Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 66

Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 10. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.50. B.i. 14. kl. 2, 5, 8 og 10.50. B.i. 14 ára Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20. Frábær, fyndin og fjörug unglingamynd um ástina. Er sá eini rétti til eða ekki? Fyrsta regla um ástina. Það eru engar reglur. Frumsýning  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Will Ferrell Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Kl. 8 og 10.30. B.i. 14.  Kvikmyndir.com Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Will Ferrell Tilboð 500 kr. Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Geggjuð gamanmynd með Ben Stiller og Drew Barrymore í leikstjórn Danny DeVito. Hvernig getur ein lítil gömul kona breytt drauma heimilinu í martröð? Kl. 8 og 10. STEINUNN Þórhallsdóttir er einn af umsjónarmönnum menningarþátt- arins Mósaík í Sjónvarpinu. Hún hefur starfað við þáttinn í fimm ár – eða frá upphafi – og byrjaði sem skrifta (aðstoðardagskrárgerðar- maður). Það var svo í fyrra sem Steinunn byrjaði með efni í þáttun- um og er hún umsjónarmaður Aug- ans, hinna eiginlegu menningar- frétta Mósaík. Steinunn er með BA-próf í spænsku og segist hafa unnið við að selja bíla í eitt og hálft ár, áður en hún gekk til liðs við Mósaík. Hún segir það hafa verið glettilega góða reynslu. Síðasti þáttur Mósaík fyrir jól er 16. desember. Áfram verður svo haldið á næsta ári 13. janúar. Hvernig hefurðu það í dag? Soldið sybbin, en bjartsýn á að það lagist eftir því sem líður á. Hvað ertu með í vösunum? Besta vin minn Nokia, kortið og tvær hárspennur. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Ég skal elda allan matinn, bara ef ég þarf ekki að vaska upp! Hefurðu tárast í bíói? Já, maður, en reyni samt yfirleitt að strjúka tárin laumulega í burtu. Uppáhaldsjólasveinninn? Stúfur, áfram smáfólkið! Ef þú værir ekki dagskrárgerðar- maður, hvað vildirðu þá vera? Höfundur ferðabóka um fjarlægar slóðir. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Gott ef það voru ekki Flying Pickets í Háskólabíói 1983. Harður pakki eða mjúkur? Mjúkur. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Meryl Streep þegar hún fer að kipra varirnar. Og Jim Carrey þegar hann opnar munninn. Hver er þinn helsti veikleiki? Leti og langar sturtur. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Yfirleitt alltaf aðeins of sein! Leppalúði eða grýla? Ég held bara lúðinn. Bítlanir eða Stones? Bítlarnir. Hver var síðasta bók sem þú last? Carnegie Art Award 2004. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardags- kvöldi? „Stick’ em up“ með Quar- ashi. Og „Luftgítar“ með Johnny Triumph. Hvaða plötu keyptirðu síð- ast? Alice með Tom Waits. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Sá sem stígur upp af kollinum á syni mínum Steini Kára. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Úff …Hef ekkert gert af mér nýlega! En við vinkonurnar komumst upp með ýmsa óknytti hér áður fyrr út á engla- andlitin. Ljótt að rifja það upp. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Kúbanskt skjaldbökufile og mexí- kósk kýrmagasúpa. Hvort tveggja mjög gott. Hamborgarhryggur eða rjúpa? Því miður hvorugt. Trúirðu á líf eftir dauðann? Það er bara dagamunur á því … Rauð jól eða hvít? Rauð í borginni en hvít í Bláfjöllum :-) Mexíkósk kýrmaga- súpa er góð SOS SPURT & SVARAÐ Steinunn Þórhallsdóttir VINNIE Jones, leikari og fyrrverandi knattspyrnu- maður, var á föstudag fundinn sekur um hótanir og árás á farþega í flugi milli Lundúna og Tókýó. Saksóknari dró til baka ásökun um að Jones hefði verið drukkinn þegar at- vikið gerðist 1. júní. Dóm- ari í Lundúnum tók sér frest til að kveða upp refsingu. Jones, sem er 38 ára, lék með Wimbledon og landsliði Wales á sínum tíma. Hann þótti harður í horn að taka á leikvelli. Jones hóf leik í kvikmyndum og auglýs- ingum eftir að ferli hans í knattspyrnu lauk. Vinnie sekur fundinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.