Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á Húsavík hefur frá því í haust staðið yfir nýstárleg starfsendurmenntun fyrir öryrkja og gefist geysilega vel. Um það eru allir sam- mála sem verkefninu tengjast; þeir sem komu því á koppinn eru hæst- ánægðir og þátttakendur dásama það einum rómi. Allir sextán segjast blómstra. Friðfinnur Hermannsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, segir í samtali við Morgunblaðið að verkefnið eigi sér talsverðan aðdraganda. „Þetta tengist því sem okkur dreymir um hér í Þingeyj- arsýslu, ekki síst starfsmenn Heilbrigðis- stofnunarinnar, að sýslan verði heilsusvæði í framtíðinni; að hér byggist upp stóriðja í kringum alls konar heilbrigðisþjónustu. Og þá erum við að tala um svæðið alveg frá Þórshöfn og upp í Mývatnssveit.“ Í upphafi fór þessi sextán manna hópur ör- yrkja á fjármálanámskeið vegna þess að það er staðreynd að flestir sem þurfa að hætta að vinna lenda í greiðsluerfiðleikum, og það hefur margvísleg, slæm áhrif að sögn Frið- finns. Hann segir verkefnið einmitt einstakt vegna þess að um heildarlausn sé að ræða. „Í Reykjavík gefst fólki kostur á því að fara í endurhæfingu en þegar það kemur aftur út er ef til vill enga vinnu að hafa, peningamálin enn í rugli og fjölskyldumálin jafnvel líka. Við erum að reyna að búa til heildstæða lausn á þessu vandamáli; skiljum fólk ekki eftir þegar líkamlegri endurhæfingu lýkur heldur fylgjum við því alla leið.“ Friðfinnur segir hér um stórkostlega mik- ilvægt mál að ræða fyrir þjóðarbúið í heild. „Við getum ekki sætt okkur við að í þjóð- félaginu skuli stór hópur fólks vera óham- ingjusamur; gefast upp og gera ekki neitt. Eitthvað verður því að gera.“ Námið Fyrir hádegi alla virka daga mætir hóp- urinn í bóklegt nám í Framhaldsskólanum á Húsavík, þar sem kennd eru grunnfög eins og íslenska, enska, stærðfræði, bókfærsla og fleira auk þess sem fólki er kennt á tölvur. Eftir hádegi fer fólkið síðan í einstaklings- bundna endurhæfingu, sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Friðfinnur talar um „stóra drauminn“ þeg- ar áðurnefnda „stóriðju“ ber á góma og seg- ist líta á verkefnið sem langhlaup. „Þetta er 20 ára verkefni, sem nokkur ár eru raunar þegar búin af. Við erum að vinna í alls konur hlutum til þess að byggja undir þessa draumsýn. Eitt er að hitta íbúa svæðisins og fyrr á árinu vorum við með stóra fundi á Þórshöfn, Raufarhöfn og í Mývatnssveit og næsta vor höldum við því áfram; að segja frá hugmyndunum og reyna að kveikja í fólki! “ Vegna þess, segir Friðfinnur, að ef draum- urinn eigi að rætast, verði „allir að vera með. Svæðið allt verður þá að vera til fyrirmynd- ar. Sveitarfélögin verða til dæmis að sjá um að heilbrigðismál, frárennslismál, sorpmál og slíkt sé í góðu lagi.“ Hugmyndirnar hafa hlotið góðan hljóm- grunn, segir hann. „Já, enda er eiginlega ekki annað hægt því þetta er svo jákvætt. Allir geta tekið undir að þetta er hið besta mál; það er gott að búa á stað þar sem lögð er áhersla á heilbrigði og hollustu, þó á þann hátt að þar verði gaman. Þetta á ekki að vera púrítanskt samfélag, langt í frá. Við viljum nýta okkur þá ótrúlegu möguleika sem eru í þessum málaflokki.“ Friðfinnur segir heilsuþjónustuna þann at- vinnuveg sem muni vaxa mest allra á næstu 20 árum. „Tökum sem dæmi fólk sem hættir að vinna 65 ára og á bæði ágætan lífeyrissjóð og séreignarsjóð, börnin eru farin; þá er það heilsan sem skiptir fólk mestu máli auk þess að geta upplifað eitthvað nýtt. Fólk vill njóta lífsins. Og það getur borgað. Þróunin er þessi og markaðurinn gríðarlega harður.“ Friðfinnur segir Þingeyinga á þessari leið og þeir ætli að reyna að skapa sér sérstöðu sem geri það að verkum að mögulegt verði að ná árangri. Draumsýn „Okkar draumsýn snýst ekki um stein- steypu. Hún er til. Það eru hótel hér út um allt sem eru vannýtt og hluti þessa verkefnis snýst um að nýta þau betur. Þess vegna finnst mér til dæmis að Byggðastofnun mætti styrkja okkur sérstaklega í þessu.“ Boðið var upp á viku offitu- og sykursýk- isnámskeið á Hótel Seli í Mývatnssveit í byrjun október, samskonar og haldið var á Hótel Húsavík í fyrra „og draumurinn er að geta boðið upp á allskonar slíka „pakka“ út um alla sýslu“. Hann segir úrvalsfólk fyrir hendi á svæð- Öryrkjar blómstra í star Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigð- isstofnunar Þingeyinga, er ánægður með hvernig nýstár- leg starfsendurmenntun fyrir öryrkja gengur. Skapti Hall- grímsson ræddi við hann og tvo af sextán þátttakendum í verkefninu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. „ÞAÐ er stórkostlegt að vakna á morgnana til þess að gera eitthvað sérstakt. Að finna tilgang.“ Svo mælir kona á Húsavík, einn öryrkjanna sextán sem taka þátt í verkefn- inu sem Heilbrigðisstofnunin, Framhalds- skólinn og fleiri standa að. Morgunblaðið rabbaði við tvær konur sem þátt taka í starfsendurmenntuninni. Þær óskuðu að koma ekki fram undir nafni. „Ég er alveg tilbúin að segja frá reynslu minni ef það getur orðið öðrum til góðs. En mér finnst engin ástæða til þess að koma fram undir nafni; flestir á Húsavík átta sig að vísu strax á því hver ég er, þegar þeir lesa þetta, en það er líka í góðu lagi,“ segir 42 ára fráskilin, fjögurra barna móðir. Hún er menntaður lyfjatæknir, starfaði sem slík- ur í mörg ár en hefur glímt við geð- hvarfasýki í um það bil áratug og misnotaði lyf um tíma. Krefjandi en skemmtilegt Þær segja fólk sem ekki vinnur úti eiga það á hættu að einangrast félagslega, jafn- vel þótt börn eða maki séu fyrir hendi. Þess vegna, ekki síst, sé svo mikilvægt að komast út, að ekki sé talað um að fá tækifæri til starfsendurmenntunar eins og hér um ræð- ir. „Ég lít svo á að við séum hér í vinnu; við gerðum samning við þessa aðila um að stunda nám og flosna ekki upp. Enda erum við með mætingaskyldu. Þetta er krefjandi vinna en skemmtileg. Fjölbreytt. Og hóp- urinn nær mjög vel saman,“ segir 34 ára, fráskilin tveggja barna móðir. „Kennararnir eru ánægðir með hvað við erum aktív að tala um allt milli himins og jarðar,“ heldur hún áfram. „Einu sinni fór heill tími í íslensku í að velta því fyrir sér hvers vegna gyðingur væri skrifaður með litlum staf en ekki stórum. Þetta ræddum við fram og aftur, en niðurstaðan varð auð- vitað engin…“ Hún ítrekar hve góður hópurinn er. „Mér finnst það mjög mikilvægt að ef einhver einn á erfitt, vill jafnvel hætta, þá hjálpast allir að við að aðstoða viðkomandi. Við ætl- um að styðja hvert annað; það er í raun okkar að halda hvert öðru við efnið. Fyrst við fáum svona frábært tækifæri verðum við að nýta það.“ Hún hefur verið óvinnufær síðan í janúar á þessu ári vegna bakmeiðsla. „Ýmislegt annað olli því reyndar að ég hef ekki alltaf ratað rétta braut í lífinu. Ég hef verið í svolítið slæmum málum, en samt allt- af í tengslum við skóla og félagsþjónustuna. Mér leist strax vel á þetta verkefni þegar „Stærsti happdrættisvinningur sem ég Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 16 öryrkjar taka þátt í starfsmenntun á Húsavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.