Morgunblaðið - 20.12.2003, Síða 88

Morgunblaðið - 20.12.2003, Síða 88
ÍÞRÓTTIR 88 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖRN Arnarson, sund- maður úr ÍBR, og silfur- verðlaunahafi í 100 m baksundi í 25 m braut á Evrópumeistaramótinu í Dublin um síðustu helgi hefur nóg að gera við að fara í lyfjapróf. Til þess að fá Íslands- og Norður- landametið sem hann setti í 100 m baksundi staðfest af Sundsam- bandi Íslands þurfti hann að fara í lyfjapróf strax að sundinu loknu í Dublin og standast það. Auk þess þá krefst Evrópska sundsam- bandið þess að allir verðlaunahafar á mótum þeirra séu lyfjaprófaðir strax að keppni lokinni. Í gær var Örn enn á ný mættir í lyfjapróf, að þessu sinni í höfuð- stöðvar Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands í Laugardal. Nú var það Alþjóða sundsambandið, FINA, sem óskaði eftir því að Örn færi í lyfja- próf, en FINA, líkt og Al- þjóða frjálsíþróttasam- bandið, getur hvenær sem er óskað eftir því að íþróttamenn fari í lyfja- próf fyrirvaralaust. Lyfjaprófum sem tekin eru utan móta er alltaf að fjölga en sum alþjóðasambönd setja það sem skil- yrði fyrir því að viðurkenna verð- launahafa á stórmótum að þeir hafi nokkru sinni farið í fyrirvaralaus lyfjapróf utan mótatímabilsins. Örn hefur nóg að gera í lyfjaprófum Örn RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í hand- knattleik og leikmaður með Dunkerque, er í fremstu röð í frönsku 1. deildinni á yfirstandandi keppnistímabili. Sam- kvæmt útreikningum handboltavefjarins Handzone er Ragnar næstbesti leikmaður deildarinnar, á eftir hin- um gamalreynda Stéph- ane Stoecklin, örvhentu skyttunni úr heimsmeistaraliði Frakka frá 1995, en hann er snúinn aftur á heimaslóðir eftir nokkur ár í Japan og spilar með Chambéry. Stoecklin er með 14,3 stig í með- aleinkunn hjá vefnum en Ragnar er í öðru sæti með 13,8 stig. Næstir koma síðan Vol- ker Michel, Þjóðverji hjá Sélestat með 13,3 og Gregory Anquetil, franskur landsliðsmaður hjá Montpellier, með 13,1 stig. Ragnar er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 83 mörk í 13 leikjum, sem gerir 6,4 mörk að með- altali í leik. Michel er markahæstur með 96 mörk og síðan kemur Igor Kos, króatískur leikmaður Livry- Gargan, með 88 mörk. Ragnar er ennfremur í fjórða sæti yfir vítaskyttur í deildinni, með 31 mark af vítalínunni. Ragnar næstbestur í frönsku 1. deildinni RÍKHARÐUR Daðason, landsliðs- maður í knattspyrnu, er hættur hjá norska félaginu Fredrikstad. Þetta varð niðurstaðan úr viðræðum hans við stjórn félagsins sem lauk í gær. Ríkharður gekk til liðs við Fredrik- stad frá Lilleström í ágúst, lék síð- ustu 9 leiki liðsins í norsku 1. deild- inni og skoraði í þeim 5 mörk, og átti sinn þátt í að félagið vann sér sæti í úrvalsdeildinni. „Mér stóð til boða eins árs samn- ingur en að vel athuguðu máli ákvað ég að hafna honum. Félagið gerði þá kröfu að fjölskyldan flytti til Fredrikstad en miðað við það sem í boði var töldum við ekki rétt að rífa okkur upp með strák á leik- skólaaldri og flytja frá Ósló fyrir svona skamman tíma. Mér finnst þetta dálítið leiðinlegt, tíminn í Fredrikstad var frábær, mikil stemmning í félaginu og þjálfarinn fyrsta flokks, en það var að mörgu að hyggja og þetta var nið- urstaðan,“ sagði Ríkharður við Morgunblaðið í gær. Ríkharður, sem er 31 árs, hefur leikið erlendis í rúm sex ár, með Kalamata í Grikklandi, Stoke í Eng- landi og norsku liðunum Viking, Lilleström og Fredrikstad. Hann kvaðst ætla að skoða sín mjög vel á næstunni. „Ég bíð rólegur framyfir áramótin þegar leikmannamark- aðurinn verður opnaður á ný og kanna hvaða möguleikar verða fyr- ir hendi. Það kæmi alveg til greina að flytja heim og spila með íslensku liði í sumar en ég er ekkert farinn að velta því alvarlega fyrir mér og hef ekki gefið nein færi á að ræða það við íslensk félög. Það er nógur tími til þess, ég ætla fyrst að sjá hvað gerist hjá mér erlendis. Ég geri mér hinsvegar fyllilega grein fyrir því að mín meiðslasaga kann að gera mér erfitt fyrir, það verður ekki auðvelt fyrir mig að fá langan samning með hana á bakinu. En ég hef verið alheill frá því í vor og ekki misst úr æfingu, og er því vongóður um að þetta gangi upp hjá mér,“ sagði Ríkharður Daðason. Ríkharður er hættur hjá Fredrikstad  ALFREÐ Gíslason, þjálfari Magdeburg, náði í gær samkomulagi við Vladimir Mandic um að hann leiki með liðinu út leiktíðina og fylli þar með skarð Nenads Perunicic sem er meiddur á öxl og frá keppni næstu mánuði. Mandic er 23 ára gamall og hefur til þessa leikið með Partizan í Belgrad. Vonast er til að Mandic geti leikið með Magdeburg í fyrsta sinn gegn Skjern í 16-liða úr- slitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik í dag.  MAGDEBURG þarf í dag að vinna upp fimm marka forskot Skjern úr fyrri leiknum í Danmörku, til að halda áfram keppni um Evrópu- meistaratitilinn.  ANDREW av Flötum, sóknarmað- ur færeyska landsliðsins í knatt- spyrnu og meistaranna í HB, hefur gert eins árs samning við danska 1. deildarfélagið Fremad Amager. Fyrr í vetur fékk danska félagið til sín annan færeyskan landsliðsmann, Jann Inga Petersen frá B68.  NEIL Lennon, norður-írski knatt- spyrnumaðurinn hjá Glasgow Celt- ic, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA. Lennon, sem sagði dómaranum til syndanna eftir leik gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu fyrr í þessum mánuði, getur því ekki leikið með Celtic gegn Teplice í 16-liða úrslit- um UEFA-bikarsins.  SIR Jack Hayward, stjórnarfor- maður enska knattspyrnufélagsins Wolves, hefur látið af störfum og sonur hans, Rick Hayward, er tek- inn við. Í september sagðist sá eldri vera tilbúinn að selja félagið fyrir sama og ekkert, en enginn sýndi áhuga. „Það komu engin alvöru til- boð þannig að pabbi taldi best að hætta og láta mig taka við,“ sagði sá yngri í gær og lofar fjármagni til leikmannakaupa í janúar.  LASSE Kjus, Norðmaðurinn gam- alkunni, sigraði í risasvigkeppni í heimsbikarnum sem fram fór í Val Gardena á Ítalíu í gær. Þetta var fyrsti sigur hans í heimsbikarnum í tvö ár. Austurríkismennirnir öflugu Stephan Eberharter og Hermann Maier komu næstir á eftir honum.  KYLFINGURINN Tiger Woods er tekjuhæsti íþróttamaður heims. Hann hefur þénað rúma 7 milljarða íslenskra króna á árinu, að því er þýska blaðið SID greindi frá í gær. Meðallaun kylfingsins á mánuði námu 600 milljónum króna, eða sem samsvarar 19,2 milljónum króna á dag. Næstir á eftir honum koma Michael Schumacher með 4,4 millj- arða á árinu og David Beckham með 2,5 milljarða króna.  SERENA Williams, bandaríska tennisdrottningin, er eina konan í hópi þeirra tíu tekjuhæstu með 1,6 milljarða króna í laun á þessu ári. FÓLK HANDKNATTLEIKUR Sunnudagur: Evrópukeppni bikarhafa: Ásvellir: Haukar – Créteil .........................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabikarinn, úrslitaleikur kvenna: Smárinn: Keflavík – KR .......................14.15 Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Smárinn: Breiðablik – UMFG .............16.15 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Keflavík: Keflavík – Haukar ................19.15 BORÐTENNIS Stigamót Tennissambandsins, Nings-mót- ið, fer fram í Íþróttahúsi TBR á morgun, sunnudag. Úrslitaleikir verða kl. 15. UM HELGINA KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ Lýsingarbikar kvenna, 16-liða úrslit: Breiðablik - Þór A................................. 57:70  Þór A. mætir KR í 8-liða úrslitum. NBA-deildin Sacramento - New Orleans ................101:90 Minnesota - Dallas ............................114:109 Portland - Phoenix ..............................101:94 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Eisenach - Minden ............................... 28:27 Staða neðstu liða: Göppingen 16 5 0 11 414:438 10 Minden 17 5 0 12 442:506 10 Kr-Östringen 17 4 1 12 444:496 9 Eisenach 17 4 1 12 439:507 9 Wilhelmshav. 16 3 2 11 410:437 8 Pfullingen 16 3 1 12 422:472 7 KNATTSPYRNA Frakkland Lyon - París St Germain.......................... 1:1 HM U20 ára Leikið í Sameinuðu furstadæmunum. Úrslitaleikur: Brasilía - Spánn ........................................ 1:0 Úrslit um 3. sæti: Kólumbía - Argentína .............................. 2:1 ÚRSLIT Créteil vann fyrri viðureigninaytra um síðustu helgi með tveggja marka mun, 30:28, og þurfa Haukar því minnst á tveggja marka sigri að halda annað kvöld til að halda áfram keppni. Viggó segir að Haukar geti gert margt betur en í fyrri leikn- um og því telji hann möguleika Haukaliðsins vera góða á að komast áfram í keppninni. „Ef tekið er mið af fyrri leiknum þá finnst mér við eiga mikið inni, getum bætt okkar leik mikið. Nokkrir þættir í leik voru ekki eins og best var á kosið í leiknum í Frakklandi. Takist að bæta þessi at- riði þá eigum við góða möguleika á að skella Créteil og komast í næstu um- ferð.“ Hvaða þættir eru það sem þið þurfið að bæta í leik ykkar? „Fyrst og fremst verðum við að verjast betur og koma í veg fyrir að skyttur franska liðsins skori eins ein- föld og mörg mörk á okkur og þær gerðu í fyrri leiknum, vörnin hjá okk- ur var mjög lek ytra. Þá verðum við að leika af meiri hraða í sókninni og fá eins og þremur til fjórum fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en í fyrri leiknum,“ segir Viggó og bætir því við að franska liðið sé langt frá því að vera í hópi sterkustu liða sem Hauk- ar hafa glímt við á Evrópukeppninni undanfarin ár. „Lið Créteil er ágæt- lega mannað en það leikur ekki hrað- an handknattleik, heldur vilja leik- menn þess halda niðri hraðanum og því miður þá féllum við aðeins niður á sama plan í þeim efnum og þeir í fyrri leiknum. Vissulega þurfum við að eiga góðan leik til þess að vinna Cré- teil með nokkrum mun og komast áfram en ég tel að það eigi ekki að vera okkur ofviða á góðum degi og ef menn leggjast allir á árarnar.“ Lið Créteil er í fjórða sæti frönsku 1. deildarinnar um þessar mundir, hefur unnið átta leiki, gert tvö jafn- tefli en tapað í tvígang. Í síðustu um- ferð sló það út Bregenz frá Austur- ríki en það lið þjálfar Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska lands- liðsins í handknattleik. Að sögn Viggós leikur það á margan hátt dæmigerðan franskan handknattleik með framliggjandi vörn. „Ekkert í leik þeirra ytra kom okkur á óvart miðað við þær upplýsingar sem ég hafði fengið af liðinu og því á ég ekki von á að leikur þeirra verði svo mjög frábrugðin í þetta sinn frá því sem þeir leika alla jafna,“ sagði Viggó sem vill hvetja handknattleiksunnendur til þess að líta aðeins upp frá und- irbúningi jólanna og mæta og styðja við bakið á Haukum annað kvöld. Allir leikmenn Hauka-liðsins eru klárir í slaginn. Engin meiri háttar meiðsli koma í veg fyrir þátttöku þeirra. „Örlögin eru í okkar eigin höndum, það ræðst fyrst og fremst af frammistöðu okkar hvort við kom- umst í átta liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa eða ekki,“ segir Viggó Sig- urðsson, þjálfari Hauka. Viggó Sigurðsson um Evrópuleik Íslandsmeistara Hauka gegn franska liðinu US Créteil að Ásvöllum Vignir Svavarsson, línumað- ur Hauka og landsliðsins, skorar mark í leik gegn FH. „ÉG met möguleika okkar vera nokkuð góða á sigri og komast þannig áfram í átta liða úrslit,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, um möguleika hans manna á að vinna franska liðið Créteil í síðari leiknum í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik sem fram á Ásvöllum annað kvöld klukkan átta. „Möguleikar okkar eru góðir“ Ragnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.