Morgunblaðið - 08.01.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.01.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 11 ÚTSALAN HEFST Á MORGUN KL.10:00 LOKAÐ Í DAG laugavegi 91 s.562 0625 nýtt kortatímabil DKNY DKNY JEANS IKKS GERARD DAREL CUSTO BZR VENT COUVERT PAUL & JOE NICOLE FARHI JULIE DEE Víngerðarverslunin þín! Fremstir síðan 1959 Gæðavara á góðu verði Ýmis tilboð á öllum víngerðarefnum. Fyrstir koma - fyrstir fá! Ármúla 15 - 108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - www.vinhussins.isOpið mánud. - föstud. 10 - 18 og laugard. 11 - 14 - RISA ÚTSALA! ELDUR gaus upp úr tunnu undir málningarhakkara, sem kallaður er svo, í efnamóttöku Sorpu í Gufunesi um klukkan hálf tvö í fyrradag. Einar Gunnlaugsson, verkstjóri í mót- tökunni, segir að eldur hafi teygt sig upp í sjálfan hakkarann. Starfsmenn Sorpu héldu eldinum í skefjum þang- að til slökkviliðið slökkti. Einar vissi ekkert um upptökin en þarna er tekið á móti mjög eldfimu efni. Var lögregl- an að rannsaka vettvang í gærdag. Eldur í málning- arhakkara JÓN A. Sigurgeirsson, fyrrverandi kennari og skólastjóri, lést í Berl- ín 30. desember á 95. aldursári. Jón fæddist á Akur- eyri 24. maí 1909 og voru foreldrar hans Júlíana Friðrika Tóm- asdóttir og Sigurgeir Jónsson, tónlistar- kennari og organisti á Akureyri. Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1929 en hafði áður hlotið starfsrétt- indi múrara. Hann nam tungumál og sálarfræði við háskóla í Þýska- landi og Svíþjóð og var ráðinn kennari við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar 1935. Jón var yfirkennari þar 1955 til 1961 og síðar stundakenn- ari. Þá kenndi hann við Iðnskóla Akureyrar og var skólastjóri hans í samtals 26 ár. Einnig var hann stundakennari og prófdómari við MA. Jón átti frumkvæði að stofnun undirbúningsdeildar Tækniskóla Ís- lands á Akureyri haustið 1963 og síðar raungreinadeild og veitti þeim forstöðu samhliða starfi sínu í Iðn- skólanum. Einnig átti hann aðild að starfi Námsflokka Akureyr- ar. Meðal margs konar félagsmálastarfa Jóns má nefna að hann var einn stofnenda Knatt- spyrnufélags Akureyr- ar, lék með félaginu og sat í stjórn þess, hann starfaði í guðspekis- túkunni Systkinaband- inu og var einn 12 stofnenda Tónlistar- félags Akureyrar. Jón var einnig meðal stofn- enda Sálarrannsókna- félags Akureyrar, sat í sóknarnefnd Akureyrarkirkju og var félagi í Rótary-hreyfingunni og Frímúrarareglunni. Einnig rak Jón um árabil hvíldar- og hressingarheimili í Laugalands- skóla í Eyjafirði og í Varmalands- skóla í Borgarfirði. Árið 1934 kvæntist Jón Hrefnu Hallgrímsdóttur og eignuðust þau tvö börn. Þau eru Hrafnhildur Kristín þýðandi og Hallgrímur flug- stjóri. Hrefna lést árið 1951. Síðari kona Jóns er Detel Aur- and, listmálari í Berlín. Jón lést í Berlín 30. desember en útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju 15. janúar og jarðsett á Möðruvöll- um í Hörgárdal. Andlát JÓN A. SIGURGEIRSSON BIRGIR V. Schiöth, fyrrv. kennari og myndlistarmaður, lést á líknardeild HSS í Keflavík þriðjudaginn 30. desember sl. Útför- in hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Birgir V. Schiöth var fæddur á Siglufirði 30. september 1931, sonur hjónanna Aage R. Schiöth, lyfjafræð- ings og lyfsala, og Guðrúnar E. J. Julsö Schiöth húsfreyju. Birgir fór ungur í Menntaskólann á Akureyri. Þaðan lá leiðin í Iðn- skólann á Siglufirði og lauk hann prófi þaðan í málaraiðn. Birgir fór á samning hjá Herberti Sigfússyni, málarameistara á Siglufirði, og öðl- aðist meistararéttindi. Hann hóf nám í Myndlista- og handíðaskól- anum í Reykjavík og lauk þaðan prófi með handavinnu- og teikni- réttindi. Þegar Birgir bjó á Siglufirði kenndi hann teikningu og smíði við Gagnfræðaskólann á Siglufirði. Birgir var félagi í karlakórnum Vísi á Siglufirði. Birgir fluttist með fjölskyldu sína frá Siglufirði árið 1973. Hann lagði fyrir sig húsa- og bílamálun en aðalstarf hans var teikni- og handavinnu- kennsla við Flataskóla í Garðabæ til fjölda ára eða allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann sótti fjölda myndlistarnámskeiða, m.a. hjá Hring Jóhannessyni. Birgir hélt margar myndlistarsýningar á verkum sínum og liggja eftir hann hundruð vatnslita-, pastel- og olíu- mynda og blýantsteikninga. Fyrir- myndirnar sótti hann jafnt í náttúru sem og mannlífið. Birgir kvæntist árið 1952 Magda- lenu Björk Jóhannesdóttur og eign- aðist með henni dæturnar Guðrúnu Schiöth og Inger M. Schiöth. Eft- irlifandi eiginkona Birgis er Ingrid Lovísa Schiöth Brandt, búsett í Keflavík. BIRGIR V. SCHIÖTH FASTEIGNIR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.