Morgunblaðið - 20.12.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.12.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BAKTERÍA Í SILUNGI Listeríubaktería sem getur verið banvæn greindist í einni tegund af reyktum silungi í könnun sem Um- hverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit gerðu á fjölda örvera í fiski í versl- unum og mötuneytum. Silungurinn var strax tekinn af markaði. Lister- íubaktería er sérstaklega hættuleg ófrískum konum og fólki sem er veikt fyrir. Eignast saltfiskverksmiðjur Íslenskt fyrirtæki, GPG fjárfest- ingar, hefur eignast 40% í norsku fyrirtæki sem mun vera einn stærsti saltfiskframleiðandi heims. Fyrir- tækið, Vanna, sem á og rekur fimm saltfiskverksmiðjur og eina þurrk- verksmiðju í Norður-Noregi, hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Slys á Kringlumýrarbraut Ung kona slasaðist alvarlega þeg- ar hún varð fyrir bíl á Kringlumýr- arbraut síðdegis í gær. Var henni haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi. Greinargerð um eignarhald Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd sem skal skila greinargerð til ráðherra um það hvort tilefni sé til að setja sérstaka löggjöf um eign- arhald á fjölmiðlum. Nefndinni er einnig falið að semja frumvarp að slíkri löggjöf, verði það niðurstaða ráðherra að hennar sé þörf. Smygl rakið til al-Qaeda Skýrt var frá því í gær að banda- rískt herskip hefði fundið tvö tonn af hassi í seglskipi við Ómanssund, milli Persaflóa og Ómansflóa, og tal- ið væri að smyglið tengdist hryðju- verkasamtökunum al-Qaeda. Áætlað verðmæti smyglvarningsins er allt að 10 milljónir dollara, um 730 millj- ónir króna. Sparað í utanríkisþjónustu Danska stjórnin hefur ákveðið að draga mjög úr útgjöldum til utanrík- isþjónustunnar og verða alls 130 stöður lagðar niður á tveimur árum. Alls eiga útgjöldin að minnka um 140 milljónir danskra króna, nær 1.700 milljónir íslenskra. Frelsisturn í stað WTC Kynnt voru í gær áform um að reisa 541 metra háa byggingu í New York-borg þar sem World Trade Center stóð áður. Hún á að heita Frelsisturninn og verður hæsta bygging heims. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 54 Viðskipti 20 Umræðan 54/63 Úr verinu 20 Kirkjustarf 64/65 Erlent 22/24 Minningar 66/73 Minn staður 26 Bréf 82/83 Höfuðborgin 30 Myndasögur 82 Akureyri 32 Dagbók 84/85 Suðurnes 34 Staksteinar 84 Árborg 36 Íþróttir 86/89 Landið 38 Leikhús 90 Listir 40/45 Fólk 90/97 Daglegt líf 46/49 Bíó 94/97 Forystugrein 50 Ljósvakamiðlar 98 Þjónusta 53 Veður 99 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@- mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@- mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VEL hefur gengið að flytja stóra jarðgangaborinn frá Reyðarfirði inn á virkjanasvæðið við Kárahnjúka. Fimm bílar fluttu fyrsta hlutann í fyrrinótt og í nótt var fyrirhugað að flytja annan farminn. Hlutarnir eru allt að sex metra breiðir og hefur þurft að loka fyrir umferð á meðan flutningabílarnir eru á ferð. Leiguskip Samskipa, Fret Muse, kom til hafnar á Reyðarfirði á fimmtudagskvöld með stærsta jarð- gangabor sem fluttur hefur verið til Íslands. Borinn verður notaður til að heilbora aðkomugöng úr Glúms- staðadal og yfir að stíflustæði Háls- lóns við Kárahnjúka. Heildarþyngd borsins er um 1.200 tonn og lengd hans 120 metrar. Borinn er fluttur í hlutum inn að aðgöngum þrjú í Glúmsstaðadal og er þyngsti einstaki hluturinn sem flytja þarf frá Reyðarfirði og að að- göngum þrjú um 60 tonn að þyngd. Aka á 20–25 km hraða Fyrsta ækið fór af stað aðfaranótt föstudags og var það lest fimm bíla með hefðbundnum véla- og flat- vögnum. Gunnar Jónsson starfs- maður Samskipa, sem stjórnar flutningunum, sagði að flutning- urinn hefði gengið vel. Lagt var af stað um klukkan eitt og komið á áfangastað um klukkan níu um morguninn. Um miðnættið í nótt var svo lagt upp með tvö þyngstu og breiðustu stykkin, annað er sex metra breitt, og þrjú önnur. Loka þurfti Fagradal á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða meðan lestin fór um og sömuleiðis aðalgötu Egilsstaða og veginum inn Fljótsdal og upp á Kárahnjúkaveg. Lögregla aðstoðar við lokanirnar en starfsmenn Impregilo sjá um lokun á Kárahnjúkaveginum inn að að- göngum þrjú. Gunnar reiknaði með að bílunum með stóru stykkin yrði ekið á 20 til 25 kílómetra hraða. Vegurinn var lagður eða lagfærð- ur miðað við þessa flutninga. Þannig eru beygjur upp úr Fljótsdal og inn á Kárahnjúkaveg sérstaklega breið- ar til að bílalestin nái þeim. Gunnar reiknaði þó með að nauðsynlegt yrði að fjarlægja umferðarmerki og gera aðrar ráðstafanir til að hægt yrði að koma farminum á áfangastað. Vega- gerðin og starfsmenn verktakans sjá um að skafa veginn og dreifa salti og sandi til að flutningurinn geti gengið sem greiðast. Að sögn Gunnars er stefnt að því að fara tvær ferðir um helgina, að- faranótt sunnudags og mánudags. Síðar verði farnar fimm ferðir til viðbótar með vélavagnana og þá sé eftir að flytja þrjátíu gáma sem fylgja bornum. Allt að sex metra breið borstykki flutt á virkj- unarsvæðið Morgunblaðið/Þorkell Stykki úr risabornum komið fyrir á vagni á Reyðarfirði fyrir flutning að aðkomugöngum þrjú í Glúmsstaðadal. TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu í gær tvo samninga um rannsóknir annars vegar og kennslu hins vegar. Eru samningarnir til næstu þriggja ára. Þeir fela m.a. í sér áherslur í þróun rannsókna og kennslu við HÍ. Í samningnum um rannsóknir er m.a. kveðið á um að HÍ fái sérstakt 20 milljóna króna viðbótarframlag til Rannsóknasjóðs HÍ á næsta ári. Þá segir í samningnum að ráðu- neytið muni áfram beita sér fyrir sérmerktu fram- lagi til sjóðsins á árunum 2005 til 2006. Í samn- ingnum kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir að almennar fjárveitingar til rannsókna og annarra verkefna í HÍ verði 1.269 milljónir á næsta ári. Í samningnum um kennslu er m.a. kveðið á um að HÍ geri langtímaáætlun – starfs- og fjárhagsáætlun – til fimm ára og að þar komi m.a. fram spá um fjölda innritaðra, ársnemendafjölda og fjölda út- skriftarnema. „Ráðuneytið og HÍ hafa með sér samráð um fjárlagatillögur og forsendur þeirra í tengslum við undirbúning fjárlaga ár hvert,“ segir ennfremur. Í samningnum er tekið fram að tillaga ráðuneyt- isins um framlag í fjárlögum til kennslu við HÍ byggist á reglum frá árinu 1999 um fjárveitingar til háskóla. Í samningnum segir að stefnt sé að því að endurskoða þær reglur á samningstímanum. Þá er tekið fram að tekjur sem skólinn afli í formi styrkja eða með öðrum hætti skerði ekki framlag ríkisins vegna kennslu. Mikilvæg viðurkenning Í samningnum er einnig fjallað um námsframboð og segir m.a. að stefnt sé að því að meistara- og doktorsnám aukist hlutfallslega á tímabilinu, þó þannig að það komi ekki niður á grunnnáminu. „Ráðuneytið og HÍ munu á samningstímanum fara yfir prófgráðuskrá HÍ og áskilur ráðuneytið sér rétt til að undanskilja einstakar prófgráður frá greiðslum skv. samningi þessum.“ Þá segir að ráðu- neytið muni hafa samráð við HÍ áður en til niðurfell- ingar kennsluframlaga fyrir einstakar greinar komi. Tómas Ingi segir að samningarnir lúti að sam- skiptum háskólans og ráðuneytisins varðandi kennslu og rannsóknir. „Með þeim er verið að form- festa samskipti ráðuneytisins og Háskólans,“ út- skýrir hann. Páll tekur í sama streng. Hann segir það grundvallaratriði að Háskólinn og ráðuneytið vinni saman að uppbyggingu kennslu og rannsókna innan HÍ. Með samningunum sé verið að skipu- leggja ákveðið starf sem háskólinn þurfi að inna af hendi annars vegar og ráðuneytið hins vegar. Í tilkynningu frá HÍ segir m.a. að í samningunum felist mikilvæg viðurkenning á hlutverki HÍ sem rannsóknaháskóla sem starfi í alþjóðlegu sam- keppnisumhverfi. „Markmið samninganna er að tryggja gæði rannsókna, náms og prófgráða þannig að þau samsvari þeim gildum og viðmiðum sem við- tekin eru í Evrópu,“ segir m.a. í tilkynningunni. Menntamálaráðherra og háskólarektor undirrita samninga til þriggja ára Viðurkenning á hlutverki HÍ sem rannsóknaháskóla BROTIST var inn í sjoppu við mötu- neyti í aðgöngum Kárahnjúkavirkj- unar við Axará á Fljótsdalsheiði að- faranótt fimmtudags. Samkvæmt upplýsingum frá Impregilo er talið að á fjórða hundrað þúsund krónum í peningum hafi verið stolið. Er inn- brotið til rannsóknar hjá lögreglunni á Egilsstöðum en í gær hafði enginn verið handtekinn vegna málsins. Mötuneytið og sjoppan eru sam- tengd við Axará og starfrækt af skoska fyrirtækinu Universal So- dexo, sem er undirverktaki Imp- regilo. Talsmaður Impregilo, Ómar R. Valdimarsson, segir að komi í ljós að þjófurinn eða þjófarnir hafi verið starfsmenn á vegum Impregilo verði þeim tafarlaust vikið frá störfum. Að sögn Ómars var engum vörum stolið, aðeins peningum, og litlar skemmdir unnar á innanstokksmunum. „Okkur þykir þetta mjög miður og munum eftir megni aðstoða lögregl- una við að leiða málið til lykta og finna sökudólginn. Við vonum bara að hann sé ekki starfsmaður á svæð- inu,“ segir Ómar. Brotist inn í sjoppu við Kárahnjúkavirkjun Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.