Morgunblaðið - 14.12.2003, Side 21

Morgunblaðið - 14.12.2003, Side 21
Halldórs eru ástarsögur og oftar en ekki er hann að velta því fyrir sér hvernig hann eigi að skipta ástinni á milli konu og hugsjónar.“ Efldi snilligáfu sína með dugnaði og einbeitingu Að sögn Hannesar reynir hann í verkinu að bregða ljósi á samtíma skáldsins og bakgrunn þess. „Ég segi til dæmis frá foreldrum Hall- dórs, en segja má að hörmunga- saga íslensku þjóðarinnar fyrr á öldum hafi birst mjög skýrt í upp- runa þeirra og fortíð. Faðir hans, Guðjón Helgason, kom úr fjöl- skyldu sem hafði orðið að segja sig á sveitina. Og móðir hans, Sigríður Halldórsdóttir, var frá fjölskyldu þar sem öll börnin höfðu dáið úr ýmiss konar veikindum og faðir hennar hafði drukknað.“ Aðspurður hvernig Halldór hafi orðið að því skáldi sem hann var svarar Hannes því að ein lítil saga sem hann segi gjarnan skýri það að einhverju leyti. „Þeir Tómas Guðmundsson og Sigurður Einars- son frá Holti, sem báðir voru skólabræður og vinir Halldórs þegar hann var ungur maður, sátu einu sinni á miðjum aldri saman á kaffihúsi, Hressingarskálanum í Reykjavík, og horfðu út um gluggann í þann mund er Halldór Laxness gekk framhjá. Og þá sagði Sigurður við Tómas: „Hvað heldurðu nú að hefði orðið úr okk- ur, Tómas minn, ef við hefðum haft dugnaðinn hans Halldórs.“ Þannig að svarið er á þá leið að Halldór fæddist með snilligáfu, en það gera nú margir aðrir. Það sem gerði Halldór sérstakan var að hann ræktaði og efldi þessa snilli- gáfu sína með óhemjulegum dugn- aði og einbeitingu. Þetta er lykill- inn að lífi Halldórs,“ segir Hannes. Hann nefnir einnig að Halldór hafi heyjað sér efnivið úr mörgum átt- um. „Hann spann ekki upp úr sér sögurnar. Hann hlustaði á það sem aðrir sögðu og skráði það hjá sér og notaði líka atvik úr eigin lífi. Hann felldi þetta síðan saman í haglega heild. Það er mjög fróð- legt að skoða vinnubrögð Halldórs og menn geta lært mikið af þessari tækni sem rithöfundar.“ Á slóðum nóbelskáldsins Ríkissjónvarpið sýnir í kvöld þátt eftir Hannes þar sem fylgst er með ferðum hans á slóðir nób- elskáldsins víðs vegar um heim. „Þegar framleiðandi minn heyrði að ég hygðist heimsækja ýmsa staði þar sem Halldór dvaldist langdvölum stakk hann upp á því að ég hefði tökumann með mér, enda væru þetta skemmtilegir staðir sem fólk hefði áhuga á að sjá.“ Hannes lagði meðal annars leið sína til Moskvu, Berlínar, Leipzig, klaustursins í Clervaux í Lúxemborg, Rómar, Taorminu á Sikiley, Stokkhólms, Kaupmanna- hafnar, Winnipeg, Los Angeles og Lundúna. „Það var geysilega merkilegt og fróðlegt að fara á alla þessa staði, taka upp efni og gera þennan sjón- varpsþátt, sem verður eins konar ábætir á bókina. Því að Laxness var mjög mikill heimsborgari. Eins og ég segi í þættinum: ef menntun er skilgreind sem þekking á öðrum stöðum og öðrum tímum þá var Laxness mjög vel menntaður mað- ur, þrátt fyrir stutta skólagöngu.“ adalheidur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 21 Dömu- og herranáttföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.