Morgunblaðið - 21.01.2004, Page 36

Morgunblaðið - 21.01.2004, Page 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stíll stórbrotins per- sónuleika er eins og fjalllendi, eitthvað sem skiptir máli í mannlífs- flórunni, viðmiðun fólks í starfi og leik Þannig persóna var Bogi í Eyjabúð, hæglátur, hnyttinn, meinhæðinn, gagnrýninn, traustur vinur vina sinna og verslunarmaður af Guðs náð. Þegar litlar flugvélar koma inn til lendingar virðast þær koma með miklum hraða en þegar stórar flug- vélar, Concorde og Boeing 747 koma inn til lendingar, virðast þær fljúga ofurhægt. Þannig var fasið hans Boga í Eyjabúð, eins og löngu ára- togin á stærstu áraskipunum, traust, markvisst, óhagganlegt. Fjórir ættliðir í karllegg hafa komið að Eyjabúð, þessari merku og lífseigu verslun á mótum Strandveg- ar og Heiðarvegar í Vestmannaeyj- um. Fyrst Friðfinnur Finnsson kaf- ari, þá Bogi og nú eru þeir á vaktinni Friðfinnur Finnbogason og sonur hans Gunnar, allir með sama stílinn í hnyttni orða þó vissulega sé nokkur stílsmunur að hætti góðra sögu- manna. Í um hálfa öld var Finnbogi Friðfinnsson potturinn og pannan í þessari sérstæðu og persónulegu búð, sem í bland er skipa- og bygg- ingarþjónustuverslun, veiðimanna- verslun, félagsmiðstöð, menningar- miðstöð, ferðaskrifstofa, starfs- miðlunarstöð fyrir sjómenn og málstofa hins daglega lífs þótt gólf- flöturinn í búðinni sé aðeins nokkrir fermetrar fyrir gesti og gangandi. Í þessari búð hefur maður verið tekinn á beinið eins og hver annar ef þurfa þótti og skipti þá engu hvort maður hafði aðeins átt erindi í sakleysi sínu FINNBOGI FRIÐFINNSSON ✝ Finnbogi Frið-finnsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt 21. desember síðastliðins og fór út- för hans fram 27. desember, í kyrrþey að ósk hins látna. til þess að kaupa nokkra nagla. Oft var Bogi klár með heilu ræðurnar um kvótann, efnahagsmálin, trill- urnar og það sem hendi var næst og var þá ekkert að mylja moðið. Hver fékk sitt tæpitungulaust. Það var svo oft gam- an að Boga og hvað hann fór vel með óþol- inmæðina. Ef maður keypti kannski tíu stykki af 4 mm skrúfum, tíu af 5 mm og tíu af 6 þá fannst Boga auðheyri- lega knappt keypt af svo mörgum tegundum og sagði þá gjarnan: „Það er bara verið að hamstra.“ Bogi lét sér fátt um finnast þar sem hégóminn kögraði menn og mál- efni, vék sér heldur til hlés og hélt sínu striki án þess þó að vera nokkuð að abbast. Margar sögur eru til af Boga og tilsvörum hans, oftast kall- aðar Eyjabúðarsögur. Í Eyjum hafa lengi tíðkast gælunöfn, oftast mein- laus en stundum frekar ósnyrtileg orð þótt meiningin sé í sjálfu sér sak- laus. Einu sinni kom mikill ágætis- maður inn í Eyjabúð til Boga og keypti 20 lítra af fúavarnarlegi á girðinguna heima hjá sér. Þessi mað- ur sat hins vegar uppi með gælu- nafnið fótafúni vegna þess að sjúk- dómur í hnjám bjagaði eilítið göngulag hans. Þegar viðskiptavin- urinn gengur út úr Eyjabúð segir Bogi löturhægt: „Jæja, vinur, gangi þér vel í fótabaðinu.“ Þessu innskoti var ekki vel tekið. Bogi var um árabil í kór Landa- kirkju og hringjari með pomp og prakt, en hann var mjög virkur í mörgum góðum og starfssömum fé- lögum í Eyjum og gegndi mörgum trúnaðarstörfum í þeim. Faðir Boga, Friðfinnur var sóknarnefndarfor- maður í Landakirkju lengi vel og Ásta móðir Boga lét ekki sinn hlut eftir liggja. Einu sinni komu þau hjón úr heimsókn til kirkju á Norð- urlandi og rómuðu mjög hina fallegu búninga sem kór kirkjunnar var í við athafnir. Ásta talaði mikið um mik- ilvægi þess að taka þennan sið upp í Landakirkju. Boga fannst líklega svona og svona um hugmyndina og allt í einu tekur hann fram í fyrir mömmu sinni og segir: „Mamma, tókstu nokkuð eftir því í hvernig búning hringjarinn var?“ Einu sinni hringdi maður í Eyja- búð og spurði Boga hvort hann ætti kústsköft ? „Jaaaaá,“ svaraði Bogi á löngu nótunum. „Stingdu þeim upp í,“ sagði sá sem hringdi og bætti við orði sem er ekki birtingarhæft í minningargrein. Bogi haggaðist ekki frekar en fyrri daginn, við rudda- skap þess sem hringdi og svaraði of- ur rólega: „Lengri eða styttri gerð- inni?“ Þegar eldgosið hófst í Heimaey 1973 gekk mikið á fyrstu nóttina en Bogi í Eyjabúð vaknaði ekki þrátt fyrir símhringingar. Þá var björgun- arsveitarbíll sendur heim til Boga og eftir barning á húsið kom Bogi loks hinn rólegasti út á tröppur á nátt- sloppnum. Óðamála sögðu björgun- arsveitarmenn honum að það væri komið gos. „Jæja,“ svaraði Bogi með langinsplæsinu í rómnum, „þið skul- uð bara setja það á tröppurnar.“ Einu sinni kom norðanmaður sem vann í vélsmiðjunni Magna inn í Eyjabúð í önn dagsins. Þessi maður heitir Jón Víkingur og tók síðar upp listamannsnafnið Johnny King og varð sporgöngumaður Hallbjörns kántrýsöngvara. Jón Víkingur hafði áhuga á að skoða verkfærasett í glugga Eyjabúðar og spurði Boga síðan hvort hann gæti ekki fengið keypt fínlegustu verkfærin úr stóra kassanum, hann vantaði ekki annað. Bogi tók þessu hjali ekki vel og svar- aði að bragði: „Nei, það tekur því ekki að selja þetta í stykkjum, það er svo sjaldan sem hér reka inn nefið fornhasajúðar sem vilja kaupa svona í stykkjatali.“ Maður kom inn í Eyjabúð galvask- ur og hátt stemmdur og heilsaði Eyjabúðarfeðgum: „Komið þið sælir, höfðingjar.“ „Sæll höfðingjasleikja,“ svaraði Bogi að bragði og maðurinn rauk út. Einu sinni kom inn í Eyjabúð ein- hentur sjómaður, Kúti, kallaður Kúti einhenti, en hann hafði misst vinstri handlegginn við öxl. Hann keypti slatta af málningu, sökkum og fleiru og um leið og hann gekk út úr Eyja- búð kallaði Bogi: „Kúti minn, þú berð þetta bara með einni hendi, passaðu að ofreyna þig ekki í vinstri handleggnum.“ Daginn áður en Bogi féll frá hitti Ástþór, bróðursonur hans, frænda sinn umvafinn sinni stóisku ró og segir: „Mikið er ég feginn að sjá þig, Bogi minn.“ „Já,“ svaraði Bogi, „ég þyki alveg ómissandi.“ Og það er alveg kórrétt, svona menn eru ómissandi, en sem betur fer kemur maður í manns stað og börnin þeirra Kiddýjar og Boga hafa sýnt að þau falla ekki langt frá eik- inni og lengi er Kiddý búin að vera hið trausta og farsæla ankeri fjöl- skyldunnar við hlið manns síns. Það hefur verið öflugt að eiga vináttu manna eins og Boga í Eyjabúð, því viðmiðunin hefur verið að gera lífið skemmtilegt, gera gott úr hlutunum, góða hluti. Megi góður Guð styrkja og blessa eftirlifandi eiginkonu, börn og barnabörn og aðra ástvini. Megi leiðin fram á við lýsa af minningunni um stórbrotinn persónuleika sem hafði stíl. Árni Johnsen. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sambýlis- manns míns, föður okkar, stjúpföður, sonar okkar, tengdasonar, bróður okkar og mágs, INGVARS ÞÓRS HALLDÓRSSONAR, Miðvangi 16, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til stjórnenda og starfsmanna Hlaðbæ Colas, hjúkrunarfólks og lækna á deild 13-G Landspítala og frábæru hjúkrunarfólki Heimahlynningar. Ragnheiður Jónsdóttir, Tinna, Sunna og Sif Ingvarsdætur, Daníel Örn og Karen Björg Gíslabörn, Inga Steinþóra Ingvadóttir, Már Björgvinsson, Halldór Kristinsson, Hertha María Tómasdóttir, Dagrún og Berglind Másdætur og fjölskyldur, María Richard og Jóna Bára Jónsdætur og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, REBEKKA LÓA LÚTHERSDÓTTIR, áður til heimilis í Sörlaskjóli 90, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 17. janúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þórður Óskarsson, Bryndís Kristinsdóttir, Guðmundur Rúnar Óskarsson, Ólöf Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sigurður Páll Óskarsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vinarhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og systur, GUÐMUNDU (Gógóar) SIGRÍÐAR ÓSKARSDÓTTUR nuddara, Hrísmóum 1, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar LSH í Kópavogi. Ingimar Eydal Lárusson, Eygló Pálsdóttir, Gunnar Magnússon, Jón Örn Pálsson, Elísabet Kjartansdóttir, Sólborg Ingimarsdóttir, Magnús Hafsteinsson, Sigríður Inga Ingimarsdóttir, Valgeir Vilmundarson, Svafar Ingimarsson, Ósk Kristjánsdóttir, Svava Axelsdóttir, Grímur Haraldsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG MARÍA SIGFÚSDÓTTIR frá Stóru-Hvalsá, Hrútafirði, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.30. Gunnbjörn Jónsson, Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir, Ingimar Kristjánsson, Sigfús Brynjar Gunnbjörnsson, Anna Björk Brandsdóttir, Jón Valdimar Gunnbjörnsson, Ragna Jóna Helgadóttir, Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Rósinkar Snævar Ólafsson, Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir, Heimir Lárus Hjartarson, Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson, Elínborg Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AXELS WILHELMS EINARSSONAR, Rauðalæk 14, Reykjavík. Guðrún Erna Jónsdóttir, Guðrún Þórdís Axelsdóttir, Tómas Jónsson, Jón Sturla Axelsson, Einar Rúnar Axelsson, Gunnhildur Manfreðsdóttir, afabörn og langafabörn. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR G. STEPHENSEN, hjúkrunarheimilinu Eir, síðast til heimilis á Snorrabraut 56, Reykjavík. Stefán Pálsson, Guðrún Jónsdóttir, Sesselja Pálsdóttir, Páll Arnór Pálsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Signý Pálsdóttir, Árni Möller, Þórunn Pálsdóttir, Sigþrúður Pálsdóttir, Anna Heiða Pálsdóttir, Hilmar Ævar Hilmarsson, Ívar Pálsson, Gerður Thoroddssen, barnabörn og barnabarnabörn. SÓLVEIG BÁRA STEFÁNSDÓTTIR lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi 31. desember 2003. Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Lágafells- kirkju í Mosfellsbæ 9. janúar sl. Jarðsett var í kirkjugarðinum á Mosfelli. Þökkum samúð og hlýhug. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Guðrún Eyja Erlingsdóttir, Karl Heiðberg Cooper, tengdabörn og afkomendur. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.