Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ virðast vera mjög fáir sem vita að ég hef samið kammertónlist. Hún hefur lítið verið spiluð fyrr en bara núna síðustu árin. Þá fer fólk að uppgötva hana og viðhorf þess breytist. Það sem spilað er í útvarp- inu heyrist kannski bara einu sinni, – og það eru auðvitað ekki allir við- staddir þá, en fólk getur valið sinn eigin tíma þegar verkin eru komin á plötu. Sumir virðast hafa haldið að ég hafi ekki gert neitt annað en að semja þjóðlagaútsetningar og Kiljanslög,“ segir Jón Ásgeirsson tónskáld um nýjan geisladisk frá Smekkleysu þar sem Kammersveit Reykjavíkur leikur fimm verk eftir hann: Kvintett, saminn yfir íslensk þjóðlög, Blásarakvintett nr. 2, Strengjakvintett nr. 3, Oktett fyrir tréblásara og Sjöstrengjaljóð, sept- ett fyrir strengi. „Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta framtak Rutar Ingólfsdóttur að spila íslenska tónlist inn á geisla- diska er stórkostlegt. Þá er þetta til. En auðvitað er þetta bara hluti af því sem ég hef verið að bardúsa.“ Jón segist ánægður með það hvað íslensku geisladiskarnir hafa feng- ið góða dóma í erlendum tónlistar- tímaritum að undanförnu, en það breyti þó varla miklu fyrir tón- skáldin sjálf, að öðru leyti en því að vera hvatning til enn frekari dáða. „Sérhver höfundur þarf að hafa í það minnsta einhvern grun um sína stöðu til að keyra sig áfram. Annars linast hann upp og hættir. Ég fékk góð viðbrögð um daginn frá manni sem ég veit að hefur hlustað mikið á músík. Hann rauk á mig á tón- leikum um daginn og sagði: „Mikið djöfull er gaman að þessu – þetta er helvíti góður diskur!“ Það þarf ekk- ert að segja meira, – ég er ánægður með að manni með þjálfað eyra skuli líka vel. En þarna var hann að heyra þessi verk í fyrsta skipti.“ Verkin fimm spanna nær 40 ár á tónsmíðaferli Jóns. Sjöstrengja- ljóðið er elst, samið 1967, Oktettinn og Kvintettinn yfir íslensk þjóðlög eru frá áttunda áratugnum, Blás- arakvintettinn frá 1998 og Strengjakvartettinn saminn í fyrra. Hefði verið að ljúga Jón segir erfitt fyrir sjálfan sig að spá í hvernig tónlist hans hefur þróast og breyst á þessum tíma. „Sannleikurinn er sá að ég byrjaði að læra klassíska hljómfræði og kontrapunkt, en svo fór ég yfir í módern músík, og samdi sönglög og fleira sem er nútímalegra. En ég fjarlægðist módernismann mjög snemma, – af tilfinningaástæðum. Ég hafði ekki ánægju af að búa til verk sem voru bara strúktúr. Fyrri blásarakvintettinn minn var til dæmis semi-tólftónamúsík, og það er Sjöstrengjaljóðið líka. En ég gat aldrei tengst þessum aðferðum til- finningalega. Ef ég hefði samið tólftónamúsík hefði ég verið að ljúga að sjálfum mér. Maður situr uppi með að vera það sem maður er. Ég snerist því fljótlega gegn þessu, þótt það hafi auðvitað áhrif á mann í afstöðu gagnvart sam- hljómum og öðru, og módernisminn breytti öllu tónferli. En það er ekki eins mikið skammaryrði í dag og það var fyrir þrjátíu árum að vera íhaldssamur. Þá var það algjörlega óafsakanlegt að vera gamaldags, og maður er enn svolítið með það á bakinu. Tólftónatónlistin og mód- ernisminn urðu til á sínum tíma í andstöðu við akademismann og þær hefðir sem rómantíkin byggð- ist á, en akademisminn gekk lengst í að þola Brahms. Á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar, 1914–18, dóu svo margir eldri prófessorar að það varð að fara að manna stöðurnar upp á nýtt. Smám saman sætti aka- demían sig við módernismann. Í seinni heimsstyrjöldinni var búið að gera út af við gamla akademismann og nýr akademismi tekinn við, – módernisminn. Eftir 1945 voru módern hugmyndirnar kenndar eins og guðfræði. Tónskáld eru bara ekki enn laus undan þessu. Minimalisminn var tilraun til að brjótast undan þessu nýja akadem- íska oki. Með honum voru nánast öll tónfræði, formfræði og strúktúr horfin úr tónlistinni, og einfaldleik- inn látinn ráða. Þegar hann var bú- inn kom tímabil þegar menn voru að gera allt upp á nýtt. Þetta sjáum við líka í verkum íslenskra tón- skálda. Í dag eru allir farnir að semja lög aftur. Þetta byggist á því að sköpun er eitthvað sem hefur fólgna í sér ákveðna framþróun. Það er ekki hægt að stoppa og segja að allir eigi að kompónera á einhvern einn ákveðinn hátt. Þetta er allt ein löng vegferð – endalaus.“ Ég fjarlægðist módernismann af tilfinninga- ástæðum Morgunblaðið/Kristinn Jón Ásgeirsson tónskáld. Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888 Fæst í næstu bókabú› Jólin í boltanum Útsölustaðir Apótek og lyfjaverslanir Töskur Ekta leður Verð frá kr. 2.800 Á SÚFISTANUM á Laugavegi 18 verður á mánudagskvöld kl. 20 dag- skrá um bók Mikhails Búlgakoff, Meistarann og Margarítu. Tilefnið er að Hafnarfjarðarleik- húsið frumsýnir 6. janúar leikgerð af sögunni. Ingibjörg Haraldsdóttir, þýðandi verksins, segir frá bókinni og höfundinum, en þýðing hennar á bókinni hefur verið endurútgefin í tilefni af uppfærslu Hafnarfjarðar- leikhússins. Fjallað verður um leik- gerðina á sögunni og leikarar sýn- ingarinnar leiklesa úr henni. Ennfremur mun lúðrasveit leika nokkur lög. Dagskrá um Meistarann og Margarítu KATALIN Lörincz heldur orgeltón- leika í Langholtskirkju í dag, sunnu- dag, kl. 18. Katalin Lörincz Miklósné Balázs hefur verið búsett hérlendis frá 1993 og starfaði til ársins 2001 sem organisti og söngstjóri við Akraneskirkju. Undanfarin tvö ár hefur hún starfað sem undirleikari mið- og framhalds- nemenda í Tónlist- arskóla Garðabæjar. Katalin hefur leikið á tvennum tónleikum á aðventunni, í Hjalla- kirkju við flutning á Kantötu no. 61 eftir Bach og einnig á fjögurra kóra tónleikum í Ými undir stjórn Esterar Helgu Guðmundsdóttur. Katalin mun leika á tvennum tón- leikum erlendis um jólin og áramótin og eru þeir tónleikar til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Orgeltónleikar í Langholts- kirkju Katalin Lörincz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.