Morgunblaðið - 14.12.2003, Side 40
LISTIR
40 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222
Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
– bækur fyrir alla
Fyndnasta bók ársins Lygilegasta bók ársins
„Þetta er frábær sending en það
er bara enginn til þess að taka
við henni.“ Guðjón Guðmundsson (Gaupi)
Óteljandi sögur og tilsvör.
Logi Bergmann og Þór Jónsson,
Sigmundur Ernir og Jóhanna
Vilhjálmsdóttir. Atast er í Gissuri
Sigurðssyni og Karl Eskil Pálsson
verður fyrir barðinu á Brodda
Broddasyni.
„Sævar Þór er sérfræðingur í að
finna glufur á mönnum.“
Hörður Magnússon um Fylkismanninn
Sævar Þór Gíslason.
Afsakið – hlé, langfyndnasta bók ársins
Frábær skemmtun.
Þrjátíu íslenskir
sögumenn láta gamminn
geysa. Jón Skrikkur og
Sögu-Guðmundur
Magnússon, Vellygni-
Bjarni og Lyga-Þorlákur.
Gunnar Jónsson á
Fossvöllum fræðir um
vísdóm kvenna eins og
honum var einum lagið.
Lyginni líkast, lygilega skemmtileg bók
– B Æ K U R F Y R I R A L L A –
„ANDLEGT meistaraverk“ var ein
af þeim umsögnum sem Passía eftir
Hafliða Hallgrímsson fékk hjá gagn-
rýnendum eftir
vel heppnaðan
frumflutning
verksins í febrúar
2001. Það var
Listvinafélag
Hallgrímskirkju
sem pantaði verk-
ið af Hafliða, í til-
efni af 1000 ára
kristnitökuaf-
mæli, en verkið
var frumflutt af
Mótettukór Hallgrímskirkju, ein-
söngvurunum Mary Nessinger og
Garðari Thor Cortes og hljómsveit
undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Viðtökur við verkinu voru svo góðar
að strax var ákveðið að flytja það í
annað sinn föstudaginn langa 2002, og
um það leyti var það einnig hljóðritað
af Stafræna hljóðupptökufélaginu.
Til að tryggja að fleiri þjóðir en Ís-
lendingar fengju notið verks Hafliða
tók félagsskapurinn Credo að sér að
finna útgáfufyrirtæki fyrir geisla-
plötu á erlendri grund. Nú er útgáfan
orðin að veruleika, og það er finnska
útgáfufyrirtækið Ondine sem að
henni stendur.
Hafliði Hallgrímsson tónskáld, sem
býr í Skotlandi, segist ákaflega
ánægður með að fólk sýni tónlistinni
hans áhuga og vilji gefa hana út. „Það
voru þeir ágætu þremenningar í
Credo sem fengu þessa flugu í höf-
uðið, Halldór Hauksson, Sveinn
Kjartansson og Sverrir Guðjónsson,
og þeir eiga allt gott skilið, því útgáf-
an var mikið átak fyrir þá. Þeir stofn-
uðu fyrirtæki sitt vegna áhuga síns á
að koma íslenskri tónlist sem þeim
líst á á framfæri erlendis. Passían var
númer eitt á listanum hjá þeim. Það
fannst mér afar djarft, því svona út-
gáfa er ekki auðveld. Í raun og veru
má segja að það sé ídealismi sem er
afar sjaldgæfur í dag, en við skulum
vona að þetta verði til að ýta undir
eitthvað meira hjá þeim.“
Til móts við almennan hlustanda
Hafliði átti sinn þátt í vali á mynd
sem prýðir forsíðu disksins. „Hún er
eftir Craigie Aitchison, en hann er
málari sem ég þekki vel. Við höfum
unnið saman og ég hef alltaf verið
mikill aðdáandi hans. Myndin fer
verkinu mínu afar vel.“
Mikil hlustun og tæknivinna fylgdi
upptökunum, sem Hafliði fylgdist
með og tók þátt í. „Sverrir Guðjóns-
son og Inga Rós Ingólfsdóttir voru
listrænir ráðunautar í þeirri vinnu, og
áttu lokaorðið.“
Hafliði segist manna verstur í því
að fylgja eigin verkum úr hlaði, og að
gott hafi verið að hafa aðra í því. „Ég
er alltaf svo sjálfsgagnrýninn og yf-
irleitt óánægður með það sem ég er
að gera, að ég hjálpa ekki alltaf til, –
og það er bara vandamál með mig.
Mér finnst alltaf erfitt að tala um eig-
in verk. Það má þó alltaf segja að það
sé eitt að fá beiðni um að semja verk
fyrir ákveðna athöfn í kirkjunni og
annað að fá til þess fé sem kemur frá
almenningi. Þá fer maður að hugsa:
„Er það alltaf rétt þegar maður fær
svona tilboð kostað af almannafé, að
hugsa eingöngu um að semja það sem
mann langar sjálfan til?“ Á maður að
hugsa: „Skítt með almenning, – ég
geri það sem mig langar til. Það gerir
ekkert til þótt enginn hafi ánægju af
þessu, það kemur ef til vill að því ein-
hvern tíma seinna að einhver hafi
gaman af því.“ Í þetta sinn langaði
mig að koma vel til móts við hinn al-
menna hlustanda, ekki síst vegna
þess að mér finnst fjarlægðin milli
hans og tónskálda oft vera farin að
verða óhugnanlega mikil. Ég spurði
mig að því hvort maður hefði ekki
ákveðna skyldu til að passa inn í sam-
félagið eins og það er, án þess að
þurfa að slaka á listrænum kröfum.
Þetta varð takmark mitt með Passí-
unni, en ég reiknaði aldrei með nema
einum flutningi á verkinu og svo búið.
En verkið var auðvitað líka sniðið
með Hallgrímskirkju í huga og hljóm-
burð þar. En nú er verkið komið af
stað út í lífið, og maður vonar bara
það besta og að það lendi í góðum fé-
lagsskap.“
Hafliði segist aldrei hafa ýtt mikið
undir það að verk hans væru gefin út.
Honum hefur þótt betra að fá verkin
flutt oftar áður og leyfa þeim að finna
sig gegnum flytjendur og hlustendur,
eins og hann orðar það. „En hugs-
unarháttur nútímans er öðru vísi. Í
dag þarf allt að gerast hratt, og tón-
verk geta tekið flugið áður en maður
veit af. Þegar ég fæ fréttir af því að
einhverjir vilji gefa verkin mín út, þá
styð ég það auðvitað. Þetta kostar
mikla peninga, og það gleður mig að
það skuli vera til alls konar sjóðir að
sækja í, og fólk sem stjórnar þeim
sem finnst verðugt að eyða peningum
í svona nokkuð. Auðvitað er maður
ekkert nema þakklátur.“
Í skýjunum með útkomuna
Hörður Áskelsson, kantor í Hall-
grímskirkju, er himinlifandi með það
hvernig til hefur tekist. „Biðin var
orðin svolítið löng, því það er komið á
annað ár síðan við tókum verkið upp.
Verkið er hreinasta ævintýri, og þeg-
ar ég heyri það aftur núna á geisla-
diski finnst mér það staðfestast enn
og aftur rækilega hvað þetta er mikið
meistarastykki hjá Hafliða. Við sem
tókum þátt í þessu erum öll meira og
minna í skýjunum með útkomuna.“
Hörður segir það stórt skref fyrir
þátttakendur í flutningi Passíunnar
og jafnvel alla íslenska tónlist, að eiga
þennan aðgang að erlendum markaði
þótt eftir eigi að koma í ljós hvernig
gengur, en diskurinn kemur ekki út
erlendis fyrr en eftir áramótin, þegar
hann fer í dreifingu um allan heim.
„Mér er sagt að það sé gæðastimpill í
sjálfu sér að komast að hjá Ondine-
útgáfunni og í öllu þessu ferli höfum
við verið ákaflega heppin. Ég nefni
bara hljómsveitina sem dæmi. Það
heyrist svo sannarlega í hverju sóló-
inu á fætur öðru gegnum allt verkið
hvað þetta eru góðir hljóðfæraleikar-
ar. Þar er valinn maður í hverju rúmi.
Upptakan er ótrúlega góð og skýr,
þannig að þegar ég set diskinn á verð
ég að hætta öllu öðru. Þessar sextíu
mínútur halda manni alveg föngnum.
Ég trúi ekki öðru en að verkið muni
virka jafn vel á allt músíkelskt fólk.“
Passía Hafliða Hallgrímssonar
gefin út á geisladiski hjá Ondine í Finnlandi
Vona að verkið lendi í
góðum félagsskap
Morgunblaðið/Sverrir
Halldór Hauksson í Credo afhendir Herði Áskelssyni fyrsta eintakið af
geisladiskinum með Passíu Hafliða.
Hafliði
Hallgrímsson
GENGI
GJALDMIÐLA mbl.is