Morgunblaðið - 08.01.2004, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Sími 588 1200
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
SALA á léttvínum og bjór jókst í fyrra borið
saman við árið á undan og sala á brenndum
drykkjum dróst saman skv. tölum ÁTVR
yfir áfengissölu árið
2003. Áfengissala
nam 11,6 milljörðum
króna með virðis-
aukaskatti borið sam-
an við 11,3 milljarða
árið 2002. Í lítrum tal-
ið jókst sala á áfengi
um 4,08%, fór úr
14.190.891 lítra árið
2002 í 14.769.626 lítra
í fyrra. Breytingin
nemur 1,17 prósent-
um í alkóhóllítrum.
Samkvæmt tölum fyrir desember síðast-
liðinn jókst áfengissala um 6,4% í lítrum tal-
ið borið saman við desember 2002 og var
1.679.421 lítri. Í alkóhóllítrum nam aukn-
ingin 4,56%.
Meiri aukning í hvítvínsdrykkju
Sala á rauðvíni jókst um tæp 11% á síð-
asta ári en af því voru alls seldir 1.468.450
lítrar. Sala á hvítvíni jókst eilítið meir, um
12,6%, en af því voru seldir 511.454 lítrar.
Sala á lagerbjór jókst um 3,68% í lítrum tal-
ið á síðasta ári en alls innbyrtu landsmenn
11.294.418 lítra af miði og auk rúmlega 100
þúsund lítra af öli og öðrum bjórtegundum.
Sala á brenndum drykkjum dróst saman í
öllum tegundum. Sala á viskíi dróst saman í
lítrum talið um 9,21%, gini og sénever um
9,88% og ókrydduðu brennivíni og vodka
um 11,85% og rommi um 12,07%.
Að sögn Ágústar Hafberg, framkvæmda-
stjóra ÁTVR, kemur aukin sala á léttum
vínum á kostnað brenndra vína forsvars-
mönnum fyrirtækisins ekki á óvart.
4% neyslu-
aukning
milli ára
Sala á áfengi nam 11,6
milljörðum króna
=&! #> "
?
, .6. "
-
8"!#> "
?
8" 8"!#> "
?
;&!!#8"!#> ?
;*.##% #> ?
$ (
=&! #> "
?
, .6. "
FGH F FH
@
F HI@
JH
@
FKHL@
FIHG@
FGHI@
$ "
K
/
KENNSLA hófst í Náttúrufræða-
húsi Háskóla Íslands í gær en hús-
ið verður formlega opnað í lok
febrúar. Rými er fyrir um 500
nemendur í kennslu samtímis í
húsinu auk þess sem um 200
starfsmenn og framhaldsnemar
stunda þar vinnu.
Bygging Náttúrufræðahússins
hófst í ársbyrjun 1996 eða fyrir
um átta árum. Páll Skúlason,
rektor HÍ, lagði hornstein að hús-
inu 29. nóvember síðastliðinn en
það verður formlega vígt 27. febr-
úar. Um 1.400 tillögur hafa borist
inn á vef HÍ, www.hi.is, í sam-
keppni um nafn á húsið, en skila-
frestur er til 15. janúar.
Húsið er um 8.000 fermetrar og
í því verður rými fyrir um 500
nemendur í kennslu samtímis í sjö
misstórum kennslustofum og sjö
rannsóknarstofum ætluðum til
kennslu. Auk þess er skrifstofuað-
staða og aðstaða til rannsókna
fyrir prófessora og kennara í hús-
inu. Í húsinu verður einnig að-
staða fyrir nemendur, útibú frá
Landsbókasafni – Háskóla-
bókasafni og kaffistofa með út-
sýni yfir friðlandið og Tjörnina.
Í Náttúrufræðahúsinu fá líf-
fræðiskor og líffræðistofnun,
jarð- og landfræðiskor, jarðvís-
indahluti Raunvísindastofnunar
og Norræna eldfjallastöðin að-
stöðu, en þessi starfsemi hefur
farið fram á sjö mismunandi stöð-
um á háskólasvæðinu og víðs-
vegar um Reykjavík.
Morgunblaðið/Ásdís
Kennsla hafin í nýju
Náttúrufræðahúsi HÍ
Ólöglegar fiskveiðar, svokallaðar
sjóræningjaveiðar, eru stundaðar á
nánast öllum hafsvæðum þar sem
viðhöfð er fiskveiðistjórnun af ein-
hverju tagi, og beinast gjarnan að
fiskistofnum sem eru fullnýttir eða
ofveiddir. Íslendingar hafa þurft að
glíma með beinum hætti við sjóræn-
ingjaveiðar á Reykjaneshrygg, þar
sem talsverður fjöldi skipa stundar
karfaveiðar með ólöglegum hætti.
Talið er að þessi skip veiði um 30
þúsund tonn af karfa á ári en sumir
telja að afli þeirra sé enn meiri eða
allt að 50 þúsund tonn. Hafa íslensk
stjórnvöld, í samvinnu við Lands-
samband íslenskra útvegsmanna,
beitt sér fyrir því að lokað verði fyr-
ir viðskipti við þessi skip með upp-
lýsingagjöf. Þannig hefur Norð-
austur-Atlantshafsfiskveiðinefndin,
NEAFC, meðal annars samþykkt
að þau skip sem veiða karfa á
Reykjaneshrygg þurfi að sýna fram
á það með beinum hætti að þau hafi
heimild til veiðanna til að fá að landa
afla sínum í einhverju aðildarríkj-
anna.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að það sé
eitt brýnasta viðfangsefni Íslend-
inga varðandi fiskveiðistjórnun að
koma í veg fyrir þessar veiðar, enda
hafi þær mikil áhrif á karfastofnana,
sem og á markaðina fyrir afurðirn-
ar.
Sjóræningjar veiða árlega 30
þúsund tonn á Reykjaneshrygg
Verðmætið
2 milljarðar
Sjórán/Úr verinu
SKIP sem stunda ólöglegar karfaveiðar á Reykjaneshrygg eru tal-
in veiða um 30–50 þúsund tonn á ári eða allt að þriðjungi þess afla
sem heimilt er að veiða þar árlega. Ætla má að verðmæti 30 þúsund
tonna af úthafskarfa upp úr sjó sé hátt í 2 milljarðar króna. Íslensk
skip veiddu á síðasta ári rúm 48 þúsund tonn af úthafskarfa.
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
FASTEIGNAMAT hækkaði að
meðaltali um 10,7% um áramótin frá
árinu áður og gildir matið á árinu
2004. Mat á íbúðarhúsnæði hækkar
mun meira en mat á atvinnuhúsnæði
eða um 12,5% samanborið við 6,9%
hækkun á mati á atvinnuhúsnæði,
samkvæmt upplýsingum Fasteigna-
mats ríkisins. Við nýja matið hækk-
ar verð á fasteignum í landinu um
tæpa 200 milljarða króna, úr 1.760
milljörðum króna í fyrra í 1.947
milljarða króna í ár.
Hækkun fasteignamatsins nú
stafar fyrst og fremst af verðhækk-
un á fasteignum á undanförnum
mánuðum. Það er nokkuð mismun-
andi eftir bæjarfélögum. Þannig
hækkar mat íbúðarhúsnæðis mest í
Hveragerði, á Egilsstöðum og í
Fjarðabyggð eða um 20% og um
15% á Seltjarnarnesi, Reykja-
nesbæ, Grindavík, Sandgerði, Vog-
um, Akranesi, Stykkishólmi, Ólafs-
firði, Dalvík, Akureyri, Fellahreppi,
Búðahreppi, Hvolsvelli, Hellu, Eyr-
arbakka, Stokkseyri, Selfossi og
Þorlákshöfn.
Hækkunin í Reykjavík, Kópa-
vogi, Hafnarfirði, Ísafirði og Höfn
er 10% og sama gildir um sumarhús
og sumarhúsalóðir. Hins vegar er
minni hækkun eða 5% á sérbýli og
sérbýlishúsalóðum í Hafnarfirði og
5% hækkun er einnig á íbúðarhús-
næði í Garðinum og í Grundarfirði.
5% lækkun á Siglufirði
Í einu byggðarlagi er um að ræða
lækkun á fasteignamatinu á milli
ára nú. Það er á Siglufirði þar sem
fasteignamat lækkar um 5%. Á
Seyðisfirði er matið óbreytt milli
ára.
Bújarðir og íbúðar- og útihús á
þeim hækka um 10% ef undan eru
skilin Vestfjarðakjálkinn og norð-
austurhluti landsins þar sem fast-
eignamatið er óbreytt milli ára.
Hækkun á atvinnuhúsnæði er
mun minni eða 5% á höfuðborgar-
svæðinu, en matið er óbreytt utan
höfuðborgarsvæðisins.
Fasteignamatið er grundvöllur
fasteignagjalda. Stærstur hluti fast-
eignagjaldanna er fasteignaskattur
og nam hann um 9,5 milljörðum kr.
á árinu 2002.
Verðmæti fasteigna hækk-
ar um tæpa 200 milljarða
Nýtt fasteignamat hækkaði um nýliðin áramót að meðaltali um 10,7%
Morgunblaðið/Kristján
ÍTARLEGAR viðræður hafa átt
sér stað við tvo aðila um hugsan-
lega aðkomu þeirra sem hluthafa að
lággjaldaflugfélaginu Iceland Ex-
press. „Það hafa nokkrir aðilar sýnt
áhuga á að kaupa hlutafé í félaginu
og alvarlegar og ítarlegar umræður
hafa átt sér stað við tvo aðila. Við
erum þó ekkert að flýta okkur og
horfum á það sem svo að aukið
hlutafé myndi fyrst og fremst nýt-
ast til að jafna sveiflur sem óhjá-
kvæmilega verða í þessum rekstri,“
segir Ólafur Hauksson, forstöðu-
maður almannatengsla Iceland Ex-
press. Hann sagði að niðurstaða í
málinu gæti legið fyrir á næstu vik-
um eða mánuðum.
Ólafur segir að rekstrarniður-
staða félagsins á fyrsta rekstrar-
árinu, sem var í fyrra, hafi verið
viðunandi. „Ljóst er að mikil und-
irboð Icelandair á samkeppnisleið-
unum hafa höggvið skarð í hagnað
Iceland Express. Á móti vegur að
kostnaður við rekstur fyrirtækisins
var lægri en áætlanir gerðu ráð fyr-
ir.“
Viðræður um
aukið hlutafé
Iceland/Viðskipti
GREININGARDEILDIR viðskipta-
bankanna þriggja spá að meðaltali
32% aukningu hagnaðar fyrirtækja
sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar
Íslands. Alls er fyrirtækjunum fimm-
tán spáð tæplega 35 milljarða króna
hagnaði á síðasta ári, en hagnaður árs-
ins 2002 var rúmir 26 milljarðar króna.
Í krónum talið er KB banka spáð
mestri hagnaðaraukningu, tæpum 4,6
milljörðum króna, og líka mestum
hagnaði, tæpum 7,7 milljörðum króna.
Hlutfallslega er mestum bata spáð
hjá Straumi fjárfestingarbanka, eða
um 245% aukningu hagnaðar milli ár-
anna 2002 og 2003.
Eimskipafélagi Íslands er spáð
mestum samdrætti hagnaðar í krón-
um talið, rúmum, 2,1 milljarði króna,
en hlutfallslega er mestum samdrætti
spáð hjá Össuri, eða 86%.
KB banka
spáð 7,7 millj-
arða hagnaði
Greiningardeildir/Viðskipti
MAÐUR á þrítugsaldri liggur nú á gjör-
gæsludeild LSH við Hringbraut vegna súr-
efnisskorts eftir að hafa misst meðvitund í
Sundlaug Breiðholts í gær. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var maðurinn
enn í lífshættu þegar blaðið fór í prentun.
Slys í Breið-
holtslaug