Morgunblaðið - 20.12.2003, Page 56

Morgunblaðið - 20.12.2003, Page 56
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDSPÍTALI – háskólasjúkra- hús, LSH, er ríkisrekin stofnun sem þjónar landsmönnum og gest- um þeirra og eins og menn muna þá varð LSH til fyrir samruna tveggja sjúkra- stofnana, annars vegar Landspítalans og hins vegar Borgarspítalans. Öll sveitarfélög önnur en Reykjavík reka ein- hvers konar sjúkra- húsþjónustu og nokkrir bæir sem ekki hafa 5.000 íbúa reka sjúkrahús. En Reykjavík á ekkert sjúkrahús. Það hefur vafist fyrir okkur mörg- um hvað vakti fyrir hverjum þegar Reykja- víkurborg seldi ríkinu steypuskemmdir í Fossvogi með svipaðri starfsemi og var rekin fyrir hjá ríkinu. En gert er gert og þótti mörgum nú vænlegra að þróa mis- munandi starfsemi í þessum tveim- ur húsum með sitt hvoru póstfang- inu og það hefur verið reynt. En slíkar breytingar taka tíma og skýra stefnumörkun. Hvar eru þingmenn Reykvíkinga? Í Reykjavík hafa 5.000 manns vinnu sína á eða í tengslum við LSH. Þetta fólk býr á höfuðborgar- svæðinu. Það til- heyrir þeim hópi starfandi manna sem geldur örugglega tekjuskatt og útsvar þeirra skilar sér líka. Þessu fólki er það óskiljanlegt að rík- isstjórnin, borgin og spítalastjórnin skuli stofna þeim og sjálf- um sér í þvílíkar þrengingar að fella verði niður 200 stöðugildi á LSH. 200 stöðugildi geta þýtt 300 manns! Fyrir skömmu var u.þ.b. 200 starfs- mönnum sagt upp á Keflavíkur- flugvelli. Varð þá uppi fótur og fit og benti hver á ábyrgð annars í þingsölum. Þeir sem að uppsögn- unum stóðu reyndu að finna fólkinu störf annars staðar og er sagt að um 70% þeirra sem sagt var upp hafi fengið önnur störf. Hvar ætlar LSH að finna störf fyrir 2–300 manns? Og hvar eru þingmennirnir sem ættu að vera að leysa þennan aðsteðjandi vanda í sínu kjördæmi? Var sætum þeirra ekki fjölgað í síð- ustu kosningum? Vandi LSH Vandi LSH er margvíslegur og í þokunni sem stjórnendur stofn- unarinnar berjast áfram í án þess að finna gloppu má rekja ýmislegt til undarlegs úrræðaleysis við grunnatriði eins og innheimtu, varnarleysi í vali á verkum, hugs- unarleysi við innkaup og svo má áfram telja, en fyrst og fremst vantar skilgreiningu á stefnu sjúkrahússins. Ríkisstjórnin hefur ekki komið fram með skýra stefnu sem lýsir hlutverkaskipti sjúkrastofnana á hennar vegum. Vegna þess að tilviljanir eru ekki til má hreinlega lesa vanda LSH út úr nafninu sjálfu.  Landspítali, allir vita hvað hann gerði. Erfið sjúkratilfelli sem ekki urðu leyst á litlum stofn- unum úti á landi fóru þangað. Nema bráðaþjónustan. Hún var tengd við bráðaþjónustu Reyk- víkinga með sína slysadeild. Var það ekki skrýtið?  Háskólasjúkrahús, margir vita að háskólar erlendis reka sjúkarhús sem eru kennslu- og vísinda- stofnanir. Menntamálaráðuneytið á Íslandi á í basli með grunn- skólakerfið og þeir háskólar sem sjá um menntun flestra heil- brigðisstétta eru í stöðugu fjár- svelti.  Hvar í nafninu með báðum orð- unum – spítali og sjúkrahús – leynist Borgarspítalinn heitinn? Sjúkrahús okkar borgarbúa? Er borgin bara laus við slíkan rekst- ur, ein sveitarfélaga? Tvíbjörn togar í Einbjörn og . . . Óskilgreint hlutverk LSH minnir á stöðu einstæðrar móður. Einhvern veginn skal öllum afkvæmunum komið til manns og þar sem börnin eru ekki öll samfeðra hvíla hlutverk feðranna mismikið á þeim. Hlut- verk LSH eru margþætt:  Bráðaþjónusta: Borgarspítalinn rak slysadeild fyrir borgarbúa. Landspítalinn rak bráðamóttöku. Svo kom samruninn. Sjúkdóms- greining féll í hlut lögregluþjóna og sjúkrabílstjóra. Finnist kona liggjandi rænulaus með skurði á andliti fellur það í hlut þeirra að skilgreina hvort konan eigi að fara á slysadeildina til að gert verði að sárum hennar eða á LSH til að fá þjónustu fyrir hjartaáfallið sem þeir telja að hún hafi fengið.  Heilsugæsla: Flestir borgarbúar komast seint að á læknastofum. Verkir geta verið þess eðlis að hægt er að ýta þeim frá sér í dá- lítinn tíma. Fyrir vikið fara þús- undir borgarbúa á þessar tvær bráðaþjónustur eftir vinnu til að fá bót meina sinna. Í öðrum sveitarfélögum er heilsugæslan rekin á sama stað og sjúkrahúsið og er það vel. Er LSH stærsta heilsugæslustöð á Íslandi? Hvar er ábyrgð borgarstjórnar? Greið- ir borgin fyrir heilsugæsluþjón- ustuna sem þar er innt af hendi? Bráð skurðaðgerð eða lyflækning er oft fyrsta skref í langri sjúk- dómameðferð. Erfið tilfelli sem Kristín Hafsteinsdóttir skrifar um fjárhagsvanda Landspítala – háskólasjúkrahúss ’Þingmenn þessa fólkssteinþegja. Borgar- stjórnin þegir sem fast- ast. Ekkert er gert til að skoða málið betur. Ætla Reykvíkingar að láta þetta yfir sig ganga? ‘ Kristín Hafsteinsdóttir Þetta er eitthvað skrýtið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.