Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 32
LISTIR 32 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRSÖGN á þessari umsögn er sótt í öf- ugmælavísu eftir Bjarna Borgfirðingaskáld Jónsson, og kom upp í hugann við lestur á ofan nefndri bók. Hendingin er sjálfsagt samin með það í huga, að fá dýr virðast jafn luraleg og birnir. En annað kemur í ljós við nánari skoðun á lifnaðarháttum bjarndýranna, þó að þau hafi ekki beinlínis útlitið með sér. Það er til dæmis ekki á vitorði margra, að sum bjarndýr klifra léttilega í trjám. Undraveröld dýranna er sígilt lesefni fyrir jafnt unga sem aldna. Í bókaflokknum »Skoð- um náttúruna« hafa komið út nokkrar bækur, sem á allan hátt eru afar vandaðar og er þessi bók engin undantekning frá þeirri reglu. Bókin fjallar um bjarndýrafræði í víðri merkingu, lífshætti, hegðun, æviskeið, heim- kynni og sitthvað fleira. Getið er um flestar tegundir ættarinnar, frá ógnvekjandi grábirni í Norður-Ameríku til pöndu í Kína. Reyndar eru nokkur áhöld um, hvort panda teljist til bjarndýra, en nýjustu rannsóknir benda ein- dregið til að svo sé. Það er góður siður að greina frá latnesku heiti tegundanna, því að þá geta menn leitað að enn frekari fróðleik um dýrin á lýðnetinu, sem flestir hafa aðgang að. En því miður eru þessi nöfn ekki tekin með í at- riðisorðaskrá í bókarlok. Bjarndýr hafa jafnan skipað sérstakan sess í hugum fólks. Ýmsum hættir til að líta á þau sem hin mestu óargadýr og þau eru annáluð fyrir græðgi. Það er þó einatt svo, þegar menn kynnast dýrum, breytist viðhorfið til þeirra. Í bókinni er ekkert gert til þess að fegra líf þess- ara skepna, heldur er sagt frá þeim á einstak- lega viðfelldinn og skemmtilegan hátt. Þótt bókin sé ekki stór í sniðum er hún mjög efn- isrík og flytur margan fróðleiksmolann. Vandaðar bækur um dýrafræði er ein holl- asta lesning, sem völ er á, því að þær veita mönnum innsýn í lífríki náttúrunnar og auka ugglaust skilning á dýrmæti hennar. Þeirri kynslóð, sem elst upp við slíkan lestur, er betur trúandi til þess að umgangast og varðveita náttúru landsins en hinni, sem fór að mestu á mis við viðlíka fræðslu og öðlaðist aldrei slíkt innsæi. Það er næsta víst, að harkalegar deilur um mannvirki á miðhálendi, svo að dæmi sé tekið, eigi að stórum hluta rót sína að rekja til lélegrar uppfræðslu í náttúrufræðum í skólum landsins. Allar bækur um náttúruna, sem eru jafn vel úr garði gerðar og þessi, eru mikið fagnaðar- efni og mun áhrifa þeirra smám saman gæta verulega, þegar tímar líða. »Ísbjörn sá ég þræða nál« BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Michael Bright. Íslenzk þýð- ing: Björn Jónsson. 64 bls. Útgefandi er Skjaldborg. – Reykjavík 2002. BIRNIR OG PÖNDUR Ágúst H. Bjarnason Í gegnum tíðina hefur vantað bækur um raunverulegt líf og tilfinningar unglinga. Skáldsagan Gallabuxnaklúbburinn bætir nú úr því að einhverju leyti. Það er sérstakt og jákvætt við þessa raunsæislegu nútímasögu um unglinga að í henni eru málin krufin og leidd til lykta út frá heilbrigðri skynsemi, al- veg fordómalaust. Bókin er nokkuð kröft- uglega skrifuð í raunsæislegum frásagnarstíl og virðist þýðingin skila þeirri framsetningu alveg sæmilega. Það er einnig alveg fyrirtak að fá bók um venjulega krakka frá því landi sem fóðrar íslensk ungmenni svo yfirgengi- lega á misgóðum og misraunsæjum sjón- varpsþáttum og bíómyndum. Þessi bandaríska saga segir frá vinkon- unum fjórum: Carmen, Bridget, Lenu og Tibby sem eru rétt að verða sextán ára. Þær hafa verið vinkonur alla tíð vegna þess að mömmur þeirra voru saman á meðgöngunám- skeiði þegar þær gengu með þær og héldu svo hópinn eftir það. Þegar sagan hefst eru stelpurnar á leið í sína áttina hver til að eyða sumrinu en þær hafa aldrei verið aðskildar áður. Þær ákveða að halda sambandi um sumarið með því að samnýta gamlar galla- buxur sem fara þeim öllum svo vel að það er töfrum líkast. Í raun og veru felast töfrarnir í auknu sjálfstrausti þeirra. Það er skýrt dregið fram í bókinni hvað skiptir máli í lífinu, á þeim erfiðu tímum þeg- ar unglingar stíga fyrstu skrefin inn í fullorð- insárin með allri ábyrgðinni sem því fylgir. Þetta sumar lenda stelpurnar allar í erf- iðleikum, misjafnlega alvarlegum, sem þær þurfa að takast á við upp á eigin spýtur en það er einmitt svo áhugavert hvað höfund- urinn lætur þær pæla djúpt í orsök og afleið- ingu. Eitt af því góða við söguna er að þótt farið sé inn í hugarheim hverrar fyrir sig eru allar stelpurnar gerólíkar. Meðal annars þess vegna er persónusköpunin afar sannfærandi. Farið er nokkuð ört á milli sjónarhorna og at- burða í sögunni en sú bygging gefur bókinni einnig kraftmikið yfirbragð. Tengingin er svo vinátta stelpnanna í raun: Þó að erfiðleikar steðji að og þær bregðist rangt eða heimsku- lega við þeim, þá vita þær alltaf að þær eiga hver aðra að. Bókin áhugaverð og skemmtileg og hún snertir við lesandanum. Hún er áreiðanlega kærkomið lesefni fyrir unglinga en af því að hún tekur afstöðu hvað varðar það sem skipt- ir máli er hún ekki síður kærkomin fyrir for- eldra sem oft lenda í vandræðum með sam- skiptin við stóru börnin sín. Vinkonur í raun UNGLINGABÓK Gallabuxnaklúbburinn Þýðing: Anna Heiða Pálsdóttir. 276 bls. Mál og menning, Reykjavík, 2003. ANN BRASHARES Hrund Ólafsdóttir A llt er þá þrennt er virðist vera lykill- inn að tilgangi lífs- ins hjá kvikmynda- gerðarmönnum þessa stundina og reyndar síðustu árin og jafnvel áratugi; spagettí- vestra-þríleikur Leones, Guðföður- þríleikur Coppola, Back to the Fut- ure-þríleikur Zemeckis, Gullhjarta- þríleikur Von Triers, Þriggjalita- þríleikur Kieslowskis, Matrix- þríleikur Wachowskibræðra, Hringadróttinssögu-þríleikur Tolki- ens, Stjörnustríðs-þríleikur Lucas- ar, Stjörnu- stríðs-þríleikur Lucasar – hinn síð(a)ri, Am- erican Pie- þríleikurinn humm … Hver þríleik- urinn rekur annan núorðið og ef það var ekki áætlað frá upphafi að hafa myndirnar þrjár virðist orðið lenska að ef bíómynd skilar vænni summu fjár í kassann stígur fram brattur Hollywood-stjóri og lýsir yfir að þar með sé ei öll sagan sögð því umrædd mynd sé fyrsti hluti þríleiks. Nú er t.d. byrjað á þriðju myndinni um X-mennin, þannig að hún stefnir í að verða þríleikur. Og Lars Von Trier er bara búinn með eina í Ameríku-þríleiknum sínum. Hvað er það sem gerir þríleiki svona eftirsóknarverða? Hvað fær menn til þess að nenna að standa í því að gera þrjár heilar bíómyndir um sömu sögupersónurnar í stað þess að vilja takast á við eitthvað annað og ókannaði? Frá sjón- arhorni kvikmyndagerðarmannsins er þríleikurinn gjarnan skýrður sem óklárað verk. Sagan sé ekki að fullu sögð eftir fyrstu mynd eða að viss áskorun sé að brjótast út úr einnar myndar forminu. Sem sagt merki um hömlulausa frjósemi. En framleiðendur sjá svo að-eins eitt. Hafi fyrsta mynd-in skilað hagnaði ættuframhaldsmyndir að vera reikningsdæmi sem ekki getur klikkað. Svo ekki sé talað um ef búið er að skjóta allar myndirnar þrjár. Fyrsti hluti Hringadrótt- inssögu gekk t.a.m. svo vel að tekj- urnar sem hún skilaði náðu að dekka framleiðslukostnað allra myndanna þriggja, ef undan er skilinn kostnaður við markaðs- setningu. Við erum því að tala um að myndir tvö og þrjú skili fram- leiðendum nánast hreinum hagnaði. Ef þau sannindi láta ekki sem ljóð í eyrum stjóranna í Hollywood kunna þeir ekki góða ljóðlist að meta. Hugsa sér; þurftu ekki einu sinni að lenda í því að borga leik- urunum margföld laun fyrir að fást til að taka þátt í framhaldsmynd- unum. Auðvitað liggja margar fleiriástæður en græðgi aðbaki því að kvikmynda-gerðarmenn eru með þrí- leiki á heilanum. Sum verk sem kvikmynduð eru byggjast einfald- lega á þríleikjum og óumflýjanlegt annað en halda sig við það formið. Þannig hefði verið óðs manns æði og fjárhagslegt glapræði fyrir New Line og Peter Jackson að ætla að gera úr Hringadróttinssögubók- unum eina 10 tíma mynd, bara til þess að hún hefði upphaf og endi. Svo eru það tilfellin – sem oftast á við listrænni myndir – þegar kvikmyndagerðarmaður virðist sjá ákveðna samsvörun milli viðfangs- efnis mynda sinna og finnur sig knúinn til að loka ákveðnum hring, sem oftast tekur þrjár myndir, „því það er svo fín tala“, eins og Lars Von Trier svaraði mér til aðspurður hvers vegna Gullhjarta- myndirnar (Brimbrot, Fávitarnir, Myrkradansarinn) urðu þrjár og að nú sé hann búinn að lýsa yfir að Dogville sé upphaf að nýjum þríleik. Litamyndir Kieslowskis voru þríleikur bara vegna þess að svo vill til að þrír litir eru í franska fánanum. Sumar myndir verða svo bara að þríleikjum þegar fram líða stundir og ryk sögunnar fellur yfir þær. Sergio Leone gerði til að mynda sjö keimlíka spagettívestra en fyrst Clint Eastwood lék svip- aða týpu í þremur þeirra – ekki sama persónan vel að merkja – hafa þær verið skilgreindar sem þrenning og eru nú seldar saman sem slík. Coppola ætlaði sér síðan trú-lega aldrei að gera Guð-föðurinn að þríleik. Ætliþriðja myndin hafi ekki orðið til vegna blöndu af þrýstingi frá unnendum fyrri myndanna tveggja – bíóunnendum sem eru þeim ókosti gæddir að virðast aldr- ei geta sætt sig við orðinn hlut, að endalok séu endalok – og örvænt- ingu listamanna í tilvistarkreppu, þeirra Coppola og Mario Puzo höf- undi, sem þráðu liðna blómatíð. Og svo hefur örugglega nagað þá hversu galopin endalokin voru á annarri myndinni. Slíkt býður ávallt hættunni heim. En vegna þriðju myndarinnar og þeirra lang- sístu er ekki talað um Guðföðurinn öðruvísi en sem þrenningu, nokkð sem fyrri myndirnar tvær eiga satt að segja ekki skilið. Sama hvað George Lucas oghans heittrúa fylgismennsegja núna; maður hefurlitla trú á því að meiningin hafi alltaf verið sú að endurtaka þrenninguna. Gefum honum það að Stjörnustríð – sú upphaflega fyrsta sem er víst núna orðin sú fjórða og gengur undir nafninu Ný von – hafi alltaf átt að vera fyrsta myndin í þríleik og vinsældir hennar hafi gert að verkum að hinar tvær urðu að veruleika. En ein þrenningin til viðbótar er síðari tíma ákvörðun sem byggist á svipuðum forsendum og þeim sem aurapúkarnir í Draumaborginni skýla sér alltaf á bak við; að sagan hafi ekki verið að fullu sögð og aðdáendurnir ættu skilið að fá að heyra sólarsöguna (þetta var fjárhagslegt gróðatæki- færi sem ekki var hægt að láta úr greipunum renna). Hefur líka kom- ið á daginn að þótt fyrstu mynd- irnar tvær hafi engan veginn staðið undir væntingum, þá græða þær samt á tá og fingri, allt í krafti vin- sælda fyrri þrenningarinnar. En sá galli er svo vitanlega á gjöf Njarð- ar að þrenningin hin nýrri hefur svo gott sem gengið frá sögulegu mikilvægi hinnar fyrri og gott ef ekki einnig skemmt bæði skemmt- ana- og listrænt gildi hennar. Og breytir þá litlu hvernig sjötta myndin, eða sú þriðja í nýrri þrenningunni, sem frumsýna á komandi sumar, reynist vera. Þessa sömu sögu er að segja af Matrix. Gefum þeim Wachowski- bræðrum – Stjörnustríðs- aðdáendur sem þeir eru – að þeir hafi séð fyrir sér þríleik allan tím- ann. En þegar þeir gerðu fyrstu Matrix-myndina er nær öruggt að slíkar hugsanir voru víðsfjarri huga þeirra. Matrix var þá einangrað fyrirbæri, vísindaskáldsaga, sem byggðist á stærri hugmyndum þeirra bræðra. Ein mynd, sem síð- an sló rækilega í gegn, því hún var frábær, frumleg og öðruvísi en annað sem sést hafði á hvíta tjald- inu. Þessar vinsældir, allar tekj- urnar sem myndin skilaði, breytti svo öllu og hefur örugglega fengið bræðurna til að leiða hugann að sögunni stóru. En þegar átti svo að fara að útfæra þessar stóru hug- myndir – sumpartinn til að láta undan þrýstingi unnenda, sum- partinn framleiðenda, sumpartinn eigin metnaðar – reyndist lítið meira í hana spunnið og myndir tvö og þrjú virkuðu nákvæmlega eins á mann og hin síðari Stjörnustríðs- þrenning – tilgangslaus og skaðleg upprunalegu snilldinni. En er einhver trygging fyrirþví að allt sé þá þrennt er?Eru þrenningar eitthvaðheilagar í Hollywood? Al- ien-myndirnar voru með réttu kenndar við þrenningu þangað til fjórða myndin spillti því. Örugglega Death Wish-myndirnar líka, Su- perman, Rocky og jafnvel Freddy Krueger-myndirnar. Og George Lucas lét sér ekki nægja að tvö- falda þrennuna heldur er hann líka við það að belgja þrenninguna sem Indiana Jones-myndirnar voru út í þá fjórðu ásamt Spielberg vini sín- um. Rætt er alvarlega um að kvik- mynda Hobbitann nú fyrst Tolkien „nennti“ ekki að hafa bindin í Hringadróttinssögunni fleiri. Getur ekki vel verið að Robert Zemeckis klæi í puttana að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í Aftur til framtíðar-myndunum? Svo góðar hugmyndir vaxa náttúrlega á trjám. Erum við þá að tala um að seinni Matrix-þrenningin eigi því eftir að koma til sögunnar, forleik- urinn. Hví ekki? Hinar mala allar gull. Hvers vegna að stöðva færi- bandið? Hver sagði að þrenningar væru heilagar? Eru þrenningar heilagar? AF LISTUM Skarphéðinn Guðmundsson skarpi@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.