Morgunblaðið - 14.12.2003, Page 48

Morgunblaðið - 14.12.2003, Page 48
FRÉTTIR 48 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum          Hiti á tæki veldur aukinni hættu á óhappi Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins      Andri en ekki Ari Nafn Andra Teitssonar, fram- kvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirð- inga á Akureyri, misritaðist í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Ein messa í Áskirkju Ekki verða tvær guðsþjónustur í Áskirkju eins og greint var í blaðinu í gær heldur aðeins ein, fjölskyldu- guðsþjónusta klukkan 11. LEIÐRÉTT JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, segir að skýrsla Ríkisendur- skoðunar um sameiningu sjúkrahús- anna í Reykjavík, sýni að spítalinn sé almennt séð góð stofnun í þeirri merkingu að þar sé gott starfsfólk sem veiti góða þjónustu, langtum betri þjónustu en veitt sé til að mynda í Bretlandi sem mest sé tekið til samanburðar í skýrslunni. Þetta kom fram í utandagskrár- umræðu á Alþingi á föstudag, en málshefjandi var Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðisnefndar. Jón sagði ennfremur að í um- ræðum um skýrsluna, sem hingað til hefðu verið takmarkaðar, hefði mest borið á að sameiningin hefði ekki verið nægilega vel undirbúin. Það mætti færa rök fyrir þessari skoðun en það mætti færa gildari rök fyrir því að það hefði verið kominn tími til þess að láta verkin tala og það hefði verið það sem gert hefði verið. „Allar skýrslur, öll álitin, allar hugmyndir sérfræðinganna sem rannsökuðu kosti og galla samein- ingar sögðu það sama. Það ber að sameina spítalana. Við samein- inguna hafa enda sérgreinar styrkst, spítalinn stendur sterkari en áður í faglegum skilningi og það er ekki vafi í mínum huga að til framtíðar höfum við lagt grunn að góðum spít- ala sem getur veitt sjúklingum þá þjónustu sem við Íslendingar gerum kröfu til,“ sagði Jón meðal annars. Nefnd skilgreinir hlutverk LSH Hann sagði að nefnd hefði þegar tekið til starfa sem ætti að skilgreina hlutverk spítalans í heilbrigðisþjón- ustunni og henni væri gert að skila áliti eftir fimm mánuði. Nefndin ætti að fara ofan í þau atriði sem kæmu fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og þyrftu nánari skýringar eða skil- greiningar við. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í umræðu á Alþingi Góð þjónusta á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn hefur efnt til skyndihappdrættis. Vinningar eru t.d. listaverk, flug- ferðir, bækur, skákspil, skáksett o.fl. Hrókurinn hefur verið með barna- og unglingastarf sitt meðal grunn- skólanemenda sl. þrjú ár auk þess að hafa staðið fyrir fjölmörgum mótum og nú síðast einvígi stórmeistaranna Friðriks Ólafssonar og Bent Lar- sens. Miði kostar 500 kr. og börn 16 ára og yngri fá 20 prósent í sölulaun. Hægt er að nálgast miða á skrifstofu Hróksins í Skúlatúni 4 þar sem skák- skóli hans er til húsa og einnig panta þá á jemen@simnet.is Skyndihapp- drætti Hróksins LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið a.d. ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið a.d. ársins kl. 8–24. S. 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 HJÁLMAR H. Ragnarsson tónskáld hefur verið endurráðinn rektor Listaháskóla Íslands til næstu fimm ára, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá stjórn Listaháskól- ans. Þar segir að Hjálmar hafi verið ráðinn fyrsti rektor skólans í árs- byrjun 1999 og hafi stýrt uppbygg- ingu skólans síðan. Ráðning Hjálm- ars gildir frá 1. janúar 2004. Rektor Listaháskól- ans endurráðinn SVÖLURNAR, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, færðu skurðlækningadeild 12 G Landspítala -háskólasjúkrahúss að gjöf CAS 740 Monitor sem er blóðþrýstingsmælir, púls- mælir, hitamælir og súrefnismettunarmælir. Erla Hafrún Guðjónsdóttir, formaður Sval- anna, afhenti gjöfina sem Elín María Sigurðardóttir yfirhjúkrunarfræðingur tók á móti fyrir hönd skurðlækningadeildar 12 G. Svölurnar hafa fjármagnað allar gjafir sín- ar sl. 30 ár með því að gefa út jólakort og rennur allur ágóði þeirra óskiptur til líknar- mála. Á myndinni eru f.v. Elín María Sigurð- ardóttir, Erla Hafrún Guðjónsdóttir og Kol- brún Þórhallsdóttir skrifstofustjóri. Gáfu LSH tækjabúnað Ljósmynd/Gunnhildur Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.