Morgunblaðið - 08.01.2004, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 11
ÚTSALAN
HEFST Á MORGUN KL.10:00
LOKAÐ Í DAG
laugavegi 91 s.562 0625
nýtt kortatímabil
DKNY
DKNY JEANS
IKKS
GERARD DAREL
CUSTO
BZR
VENT COUVERT
PAUL & JOE
NICOLE FARHI
JULIE DEE
Víngerðarverslunin þín!
Fremstir síðan 1959 Gæðavara á góðu verði
Ýmis tilboð á öllum víngerðarefnum.
Fyrstir koma - fyrstir fá!
Ármúla 15 - 108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - www.vinhussins.isOpið mánud. - föstud. 10 - 18 og laugard. 11 - 14 -
RISA ÚTSALA!
ELDUR gaus upp úr tunnu undir
málningarhakkara, sem kallaður er
svo, í efnamóttöku Sorpu í Gufunesi
um klukkan hálf tvö í fyrradag. Einar
Gunnlaugsson, verkstjóri í mót-
tökunni, segir að eldur hafi teygt sig
upp í sjálfan hakkarann. Starfsmenn
Sorpu héldu eldinum í skefjum þang-
að til slökkviliðið slökkti. Einar vissi
ekkert um upptökin en þarna er tekið
á móti mjög eldfimu efni. Var lögregl-
an að rannsaka vettvang í gærdag.
Eldur í málning-
arhakkara
JÓN A. Sigurgeirsson,
fyrrverandi kennari og
skólastjóri, lést í Berl-
ín 30. desember á 95.
aldursári.
Jón fæddist á Akur-
eyri 24. maí 1909 og
voru foreldrar hans
Júlíana Friðrika Tóm-
asdóttir og Sigurgeir
Jónsson, tónlistar-
kennari og organisti á
Akureyri.
Jón varð stúdent frá
Menntaskólanum á
Akureyri 1929 en hafði
áður hlotið starfsrétt-
indi múrara. Hann nam tungumál
og sálarfræði við háskóla í Þýska-
landi og Svíþjóð og var ráðinn
kennari við Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar 1935. Jón var yfirkennari þar
1955 til 1961 og síðar stundakenn-
ari. Þá kenndi hann við Iðnskóla
Akureyrar og var skólastjóri hans í
samtals 26 ár. Einnig var hann
stundakennari og prófdómari við
MA.
Jón átti frumkvæði að stofnun
undirbúningsdeildar Tækniskóla Ís-
lands á Akureyri haustið 1963 og
síðar raungreinadeild og veitti þeim
forstöðu samhliða starfi sínu í Iðn-
skólanum.
Einnig átti hann aðild að starfi
Námsflokka Akureyr-
ar.
Meðal margs konar
félagsmálastarfa Jóns
má nefna að hann var
einn stofnenda Knatt-
spyrnufélags Akureyr-
ar, lék með félaginu og
sat í stjórn þess, hann
starfaði í guðspekis-
túkunni Systkinaband-
inu og var einn 12
stofnenda Tónlistar-
félags Akureyrar. Jón
var einnig meðal stofn-
enda Sálarrannsókna-
félags Akureyrar, sat í
sóknarnefnd Akureyrarkirkju og
var félagi í Rótary-hreyfingunni og
Frímúrarareglunni.
Einnig rak Jón um árabil hvíldar-
og hressingarheimili í Laugalands-
skóla í Eyjafirði og í Varmalands-
skóla í Borgarfirði.
Árið 1934 kvæntist Jón Hrefnu
Hallgrímsdóttur og eignuðust þau
tvö börn. Þau eru Hrafnhildur
Kristín þýðandi og Hallgrímur flug-
stjóri. Hrefna lést árið 1951.
Síðari kona Jóns er Detel Aur-
and, listmálari í Berlín. Jón lést í
Berlín 30. desember en útför hans
verður gerð frá Akureyrarkirkju
15. janúar og jarðsett á Möðruvöll-
um í Hörgárdal.
Andlát
JÓN A.
SIGURGEIRSSON
BIRGIR V. Schiöth,
fyrrv. kennari og
myndlistarmaður, lést
á líknardeild HSS í
Keflavík þriðjudaginn
30. desember sl. Útför-
in hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins
látna.
Birgir V. Schiöth
var fæddur á Siglufirði
30. september 1931,
sonur hjónanna Aage
R. Schiöth, lyfjafræð-
ings og lyfsala, og
Guðrúnar E. J. Julsö
Schiöth húsfreyju.
Birgir fór ungur í Menntaskólann
á Akureyri. Þaðan lá leiðin í Iðn-
skólann á Siglufirði og lauk hann
prófi þaðan í málaraiðn. Birgir fór á
samning hjá Herberti Sigfússyni,
málarameistara á Siglufirði, og öðl-
aðist meistararéttindi. Hann hóf
nám í Myndlista- og handíðaskól-
anum í Reykjavík og lauk þaðan
prófi með handavinnu- og teikni-
réttindi.
Þegar Birgir bjó á Siglufirði
kenndi hann teikningu og smíði við
Gagnfræðaskólann á Siglufirði.
Birgir var félagi í
karlakórnum Vísi á
Siglufirði.
Birgir fluttist með
fjölskyldu sína frá
Siglufirði árið 1973.
Hann lagði fyrir sig
húsa- og bílamálun en
aðalstarf hans var
teikni- og handavinnu-
kennsla við Flataskóla
í Garðabæ til fjölda ára
eða allt þar til hann lét
af störfum fyrir aldurs
sakir.
Hann sótti fjölda
myndlistarnámskeiða,
m.a. hjá Hring Jóhannessyni. Birgir
hélt margar myndlistarsýningar á
verkum sínum og liggja eftir hann
hundruð vatnslita-, pastel- og olíu-
mynda og blýantsteikninga. Fyrir-
myndirnar sótti hann jafnt í náttúru
sem og mannlífið.
Birgir kvæntist árið 1952 Magda-
lenu Björk Jóhannesdóttur og eign-
aðist með henni dæturnar Guðrúnu
Schiöth og Inger M. Schiöth. Eft-
irlifandi eiginkona Birgis er Ingrid
Lovísa Schiöth Brandt, búsett í
Keflavík.
BIRGIR V.
SCHIÖTH
FASTEIGNIR mbl.is