Morgunblaðið - 19.12.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 19.12.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gleðileg Framsóknarjól. Sjö vitar friðaðir Standa alltaf fyrir sínu Smellt verður rofa ogþar með flóðljósumbeint að Gróttuvita klukkan 18 í dag. Er það gert í tilefni af 125 ára af- mæli vitarekstrar á Íslandi og, að sjö vitar á Íslandi hafa nú verið friðaðir. Magnús Skúlason, for- stöðumaður húsafriðunar- nefndar, svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. Þetta er löng saga … „Ekki löng miðað við önnur lönd. Mjög stutt raunar í þeim samanburði. En 125 ár er nokkur tími hjá okkur og rétt að fylgja eftir þeim aukna áhuga sem upp er kominn um vita hér á landi. 1. desember sl. var skrifað undir friðunar- skjöl sjö íslenskra vita við hátíð- lega athöfn í Gróttuvita. Það gerði Geir Haarde, starfandi mennta- málaráðherra að Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra viðstödd- um. Þá hefur nýverið komið út bók um íslenska vita á vegum Siglinga- stofnunar. Þetta er alveg í sam- ræmi við mikinn alþjóðlegan áhuga á vitum og vissulega tíma- bært að huga að þeirri bygging- ararfleifð sem fólgin er í vitunum við Íslandsstrendur með því að friða þá. Friðun er mikill heiður fyrir hús.“ – Hvaða vitar hafa verið friðað- ir? „Þeir voru valdir nokkuð eftir landshlutum. Fyrst er að nefna Reykjanesvita, sem er úr hlöðnu grjóti og er frá árinu 1907. Þá eru fimm vitar sem eru steinsteyptir, Malarrifsviti á Snæfellsnesi sem er frá 1946, Bjargtangaviti, Garð- skagaviti, hinn eldri, sem er frá 1897 og stendur við hlið þess nýrri sem er frá 1944, Hríseyjarviti sem er frá 1920 og Dyrhólaeyjarviti sem er frá 1927. Loks er einn fulltrúi stálgrindarvitanna sem flestir hafa verið teknir niður. Um er að ræða Arnartangavita í Skut- ulsfirði sem er frá 1921. Það má raunar segja að við séum að tala um átta vita, því einn til viðbótar stefnir í Húsasafn Þjóðminja- safnsins, en það er ígildi friðunar. Það er mjög merkilegur viti sem stendur á Dalatanga, pínulítill og voða sætur. Hann er eini vitinn á landinu sem var reistur á einka- reikning hér á landi. Það var Otto Wathne, athafnamaður fyrir aust- an, sem varð þreyttur á að bíða eftir því að Danir sköffuðu okkur vita, og reisti þennan á eigin kostnað.“ – Þar komum við líklega að því hvers vegna þú talaðir um að saga vita á Íslandi væri stutt miðað við önnur lönd … „Einmitt. Íslendingar höfðu enga burði til að koma sér upp vit- um, en saga þeirra erlendis er mjög löng og merkileg. Það voru vitar í heiminum fyrir daga Róm- verja og einn slíkur er meira að segja enn í notkun á Spáni og ann- ar er uppistandandi í Dover. Og ekki má gleyma vitan- um í Alexandríu sem reistur var 300 f.Kr. og var talinn eitt af sjö furðuverkum verald- ar.“ – Gegna vitar sama hlutverki í dag og fyrrum? „Nei, þeir gera það auðvitað ekki á dögum GPS-staðsetningar- kerfa og fleiri tækninýjunga. En það logar á þeim vel flestum og þeir gera enn sitt gagn. Sjálfur var ég einu sinni úti á Faxaflóa í þoku og það eina sem ég hafði var kompás og sjókort. Ég notaði þessi tæki, uns ég sá ljósglampa frá vita og þegar ég skoðaði sjó- kortið vissi ég að það var Gróttu- viti. Þannig að fyrir einfalda sjó- farendur með engar græjur geta þeir skipt sköpum.“ – Hvað felst í því að friða vita? „Það hefur verið föndrað við marga vita, þeim breytt á einn hátt eða annan. Ef viti er friðaður, þá er hann friðaður eins og hann er í dag, en yfirleitt er ósk um að hann verði færður með tímanum í sitt upprunalega horf.“ – Af hverju sjö vitar, hvers vegna ekki fleiri? „Þetta þótti bara góð tala til að byrja með, en það er nýtt fyrir landsmenn að friða vita. Hins veg- ar er full þörf á því að friða fleiri vita og það verður án nokkurs vafa gert í náinni framtíð. Mér dettur t.d. í hug nýrri vitinn á Garðskaga, Gróttuvitinn og fleiri.“ – Tengist þú sjálfur vitum á ein- hvern hátt? „Já, það geri ég. Þegar ég var 14–15 ára var ég í sveit í Elliðaey á Breiðafirði og var þá aðstoðarvita- vörður. Ég var þar að pússa gler og fægja koparleiðslur og mér þótti þetta ákaflega merkileg upp- lifun. Ég hef alltaf síðan haft mik- inn áhuga á vitum og maður þarf ekki annað en að horfa á hvernig áhrif vitar hafa á fólk. Það laðast að þeim, börn eru óðar komin inn í þá og þetta eru alltaf áberandi byggingar vegna hlutverksins.“ – Það virðist iðulega fylgja vit- um einhver draugadul- úð, hvers vegna held- urðu að svo sé? „Það er nú eflaust vegna þess að þeir eru yfirleitt afskekktir og vindurinn gnauðar draugalega í þeim í myrkrinu. Staðsetning þeirra er svo engin tilviljun, oftast hafa orðið þar mörg sjóslys og ef draugar eru til þá eru þetta kjör- staðir fyrir þá. Vitaverðir eru enn- fremur oft og iðulega einrænir og sérvitrir og það eykur á stemn- inguna. Hvað sem þessu líður, þá eru til ótal sögur um vita og reim- leika.“ Magnús Skúlason  Magnús Skúlason fæddist í Reykjavík 15. október 1937. Hann útskrifaðist með próf í arkítektúr frá Oxford School of Architechture árið 1958. Starf- aði í Noregi þar eftir í tvö ár, kom þá heim og rak eigin teikni- stofu um árabil ásamt Sigurði Harðarsyni. Formaður bygging- arefndar Reykjavíkur 1978–82. Fór til starfa hjá húsafriðunar- nefnd 1993 og hefur verið for- stöðumaður hennar frá 1994. Maki er Svava Björnsdóttir myndhöggvari og eiga þau sam- an Björn. Magnús á þrjú börn, Sigurð H., Skúla og Ástu Olgu, og stjúpdótturina Signýju. „Friðun er mikill heiður fyrir hús.“ Nútíma húsgagnahönnun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.