Morgunblaðið - 20.12.2003, Page 24

Morgunblaðið - 20.12.2003, Page 24
LÖGFRÆÐINGUR Michaels Jacksons sagði í gær, að Jack- son væri alsaklaus af ákærum um kynferðislegt ofbeldi gagn- vart barni. Sagði hann, að und- irrót þeirra væri „græðgi í pen- inga og hefndarþorsti“ og gegn þeim myndi hann berjast „af öll- um lífs og sálarkröftum“. Gaf hann í skyn, að saksóknarinn, Tom Sneddon, sem reyndi ár- angurslaust að lögsækja Jack- son árið 1993, væri nú að reyna að koma fram hefndum. Á Mars á jóladag MARSFLAUG Evrópsku geim- vísindastofnunarinnar losaði sig í gær við könnunarfar, sem lenda mun á reikistjörnunni rauðu á jóladag. Vörpuðu menn öndinni léttara þegar aðskilnað- urinn tókst eins og til var ætlast eftir sex mánaða langa og 400 milljón km ferð. Ef allt gengur vel mun könnunarfarið, Beagle 2, lenda á stórri sléttu og taka til við að rannsaka andrúmsloftið og jarðvegssýni. Jafnrétti í Afganistan KONUR og fulltrúar á ráð- stefnu um nýja stjórnarskrá í Afganistan hafa krafist þess, að í henni verði tryggð jöfn réttindi karla og kvenna. Í drögunum segir, að „allir Afganar skuli jafnir fyrir lögunum“ en kon- urnar vilja, að sagt sé, að „allir Afganar, konur og karlar, skuli jafnir fyrir lögunum“. Í tíð talib- anastjórnarinnar má heita, að þær hafi verið réttlausar með öllu. Á ráðstefnunni eru konur 100 af 502 fulltrúum. Tillögur Schröders samþykktar ÞÝSKA þingið samþykkti í gær umdeildustu atriðin í umbótatil- lögum Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Nú um áramótin kemur til skattalækk- un upp á 1.350 milljarða ísl. kr. og fyrirtækjum verður gert auð- veldara að segja upp fólki. Þá verða atvinnuleysisbætur þeirra, sem hafna boði um starf, sem þeir geta unnið, skertar um 30%. Malvo sekur um morð LEE Boyd Malvo var í gær fundinn sekur um morð fyrir rétti í Virginíu í Bandaríkjunum en hann og fé- lagi hans, John Allen Muhammad, leyniskytturn- ar svokölluðu, myrtu 10 manneskjur á Washington- svæðinu í október í fyrra. Á hann dauðadóm yfir höfði sér eins og Muhammad en kviðdómur mun skera úr um það. Verjendur Malvos, sem var 17 ára er glæpirnir voru framd- ir, sögðu hann saklausan og báru við geðbilun en á það féllst dómurinn ekki. Segir Jackson saklausan Malvo STUTT ERLENT 24 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MANNRÉTTINDASAMTÖK fögn- uðu í gær tveimur úrskurðum sem féllu í fyrrakvöld hjá áfrýjunardóm- stóli í New York annars vegar, og San Fransisco hins vegar, en þeir víkja m.a. að málefnum fang- anna í Guant- anamo-herstöð- inni á Kúbu. Ljóst er hins vegar að stjórnvöld munu áfrýja úrskurðunum tveimur til ann- arra dómstiga. Í fyrri úrskurðinum komst áfrýj- unardómstóll í New York að þeirri niðurstöðu að George W. Bush Bandaríkjaforseti gæti ekki, á grund- velli stöðu sinnar sem æðsti yfirmað- ur bandaríska heraflans, látið hand- taka bandaríska ríkisborgara í Bandaríkjunum og geyma á bak við lás og slá án þess að leggja fram ákærur á hendur þeim. Gaf dómstóll- inn stjórnvöldum 30 daga frest til að færa Jose Padilla – múslímskan mann sem fæddist í Brooklyn og sem grunaður er um að hafa lagt á ráðin með útsendurum al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna um að sprengja „skítuga sprengju“ í Bandaríkjunum – úr herfangelsi. Dómstóllinn sagði reyndar ekki að sleppa þyrfti Padilla lausum en telur að yfirvöld verði að birta ákærur á hendur honum. Padilla hefur verið haldið í her- fangelsi í Suður-Karólínu síðan í júní 2002 sem „ólöglegum stríðsmanni“ en hann var handtekinn á flugvell- inum í Chicago 8. maí 2002. Var hann þá að koma frá Pakistan. Talið er að Padilla sé fyrsti og eini Bandaríkja- maðurinn sem látinn hefur verið sæta varðhaldi skv. sérstakri forsetatil- skipun frá því í síðari heimsstyrjöld- inni. Verða að fá að tala við lögmann Seinni úrskurðurinn sneri að föng- unum í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu sem þar hafa verið frá því að átökunum í Afganistan lauk síðla árs 2001. Telur áfrýjunardómstóll í San Fransisco að stjórnvöld verði að gefa föngunum þar tækifæri til að ræða við lögmann og fara með mál sín fyrir dómstóla. Um 660 meintum hryðjuverka- mönnum og stríðsglæpamönnum er haldið í herstöðinni í Guantanamo og hafa þeir ekki notið neinna þeirra réttinda, sem fangar venjulega njóta. Málið í San Fransisco vék sérstak- lega að Líbýumanni, sem handsam- aður var í Afganistan, en á það er hins vegar litið sem prófmál er varði alla fangana í Guantanamo. Bandarísk stjórnvöld halda því fram að mennirnir í Guantanamo séu í haldi á erlendri grundu. Dómarar í áfrýjunardómstólnum í San Frans- isco komust hins vegar að þeirri nið- urstöðu að Bandaríkin hefðu full yf- irráð yfir herstöðinni jafnvel þó að aðstaðan væri leigð af stjórnvöldum á Kúbu. Er það mat þeirra að fangarn- ir skuli þar af leiðandi njóta þeirra lagalegu réttinda sem dómskerfi Bandaríkjanna tryggi. „Sigur fyrir stjórnarskrána“ Talsmenn dómsmálaráðuneytisins bandaríska ítrekuðu í gær þá afstöðu að dómstólar í Bandaríkjunum gætu ekki úrskurðað í málum er vörðuðu útlendinga sem Bandaríkjaher hefði í sinni vörslu á erlendri grundu. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, fordæmdi sömuleiðis úrskurð áfrýj- unardómstólsins í New York og benti á að Padilla hefði verið að undirbúa aðgerðir sem stefnt hefðu lífi og lim- um bandarískra ríkisborgara í hættu. „Forsetinn hefur ítrekað sagt að hans helsta skylda og ábyrgð sé að verja bandarísku þjóðina og þessi úr- skurður […] er ekki í samræmi við skýra heimild forsetans [til að verja Bandaríkin með forsetatilskipun- um],“ sagði McClellan. Er ljóst að lögfræðingar Hvíta hússins munu reyna að fá úrskurð- unum tveimur hnekkt á öðrum dóm- stigum. Jafnvel er hugsanlegt, að áfrýjað verði til Hæstaréttar Banda- ríkjanna. Málarekstur þessi mun taka tíma og því er ljóst að Padilla verður ekki frjáls maður á næstunni. Fari svo að bandarísk stjórnvöld tapa málinu á æðsta dómstigi gætu þau aukinheldur á þeim tímapunkti birt ákærur á hendur Padilla, og þannig haldið honum áfram í varðhaldi. Þrátt fyrir þetta fögnuðu talsmenn borgararéttinda úrskurðunum tveimur og sögðu þá staðfesta meg- inreglu í bandarísku réttarkerfi. „Þessi úrskurður [í Padilla-málinu] er sigur fyrir stjórnarskrána,“ sagði Deborah Pearlstein, fulltrúi samtaka lögfræðinga sem leggja áherslu á mikilvægi mannréttinda. Þá er úrskurðurinn í San Frans- isco sagður benda til þess að mála- rekstur fyrir dómstólum kunni á end- anum að leiða til þess að stjórnvöld verði að veita föngunum í Guant- anamo þau lagalegu réttindi, sem fangar almennt njóta. Tvöfaldur ósigur fyrir Bush Bandaríkjaforseta Áfrýjunardómstóll í San Fransisco úr- skurðar að fangar í Guantanamo eigi að fá að ráðfæra sig við lögfræðing Washington. The Los Angeles Times. Jose Padilla ÞAÐ hefur lengi verið fullyrt að það sé reimt í Hampton Court-höllinni í suðvesturhluta Lundúna og sá orð- rómur hefur nú fengið byr undir báða vængi. Varðmenn í höllinni urðu í október nokkrum sinnum var- ir við að eldvarnahurð hafði verið skilin eftir opin og þegar myndir úr öryggismyndavél voru skoðaðar kom skyndilega í ljós vera, sem virt- ist vera klædd í miðaldabúning, og lokaði dyrunum. Á meðfylgjandi mynd, sem höllin sendi frá sér í gær, sést þessi vera í dyragættinni. „Þetta er ekki brandari, við bjugg- um þetta ekki til,“ sagði Vikki Wood, fulltrúi Hampton Court, aðspurð um það hvort um gabb væri að ræða. AP Konunglegur draugur festur á mynd DANSKA stjórnin hefur ákveðið að draga mjög úr útgjöldum til utanríkisþjónustunnar og verða alls 130 stöður lagðar niður á tveggja ára tíma- bili, að sögn fréttavefjar Jyllandsposten. Verða starfsmenn 1.150 en eru nú 1.285. Alls verða út- gjöld skorin niður um 140 milljónir danskra króna, nær 1.700 milljónir ísl. kr. Fækkunin verður einkum vegna þess að ekki verður ráðið í stöður sem losna en 18 verða ein- faldlega reknir, þ.á m. einn sendiherra. Einnig verða útgjöld til þróunaraðstoðar lækkuð veru- lega. Danir hafa árum saman veitt hlutfallslega meira fé til slíkra mála en flestar aðrar þjóðir. Meira en helmingurinn af sparnaðinum verður í ráðuneytinu í Kaupmannahöfn. En blaðið segir að greiðslur vegna ferðakostnaðar verði lækk- aðar og einnig útgjöld til húsnæðismála í útlönd- um. Er ætlunin að spara sem svarar nær 200 milljónum ísl. kr. í húsnæðisútgjöldum. Fram til þessa hafa danskir diplómatar fengið húsnæði sem danska ríkið hefur útvegað en nú fá þeir ákveðna fjárhæð – og ekki mjög háa, að sögn blaðsins – og verða síðan sjálfir að leita sér að íbúð. Vitað er um að minnsta kosti einn sendi- herra sem hefur verið beðinn um að flytja í ódýrara húsnæði en forveri hans notaði. Fram- vegis verður auk þess meira gert af því að ráða innfædda í ýmis störf fyrir sendiráð vegna þess að það er ódýrara. Þegar samsteypustjórn hægri- og miðjumanna tók við fyrir nokkrum árum var þegar í stað krafist sparnaðar í utanríkisráðuneytinu sem svaraði með því að leggja niður 10 sendiráð og fækka stöðum um 120. Að þessu sinni verður farið varlegar í aðgerðirnar og þær látnar taka gildi á tveim árum. Danir spara í utanríkisþjónustu Ákveðið hefur verið að lækka útgjöld til þróunaraðstoðar verulega PAUL Bremer, æðsti stjórnandi bandaríska setuliðsins í Írak, slapp ómeiddur þegar uppreisnarmenn í Írak gerðu árás á bílalest hans hinn 6. desember sl. Þennan sama dag var Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, í heimsókn í Bagdad. „Já, þetta er rétt en sem betur fer er ég enn á lífi og stend hér fyrir framan ykkur í dag,“ sagði Bremer í gær þegar hann var spurður um þær fréttir, að hann hefði sloppið lifandi úr árás uppreisnarmanna. Atburðurinn átti sér stað þegar Bremer var á ferð í brynvörðum bíl vestan við Bagdad þegar sprengja sprakk í vegarkantinum og hópur Íraka hóf skothríð á bílalestina. Eng- an sakaði í árásinni. Talsmenn bandaríska hersins telja að árásin hafi ekki beinst sérstaklega að Bremer. Hann hefur hins vegar ekki birt upplýsingar um ferðaáætl- anir sínar síðan þetta gerðist en hann heimsótti m.a. borgina Basra í gær. Bremer slapp lifandi úr árás Bagdad. AP. Paul Bremer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.