Morgunblaðið - 14.12.2003, Side 63

Morgunblaðið - 14.12.2003, Side 63
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 63 mannkynið lærði af mistökum sögunnar. Við athöfnina bar Ebadi ekki hinn íslamska höfuðklút eins og írönskum konum er gert skylt. Hafa bókstafstrúarmenn í landi hennar hótað henni dauða vegna þess. Feðraveldið kúgar íslamskar konur Mannréttinda- frömuðinum Shir- in Ebadi afhent friðarverðlaun Nóbels Reuters Shirin Ebadi friðarverðlaunahafi Nóbels. Í ræðu sinni sagði Ole Mjøs, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, að nafn Ebadi myndi lýsa upp sögu friðarverðlaunanna og lét í ljós ósk um, að breyting til batnaðar yrði í landi hennar og annars staðar. ÍRANSKI lögfræðingurinn og mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló á miðvikudag. Í þakkarræðu sinni gagnrýndi hún meðal annars Bandaríkin fyrir að hafa hunsað mannréttindi í baráttu sinni gegn hryðjuverkum. Ebadi vék í máli sínu að föngum Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu og sagði, að þeir hefðu ekki notið þeirra réttinda, sem kveðið væri á um í alþjóðlegum sáttmálum. Spurði hún einnig hvers vegna sum ríki ættu að vera bundin samþykktum Sameinuðu þjóðanna en önnur ekki. Ráðist hefði verið inn í Írak en tugum samþykkta SÞ um Palestínu og Ísrael aldrei verið framfylgt. Ebadi sagði, að íslam og mannréttindi gætu farið saman. Í landi sínu, Íran, væri það feðraveldið, sem kúgaði konurnar og hún hvatti til, að KRISTÍN Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson voru í gær útnefnd íþróttamenn ársins úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Kristín Rós vann til fernra gullverðlauna á opna breska sundmeistaramótinu og því kanadíska og þá var hún sigursæl á Íslandsmóti og í bikarkeppni fatlaðra. Þetta er í níunda skipti sem hún hlýtur sæmdarheitið. Jón Oddur hlaut tvenn gullverðlaun á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum og einnig á opna breska mótinu og þá sigraði hann í þeim greinum sem hann tók þátt í á Íslandsmóti fatlaðra. Morgunblaðið/Kristinn Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson. Kristín Rós og Jón Oddur best MARGIR mótmæltu frumvarpi um eftirlaun æðstu embættismanna. Frumvarpið var rætt á Alþingi í vikunni. Í frumvarpinu er til dæmis lagt til að formenn stjórnmálaflokkanna, sem ekki eru líka ráðherrar, fái 50% álag á launin sín. Það er líka lagt til að eftirlaun fyrir æðstu stöður í þjóðfélaginu verði borgaðar beint úr ríkissjóði en ekki lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Verkalýðshreyfingin er ósátt við frumvarpið. Núna er verið að semja um kjör launafólks í landinu. Frumvarpið muni breyta kröfum launþeganna. Mjög margir komu saman á Austurvelli á fimmtudag og mótmæltu frumvarpinu. Þar voru til dæmis forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. Sumir þingmenn hættu við að styðja frumvarpið eftir mótmælin. Morgunblaðið/Kristinn Margir mótmæltu á Austurvelli á fimmtudag. Frumvarp um laun þingmanna Á MIÐVIKUDAGINN spilaði breska rokksveitin Muse í Laugardalshöll. Það var fullt af fólki að horfa á Muse og líka íslensku hljómsveitina Mínus. Hún spilaði á undan Muse. Muse eru búnir að gefa út þrjár plötur. Nýjasta platan heitir Absolution. Bassaleikarinn Chris segir að tónleikaferðalagið sem þeir eru í núna sé það skemmtilegasta til þessa. Stemningin var afar góð í Höllinni og allir skemmtu sér vel. Morgunblaðið/Árni Torfason Krummi, söngvari í Mínus. Morgunblaðið/Árni Torfason Matthew Bellamy í Muse. Muse og Mínus í Laugardalshöll Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.