. Hannes G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins segir neðri mörk atvinnuleysis frekar sveigjanleg á Íslandi. „Þegar atvinnuleysi fer undir viss mörk getur það valdið verð- bólgu. Þessi mörk eru nokkru lægri hér, meðal annars vegna sveigjanlegra reglna á vinnu- markaði og kerfis atvinnuleys- isbóta. Það má líka segja að opnun vinnumarkaða í Evrópu hafi valdið því að launaskrið og verðbólga árið 2000 urðu minni en ella,“ segir Hannes. „Atvinnuleysi varð mest hér um miðjan síðasta áratug, um fimm prósent og þótti þá vera komið á mjög alvarlegt stig. Menn voru þá tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná því niður. Margir telja að allt niður í u.þ.b. þrjú prósent sé of mikið atvinnuleysi, sérstaklega þegar ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn. Það getur leitt til félagslegra vandamála. Við Íslendingar höfum aldrei misst tökin þannig að atvinnu- leysi yrði djúpstætt þjóðfélags- legt vandamál. Hugtakið glat- aðar kynslóðir er hins vegar til úti í löndum þar sem atvinnu- leysi er ríkjandi árum saman.“                                              !     Atvinnuleysi há- skólamenntaðra nokkuð stöðugt Atvinnuleysi vex nokkuð milli mánaða en er þó mun minna en í febrúar Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 44 Hugsað upphátt 27 Myndasögur 58 Listir 32/41 Bréf 48/49 Af listum 32 Dagbók 60/61 Birna Anna 28 Krossgáta 62 Forystugrein 36 Leikhús 64 Reykjavíkurbréf 36 Fólk 64/69 Skoðun 42/44 Bíó 66/69 Minningar 50/53 Sjónvarp 70/71 Þjónusta 46 Veður 71 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Útivist. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞRJÁR forsíður eru á upplagi Tímarits Morgunblaðsins í dag. Trúlega á tiltækið sér ekki for- dæmi hér á landi og kann að rugla lesendur eilítið í ríminu, t.d. ef þeir fá heim blað með annarri for- síðu en þeir sjá á blaðinu, sem þeir rekast á í verslunum eða hjá vin- um eða ættingjum. Forsíðurnar þrjár eiga það þó sammerkt að vera svart/hvítar tískuljósmyndir af konum á mismunandi aldri. Eins og tískan er jafnan óútreiknanleg þótti við hæfi að Tímarit Morg- unblaðsins væri að því leytinu í sama takti. Sunnudagur14.12.03 Á ÍSLANDI GREINAST ÁR HVERT HÁTT Á ANNAÐ HUNDRAÐ KARLAR MEÐ KRABBAMEIN Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI KONUR Í NÚTÍÐ 1749 Árni Matthíasson skyggnist á bak við ímyndina um fjölmiðlaskelfinn og tónlistarmanninn Einar Örn Sunnudagur14.12.03 Á ÍSLANDI GREINAST ÁR HVERT HÁTT Á ANNAÐ HUNDRAÐ KARLAR MEÐ KRABBAMEIN Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI KONUR Í NÚTÍÐ 1749 Árni Matthíasson skyggnist á bak við ímyndina um fjölmiðlaskelfinn og tónlistarmanninn Einar Örn Sunnudagur14.12.03 Á ÍSLANDI GREINAST ÁR HVERT HÁTT Á ANNAÐ HUNDRAÐ KARLAR MEÐ KRABBAMEIN Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI KONUR Í NÚTÍÐ 1749 Árni Matthíasson skyggnist á bak við ímyndina um fjölmiðlaskelfinn og tónlistarmanninn Einar Örn Þrjár ásjónur á Tímaritinu í dag HALLDÓR Björnsson, for- maður Starfsgreinasam- bandsins, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna af- stöðu flokksins til lagafrum- varps um eftirlaun æðstu embættismanna. Kristján Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist bíða átekta, en útlit sé fyrir að hann muni segja sig úr flokknum. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyr- ir úrsögninni væri afstaða flokksins til eftirlaunafrum- varpsins og hann hefði þegar sent bréf þessa efnis. Kristján Gunnarsson segist ekki hafa sagt sig úr Samfylk- ingunni. Hann bíði átekta og fylgist með afgreiðslu þessa frumvarps og muni standa við það sem hann hafi sagt. Hann skilji ekki í einum einasta þingmanni Samfylkingarinnar sem styður þetta frumvarp og hann sé alveg sjálfum sér samkvæmur hvað það snertir. Þá séu menn að fara einhverj- ar aðrar leiðir og síðan sé auðvitað allur aðdragandinn að málinu. „Þetta eru mér mjög mikil vonbrigði, allur aðdragandi að þessu,“ sagði Kristján. Segir sig úr Samfylk- ingunniÞÓRÓLFUR Árnason, borgarstjóri, segir að komið sé að endurskipulagn- ingu þjónustu Reykjavíkurborgar. Komið sé að „Nýju Reykjavík“. Í gær var haldið málþing Reykja- víkurborgar með fulltrúum frá Nor- egi og Svíþjóð um nærþjónustu í hverfum. Meðal þátttakenda voru Erling Lae, borgarstjóri í Ósló, og Monika Lindh, fulltrúi borgarstjór- ans í Stokkhólmi. Í máli Lindh kom fram að Stokk- hólmur hefur samhæft þjónustu sína við borgarana og skipt henni niður á hverfi frá því árið 1995. Í Ósló hefur hverfaskipt þjónusta verið allt frá árinu 1998 og var sú stefna kynnt undir einkennisorðunum Nýja Ósló. Borgarstjórinn í Ósló sagði að end- urskipulagningin hefði falið í sér mik- inn stjórnunarlegan ávinning. Nýir tímar krefðust nýrra stjórn- unarhátta. Hann sagði stefnu Stokk- hólms og Óslóar ekki líka í einu og öllu og t.d. væri mismunandi hvaða þjónustuþættir væru færðir út í hverfið. Stytta á þjónustuleiðir Þórólfur sagði markmiðið að læra af reynslu þessa fólks því það væri lengra komið í þessari þróun en Reykvíkingar. Með nýju Reykjavík yrði borgin leiðandi í að skipuleggja þjónustu svo borgarbúar vissu rétt sinn og hvert þeir sæktu hann. Þá fælist í þessari stefnu að nýta stað- arþekkingu starfsfólks til að klæð- skerasauma lausnir fyrir íbúa í hverf- um borgarinnar. Koma ætti til móts við þarfir þeirra á þeirra heimavelli. Hann líkti þjónustu Reykjavík- urborgar við íbúa við þjónustu fyr- irtækja við viðskiptavini. „Reykjavík- urborg á að reka þjónustuver með símaþjónustu og verður það und- irbúið á næsta ári,“ sagði Þórólfur. Vefur borgarinnar nýtist gríðarvel sem upplýsingatól en á einnig að vera vinnutæki til að stytta leiðir íbúanna um stjórnsýsluna, t.d. vegna ýmissa umsókna. Þetta tvennt og samhæfðar hverfamiðstöðvar stuðla að því að hægt sé að veita vel skilgreinda, góða þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Með stofnun þjónustumiðstöðva er hægt að sinna betur vaxandi kröfum borgarbúa um þjónustu án þess að þurfa að seilast dýpra í vasa þeirra eftir skattfé. „Við höfum ákveðið að nálgast ekki þetta verkefni með niðurskurðarhníf á lofti. Við ætlum ekki að segja upp fólki en við drögum enga dul á það að störf einhverra geta breyst og starfs- menn flust milli starfsstöðva,“ sagði borgarstjóri. Að málþinginu loknu undirrituðu Þórólfur Árnason, Erling Lae og Mo- nika Lindh yfirlýsingu um samstarf á sviði hverfabundinnar þjónustu. Vilja höfuðborgirnar þrjár rækta gott samstarf til að leita nýrra leiða við að þróa og bæta nærþjónustu, auka þátttöku borgarbúa í starfi og stefnu- mótun og efla lýðræðislega starfs- hætti. Fulltrúar þriggja höfuðborga Norðurlanda ræða samstarf Komið að „Nýju Reykjavík“ Morgunblaðið/Þorkell Borgarstjórar Reykjavíkur og Óslóar stinga saman nefjum í Ráðhúsinu í gær í upphafi málþings um nærþjónustu á meðan Monika Lindh, fulltrúi borgarstjórans í Stokkhólmi, kemur sér fyrir. SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var í gærmorgun kallað að húsi við Bárugötu í Reykjavík en þar log- aði eldur á annarri hæð og lagði mik- inn reyk yfir nágrennið. Fólk sem var í húsinu komst út heilt á húfi, en eldurinn kom upp í herbergi í mann- lausri íbúð á annarri hæð. Eldtungur stóðu út um glugga hússins þegar lögreglu og slökkvilið bar að, en til- kynnt var um eldinn klukkan hálfsjö. Eldsupptök eru enn óljós en þó mun hvorki hafa kviknað í út frá sjón- varpstæki né jólaskreytingu. Risíbúðin var mannlaus en íbúar á fyrstu hæð vöknuðu við reykskynj- ara, að sögn lögreglu. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni þar sem eldurinn kviknaði og er allt inni í henni ónýtt. Að sögn varðstjóra hafði eldurinn kraumað mjög lengi. Eldur í húsi við Báru- götu GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, segir að forseti Íslands hafi ekki notið þess að fá 10% kaupmáttaraukningu á ári undanfarinn áratug eða svo, eins og forsætisráðherra, í tilefni af orðum forsætisráðherra í Morgunblaðinu í gær þess efnis að útreikningar Al- þýðusambandsins séu út í hött. Gylfi sagði að ASÍ væri ekki að meta neitt annað en embætti for- sætisráðherra og staðreyndin væri sú að laun forsætisráðherra hefðu hækk- að um 130% síðastliðin sjö ár eða sem næmi 11% kaupmáttaraukningu á ári, en verðlag hefði hækkað um 28%. Hann sagði að það væru greinilega áform Kjaradóms og Alþingis og kæmi fram í þeim rökum sem færð væru fram að það væri réttlætismál að forsætisráðherra væri á svipuðum kjörum og forseti Íslands. Greinilegt væri að að því væri stefnt og þar með væri sú forsenda ASÍ staðfest að ef þessi áform yrðu innleyst á næstu 12– 15 árum myndi Davíð Oddsson, sem hætti á næsta ári, njóta þess líka. „Þar með er forsendan um 10% kaup- máttaraukningu ef eitthvað er van- metin, því eins og hann segir gætu þetta verið 800 milljónir en ekki 500 milljónir,“ sagði Gylfi. Hann sagði að það væri hægt að vera með fúkyrði í þessum efnum, en það væri nær að forsætisráðherra reyndi að upplýsa þjóðina um það hvað þetta kæmi til með að kosta. Gylfi bætti við að það væri lág- markskrafa að þeir sem ættu að borga þennan reikning fengju að vita hvað þeir ættu að borga á næstunni. Gylfi sagði að það væri ekkert mál að kostnaðarmeta frumvarpið um eft- irlaunin og hann fullyrti að það yrði að gera það í janúar hvort eð væri þar sem færa þyrfti skuldbindinguna í ríkisreikning. „Það er bara ein ástæða fyrir að þetta er ekki gert. Það er vegna þess að það á ekki að upplýsa þjóðina um það hvað þetta kostar. Það er með- vituð ákvörðun og hefur ekkert með framsetningu frumvarpsins að gera, tímasetningu eða annað, enda hafa menn haft sjö til átta ár til að und- irbúa tryggingafræðilegt mat að sögn forsætisráðherra,“ sagði Gylfi. Framkvæmdastjóri ASÍ um gagnrýni forsætisráðherra Laun forsætisráðherra hafa hækkað um 130% á sjö árum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.