Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 31 Veiðihornið vinsæla veiðibúðin Harðir pakkar, mjúkir pakkar, litlir pakkar, langir pakkar, Fyrir skotveiðimanninn, stangaveiðimanninn og fluguhnýtarann Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Veiðihornið - Síðumúla 8 - Sími 568 8410 www.veidihornid.is Opið alla daga - Sendum samdægurs Fyrir skotveiðimanninn: Gott úrval af felulitagöllum. Fóðraður PVC-galli aðeins kr. 8.990. Mad Dog galli, vatns- heldur með öndun, jakki og smekkbuxur, verð frá kr. 19.995. Gott úrval af byssupokum og hörðum byssu- töskum á frábæru verði. Úrval af bókum og myndböndum fyrir skotveiðimanninn. Hvergi meira úrval af nytsömum gjafavörum. Mikið úrval af veiðistöngum og hjólum. Spinnhjól frá kr. 2.995.- Fluguhjól frá kr. 6.995.- Ron Thompson fluguveiðisett aðeins frá kr. 12.500.- SAGE fluguveiðisett aðeins kr. 21.500.- Frábært úrval - Gott verð. Fyrir stangaveiðimanninn: Vöðlur, jakkar, vesti, töskur, rotarar, vaðstafir, stangir, hjól og fleira og fleira. Úrvalið af veiðivörum er hvergi meira en í Veiðihorninu. Ron Thompson neopren vöðlur kr. 10.900. Scierra öndunar- vöðlur ásamt Scierra vöðluskóm, aðeins kr. 17.995. Ron Thompson jakki, vatnsheldur með öndun, aðeins kr. 10.995. Ron Thompson nestisbakpoki, aðeins kr. 4.995. Frábært úrval - gott verð. Einnig úrval af vöðlum, jökkum, vestum, skóm og hönskum frá Simms. Fyrir fluguhnýtarann: Danvise, sá vinsælasti, jólatilboðsverð aðeins kr. 6.595. Vönduð amerísk verkfærasett í boxi, aðeins kr. 3.995. Mjög gott úrval af kennsluefni á bókum og geisladiskum. Einnig fluguhnýtingasett á fínu verði. Nýtt! Aðeins í Veiðihorninu: Nýtt íslenskt myndband með kennslu í hnýtingum kemur í búðir eftir helgina. Sigurjón Ólafsson leiðbeinir á myndböndunum. Laxaflugur, silungaflugur, túpur og straumflugur. Gott úrval af gæsaflautum og andaflautum frá Faulk´s og fleirum kr. 1.495. Fyrir skotveiðimanninn. Gervigæsir, 12 í kassa með festingum, aðeins kr. 9.800. Einnig flotgæsir kr. 1.890 og gerviendur kr. 695. Frábært úrval af töskum, bakpok- um, byssupokum og hörðum tösk- um frá mörgum framleiðendum. Mikið úrval, gott verð. Börn og unglingar vænta sér oftmikils af jólagjöfum, einkum átti þetta við meðan fólk hafði minna umleikis en nú gerist víða og eyðsla í annað en brýnustu nauðsynjar í lágmarki. Þetta var umræðuefni eitt sinn við jólahlaðborð sem ég tók þátt í ásamt nokkrum konum og jafn- framt hver væri eftirminnilegasta jólagjöfin sem þær hefðu fengið. Þá sagði ein þeirra sagði sög- una af bláu úlp- unni. „Svoleiðis var að ég er alin upp hjá ömmu minni og hún átti vinkonu sem einnig ól upp litla stúlku, barnabarn sitt, sem var jafngömul mér. Þær vin- konurnar vildu auðvitað að við stelpurnar værum miklar vinkonur eins og þær og létu okkur hittast með ákveðnu millibili og leika okk- ur saman. Þannig liðu árin og við hittumst og lékum okkur, til tak- markaðrar ánægju á báða bóga, því okkur kom hreint ekki eins vel saman og ömmum okkar,“ sagði sögumanneskjan. „Svo var það fyrir ein jólin, þeg- ar ég var 11 ára, að amma sagði mér að nú skyldum við fara í bæ- inn því ég ætti að hjálpa henni að velja jólagjöf fyrir umrædda stelpu. Ég hoppaði nú ekki hæð mína af gleði yfir þessu verkefni en dróst þó á að fara með ömmu niður í bæ til að velja gjöfina. Við fórum í nokkrar verslanir og amma vildi endilega að stelpan fengi úlpu frá okkur í jólagjöf. Mér fannst það nú nokkuð vel í lagt en hugsaði sem svo að ef amma endilega vildi gefa svona stóra gjöf þá hún um það. Ég skoðaði úlpuúrvalið vandlega og var með það á hreinu að ekki skyldi stelpan fá fallegustu úlpuna, – svo mikið væri víst. „Veldu nú úlpu sem þér þykir verulega falleg,“ sagði amma. Ég grautaði í úlpunum og valdi loks bláa, pokalega og rennda úlpu með hettu, og sagði ömmu að þessa úlpu skyldum við kaupa handa stelpunni. „Finnst þér þessi virkilega fal- legust?“ sagði amma, talsvert hissa. „Já, mér finnst hún mjög fín,“ sagði ég ákveðin. „Ertu viss um að þú myndir vilja hana helst fyrir sjálfa þig, með þannig hugarfari á að velja gjafir,“ sagði amma. „Já, hún verður ábyggilega mjög ánægð með þessa úlpu,“ svaraði ég, – með vondri samvisku þó. „Jæja, þá kaupum við hana og höfum hana vel við vöxt, annað þýðir ekki þegar börn eru að taka út þroska,“ sagði amma og borgaði úlpuna, sem við fórum svo með heim í strætó. Leið nú að jólum og mikið ann- ríki var á heimilinu við bakstur og undirbúning hátíðarinnar. Sam- hliða því jókst eftirvætning mín eftir að komast að hvað biði mín í jólapökkunum – einkum þó pakk- anum frá ömmu sem alltaf var mest í borið. Loks rann upp hið langþráða að- fangadagskvöld. Búið að hlusta á jólamessu í útvarpinu og borða lambasteik með brúnuðum kart- öflum með fromage á eftir og við amma sestar við jólatréð að lesa sundur pakkana. Kemur þar sögu að upp í fangið á mér kemur stór pakki frá ömmu. Með nokkrum hjartslætti fór ég að rífa pakkann upp. – Mikil voru skapbrigði mín þegar upp úr pakk- anum kom bláa úlpan. Ég hef ábyggilega verið mjög einkennileg í framan meðan ég var að máta úlpuna fyrir ömmu. Ég varð satt að segja fyrir hræðilegum von- brigðum en jafnframt varð ég að reyna eins og ég gat að láta ömmu ekki verða vara við þau. Ég hafði jú sjálf valið úlpuna og hælt henni mjög, ég varð því að láta sem ég væri mjög ánægð með gjöfina. Með beiskum huga fór ég svo í bláu úlpunni í skólann eftir nýárið og af því hún var keypt svo vel við vöxt þurfti ég að ganga í henni í þrjá vetur. En ég mátti þó eiga að ég gerði þetta möglunarlaust. Hins vegar varð atvik mér mjög lær- dómsríkt. Ég skildi að ég hafði verið meinfýsin, ekki heiðarleg og hreint ekki fallega hugsandi. Ég verð aldrei svo gömul að ég gleymi bláu úlpunni, svo mikið er víst,“ sagði sessunautur minn við jóla- borðið – og ég hef ekki gleymt þessari sögu heldur. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? Bláa úlpan eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur HEIMDALLUR hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna fjárframlaga til flokka og þing- manna: „Heimdallur mótmælir þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram um hækkun þingfararkaups til þeirra formanna stjórnmála- flokka sem ekki eru ráðherrar. Þingmenn sem eru í slíkum störfum eiga ekki að fá greitt sérstaklega fyrir það úr vasa skattgreiðenda. Ekki er rétt að bera slík störf saman við störf ráðherra, enda eru ráðherrar í vinnu hjá almenningi en formenn stjórnmálaflokka í vinnu hjá við- komandi flokki. Yfirstandandi þing samþykkti fyrir stuttu aukin framlög til stjórnmálaflokka. Þess háttar framlög líkt og greiðslur til formanna flokka eru ekki eðlileg. Stjórnmálaflokkar eiga að geta fjármagnað sig sjálf- ir, auk þess sem réttara hefði verið að nota umræddar fjárhæð- ir til að lækka skatta á almenn- ing. Ennfremur telur Heimdallur mikilvægt að varlega sé farið þegar eftirlaun og aðrar greiðslur til þingmanna eru hækkaðar með lögum frá Al- þingi. Þýðingarmikið er að í til- vikum sem þessum liggi fyrir út- reikningar á kostnaði skattgreiðenda við hækkanirnar enda eru þingmenn að taka ákvarðanir sem varða hag þeirra sjálfra. Jafnframt er nauðsynlegt að laun þingmanna og ráðherra séu með þeim hætti að hæfir ein- staklingarnir fáist til slíkra starfa. Í þeim efnum er þó nauð- synlegt að gæta hófs eins og jafnan þegar um er að ræða fjár- muni skattgreiðenda. Athuga þarf leiðir til að ákvarða kjör alþingismanna án beinnar þátttöku þeirra. Slíkt fyrirkomulag ríkir nú hvað varð- ar ákvörðun grunnlauna þing- manna en vera kann að rétt sé að taka upp svipað kerfi hvað varðar álagsgreiðslur einstakra þingmanna sem og ákvarðanir um lífeyrisréttindi.“ Mótmæla tillög- um um hækkun þingfararkaups

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.