Morgunblaðið - 20.12.2003, Side 55

Morgunblaðið - 20.12.2003, Side 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 55 EITT það dýrmætasta sem margt fólk á eru góðar og indælar minningar frá æskudögum sínum. Góðar minningar verða til vegna góðra atburða. Nú er sá tími ársins sem öðrum fremur vekur minn- ingar þess liðna og einnig verða til minn- ingar vegna atburða sem munu gerast á komandi dögum. Jólin og undirbún- ingur þeirra eru þessi tími. Það er mjög mikilvægt að jólin verði góð svo minn- ingarnar verði góðar og geymist sem fjár- sjóður í huga og hjarta. Fullorðna fólkið ber mikla ábyrgð í þessu efni og það ræður mestu um það hvernig tímanum er varið og hvaða gildum er komið inn hjá börn- unum. Sú fjölskylda sem á margar góðar sameiginlegar stundir og gerir ýmislegt saman er að njóta lífsins á hinn allra besta hátt og hún er einnig að búa til minningar og leggja góðan grunn að góðri framtíð fyrir börn þessarar fjöl- skyldu. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir einstaklingana þegar út í lífið er komið að hafa búið við það að fjölskyldan átti sameiginlegar stundir sem einkenndust af reglu- semi og festu. Já það skiptir máli að fjölskyldan komi saman um jólin og eigi þessar stundir sérstaklega á heimili sínu og einnig utan þess í heimsóknum eða í kirkjunni. Að fjölskyldan eigi sameiginlegar mál- tíðir, kaffi og heitt súkkulaði með smá- kökum má auðvitað fylgja með. Á hinum miklu og fjöl- breytilegu hraðatím- um sem við lifum er það algengt að fjöl- skyldur eigi ekki sam- eiginlegar máltíðir, nema við tækfæri eins og jól og aðra tíma þegar fólk er í fríi. Því er enn mikilvægara að hlúa að þessum mál- tíðum. Það er líka mikilvægt að foreldrar og aðrir stálpaðir í fjölskyldunni komi sér saman um það að þessar samverustundir verði án alkóhóls. Bjórsötur eða borðvínsdrykkja á sameiginlegum stundum fjölskyld- unnar er óæskilegt. Vegna þess að þá er kominn „leynigestur“ í hóp- inn, sem heitir Bakkus. Sé bjór eða vín haft með í förinni fellur skuggi vínáhrifanna á hina sameiginlegu stund og samveru, sem getur þá leyst upp í dapurleika og hörm- ungaminningu. Þetta segi ég vegna þess að vínumræðan hér á landi að undanförnu hefur hneigst í þá veru að bjórsötur og víndrykkja sé ein- hvers konar jákvæð menning, en ég er ekki búinn að átta mig enn á því að svo geti verið. Ef fólk getur ekki hugsað sér hátíðlegustu mál- tíð ársins án víns finnst mér að það ætti að spyrja sig: Hvers vegna verð ég að hafa áfenga drykki með matnum? Er það af því að það er svo menningarlegt eða af því að ég þarfnast alkóhólsins í víninu? Það er frábært þegar fjölskyldan er öll heima og getur átt sameigin- lega stund og jafnvel gert eitthvað saman eins og að horfa á góða fjöl- skyldumynd, fara í leiki eða dansa í kringum jólatréð. Eða hlustað á pabba eða mömmu lesa jólasögu og tala svo á eftir um efni hennar. Af nógu er að taka, við þurfum aðeins að gefa okkur tíma til að hugsa um þetta, finna dýptina í því og taka ákvörðun um samverustundirnar og framkvæma svo. Við skulum hlakka til jólanna og við skulum hlakka til þess að eiga góða daga í heilbrigðu lífi það sem eftir er í desember, fram að jólum, um jólin og ármót. Það mun leiða til gleði, fagurra og góðra minninga. Gleði- leg jól. Góðar minningar og samvera fjölskyldunnar Karl V. Matthíasson skrifar um jólahald ’Það er mjög mikilvægtað jólin verði góð svo minningarnar verði góð- ar og geymist sem fjár- sjóður í huga og hjarta.‘ Karl Valgarð Matthíasson Höfundur er prestur á sviði áfengis- og fíknimála.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.