Morgunblaðið - 14.12.2003, Side 27

Morgunblaðið - 14.12.2003, Side 27
hafi verið uppáhald Jesú og hann hafi iðulega kysst hana, á munn- inn segja Brown og félagar. Tvær Maríur eða þrjár María Magdalena er áberandi í bók Browns, bókin snýst að miklu leyti um að finna afkomendur hennar og Jesú, án þess að nánar verið farið út í það til að spilla ekki fyrir þeim sem eiga eftir að lesa bókina. Um Maríu Magdalenu hafa menn reyndar lengi deilt, allt frá því Gregór páfi mikli sló sam- an bersyndugu konunni í Lúk- asarguðspjalli 7:36, Maríu frá Bet- aníu, systur Mörtu og Lasarusar (Jóh. 11:1) og Maríu Magdalenu „er sjö illir andar höfðu farið úr“ (Lúk. 8:2). Kaþólikkar eru enn þeirrar skoðunar að því kemur fram í ágætu alfræðiriti þeirra á netinu, sjá: www.newadvent.org/ cathen/, en mótmælendur vilja skilja á milli þessara þriggja kvenna. (Þess má geta hér að Maríurnar frá Betaníu og Magda- lena urðu tvær aftur í messubók kaþólskra 1969 eftir að hafa verið ein kona (með bersyndugu kon- unni) frá 591.) Að mati Browns og þeirra sem fylgja honum að máli (eða hann þeim) var allt þetta gert af ráðn- um hug til að gera hlut Maríu Magdalenu sem minnstan í Biblí- unni, þótt hún hafi verið eina kon- an meðal lærisveinanna (læri- stúlka?), lærisveinninn sem Jesús elskaði, sem stóð við krossinn á Höfuðskeljahæð og sem hann birt- ist eftir dauða sinn, en hún var sú fyrsta til að sjá hann upp risinn (Jóh. 20:14). Breytt viðhorf til kvenna Brown og félagar setja traust sitt að nokkru leyti á trúarhóp sem var áberandi á fyrstu árum kristinnar trúar, svonefnda gnos- tíka, af gnosis = þekkingu. Í gnostík var meðal annars haft fyr- ir satt að samband Maríu Magda- lenu og Jesú hafi verið nánara en aðrar greinar kristninnar hafa við- urkennt og frá þeirri trú eru síðan komnar óteljandi skýringar og goðsagnir sem sumar segja frá því að María Magdalena hafi komið til Frakklands og frá henni (og Jesú) sé komið franskt konungakyn. Endurskoðun manna á hlutverki Maríu í trúnni er vitanlega sprott- in af tíðarandanum, breytt viðhorf til kvenna eru líka að skila sér í trúarbragðarannsóknir, ekki síst fyrir tilstilli kvenna sem numið hafa guðfræði. Það er eðli trúar- bragða að breytast hægt, en breytast samt. Það að Da Vinci- lykillinn skuli hafa dregist inn í umræðu sem átt hefur sér stað í mörg ár undirstrikar vitanlega að Brown er naskur á tíðarandann, hitti beint í mark með deiluefni sem er milljónum hugleikið og hefur smám saman verið að færa kirkjuna nær nútímanum. Þessari umræðu er fráleitt lokið og Da Vinci-lykillinn heldur áfram að seljast, sumum kristnum mönn- um til gremju, en öðrum til ánægju; sýnir ekki hitinn í kring- um bókina að mönnum stendur ekki á sama um trúna? Síðasta kvöldmáltíðin fyrir hreinsun. Handbragð annarra listamanna setur svip sinn á myndina. arnim@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.