Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 29 Ég var með tærnar upp í loftí 3–4 ár og gerði ekkineitt, var bara talsvertmikið veikur. Síðan sagði geðlæknirinn minn mér frá klúbbn- um Geysi og það tók mig nú ekki nema tvö ár að koma mér þangað. En svo fór ég að koma þarna, fór að kynnast fólkinu, starfinu og við- mótinu sem ég fékk. Þetta byggði mig allt saman upp og nú er ég far- inn að geta unnið dálítið sjálfur í þeirri vinnu sem ég var í áður sem pípulagningameistari. Sjálfstraustið hefur lagast og ég er hættur að liggja allan daginn eins og áður.“ Svona lýsir Ásgeir Sigurðsson, fé- lagi í Klúbbnum Geysi, því hvernig honum tókst að komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir að hafa átt við veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir, sem var stofnaður árið 1999, starfar eftir hugmyndafræði Fountain House í Bandaríkjunum, og miðar að því að byggja markvisst upp hæfileika og getu einstaklinga. Eitt af því er að hjálpa fólki að verða aftur þátttak- endur í samfélaginu og hugsanlega komast út á vinnumarkaðinn. Þar kemur „ráðning til reynslu“ til sög- unnar, sem hefur verið notað með góðum árangri í þrjá áratugi í Bandaríkjunum. Tryggja 100% mætingu Ralph Bilby, atvinnumálasér- fræðingur hjá Fountain House, kom hingað til lands til að kynna verk- efnið og funda með íslenskum at- vinnurekendum sem Klúbburinn Geysir hefur áhuga á að komast í samstarf við. Nú starfa um 400 klúbbar eftir hugmyndafræði Fo- untain House í 27 löndum víðs vegar um heiminn. „Ráðning til reynslu“ gengur út á það að fyrirtæki gera samning við Klúbbinn Geysi um að ráða til sín einstaklinga sem hafa átt við geð- ræn veikindi að stríða en eru komnir langt á batavegi. Ráðning hvers ein- staklings er yfirleitt í sex til níu mánuði og á þeim tíma getur fé- laginn fengið starfsreynslu, lært nýja færni og byggt upp sjálfs- traustið sem auðveldar honum að sækja um vinnu, fara aftur í nám eða annað í þeim dúr þegar reynslu- tíminn er úti. „Við veitum félögum okkar mikinn stuðning. Við sendum starfsmann frá klúbbnum til að læra starfið áður en reynsluráðningin hefst. Starfsmaður okkar kennir fé- laganum síðan starfið sem hann á að sinna og ef hann veikist eða getur ekki gegnt starfinu einhverra hluta vegna, sinnir starfsmaður klúbbsins starfinu á meðan. Við erum eina kerfið í heiminum sem tryggir 100% mætingu,“ segir Bilby. Anna S. Valdemarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Klúbbsins Geysis, segir að alltaf sé um hlutastörf að ræða, allt að 50%. Hinn hluta dags- ins muni starfsmaðurinn taka þátt í starfinu í Klúbbnum Geysi þar sem hann fái áframhaldandi stuðning. Hún segir að ráðningarsamningur sé gerður í hvert sinn, sömu laun séu greidd og í starfinu yfirleitt og að þau gangi beint til starfsmanns- ins. „Við viljum að fólk fái tíma- bundna ráðningu í ákveðinn tíma svo fólk geti reynt sig, en það verður síðan að taka næsta skref, hvort sem það er önnur vinna, að fara aft- ur í skóla eða fara að vinna sjálf- stætt. Við hjálpum fólki að þroskast og viljum að fólk þróist og færist nær því að vera sjálfstætt og sjá fyr- ir sér sjálft,“ segir Bilby. Fólk skortir sjálfstraust 180 félagar eru í Klúbbnum Geysi og segir Anna að mikill áhugi sé á reynsluráðningu í þeim hópi. „Fólk getur ekki farið í atvinnuviðtöl, það hefur ekki vinnureynslu, hefur dott- ið út af vinnumarkaði og hefur sögu um geðræn veikindi. Það fer ekki vel í atvinnurekendur og fólk hefur oft ekki sjálfstraust í að fara að leita sér að vinnu og halda vinnunni. „Ráðning til reynslu“ gerir mörgum af okkar félögum kleift að fara aftur til starfa og öðlast reynslu,“ segir hún. Ásgeir Sigurðsson tekur undir þetta. „Það sem kannski glatast mest hjá okkur mörgum sem höfum orðið svona veik er sjálfstraustið, sýnin á okkur sjálf. Færnin hefur kannski ekkert vikið frá okkur, en það hefur sjálfstraustið. Um leið og maður fær tækifæri og stuðning er hægt að snúa þessari þróun við,“ segir Ásgeir. Bilby bætir við að margir sem hafi átt við geðsjúkdóma að stríða séu mjög hæfileikaríkir og ekkert bendi til þess að þeir séu verri starfskraftar. „Það sem við erum að reyna að gera er að skapa atvinnu- möguleika fyrir fólk sem er ekki að fullu samkeppnishæft þannig að fólk fái tækifæri og geti aflað sér starfs- reynslu, aukið sjálfstraustið og hafi skýrari mynd af því hvaða mögu- leikar bjóðist þeim,“ segir Bilby. Sex fyrirtæki íhuga reynsluráðningu Anna segir að Íslandsbanki hafi gert Geysi kleift að fara af stað með reynsluráðningar þar sem bankinn hafi styrkt klúbbinn svo hægt væri að bæta við stöðugildi sem hafi verið nauðsynlegt þar sem starfsmenn veiti félögum mikinn stuðning með- an á reynsluráðningunni stendur og þurfa að geta hlaupið undir bagga ef svo stendur á. Munu Bilby og Geysi- sklúbburinn funda með Húsdýra- og fjölskyldugarðinum, Íslands- banka, félags- og menntamálaráðu- neytum, Borgarbókasafninu og DeltaPharmaco. Segir hún að vonir séu bundnar við að fjórir klúbbs- félagar geti fengið reynsluráðningu í vor, þar sem maður komi í manns stað eigi fjöldi þeirra sem fá reynsluráðningu eftir að vaxa hratt. Aðspurður segir Bilby vinnuveit- endur einkum hafa áhyggjur af því að starfsmenn eigi eftir að bregðast við á ófyrirsjáanlegan hátt í starf- inu. Hann segir að miklar framfarir hafi átt sér stað í framleiðslu geð- lyfja á síðustu árum sem hafi haft miklar breytingar í för með sér fyrir geðsjúka. „Líf fólks hefur breyst mikið með tilkomu nýrra lyfja og því líður mun betur en áður. Fleiri en nokkru sinni áður geta því farið út á vinnumarkaðinn og sinnt sínu starfi vel. Það sem vantar eru tækifæri fyrir fólk til að byrja, ef fólk hefur ekki verið að vinna er það ekki sam- keppnishæft. Það er erfitt að finna gott starf hafi maður ekki áður gegnt góðu starfi,“ segir Bilby. Um 40% skila sér út á vinnumarkaðinn Hann hefur unnið með reynslu- ráðningar í tvo áratugi og hefur reynslu af þeim í mörgum löndum. Hann segir að yfirleitt skili um 40% þeirra sem hafi fengið reynsluráðn- ingu sér út á vinnumarkaðinn með tíð og tíma. Fólk hefur fengið reynsluráðningu við ýmiskonar skrifstofuvinnu eins og að sjá um innanhússpóst, innslátt í tölvu og reikningshald. „Þetta er sú tegund starfa sem við höfum áhuga á. Við viljum ekki að félagar okkar fái reynsluráðningu sem ræstitæknar sem starfa á nóttunni t.d., það er of einangrandi og gefur fólki ekki tækifæri til að færast nær starfs- frama,“ segir Bilby. Hann segir að mörg stór og virt fyrirtæki hafi tekið þátt í verkefninu í áraraðir, nefnir hann meðal annars Baker & McKenzie, eitt stærsta lög- fræðifyrirtæki í heimi, fjármálafyr- irtækið Morgan Stanley, dagblaðið The Wall Street Journal og fleiri. „Það er ekki óalgengt að fólk sem starfar í mjög erfiðu og kappsfullu umhverfi t.d. í stórum laga- eða tryggingafyrirtækjum segi við okk- ur að reynsluráðningarnar séu það besta sem fyrirtækið sé að gera. Fólki finnst mjög gefandi að sjá aðra öðlast meira sjálfstraust og aukna færni. Margir telja, þegar þeir hefja samstarf við okkur, að þeir séu í raun að gera klúbbnum greiða með því að ráða klúbbfélaga tímabundið, en sannleikurinn er sá að þetta er oft á hinn veginn. Þegar vel gengur er reynsluráðningin nokkurs konar gjöf til fyrirtækisins, því það fær oft meira en það gefur til baka. Til viðbótar er þetta alvöru vinnusamband, því verkin eru unnin á hverjum degi,“ segir Bilby. Klúbburinn Geysir leitar til íslenskra fyrirtækja um „ráðningu til reynslu“ Eykur færni og bygg- ir upp sjálfstraust Morgunblaðið/Eggert Ásgeir, Ralph Bilby og Anna segja „ráðningu til reynslu“ hafa reynst mjög vel. Um 40% þeirra sem fá slíka ráðningu skila sér út á vinnumark- aðinn og að auki segir Bilby það mjög gefandi fyrir vinnuveitendur að eiga samstarf við klúbba eins og Geysi. Það getur verið stórt skref að fara út á vinnu- markaðinn eftir lang- varandi veikindi. Marg- ir sem hafa átt við geðræn veikindi að stríða hafa lítið sjálfs- traust, litla starfs- reynslu og vantar að auki meðmæli. Klúbb- urinn Geysir hefur ráð við þessu. nina@mbl.is hagslegur rfisins sé megi ekki tindi sem ð tryggja erðarkerf- a og kyn- um hvert ti í lífinu. næstu ár- á kerfið. g framlög unar fyrir æ stærri n þjóðar- r að gera ði árekst- skiptingu til mikil- pstokkun verið til ðan 2001. fram 13. ersla á að r föngum nþega. Er ir starfs- nda njóta en ýmsir triðin í til- darinnar, m stjórn- mið af haft á allri eingöngu u árin eins ftirlauna- hengi við t fram til r hækka í n.  Öllum Norðmönnum verða auk þess tryggð eftirlaun sem ekki verða lægri en lægstu eftirlaun sem nú þekkjast. Nefndin varð sammála um að vinnuveitendur ættu að greiða ákveðið mótfram- lag til að hækka lífeyrisgreiðsl- urnar en skoðanir reyndust skiptar um það hvernig fyrir- komulag ætti að vera á slíkum greiðslum.  Þeim sem annast börn, sjúklinga, hreyfihamlaða og aldrað fólk án þess að þiggja laun verður umb- unað með hærri eftirlaunum.  Því lengur sem fólk vinnur fram á elliárin þeim mun hærri eftirlaun fær það. Leyft verður að fara á eftirlaun frá 62 ára aldri en þá verða þau lægri en ella.  Til að tryggja fjárhagslegan við- gang kerfisins verða settar regl- ur um að umfang lífeyris skuli vera í samræmi við ætlaðan líf- aldur aldurshóps umrædds líf- eyrisþega. Ef lífaldurinn telst hafa hækkað verða menn að vinna lengur til að fá sama lífeyri.  Eftirlaun á að ákveða á hverju ári í samræmi við launa- og verðþró- un. Mun þessi regla gilda um alla sem fá greidd eftirlaun eftir að breytt skipan tekur gildi. Lögð verður áhersla á að grunn- lífeyrir verði ávallt óskertur, hvað sem líður öðrum sparnaði. Auðvelda á fólki að flytja eftirlaunaréttindi sín milli starfa og starfsgreina. Nýju reglurnar munu taka gildi í áföngum og munu fyrst og fremst hafa áhrif á þá sem ekki eru enn farnir að þiggja eftirlaun. Er gert ráð fyrir að nýtt kerfi verði komið í gagnið árið 2010 en fólk sem fætt er 1950 eða fyrr mun þó fá eftsirlaun eftir gömlu reglunum. Líklegt kosningamál 2005 Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra samsteypustjórnar nokk- urra hægri- og miðjuflokka, vill að tekin verði ákvörðun í málinu strax á þessu ári en talsmenn Verka- mannaflokksins vilja meiri tíma til að fjalla um hugmyndirnar. Fram- faraflokkurinn, sem er lengst til hægri og er oft sakaður um lýð- skrum, er ósáttur. „Flokkurinn getur ekki sam- þykkt eftirlaunakerfi sem hækkar hæstu eftirlaunin á kostnað þeirra sem eru með lágar eða miðlungs- tekjur og kerfi sem mun sennilega verða fyrir flesta enn flóknara og illskiljanlegra en það sem nú er við lýði,“ segir fulltrúi flokksins í eft- irlaunanefndinni, Inger Marie Ytt- erhorn. Hugsanlegt er að eftirlaunatil- lögurnar verði aðalefni þingkosn- inganna á næsta ári. Jens Stolten- berg, formaður Verkamannaflokks- ins, segir á vefsíðu flokksins að hann vilji að öllum landsmönnum séu tryggð eftirlaun auk grunnlíf- eyrisins, jafnt opinberum starfs- mönnum sem þeim er starfa hjá einkafyrirtækjum. Ekki náðist samkomulag um þá hugmynd í nefndinni og verði tillögurnar sam- þykktar óbreyttar munu um 900.000 launþegar eftir sem áður vera án samningsbundinna eftir- launaréttinda að grunnlífeyri frá- töldum, segir í frétt Aftenposten. Hörð viðbrögð stéttarfélaga Ein ástæðan fyrir hiki Verka- mannaflokks er vafalaust að fyrstu viðbrögð forseta norska Alþýðu- sambandsins, Gerd Liv Valla, og annarra talsmanna stéttarfélag- anna voru mjög neikvæð. Valla sagði að þeir sem færu verst út úr nýja kerfinu væru fólk með venju- legar launatekjur og þeir sem hyrfu af vinnumarkaði áður en þeir næðu 67 ára aldri. Einnig gagnrýndi hún hart þá tillögu nefndarinnar að lagt yrði af svonefnt AFP-kerfi sem margir láglaunamenn njóta en það tryggir þeim nokkra uppbót á grunnlífeyri og gerir mönnum kleift að fara á eftirlaun fyrir tímann. Minnti Valla á að AFP-fyrirkomu- lagið væri þáttur í samningum aðila vinnumarkaðarins og því yrði ekki tekið með þögninni ef það yrði lagt niður. Fulltrúar opinberra starfsmanna lýstu einnig andstöðu við að dregið yrði úr framlagi opinbera eftir- launakerfisins. Lengst gekk tals- maður kennara sem sagði tillögurn- ar vera „stríðsyfirlýsingu“ gegn launafólki. Ljóst er því að eftirlaunamál verða mikið deiluefni í Noregi næstu árin – nema barneignir taki skyndilega óvæntan kipp og fólk fari af sjálfsdáðum að vinna lengur fram á elliárin. Þá yrði að endur- meta framtíðarspárnar. hendur oregi AP ri standi undir útgjöldum eftirlaunakerfisins. kjon@mbl.is sömu lífeyrisréttindi frá rík- inu er Framfaraflokkurinn. Sumum finnst það góð hug- mynd en okkur hinum finnst að það eigi að vera sam- hengi milli eftirlauna og vinnuframlags á ævinni.“ – Hvað með réttindi þing- manna og ráðherra?“ „Við leggjum til að rétt- indi þeirra verði skert. Fólk sem er með góð réttindi, hvort sem það er í opinberu starfi eða hjá einkafyrir- tæki, þarf að fara yfir sín mál vegna þess að það er svo mikilvægt að almenningur sjái að allir taki á sig nið- urskurð. Þess vegna höfum rft til réttinda ráðherra, þingmanna og réttardómara og lagt til breytingar á annig að eftirlaunin séu ákveðin eftir reglum og eftirlaun allra annarra. sir hópar njóta nú betri eftirlaunarétt- n annað fólk að því leyti að eftirlaun þeirra eru alltaf miðuð við laun viðkomandi stétta. Þingmenn fá t.d. alltaf 66% af gildandi þingmannslaunum í eftirlaun en réttindi annarra taka mið af þróun verðlags og ann- arra hluta. Það er óháð nefnd sem gerir til- lögur um laun þingmanna en að sjálfsögðu er það Stórþingið sem að lokum samþykkir eða hafnar niðurstöðunni.“ – Ekkert úrval tekið út fyrir sviga? „Nei, það viljum við ekki og ég minni á að mikil umræða hefur verið um háar eftir- launagreiðslur til ráðamanna í stórfyrir- tækjum. Þess vegna er mikilvægt að aðrir fari yfir sín mál.“ – Óttastu ekki að ef þingmenn njóta ekki betri eftirlaunakjara en aðrir muni hæft fólk neita að leggja á sig að fara út í stjórnmál heldur reyna fyrir sér í einkafyrirtækjum? „Ég var sjálfur þingmaður. Það að sitja á þingi er í sjálfu sér svo merkilegt og gefandi trúnaðarstarf að ég held að það hafi ekki verið erfitt að fá fólk til að gefa kost á sér. Auk þess fá þingmenn góð eftirlaun, jafnvel þótt reglunum verði breytt og launin eru ekki lengur svo lág,“ sagði Sigbjørn Johnsen. rra og annað fólk sstjóri í ndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.