Morgunblaðið - 14.12.2003, Side 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 33
OREGON
sjónvarps-
skápur úr eik
Lengd: 149 sm
Hæð: 61/83 sm
Dýpt: 52 sm
Verð kr. 71. 800
R A F T Æ K J A V E R S L U N
HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 590 5090
Hrærivél
750wött 4,2 lítra
Verð 34.900,-kr
Ný tungumálaáætlun Norðurlanda
- Nordplus Sprog
Frá og með 1. janúar 2004 tekur gildi ný tungumálaáætlun Norðurlanda,
"Nordplus Sprog". Nordplus Sprog tungumálaáætlunin er hluti af
Nordplusaætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur það markmið
að efla hreyfanleika og myndun samstarfsneta milli landanna. Stofnanir,
samtök, samstarfsnet og einstaklingar geta sótt til Nordplus Sprog um
styrk til að fjármagna námskeiðahald, ráðstefnur, rannsóknaverkefni,
kannanir, útgáfur, orðabókar- og iðorðavinnu, þróun og útgáfu
námsgagna, verkefni í máltækni, stofnun samstarfsneta milli aðila á sviði
tungumála og fræðslu fyrir almenning.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2004
Markmið
Nordplus Sprog er einkum ætlað að varðveita og styrkja
tungumálsamfélag Norðurlanda þannig að norræn samvinna verði einnig
til framtíðar að mestu á norrænum tungum. Ein forsenda þess er að
tungumál Norðurlanda haldi stöðu sinni sem altæk tungumál og
burðarvirkni samfélagsins í hverju landi fyrir sig.
Þess vegna eru markmið tungumálaáætlunar Norðurlanda þessi:
• að efla gagnkvæman málskilning á Norðurlöndum,
• að auka þekkingu á tungumálunum sem töluð eru á Norðurlöndum,
• að stuðla að lýðræðislegri tungumálastefnu og viðhorf til tungumála
á Norðurlöndum,
• að styrkja stöðu tungumála Norðurlanda á Norðurlöndum og víðar.
Í ársbyrjun 2004 verður hægt að leggja inn umsókn á netinu í
gagnabanka Nordplus Sprog á veffangi Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins,
www.ask.hi.is.
Eintak af umsókninni er síðan prentað af netinu, undirritað og sent til
Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins
Neshaga 16
107 Reykjavík.
Nánari upplýsingar fást hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins,
www.ask.hi.is, Pétur Rasmussen sími 525 5854, eða Karítas Kvaran sími
525 4304.
SKÁLDSAGA Vigdísar Gríms-
dóttur Frá ljósi til ljóss er nýkomin
út í þýðingu Inge Knutsson Alfa-
beta Anamma forlaginu í Svíþjóð.
Vigdís er mikils metin í Svíþjóð
enda hafa flestar bækur hennar
verið þýddar á sænsku og það þykir
tíðindum sæta þegar ný bók eftir
hana birtist á bókamarkaði þar.
Frá ljósi til ljóss er þar engin und-
antekning og hefur fengið einróma
lof gagnrýnenda fyrir ákaflega vel
stílaða og spennandi frásögn um
litlu stúlkuna Rósu sem elst upp hjá
fósturforeldrum sínum.
Sænsku gagnrýnendurnir benda
á að ástin í ýmsum myndum skipi
stóran sess í verkum Vigdísar
Grímsdóttur og persónur hennar
glími oft við stóru spurningarnar
um sannleikann, kærleik og tilgang
lífsins. En eins og þeir nefna eiga
kærleikurinn og ástin sér dekkri
hliðar og ekkert er einfalt eða ein-
hlítt í þessari skáldsögu Vigdísar,
hvorki sannleikurinn né ástin.
Mannleg samskipti eru flókin og
byggjast oft á ýmiss konar blekk-
ingum, líkt og lesendur Vigdísar
vita.
Í ritdómi Helsingborgs Dagblad
segir m.a.: „Vigdís Grímsdóttir hef-
ur hér skapað ákaflega grípandi
sagnaheim um ástina og kærleik-
ann ... og ég bíð spennt eftir næstu
bók.“ Í ritdómi Kommunalarbet-
aren segir m.a: „töfrandi heimur ...
hér mætir lesandinn ást í ýmsum
myndum, hvernig mun Rósu farn-
ast?“ Annar gagnrýnandi segir ein-
faldlega: „ Ég mun kasta mér yfir
næstu bók hennar því að: „I’m
Grímsdóttir hooked“.“
Frá ljósi til ljóss
lofuð í Svíþjóð
Vigdís Grímsdóttir
SKÁLDSAGAN Óvinafagnaður eft-
ir Einar Kárason er frábær texti að
mati gagnrýnanda Information en
bókin kom út í Danmörku fyrir
skemmstu og hefur hlotið mikið lof í
dönskum fjölmiðlum. Rétturinn á
Óvinafagnaði var seldur til Finn-
lands og Þýskalands á dögunum og
einnig hefur kvikmyndarétturinn
verið seldur. Bókin kom fyrst út árið
2001 hjá Máli og menningu.
Einstök yfirsýn
Erik Skyum-Nielsen, sem skrifar í
Information, segir að meðhöndlun
Einars á efni bókarinnar beri vitni
um „einstaka yfirsýn og ríka hæfi-
leika til að lifa sig inn í atburðina“.
„Af rithöfundum nútímans á Íslandi
er hann trúlega sá sem af mestri
íþrótt viðheldur og endurnýjar arf-
inn frá sagnabókmenntunum, þar
sem atburðirnir voru svo nálægir í
tíma, að höfundur Sturlungasögu,
Sturla Þórðarson, birtist ljóslifandi í
skáldsögunni.“
Doris Ottesen, í Kristeligt Dag-
blad, segir Óvinafagnað bók sem erf-
itt sé að leggja frá sér. „Ef maður
elskar og dáir Ísland og ekki síst Ís-
lendingasögurnar – og við erum sem
betur fer mörg slík – þá er bráðnauð-
synlegt að veita sjálfum sér þá
ánægju að lesa skáldsögu Einars
Kárasonar, Óvinafagnað.“
Kænleg greining á
eðli hefndarinnar
Í gagnrýni Bacher Lind i Jyl-
lands-Posten segir: „Það er alls ekki
á færi hvers sem er að fjalla um svo
stórt þema og hefndin er, og komast
svo vel frá því eins og hér er raunin.
… Við könnumst við óttalausa menn
og mannskæða bardaga; hugaðar
konur og hrjúft landslag; herleið-
angra og vítahring hefndarverka en
við bætast einnig nýir þættir, og það
eru þeir sem gera Óvinafagnað að
ákaflega spennandi og nútímalegri
skáldsögu.“
Tore Leifer hjá Danmarks Radio
talar um eftirminnilegar persónur
bókarinnar og segir m.a.: „Í sjálfu
sér er þessi góða skáldsaga Einars
Kárasonar áminning um að stríð er
aldrei réttlátt, göfugt eða gæfuríkt
heldur blóðugt, skítugt, uppspretta
sonalausra mæðra, foreldralausra
barna og þúsunda martraða.“
Óvinafagnaði
hælt í Danmörku
Einar Kárason