Morgunblaðið - 08.01.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.01.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HEGÐUN einstaklinga er full af endurteknum og reglulegum munstrum. „Það sem ég geri er að reyna að finna þessi endurteknu huldu munstur í okkar atferli. Þetta eru mynstur í tíma; endurtekin tíma- munstur,“ segir Magnús S. Magn- ússon, vísindamaður og for- stöðumaður Rannsóknarstofu um mannlegt atferli við Háskóla Ís- lands. Nýverið seldi hann hugbúnað til bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem notaður er til að finna þessi huldu munstur í atferli manna. „Ég hef þróað líkan um hvernig atferli og þá sérstaklega sam- skiptaatferli er skipulagt í tíma sem endurtekin munstur. Það er m.a. einkennandi fyrir þessi munstur að við erum gjarnan blind á þau og sjáum þau ekki,“ segir Magnús þeg- ar hann er beðinn að lýsa hugbún- aðinum. Til að einfalda málið og út- skýra rannsóknir sínar betur tekur hann sem dæmi að mannkynið hafi talað í tugþúsundir ára. Hins vegar sé tiltölulega stutt síðan einhverjum datt í hug að það væri til eitthvað sem heitir málfræði og það væri regla í þessu öllu saman. „Fólk bara talaði eins og við göngum um í dag. Svo kemur í ljós að hegðun okkar er full af endurteknum og reglulegum munstrum,“ segir Magnús. Fylgst með fólki Aðspurður hvernig þessi munstur finnist segir hann að rannsakandinn fylgist með viðfangsefninu og skrái tilteknar einingar eða hegðun niður. Það væri t.d. hægt að skrá niður hvenær tiltekinn bókstafur kemur fyrir í talmáli eða hvenær einhver sest niður, brosir, bendir eða spyr spurningar. „Síðan eru þessar upp- lýsingar allar skráðar inn í hugbún- aðinn, sem byggist á líkaninu, og leitar hann að huldum munstrum af þessu ákveðna tagi í atferlinu. Það er dæmigert að mikið er af mjög reglulegum og endurteknum tíma- munstrum, sem fara algjörlega framhjá fólki. Hefðbundnar töl- fræðiaðferðir eru ekki heldur gerð- ar til að finna svona munstur enda forsendan fyrir því að þau hafi áður verið skilgreind. Það hefur verið mitt ævistarf, enda verið í þessu í meira en 30 ár,“ segir Magnús. Eftir að hafa skilgreint þessa munsturgerð, sem hann kallar t- munstur, hefur hann búið til aðferð- ir til að finna þau og hugbúnað til að framkvæma sjálfa leitina. Hefur hugbúnaðurinn fengið nafnið Theme. Fyrsta útgáfan af þessum hugbúnaði var keyrð árið 1981 þeg- ar Magnús var í doktorsnámi. Form- lega er hann menntaður sálfræð- ingur en hefur einnig starfað lengi við rannsóknir á skyldum sviðum og birt greinar í sálarfræði, atferl- islíffræði, tölfræði og mannfræði. Þar að auki hefur hann þróað og skrifað allan hugbúnaðinn sjálfur og var sú vinna metin fyrir nokkrum árum til 50 mannára vinnu þó sjálfur sé Magnús 54 ára gamall. „Ég hef setið vel við,“ segir hann aðspurður um afköstin á lífsleiðinni. Samstarf við erlenda háskóla Nýlega var endurnýjaður samn- ingur milli H.Í. og sex annarra há- skóla í Evrópu um rannsóknir sem byggjast á líkani og aðferðum Magn- úsar. Sýnir það að áratuga löng þró- unarvinna er að bera árangur. Fyr- irtækið Atferlisgreining ehf hefur nú verið stofnað til að halda utan um áframhaldandi þróun sjálfs hugbún- aðarins í samstarfi við Magnús, en hollenskt fyrirtæki sér um sölu hug- búnaðarins og þangað leitaði leyni- þjónusta Bandaríkjanna í sínum við- skiptum. Magnús segir að það hafi tekið nokkurn tíma að þjálfa starfs- fólk umboðssalans til að kynna hug- búnaðinn. Og það eru fleiri verkefni í gangi. „Við erum núna t.d. að vinna með bandarísku flugumferðarþjónust- unni í sambandi við rannsóknir á flugumferðarstjórn. Einnig erum við í samvinnu við aðila í Cambridge sem nota hugbúnaðinn til að finna munstur í tauganetum; það er í sam- skiptum taugafrumna,“ nefnir hann sem dæmi. Í fyrri rannsókninni er gögnum um hvað flugumferðarstjórarnir gera safnað saman, hvaða upplýs- ingar þeir fá og viðbrögð þeirra við þeim. „Þeir eru að reyna að bæta tölvukerfi sín til að þjónusta flug- umferðarstjórana og til þess þurfa þeir að átta sig á því hvað sé yfirleitt að gerast. Í þessu eins og mörgu öðru eru allar líkur á að mikið sé af endurteknum munstrum sem fólk gerir sér enga grein fyrir og enginn hefur tekið eftir,“ útskýrir Magnús. Þá er nákvæmlega skrifað niður hvenær tiltekinn atburður gerist og það sett inn í forritið til úrvinnslu. Þá kemur í ljós hvort munstur finnst sem búið er að skilgreina og Magnús segir mjög algengt í öllu atferli manna og dýra. Í þýskum fjölmiðlum var líka ný- lega sagt frá rannsóknum á hegðun fólks þegar það horfir á sjónvarp og á flugvöllum, þar sem notast er við atferlishugbúnað Magnúsar. Einnig segir hann Theme hafa verið notað lengi við rannsóknir á einhverfum börnum og samskiptum þeirra. Eykur skilning okkar Aðspurður hvort tiltekin munstur í hegðun fólks séu ekki óteljandi og ómögulegt að skilgreina þau segir Magnús mannfólkið ekki komast yfir nema viss verkefni á hverjum degi. Ekki er heldur um að ræða að finna öll mynstur heldur einungis þau sem mynduð eru og endurtekin innan þess tímabils sem skoðað er. Mynstrin sjálf eru ekki skilgreind fyrirfram heldur formgerð þeirra. Aftur tekur hann tungumálið sem dæmi til útskýringar. Þó fólk noti mismunandi orð við að tjá sig geti það notað sömu málfræðina. Sam- kvæmt aðferðum Magnúsar þarf rannsakandinn þó ekki að skilja tungumálið til að finna þessi munst- ur né greina orð. Að finna mynstrin sé samt afgerandi skref í átt að skilningi á merkingu eða virkni þeirra rétt eins og við greiningu á mynstrum í erfðaefni en tilraunir til notkunar Theme á því sviði eru einnig í gangi. Bandaríska leyniþjónustan notar íslenskan hugbúnað til að skrá atferli manna Hegðun fólks er full af reglulegum munstrum Getur verið að við hreyfum okkur og framkvæmum hluti eftir ákveðnu ferli aft- ur og aftur? Magnús S. Magnússon hefur í yfir 20 ár unnið við að skilgreina hulin munstur sem hann segir felast í atferli fólks en enginn sjái. Morgunblaðið/Golli „Það er m.a. einkennandi fyrir þessi munstur er að við erum gjarnan blind á þau og sjáum þau ekki," ,“ segir Magnús S. Magnússon. Hann hefur hann- að hugbúnað til að finna þessi munstur sem er notaður víða um heim. ánægjulegt að lesa frá- sögn í Morgunblaðinu á þriðjudag um lotukerf- ið í skólanum, sem er fyrsti hefðbundni fram- haldsskólinn til að taka þessa námsskipan upp. Tilraunin sé til marks um framsýni stjórn- enda framhaldsskól- anna og að mikil gerjun sé í þeirra forystusveit. „Það er mjög já- kvætt þegar forstöðu- menn framhaldsskóla taka upp hjá sjálfum sér, innan þeirra ramma sem þeir hafa, nýbreytni í skólastarfi. Mér finnst þetta bera vott um mikla framsækni,“ segir Þorgerður. Menntamálaráðherra telur mjög líklegt að auk ráðuneytisins muni ÉG tel að það sem verið er að gera á Norður- landi vestra sé afar at- hyglisvert og ég vona að þessu verði fylgt eft- ir. Nýbreytni í skóla- starfi getur haft já- kvæðar afleiðingar fyrir alla aðra. Sem betur fer erum við ekki að festa alla skóla í sama farinu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra, sem fagnar nýrri námsskip- an Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki (FNV) um að hafa fjórar lotur í skólaárinu, tvær nú á vorönn og tvær næsta haust, og hafa próf eftir hverja kennslulotu. Þorgerður segir það hafa verið þeir starfshópar sem eru að skoða styttingu náms til stúdentsprófs fylgjast náið með því hvernig til tak- ist hjá FNV með lotukerfið. Það geti haft einhver áhrif á niðurstöðu í því viðamikla verkefni. Ef reynslan af kerfinu verði til þess að auðvelda það verkefni að stytta námstíma til stúd- entsprófs þá sé það af hinu góða. Eins og fram kom í blaðinu á þriðjudag er markmiðið með lotu- kerfinu m.a. það að bæta námsár- angur nemenda, auka vinnuaga þeirra og ástundun, örva sjálfsaga og minnka brottfall úr skólanum. FNV tekur mið af reynslu Finna, en þeir hafa sex lotur í sínu skólaári. Þorgerður segir markmiðin greinilega vera skýr hjá skólanum og þó að ekki sé verið að finna upp hjólið sé gott að líta til reynslu annarra landa. Finnar hafi náð gríðarmiklum árangri í alþjóðlegum rannsóknum. Nýr menntamálaráðherra fagnar lotukerfinu hjá FNV Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Jákvætt og ber vott um mikla framsækni FRÁ því í júní 2003 hefur stuðningur við ríkisstjórnina minnkað um 9% og nýtur hún nú stuðnings 53% lands- manna samkvæmt þjóðarpúlsi Gall- up. Er það svipað hlutfall og fyrir síðustu Alþingiskosningarnar í maí. Í sömu könnun kemur fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um fjögur prósent frá því í nóvember 2003. Nýtur flokkurinn stuðnings 35% landsmanna, en fylgið fór hæst í 39% í október á síðasta ári. Samfylkingin stendur í stað og nýtur stuðnings 28% landsmanna. Fylgi Framsóknarflokksins hefur verið nokkuð stöðugt frá kosningum og er 16%. Vinstri-grænir nutu lengst af eftir kosningar í fyrra stuðnings 10% landsmanna en fylgið jókst í 14% í nóvember og heldur flokkurinn því núna. Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig fylgi og fer úr 5% og í 7% á milli kannana. Stuðningur við ríkis- stjórnina minnkar ÞÓTT snjórinn sé að láta undan er enn hægt að klifra upp á klakahröngl og reyna að haldast þar uppi eins og þessi drengir gerðu við Langholtsskóla þótt menn séu kannski ekki beint fót- vissir. Þessi möguleiki er líka á undanhaldi með hláku og rign- ingu, að minnsta kosti sunnan lands. Morgunblaðið/Ásdís Klifrað á klakanum ♦♦♦ FÍA andvígt vopnuðum vörðum í flugvélum STJÓRN Félags íslenskra atvinnu- flugmanna hefur sent frá sér yf- irlýsingu þar sem lýst er yfir and- stöðu við að settir verði vopnaðir verðir um borð í flugvélar eins og bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir að gerð verði krafa um ef vísbend- ingar hefðu borist um að hryðju- verkamenn gætu verið í umræddri vél. Það sé skoðun FÍA, að ef hryðju- verkaógn sé talin steðja að ákveð- inni flugferð, sé nærtækara að fella ferðina niður en að setja vopnaða verði til höfuðs meintum hryðju- verkamönnum. Ekki neyddir til að fljúga með vopnaða verði Fram kemur að það er mat stjórnar FÍA, að flugmenn verði ekki neyddir til að fljúga með vopnaða verði. Til standi að halda fund um málið í Alþjóðasamtökum flugmannafélaga sem FÍA er aðili að, og munu fulltrúar FÍA sækja fundinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.