Morgunblaðið - 20.12.2003, Page 87

Morgunblaðið - 20.12.2003, Page 87
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 87  CHRIS Coleman, knattspyrnu- stjóri Fulham, segir það ekki koma til greina að Louis Saha verði seldur frá félaginu, en vitað er að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United, hefur mikinn áhuga á að kaupa Frakkann þegar opnað verður fyrir kaup og sölu á knatt- spyrnumönnum í byrjun næsta árs. „Louis Saha er jafnmikilvægur fyrir Fulham og Thierry Henry er fyrir Arsenal. Það kemur ekki til greina að Saha verði seldur auk þess sem honum líkar lífið vel hjá okkur,“ seg- ir Coleman.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segir að vel komi til greina að félagið framlengi samning sinn við Nígeríumanninn Kanu, en samningur hans við félagið rennur út í byrjun næsta sumars. „Framtíð Kanus hjá Arsenal ræðst í apríl eða maí á næsta ári,“ segir Wenger.  CHRISTOPHE Dugarry verður ekki með Birmingham næsta mán- uðinn vegna þrálátra meiðsla í hné sem gert hafa honum lífið leitt síð- ustu vikur og mánuði.  TOTTENHAM staðfesti í gær að liðið hefði mikinn áhuga á að kaupa David Pizarro, landsliðsmann Chile, frá Udinese en hann er metinn á þrjár millj. punda. Liverpool hefur einnig haft augastað á Pizarro. Dav- id Pleat, knattspyrnustjóri Totten- ham, vonast til að leikmaðurinn komi til Tottenham í janúar og einnig Brasilíumaðurinn Diego, miðjumað- ur hjá Santos í Brasilíu.  SVISSNESKI varnarmaðurinn Stephane Henchoz, leikmaður Liv- erpool, mun mæta í leikmannahópi liðsins á heimavöll Úlfanna, Mol- ineux. Hann hefur verið frá keppni í sjö vikur vegna meiðsla á hné, en lék með varaliði Liverpool í vikunni og stóð sig ágætlega. Mikið er um meiðsli hjá Liverpool, en leikmenn sem eru frá eru Michael Owen, Harry Kewell, Milan Baros, Steve Finnan og Jamie Carr- agher.  ÞÝSKA knattspyrnuliðið Hertha Berlín, sem situr í næstneðsta sæti þýsku 1. deildarinnar, hefur ákveðið að Andreas Thom verði ekki þjálfari liðsins á komandi ári. Hann var ráð- inn tímabundið eftir að Hollending- urinn Huug Stevens var leystur frá störfum á dögunum. Thom stjórnaði Herthu í þremur leikjum. Fyrstu tveimur lauk með jafntefli en eftir ósigur liðsins á móti Köln á þriðju- dag tók stjórn félagsins þá ákvörðun að fá nýjan mann í brúna.  CHRISTIAN Gross, þjálfari Basel í Sviss og fyrrverandi þjálfari Tott- enham, og Ralf Rangnick hjá Hann- over þykja helst koma til greina í starfið. Gross var á leik Herthu og Köln og það þykir renna stoðum undir að hann taki við þjálfun Berl- ínarliðsins. FÓLK Sigurður sagði að hann hefðiákveðið að hafa tvö lið til að sjá fleiri leikmenn en ella. Annað liðið, lið 2, er mun yngra að árum en með því leika þó þrír reyndari leikmenn en Sigurður sagðist frekar hafa valið þá út frá stöðum en að þeir ættu ekki heima í liði 1. „Þessir leikir marka upphafið að undirbúningi okkar fyrir Evrópu- meistaramótið sem hefst í septem- ber á næsta ári. Fram að því munum við leika nokkra landsleiki en hvar og hvenær er ekki alveg búið að negla niður ennþá. Strax og mótinu lýkur hér heima hefjum við æfingar en fyrir þann tíma munum við hitta alla strákana og mæla þá þannig að við vitum að hverju við göngum. Flest liðin leggja mikið upp úr því að hafa sína menn með gott úthald en það má alltaf gera betur. Við getum ekki stækkað, en við getum styrkt okkur og út frá því ætlum við að vinna,“ sagði Sigurður. Hann sagði að búast mætti við áherslubreytingum hjá landsliðinu. „Við viljum leika hraðan leik,“ sagði hann og mun því væntanlega leggja svipaða línu og lögð var hjá Keflavík undir hans stjórn. Aðeins eru valdir leikmenn sem leika hér heima í þetta verkefni. „Svo vel ég nýjan hóp fyrir æfingarnar í sumar og það er ekkert gefið að þeir sem eru í þessum hópi verði þar. Það eru margir ungir og efnilegir strákar fyrir utan þennan hóp sem eiga möguleika á að komast að næst þeg- ar ég vel. Svo eru hið minnsta fimm leikmenn sem leika erlendis sem bætast við,“ sagði Sigurður og bætti við að tveir hefðu ekki getað gefið kost á sér í þetta verkefni, Helgi Jón- as Guðfinnsson úr Grindavík og Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík. Nýir aðstoðarmenn Sigurður kynnti einnig til leiks tvo sérlega aðstoðarmenn sína með landsliðið, þá Friðrik Ragnarsson, þjálfara Njarðvíkinga, og Keflvík- inginn Jón Guðmundsson. Spurður hvort ekki yrði erfitt að stjórna af bekknum þegar þrír þjálfarar sætu þar sagði Sigurður: „Nei, það held ég ekki. Ég gerði þetta að vel athuguðu máli og þetta eru góðir menn að vinna með.“ Leikirnir við Catawba verða sunnudaginn 28. í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi og mánudaginn 29. í Þorlákshöfn. Lið 1 leikur fyrri leik- inn en lið 2 hinn síðari. Tveir leikir gegn háskólaliðinu Catawba í Grafarvogi og Þorlákshöfn Sjö nýliðar hjá Sigurði SIGURÐUR Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, til- kynnti í gær tuttugu manna landsliðshóp sinn fyrir fyrstu verkefni liðsins undir hans stjórn. Sjö nýliðar eru í hópnum, sem hann skiptir upp í tvö lið og leikur hvort lið um sig einn leik við Catawba- háskólaliðið frá Norður-Karólínu á milli hátíðanna, en með liðinu leikur Helgi Magnússon. Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfu- knattleik. Morgunblaðið/Stefán FH-ingar voru til alls líklegir, skylmingadeild félagsins var stofnuð 1995 og af 30 iðkendum eru um 15 krakkar. Í fremri röð eru Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir og Hlín Þórhallsdóttir. Í aftari röð frá vinstri Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson, Óðinn Kári Rúnarsson og Stefán Andri Halldórsson. Seltirningar áttu fulltrúa á mótinu. Það voru Ásta Guðrún Helgadóttir, Sigríður María Sig- marsdóttir og Anton Björn Sig- marsson, sem er 9 ára. Bergur Frostason, 7 ára, og Viktor Zdravkov Demirev, sem er 6 ára og yngstur á mótinu, reyna að heilsast að loknum bardaga, en þeir þurftu líka að fylgjast með áhorf- endum. UNDANFARIN misseri hefur nefnd á vegum Alþjóðaskíða- sambandsins, FIS, unnið að mótun reglugerðar sem á að koma í veg fyrir að keppendur í skíðastökki séu of léttir í hlutfalli við lík- amshæð. Verði reglurnar sem nú eru til skoðunar hjá FIS sam- þykktar munu margir af bestu skíðastökkvurum heims vera í hópi þeirra sem eru „of léttir“ miðað við væntanlegar reglur FIS. Þeir sem eru of léttir standa frammi fyrir því að hætta keppni eða nota mun styttri skíði en keppinautar þeirra. Mikil umræða hefur verið í Þýskalandi undanfarin misseri þess efnis að bestu skíðastökkvarar landsins séu aðeins skinn og bein. Fyrrum heimsmeistari unglinga, Frank Löffler, segir við tímaritið Spiegel að hann hafi verið þving- aður til þess að létta sig og tekið ákvörðun um að hætta keppni í íþróttinni. Süddeutsche Zeitung segir í grein sinni að Sven Hannawald, fyrrum heimsmeistari, hafi árið 2000 verið um 60 kg að þyngd en hann er 1,84 metrar á hæð. Sam- kvæmt reglugerðinni sem FIS er að leggja drög að ætti Hannawald að vera a.m.k. 75,6 kg en þyrfti þá að keppa á styttri skíðum nái hann ekki að þyngja sig á næstu miss- erum. Fisléttir skíðastökkvarar á styttri skíðum? Sven Hannawald FIBA, Alþjóðakörfuknatt- leikssambandið, hefur ákveðið að þrír dómarar verði að störfum í öllum leikjum á vegum Evrópu- sambands FIBA. Mark- miðið er að fækka mistök- um dómara og gera dómgæsluna betri í alþjóð- legum leikjum. Undanfarin misseri hafa þrír dómarar verið að störfum í NBA- leikjum og hefur reynslan af þeirri framkvæmd verið jákvæð. Kostn- aður félaga sem taka þátt í Evr- ópumótum mun því aukast veru- lega við breytinguna. Ekki er ljóst hvort þessi breyting verður tekin upp hér á landi en hvert sér- samband hefur heimild til þess að halda áfram með nú- verandi fyrirkomulag í inn- anlandsmótum sínum. Kristinn Óskarsson sem er Alþjóðlegur dómari segir á heimasíðu körfuknattleiks- dómara, www.kkdi.is, að til þess að réttlæta þrjá dómara í íslensku deildinni þurfi leikurinn eins og hann er í dag að vera dómurunum ofraun, í öðru lagi veltir Kristinn því fyrir sér hvort hér séu til nógu margir góðir dómarar og í þriðja lagi spyr Kristinn hvort til sé nægt fjármagn til þess að ráðast í þessa breytingu. Þrír gráklæddir í leikjum á vegum FIBA Kristinn Óskarsson Lið 1: Brenton Birmingham, Njarðvík ......3 Friðrik Stefánsson, Njarðvík.........57 Gunnar Einarsson, Keflavík ..........27 I. Magni Hafsteinsson, KR ..............8 Jón N. Hafsteinsson, Keflavík .......22 Lárus Jónsson, Hamri ......................0 Páll A. Vilbergsson, Grindav..........38 Pálmi F. Sigurgeirss., Breiðabl. ......6 Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli .......8 Skarhéðinn Ingason, KR..................4 Lið 2: Axel Kárason, Tindastóli..................0 Egill Jónasson, Njarðvík..................0 Eiríkur Önundarson, ÍR.................17 Guðmundur Jónsson, Njarðvík........0 Halldór Ö. Halldórsson, Keflavík ....0 Hlynur Bæringsson, Snæfelli ..........3 Magnús Gunnarsson, Keflavík ......12 Ómar Ö. Sævarsson, ÍR....................0 Páll Kristinsson, Njarðvík..............42 Sævar Haraldsson, Haukum............0 Landsliðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.