Morgunblaðið - 19.12.2003, Page 69

Morgunblaðið - 19.12.2003, Page 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 69 Forsíða Viðskipti Atvinna Fasteignir Fólkið Föstudagur | 19. desember | 2003 Smáauglýsingar Smáauglýsingar á mbl.is Nú getur þú bæði pantað smáauglýsingu til birtingar á mbl.is eingöngu og einnig fengið auglýsinguna birta á smáauglýsingasíðum Morgunblaðsins. Smáauglýsingar á mbl.is, vinsælasta vefsvæði landsins, með yfir 150.000 gesti á viku. Frítt til 1. febrúar. Smáauglýsing sem eingöngu er birt á mbl.is vefnum er ókeypis til 1. febrúar. Innifalið er 160 stafa auglýsing með mynd og birting í einn dag. N†TT Á NE TINU ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M BL 2 31 51 1 2/ 03 EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Félagi íslenskra sjúkra- þjálfara: „Stjórn FÍSÞ lýsir áhyggjum vegna fyrirhugaðs samdráttar í þjón- ustu á Landspítala – Háskólasjúkra- húsi. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum stefnir í að á þriðja tug starfsmanna verði sagt upp á endur- hæfingarsviði Landspítala – Há- skólasjúkrahúss. Mikil endurhæfing fer fram á öll- um deildum háskólasjúkrahússins, þar með talið gjörgæslu, því sjúkling- ur er í endurhæfingu þar sem hann er staddur á hverjum tíma. Endur- hæfing byggir á samvinnu margra stétta, s.s. félagsráðgjafa, hjúkrunar- fræðinga, iðjuþjálfa, lækna, presta, sálfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálf- ara, talmeinafræðinga og þroska- þjálfa Sparnaður vegna aðgerðanna á m.a. að felast í styttri legutíma á bráðadeildum. Ef hlutirnir eru settir í samhengi er ljóst að fækkun meðal fagstétta á borð við sjúkraþjálfara leiðir til skertrar þjónustu við sjúklinga og þar með þjálfun þeirra til sjálfsbjarg- ar eftir sjúkdóma, slys og aðgerðir. Það skýtur því skökku við að ákvarðanir um styttri legutíma, eigi að fela í sér stórfelldan niðurskurð í endurhæfingu. Ef af verður mun þessi ákvörðun valda miklum skaða, Sjúkraþjálfarar telja uppsagnir valda skaða í endurhæfingu hafa alvarlegar afleiðingar og valda óhagræði fyrir þá sjúklinga sjúkra- hússins sem þarfnast sérhæfðrar endurhæfingar. Ljóst er að þeirri þjónustu verður í mörgum tilfellum ekki sinnt annars staðar. Einnig skal á það bent að skerðing á endurhæfingarúrræðum veldur aukinni hættu á vaxandi kostnaði á öðrum stöðum. Viljum við sérstak- lega benda á sífellt hækkandi lyfja- kostnað í þessu sambandi. Einnig má búast við að styttri legutími og skerð- ing á endurhæfingarþjónustu muni valda aukinni tíðni endurinnlagna. Endurhæfing er arðbær fyrir sjúk- linginn, aðstandendur hans, sjúkra- húsið og þjóðfélagið í heild.“ Örn Arnarson er liðsmaður Grímu Þau leiðu mistök urðu í frétt Morgunblaðsins um kynningu á geisladiskinum Þýðan eg fögnuð finn, að rangt var farið með föður- nafn eins söngvara í Sönghópnum Grímu. Rétt er að Örn er Arnarson. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða bifreið miðvikudaginn 17. desember á bifreiðastæði við Landspítalann í Fossvogi. Ekið var á ljósgráa Toyota Corolla-fólksbifreið og fór tjónvald- ur af vettvangi án þess að tilkynna lögreglu eða hlutaðeigandi tjónið. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir um að snúa sér til umferðardeildar lögregl- unnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur sent frá sér ályktun þar sem hörmuð er samþykkt Alþingis á frumvarpi um breytingar á lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingis- manna og hæstaréttardómara. „Fyrir utan væntanlegan kostnað þá felst í hinum nýju lögum mikið óréttlæti. Forystumenn stjórnmála- flokka og einstaklingar sem hafa gegnt ráðherraembættum og öðrum opinberum embættum lengi eiga ekki rétt á að setjast í helgan stein fyrr en aðrir á fullum eftirlaunum, á kostnað skattgreiðenda. Þau rök sem því fylgja – að erfitt sé fyrir ein- staklinga sem hafa verið áberandi í stjórnmálum og verið í stjórnmálum lengi eigi erfitt með að fóta sig í at- vinnulífinu á ný – eru hvergi nærri fullnægjandi,“ segir í ályktuninni. Mótmæla frumvarpi um eftirlaun SAMBAND íslenskra kristniboðs- félaga hefur gefið út almanak fyr- ir árið 2004 með kynn- ingu á starfi sambandsins eins og undanfarin ár. Almanak næsta árs er helgað sögu Kristniboðsambandsins sem verður þá 75 ára en elsta starfandi kristniboðsfélagið verður 100 ára. Almanakinu hefur verið dreift í flestar kirkjur á höfuðborg- arsvæðinu og víða út um land. Almanakinu er einnig dreift í sölu- bás Kristniboðssambandsins og Hjálparstarfs kirkjunnar í Kringl- unni. Kristniboðsalm- anakið komið út þágu barna og fjölskyldna þeirra. Katrín S. Óladóttir, fram- kvæmdastjóri Hagvangs, afhenti Rósu Guðbjartsdóttur, fram- kvæmdastjóra SKB, styrkinn að viðstöddum Þóri Þorvarðarsyni, stjórnarformanni Hagvangs. HAGVANGUR afhenti nýlega styrk til Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna SKB. Ákveðið var að þeirri fjárhæð sem næmi jólakort- um og sendingarkostnaði til við- skiptavina, væri vel varið til stuðn- ings því starfi sem SKB vinnur í Hagvangur styrkir SKB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.