Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 41
Séra Baldur í Vatnsfirði nefnast æviminningar Baldurs Vilhelms- sonar sem Hlynur Þór Magnússon skrásetti. Séra Baldur Vil- helmsson var prestur og síðan prófastur á höfuðbólinu forna, Vatns- firði við Ísafjarðardjúp, allan sinn embættisferil eða nokkuð á fimmta áratug. Hann varð snemma þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi. Þegar séra Baldur kom nývígður í Vatns- fjörð var gamla sveitamenningin enn í blóma við Djúp jafnframt því sem tæknivæðing í landbúnaði var að hefja innreið sína. Bændur voru bjartsýnir og sáu ekki fyrir þær rót- tæku breytingar sem urðu á ís- lensku samfélagi á síðari hluta 20. aldar. Séra Baldur í Vatnsfirði lifði hnign- un búskapar og mannlífs í sóknum sínum við innanvert Ísafjarðardjúp og stórfellda fækkun sóknarbarna: Þau sem hann jarðsöng ekki fluttust brott. Enn situr Baldur Vilhelmsson aldr- aður maður á prestssetrinu forna í Vatnsfirði þótt hann hafi látið af embætti fyrir aldurs sakir. Enda kemur enginn í staðinn. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er 225 bls. Prent- vinnsla: Ásprent, Akureyri. Verð: 3.980 kr. Æviminning LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 41 Þorleifur Örn Arnarsson hef-ur síður en svo setið auðumhöndum síðan hann út-skrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands sl. vor. Á að- eins fimm mánuðum hefur hann sett upp fjórar sýningar, þar af þrjár á vegum Hins lifandi leikhúss, leik- hóps sem hann stofnaði í sumar. Fyrsta leikstjórnarverkefni Þorleifs var Aðfarir að lífi hennar eftir Mart- in Crimp þar sem hann vann sjálfur leikgerðina í samvinnu við leikhóp- inn, næst vann hann sýninguna Pentagon sem saman stóð af fimm einþáttungum. Í kjölfarið kom 1984 – Ástarsaga hjá Stúdentaleikhúsinu þar sem Þorleifur vann leikgerð upp úr skáldsögu George Orwell í sam- vinnu við Arndísi Þórarinsdóttur og í byrjun desember frumsýndi Hið lif- andi leikhús Sveinsstykki eftir Þor- vald Þorsteinsson við afbragðs við- tökur. En hvernig kemur það til að þú ert að fara til Ástralíu? „Raunar er Ástralíuferðin hluti af heimsreisu sem við konan mín ætl- um að fara í á næstu þremur mán- uðum. Markmið ferðarinnar er að hluta til að taka mér smáfrí eftir þessa brjáluðu keyrslu sem verið hefur verið á mér síðustu mánuði. En tilefni Ástralíuferðarinnar er að ég er að fara að semja nýtt leikrit í samvinnu við leikskáldið Vanessu Badham. Hún er ekki nema 27 ára og hefur þegar skrifað 19 verk sem sett hafa verið upp í 40 uppfærslum, en verk hennar hafa margoft verið sýnd á Edinborgarhátíðinni. Stutt er síðan hún fékk verðlaun sem besta nýja leikskáld Ástralíu. Hún þykir afar spennandi nýr höfundur og hef- ur vakið mikla athygli, jafnt innan- lands sem utan fyrir hárbeitta sam- félagsgagnrýni sína,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri. Hvernig komst þú í kynni við hana? „Þegar ég setti upp sýninguna Pentagon í sumar var einn einþátt- ungurinn, Kapítal, eftir Vanessu. Upphaflega hafði ég samband við hana til að ræða praktísk mál á borð við höfundarréttinn og því um líkt, en í framhaldinu fórum við að spjalla. Fljótlega komumst við að því að hugmyndir okkar og sýn á heims- málin eru ekki ósvipaðar. Síðan leiddi eitt bara af öðru og allt í einu vorum við farin að tala um að vinna saman og nú er ég sem sagt á leið út til hennar.“ Allt of lítið sýnt af nýjum pólitískum leikverkum Hvernig ætlið þið ykkur að vinna leikritið? „Okkur langar að vinna verkið saman alveg frá grunni. Ég verð hjá henni í Ástralíu í hálfan mánuð þar sem við munum vinna hugmynda- vinnuna, en síðan kemur Vanessa hingað til Íslands næsta sumar til að leggja lokahönd á verkið því mig langar til að vinna leikritið að hluta til í samvinnu við leikhópinn sjálfan, en við stefnum að því að frumsýna næsta haust. Hvað verkið varðar þá langar mig einmitt í pólitískt leik- verk sem tengist íslenskum að- stæðum á sama tíma og Ísland er skoðað í stærra umhverfi.“ Finnst þér vanta pólitísk leikverk þar sem tekist er á við samtíma okk- ar? „Já, og það vantar líka tenginguna við umheiminn. Við erum svo oft annaðhvort með leikrit sem taka á ís- lenskum veruleika eða hins vegar er- lend pólitísk stykki. Raunar er allt of lítið sýnt af nýjum pólitískum leik- verkum, það eru í mesta lagi sýnd pólitísk verk frá 18. öld. Mér finnst hins vegar spennandi að skoða ís- lenskt samfélag dagsins í dag í sam- hengi við aðrar þjóðir, s.s. Bretland, með miklu sterkari og eldri lýðræð- ishefðir. Þar kæmust stjórn- málamenn t.d. ekki upp með það að ljúga að almenningi. Nýlegt dæmi sem nefna má er að ef bensínið hefði hækkað um fjórar krónur einhvers staðar annars staðar í Evrópu væri ekki bíll á götunum í viðkomandi landi. Það sætu allir heima í mót- mælaskyni. Að sama skapi hættu nánast allir Danir að kaupa mjólk þegar verðið á henni var hækkað nýverið. Í lönd- unum umhverfis okkur virðist al- menningur vera miklu meira vak- andi og baráttuandinn innprentaður í þjóðarsálina. Við aftur á móti höf- um ekkert slíkt innprentað, við stjórnumst bara af neysluhyggjunni. Svo má velta fyrir sér hvað veldur því. Stafar það af því að við erum svo nýrík þjóð og of fljót að gleyma for- tíðinni? Að mörgu leyti erum við sem þjóð í raun orðin firrt og þetta er meðal þess sem mig langar til að skoða í stærra samhengi. Og það er náttúrlega mjög spennandi að gera það með svona snjöllum leik- húspenna og krítíker á borð við Vanessu.“ En af hverju þykir Vanessa Bad- ham svona spennandi höfundur? „Ég hef einmitt sjálfur velt því töluvert fyrir mér og m.a. rætt það við hana. Það sem heillar mig við hana er að hún er ofsalega pólitísk út frá svo manneskjulegum forsendum. Á sama tíma er hún mikill húmoristi í skrifum sínum og texti hennar er svo guðdómlega tvíræður, sem er einmitt oft einkenni enskumælandi rithöfunda. Í leikritum hennar sjáum við alltaf hlutina út frá fólki sem við áhorfendur getum samsamað okkur með. Hún býr til svo sterkar og áhrifaríkar aðstæður. Leikhúsið er nefnilega alltaf hér og nú og þar verða manneskjur að tala við mann- eskur og þegar kemur að því þá er Vanessa algjörlega á heimavelli.“ Nú hafa mörg verkanna sem þú hefur sett upp verið afar pólitísk, hvað veldur? Er þetta gamli draum- urinn um að búa til betri heim? „Já, tvímælalaust. Leikhúsið er svo magnað form að ég neita að trúa því að það hafi ekki áhrif. Það hefur áhrif. Þetta er sú leið sem mér var úthlutað til að koma hlutunum frá mér. En síðan finnst mér líka bara svo æðislega að takast á við hið óger- lega. Í grunninum er ég í leik- húsvinnu minni drifinn áfram af þörfinni fyrir að hafa áhrif, þó ekki í formi einhvers konar forræð- ishyggju. Ég er ekki að þröngva fólki til að hugsa heldur vil ég einfaldlega veita fólki ákveðna hvatningu. Ég vil hreyfa við fólki með vinnu minni. Ég hef engan áhuga á einhverjum smartheitum, heldur að ná utan um eitthvert inntak og skila því til áhorf- enda.“ Leikhúsið er svo magn- að form Morgunblaðið/Sverrir „Ég vil hreyfa við fólki með vinnu minni. Ég hef engan áhuga á einhverjum smartheitum, heldur að ná utan um eitthvert inntak og skila því til áhorf- enda,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson sem er á leið til Ástralíu að vinna með Vanessu Badham. Þorleifur Örn Arnarsson hefur að und- anförnu vakið athygli innan leikhúsheims- ins, nú seinast með uppsetningu sinni á Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson. Nú liggur leið hans hins vegar til Ástralíu þar sem hann hyggst vinna nýtt leikrit í samvinnu við leikskáldið Vanessu Badham. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Þorleif rétt áður en hann hélt af landi brott og fékk að heyra meira um samstarfið. silja@mbl.is Í FYRRA bindi æviminninga sinna, Úr verbúðum í víking, felldi Ólafur Guðmundsson þráðinn er hann sneri heim ásamt fjölskyldu sinni árið 1955 eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjunum. Þá hóf hann störf hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna í Reykjavík og var þar næstu tíu árin. Eftir það lá leiðin aftur út í heim, fyrst til námsdvalar í Sviss, en síðan til Bretlands þar sem hann starfaði til ársloka 1987, lengst sem forstjóri Icelandic Freezing Plants Ltd. í Grimsby, sem hann byggði upp ásamt stjórnarmönnum og starfs- fólki. Eftir að hann hvarf frá stjórn- velinum í Grimsby starfaði Ólafur fyrir S.H. í Frakklandi um tæplega tveggja ára skeið, uns hann lét af störfum hjá fyrirtæk- inu. Hafði hann þá starfað hjá Sölumið- stöðinni í 42 ár, lengst af hjá dótturfyrirtækj- um í Bandaríkjunum og Bretlandi. Engum sem les þess- ar endurminningar Ólafs Guðmundssonar getur dulist, að hann hefur lifað viðburðaríku lífi. Tímabilið sem hann fjallar um í þessari bók var skeið mikillar upp- byggingar í útflutningi sjávarafurða og þar var hann í forystusveit. Er fróðlegt að lesa um þá starfsemi alla og samskipti fulltrúa S.H. við út- lenda kaupendur, einkum á Bret- landseyjum. En Ólafur segir frá fleiru en dag- legum störfum. Hann greinir líka frá sínu fólki, fjölskylduhögum og ferða- lögum og skemmtilegir kaflar eru um ýmsa samstarfsmenn, sem hon- um hafa orðið minnis- stæðir. Yfirleitt er frá- sögn Ólafs jákvæð og hann er umtalsfrómur um samferðamenn. Engum getur þó dulist að undir lokin var hann lítt sáttur við yfirmenn sína og ekki hafa hon- um hugnast þær breyt- ingar sem orðið hafa á starfsemi S.H. hin síð- ustu ár. Þessi bók er um margt fróðleg, en frá- gang hennar hefði mátt vanda betur. Fjölmargir menn og konur eru nefndir til sögu og því hefði verið fengur að nafnaskrá og ekki er ég alls staðar sáttur við text- ann. Hann er sums staðar heldur þunglamalegur og málsgreinar of langar. Stóri kosturinn við frásögn- ina er hins vegar sá að hún er afar einlæg. Frásögn söluvíkings BÆKUR Æviminningar Höfundur: Ólafur Guðmundsson. Útgef- andi: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri 2003. 184 bls., myndir. ÚR VERBÚÐUM Í VÍKING, VESTAN HAFS OG AUSTAN II. BINDI Jón Þ. Þór Ólafur Guðmundsson Komið er út 6. bindi í bóka- flokknum Frá Bjargtöngum að Djúpi. Í þessu bindi skrifar Ari Ív- arsson um systk- inasynina Ívar Ív- arsson frá Kirkjuhvammi og Halldór Júlíusson frá Melanesi á Rauðasandi. Einnig skrifar Ari grein um landpósta í Barðastrandarsýslu. Hafliði Magn- ússon, alþýðulistamaður, skrifar greinarnar Blaðaútgáfa á Bíldudal 1901-1975, Gamanmál að vestan 2 og Sögubær í byggingu. Birt er grein Hannibals Valdimarssonar um byggingu Samkomuhússins í Súða- vík á sínum tíma, en þá lyftu íbúar þar Grettistaki undir forystu Hanni- bals og birtar eru fjölmargar ljós- myndir úr safni Sigurðar Kristjáns- sonar sem sýna mannlíf í Súðavík á ýmsum tímum. Jón Gunnar Her- manníusson segir frá vegagerð á Þorskafjarðarheiði 1945, sagt er frá 17. júní á Hrafnseyri 2003 í máli og myndum og Guðvarður Jónsson lýkur frásögn sinni um Reykjanesskólann. Hundruð ljósmynda setja svip á bókaflokkinn sem margar birtast þar í fyrsta sinn. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er 172 bls. Prentvinnsla: Ásprent, Akureyri. Verð: 3.980 kr. Mannlíf Qúpersíman - endurminningar grænlensks galdramanns er skráð af Otto Sandgreen. Þýtt hefur úr dönsku Ingibjörg Vigdís Friðbjörnsdóttir. Georg Qúper- simân lifði mikla umbrotatíma á Austur-Grænlandi. Saga hans gerist í upprunalegu eskimóísku sam- félagi. Hann segir frá viðburðaríku lífi sínu og þeim hugarheimi sem hann bjó við áður en hann var tek- inn í kristinna manna tölu. Í tuttugu ár lærði hann til galdramanns og stutt var í vígslu hans. En þess í stað skírðist hann til kirkju Krists eftir stutta kennslu í kristnum fræð- um. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er 151 bls. Prent- vinnsla: Ásprent, Akureyri. Verð: 2.900 kr. EndurminningarÚt er komið 13. heftið í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan. . Í rit- röðinni Mannlíf og saga fyrir vestan, sem kemur út tvisvar á ári, er fjallað um vest- firskt mannlíf fyrr og nú. Í þessu hefti er meðal annars viðtal með myndum við Kristján Ott- ósson frá Svalvogum, um lífið á út- nesjunum milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar í uppvexti hans. Þar voru slóðir Guðmundar G. Hagalín, en þær byggðir eru nú komnar í auðn. Sagt er frá Lilju Björnsdóttur, skáld- konu, birtar ljósmyndir úr ljós- myndasafni séra Jóhannesar Páls- sonar á Stað í Súgandafirði. Vestfirskar sagnir fyrr og nú eru á sín- um stað. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er 80 bls. Prentvinnsla: Ásprent, Akureyri. Verð: 1.700 kr. Mannlíf og saga fyrir vestan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.