Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Talið er að nú séu um 40milljónir manna í heimin-um smitaðar af HIV-veir-unni. Í tilefni Alþjóðaal-næmisdagsins fyrir skemmstu komu út fjölmargar skýrslur um umfang vandans og nýj- ar tölur voru birtar um útbreiðslu sjúkdómsins. En Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, minnti á það í viðtali við BBC að al- næmisvandinn fælist ekki bara í „töl- um á blaði“. Á bak við tölfræðina lægi líf og dauði raunverulegs fólks. Annan gagnrýndi þjóðir Vestur- heims fyrir að gefa alnæmisvánni í þróunarlöndum ónógan gaum. Sagði hann mikinn ójöfnuð felast í því að þeir sem greindust HIV-jákvæðir á Vesturlöndum ættu í flestum tilfellum kost á heilbrigðisþjónustu og lyfja- meðferð og hefðu ágætar lífslíkur, en fyrir íbúa þróunarlanda væri HIV- smit hins vegar dauðadómur. Annan kvað næga þekkingu og fjármuni vera til í heiminum til að veita alnæm- issjúklingum hvarvetna meðferð, en sagði pólitískan vilja til þess skorta. Á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru síðan baráttan gegn alnæmi hófst hefur áhættuhópurinn gjör- breyst. Í upphafi breiddist sjúkdóm- urinn einkum út meðal samkyn- hneigðra karla og sprautufíkla á Vesturlöndum. Nú eru ungar konur í Afríku stærsti hluti HIV-smitaðra og sjúkdómurinn er orðinn helsta ógnin við heilbrigði og stöðugleika í þróun- arríkjum. Burtséð frá þeim mannlega harm- leik sem fylgir dauðsföllum af völdum alnæmis hefur sjúkdómurinn alvar- legar efnahagslegar afleiðingar á þeim svæðum þar sem útbreiðsla hans er mikil. Hann heggur stærstu skörðin í þá aldurshópa sem ættu að bera hitann og þungann af atvinnulíf- inu, með þeim afleiðingum að verð- mætasköpun minnkar, þekking tap- ast og þróun stöðvast. Horfur eru til dæmis uggvænlegar í Botswana, þar sem líkur eru á að meirihluti kennara og bænda muni látast úr alnæmi. Þá hefur sjúkdómurinn gert mikinn fjölda barna munaðarlausan, en um 11 milljónir barna í Afríku sunnan Sahara hafa misst að minnsta kosti annað foreldri sitt af völdum alnæmis. Auknu fé varið til alnæmisbaráttunnar Auknu fé hefur verið varið til bar- áttunnar gegn alnæmi á allra síðustu árum, bæði af hálfu ríkisstjórna og einkaaðila. Það sem af er þessu ári hafa 4,7 milljarðar dollara runnið til alnæmisvarna og lyfjagjafa í þróun- arríkjum, ríflega tuttugu sinnum meira en árið 1996. Betur má þó ef duga skal. Samkvæmt mati UN- AIDS, alnæmisvarnastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, er þörf á 10 millj- örðum dala til baráttunnar á næsta ári og áætlað er að þörfin verði 15 milljarðar árið 2007. En fleira þarf að koma til en auknir fjármunir. Miklu máli skiptir hvernig fénu er varið. Í flestum þróunarríkj- um hefur mikið skort á að viðbrögð við alnæmisvandanum séu skipulögð og samræmd. Nú virðist þó vera að rofa til, því stjórnvöld í ýmsum af fá- tækari ríkjum heims hafa á undan- förnum misserum markað sér heild- stæðari stefnu í alnæmisvörnum. Með aukinni vitund um sjúkdóminn og al- varlegar samfélagslegar afleiðingar hans hafa einkaaðilar einnig í auknum mæli lagt sitt af mörkum. Sums stað- ar hafa atvinnurekendur til dæmis haft frumkvæði að því að uppfræða starfsfólk sitt og sjá HIV-smituðum starfsmönnum fyrir lyfjameðferð. Óhætt er að fullyrða að baráttan gegn útbreiðslu alnæmis í þróunar- ríkjum sé næsta vonlaus án fulltingis ríkisstjórna og samtaka á Vestur- löndum. En sá böggull fylgir þó oft skammrifi að styrktaraðilar gera fjár- gjafir sínar háðar ýmsum skilyrðum. Einkum á það við um Bandaríkin. Bush-stjórnin hefur til að mynda tek- ið fyrir styrkveitingar til samtaka sem veita upplýsingar um fóstureyð- ingar, samhliða annarri fræðslu og hjálparstarfi. Slík skilyrði hafa það í för með sér að ýmis tækifæri tapast. Fleiri njóti lyfjameðferðar Alnæmislyf hafa lengst af verið af- ar dýr og í dag njóta aðeins um 800 þúsund HIV-smitaðir lyfjameðferðar af þeim 40 milljónum manna sem smitaðar eru í heiminum, flestir á Vesturlöndum. Með aukinni fram- leiðslu ódýrari samheitalyfja er þó út- lit fyrir að takast megi að fjölga þeim til muna sem eigi þess kost að fá lyf. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur hleypt af stokkunum herferð sem miðar að því að þrjár milljónir smitaðra fái lyfjameðferð árið 2005. Sérfræðingar vara þó við því að aukin notkun alnæmislyfja leysi ekki vandann, enda lækni þau ekki sjúk- dóminn. Fyrst og fremst verði að uppfræða fólk um smitleiðir HIV-veirunnar og hvetja það til ábyrgrar hegðunar. Það sé jafnframt áhyggjuefni ef ótti við sjúkdóminn minnkar sökum þess að meðferð standi til boða. Þá hefur ver- ið bent á að aukin framleiðsla á ódýr- um eftirlíkingum af lyfjum frá stærstu lyfjaframleiðendunum letji þá til að verja fé til kostnaðarsamra rannsókna og þróunar á nýjum lyfj- um. „Ekki bara tölur á blaði“       "#$%&'()*++* , ')-.&' ' / #  0 1           2   3 4     56            7 89: 7       6                               !        "    #$  $%    Reuters HIV-smituð börn bíða eftir hádegismatnum á hjúkrunarheimili í Bangkok í Taílandi á Alþjóðaalnæmisdeginum í upphafi mánaðarins. Baráttan gegn útbreiðslu al- næmis hefur nú staðið í tvo áratugi og hefur aldrei verið jafn hatrömm. Á þessu ári er talið að fleiri hafi smitast af HIV-veirunni en nokkru sinni fyrr. FLEIRI eru taldir hafa smitast af HIV- veirunni á þessu ári en nokkru sinni fyrr, eða um fimm milljónir manna. Það þýðir að fjórtán þúsund manns smitast á degi hverjum. Þá er talið að um þrjár milljónir hafi látist af völdum alnæmis á árinu, að því er fram kemur í skýrslu UNAIDS, alnæmisvarnastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í tengslum við Alþjóðaalnæmisdaginn. Af þeim fimm milljónum sem smit- ast hafa á þessu ári eru um 700 þús- und börn undir fimmtán ára aldri. Og af þeim þremur milljónum sem létust af völdum alnæmis á árinu er um hálf milljón barna. Sjúkdómurinn breiðist nú ört út í Austur-Evrópu og Rússlandi og óttast er að faraldur sé í uppsiglingu á Ind- landi og í Kína. Sem fyrr er útbreiðsla alnæmis mest í Afríku sunnan Sahara, en þar áttu sér stað tveir þriðju hlutar HIV-smita á árinu og þrír fjórðu hlutar dauðsfalla af völdum alnæmis. Nokkuð hefur þó dregið úr útbreiðslunni á ýmsum svæðum í Afríku sem þegar eru illa leikin. Að sögn Peters Piot, yfirmanns UNAIDS, hefur um 4,7 milljörðum doll- ara verið varið til forvarna og dreif- ingar alnæmislyfja á þessu ári í þeim löndum þar sem neyðin er mest, en það er um 50% aukning frá síðasta ári. 14 þúsund smitast á degi hverjum TALIÐ er að um ein milljón manna sé smituð af HIV-veirunni í Kína, enda þótt stjórnvöld í Peking viður- kenni einungis að um 80 þúsund manns hafi greinst jákvæðir. Al- næmi hefur hingað til verið mikið feimnismál í Kína og ráðamenn hafa markvisst kveðið niður umræðu um sjúkdóminn og útbreiðslu hans. En í tengslum við Alþjóðaalnæmisdaginn í byrjun mánaðarins bar á opin- skárri umræðu en fyrr hefur þekkst í landinu. Undanfarið hafa verið sýndir fræðsluþættir um alnæmi í kín- verska ríkissjónvarpinu og heil- brigðisyfirvöld hafa miðlað upplýs- ingum til almennings í gegnum fjölmiðla, þar sem meðal annars hef- ur verið hvatt til notkunar smokka. Herferðin náði hámarki á Alþjóðaal- næmisdeginum, þegar forsætisráð- herra Kína, Wen Jiabao, heimsótti deild fyrir alnæmissjúka á sjúkra- húsi í Peking. Sýnt var frá því í aðal- fréttatímum sjónvarpsstöðva þegar Wen tók í hendur alnæmissjúklinga og klappaði þeim hughreystandi. Forvígismenn í baráttunni gegn alnæmi í Kína hrósuðu forsætisráð- herranum fyrir að „brjóta ísinn“ með heimsókninni á sjúkrahúsið og létu í ljósi von um að hún yrði til þess að opna umræðuna um alnæmi í landinu og gefa skýr skilaboð til lægri stjórnvalda um að aðgerða væri þörf. En þeir vöruðu jafnframt við því að táknræn viðleitni væri hvergi nærri nóg, veita þyrfti mikl- um fjármunum til baráttunnar gegn alnæmi og gera gangskör í því að upplýsa almenning. Mikil vanþekking ríkir í Kína á eðli sjúkdómsins og smitleiðum hans. Í nýrri skoðanakönnun kváð- ust um 20% aðspurðra aldrei hafa heyrt á alnæmi minnst. Aðeins 13,4% þekktu hinar þrjár smitleiðir sjúkdómsins – í gegnum samfarir, blóðblöndun og móðurmjólk – og einungis 2,6% svarenda gerðu sér grein fyrir því að notkun smokka gæti komið í veg fyrir HIV-smit. Ógnvænlegur faraldur í uppsiglingu Óttast er að mikill alnæmisfarald- ur sé í uppsiglingu í Kína. Í upphafi breiddist sjúkdómurinn helst út á meðal sprautufíkla, vændisfólks og bænda í miðhluta Kína sem smituð- ust af sýktu blóði, en nú er útbreiðsl- an orðin hröð í öllum þjóðfélagshóp- um. Ef svo fer fram sem horfir má búast við að fjöldi smitaðra tífaldist fram til ársins 2010, í tíu milljónir manna. Forsætisráðherrann hét því á Al- þjóðaalnæmisdaginn að stjórnvöld myndu sjá öllum alnæmissjúkling- um fyrir lyfjum, þeim að kostnaðar- lausu. Nú þegar fá um 5 þúsund al- næmissjúklingar ókeypis lyf í tengslum við alþjóðlegt tilrauna- verkefni, en sérfræðingar efast um að takast muni að sjá þeim öllum fyrir lyfjameðferð í náinni framtíð. Merki um vitundarvakningu í Kína Reuters Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, heilsar alnæmissjúklingum á sjúkrahúsi í Peking á Alþjóðaalnæmisdeginum í liðinni viku. Er hann fyrstur kínverskra ráðamanna til að koma opinberlega fram með alnæmissjúkum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.