Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NORÐMAÐURINN Ole Gunnar Sol- skjær, leikmaður Englandsmeistara Manchester United, gæti þurft að bíða í þrjá mánuði til viðbótar eftir því að komast í slaginn að nýju en sá norski hefur verið frá undanfarna mánuði vegna hnémeiðsla. Jim Sol- bakken umboðsmaður Solskjærs segir meiðslin alvarlegs eðlis og ekki ósvipuð og hentu Alf Inge Håland en hann neyddist til þess að leggja skóna á hilluna fyrir tveimur árum. „Þetta eru mjög alvarleg meiðsli sem Ole er að glíma við og hann verður að sýna þolinmæði. Þessum hnémeiðslum svipar mjög til þeirra sem voru að plaga Håland og ég gæti trúað að það tæki Ole þrjá mán- uði að ná sér alveg af þeim,“ segir Solbakken við norska blaðið Verd- ens Gang. Endurkomu Solskjærs hefur tví- vegis verið slegið á frest. Til stóð að hann spilaði með varaliði United í síðustu viku en hætt var við það á síðustu stundu og þá er ljóst að hann spilar ekki með varaliðinu síðar í vikunni eins og til stóð. Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri United, er hins vegar vongóður um að Norðmaðurinn verði kominn á ferðina fljótlega. „Ole fór aðeins of geyst á æfingu fyrir nokkru og það var ákveðið að hann tæki sér lengri hvíld. Ég von- ast til að hann byrji að æfa síðar í vikunni og vonandi fer hann að spila með okkur fljótlega.“ Alvarleg meiðsli hjá Ole Gunnar Solskjær FÓLK  ÓLAFUR Stígsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn með leik- heimild með Fylki en hann er kominn þangað á ný frá Molde í Noregi. Ólaf- ur getur því leikið með Árbæjarliðinu gegn Víkingi í Reykjavíkurmótinu um næstu helgi en hann missti af fyrsta leik liðsins í mótinu.  FULHAM er nú byrjað að leita eftir eftirmanni Louis Saha og er talið að liðið muni bjóða Tottenham sjö millj. sterlingspunda, af tólf sem liðið fær frá Manchester United fyrir Saha, í Robbie Keane. David Pleat, starfandi knattspyrnustjóri Tottenham, segir að Keane sé ekki til sölu.  FULHAM keypti í gær tvo leik- menn. Ian Pearce kom frá West Ham og fór Andy Melville í staðinn frá Ful- ham til West Ham, sem hluti kaup- verðsins. Þá fékk Fulham til sín bandaríska sóknarmanninn Brian McBride frá Columbus Crew.  BJARNI Guðjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, segir á vef Cov- entry að hann sé ánægður að vera kominn til félagsins, en Bochum hef- ur lánað hann til enska liðsins út tíma- bilið. Bjarni horfði á Coventry vinna stórsigur á Walsall um sl. helgi á úti- velli, 6:1. „Liðið lék mjög vel og ég verð að leggja hart að mér til að vinna mér sæti í því, þar sem það er erfitt að breyta liði eftir svo góðan leik.“  ARSENAL hefur áhuga á að tryggja sér sóknarmanninn Robin van Persie frá Feyenoord og er sagt á vef hollenska liðsins að Van Persie, 20 ára, vonist eftir að hann verði orð- inn leikmaður Arsenal fyrir jan- úarlok. Van Persie hefur leikið 46 leiki fyrir Feyenoord og skorað 13 mörk – þar af 5 í vetur. Feyenoord hefur hafnað tilboði frá Arsenal, en reikar með nýju á næstunni.  ÞÝSKI leikmaðurinn Dietmar Hamann hjá Liverpool, sagði í gær að hann fari á ný til Þýskalands ef Liver- pool bjóði honum ekki nýjan samning fyrir sumarið 2005. Hamann sagði við fjölmiðla í Þýskalandi, að hann myndi ræða fyrst við Liverpool – síðan við þýsk lið, en þar séu Stuttgart og Schalke efst á blaði.  JOHN Toshack, fyrrverandi leik- maður Liverpool og landsliðsmaður Wales, hefur tekið við stjórninni hjá Real Murcia á Spáni, eftir að Joaquin Peiro var látinn taka poka sinn sem þjálfari liðsins á mánudagskvöld. Jes- us Samper, forseti liðsins, segir að kallað hafi verið á Toshack til að reyna bjarga liðinu frá falli í 2. deild, en liðið er á botni 1. deildar með að- eins einn sigur í 20 leikjum.  SÆNSKI leikmaðurinn Henrik Larsson, miðherji Celtic, segist ekki vera á leið til Barcelona. Larsson sagði í gær við sænska blaðið Ex- pressen að hann leggi skóna á hilluna eftir keppnistímabilið og haldi heim til Helsingborgar. Larsson hefur skorað ekki færri en 220 fyrir Celtic síðan hann kom til Parkhead 1997. Tiselj segir að allur undirbúningurlandsliðsins hafi gengið sam- kvæmt áætlun, ekkert hafi farið úr- skeiðis og hann líti því bjartsýnn fram á veginn og til komandi daga í átökum við Ís- lendinga, Ungverja og Tékka. „Vissulega er ekki allt klappað og klárt en ég tel að síðustu dagar fram að keppni nægi okkur til þess að slípa þá vankanta sem sáust í leik okkar gegn Pólverjum síðasta sunnudag,“ segir Tiselj sem undir- strikar að allir leikir Slóvena í riðla- keppninni verði mjög erfiðir, ekkert sé fyrirfram gefið þar sem andstæð- ingarnir hafa allir á að skipa afar góð- um liðum. Hann vill hins vegar lítið gefa út á andstæðinga sína að öðru leyti. „Lykillinn að árangri á EM felst í sterkum varnarleik,“ segir Tiselj. „Á síðustu vikum höfum við leikið fjóra vináttulandsleiki, tvö gegn Makedón- íu og tvo við Pólverja. Í þremur þess- ara leikja hefur varnarleikur okkar verið afbragðsgóður. Í síðari leiknum við Pólverja var vörnin lengst af all- góð en hrundi alveg undir lokin. Þá komu upp atriði sem ég tel að við get- um bætt úr. Takist það hef ég ekki miklar áhyggjur af því að lið mitt standi sig ekki þegar á hólminn verð- ur komið, varnarleikurinn er höfuð- málið og þar tel ég okkur standa vel að vígi,“ segir Tiselj. Leikstjórnandinn Jure Natek og markvörðurinn Miladin Kozlina, sem báðir leika með heimaliðinu hér í Celje, Celje Pivovarna Lasko, eiga í lítilsháttar meiðslum sem Tiselj segir enga ástæðu til að gera of mikið úr, þeir verði eins og hinir leikmennirnir klárir í slaginn þegar á þarf að halda. Enginn er öruggur í C-riðli Íþróttablaðið EKIPA í Slóveníu veltir andstæðingum heimamanna fyrir sér í viðamikilli grein á síðum blaðsins í gær. Þar segir m.a. að margir reikni með að íslenska lands- liðið sé það sterkasta í riðlinum og verði í keppni við heimamenn um efsta sætið, enginn megi þó gleyma Ungverjum sem hafi hreppt fimmta sæti á HM í fyrra og skotið bæði Ís- lendingum og Slóvenum aftur fyrir sig. Þá séu Tékkar á uppleið í hand- knattleiknum á ný eftir nokkurra ára lægð. Ljóst sé að keppnin í C-riðli verði einstaklega hörð og í raun sé engin þjóð örugg um að komast áfram í milliriðla, Slóvenar, Íslendingar, Ungverjar og Tékkar geti allir átt von á því að þurfa að halda heim með „skottið“ milli lappanna eftir helgi. Í umsögn um íslenska landsliðið er tekið fram að það hafi staðið sig afar vel á EM í Svíþjóð og náð fjórða sæti. Þá hafi það tryggt sér ólympíufarseðil til Aþenu á HM í fyrra. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi tekið við þjálfun þess vorið 2001 eftir að það hafi ekki náð sér á strik á EM 2000 í Króatíu og árið eftir á HM. Guðmundur hafi sjálfur leikið með landsliðinu árum saman og eigi að baki 238 landsleiki. Eftir að hann tók við þjálfun landsliðsins hafi árangur þess batnað til muna. Guðmundi hafi tekist að bæta leik liðsins og efla liðs- andann til mikilla muna. Einnig skipti það miklu máli að leikmenn íslenska landsliðsins leiki nær allir utan heimalandsins sem atvinnumenn. Þá er greint frá því að Ólafur Stef- ánsson sé helsta tromp íslenska landsliðsins, hann sé í allra fremstu röð handknattleiksmanna í heimin- um. Sigfús Sigurðsson er einnig nefndur til sögunnar og greint frá því að hann leiki afar þýðingarmikið hlut- verk, jafnt í vörn sem sókn, sterkur maður sem leikur með Magdeburg í Þýskalandi. Róberts Sighvatssonar er einnig getið, svo og hins reynda markvarðar Guðmundar Hrafnkels- sonar og hins sterka leikmanns Pat- reks Jóhannessonar. Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar er sérstaklega getið úr hópi yngri og efnilegri leikmanna. Segir blaðið að Ásgeir hafi vakið gríðarlega athygli með afar góðri frammistöðu á EM 19 ára landsliða síðastliðið sumar í Slóv- akíu þar sem hann hafi leikið eitt meginhlutverkið í keppni þar sem Ís- land hefði staðið uppi sem sigurveg- ari. Fyrir vikið hafi Ásgeir lent undir smásjánni hjá helstu stórliðum Evr- ópu í handknattleik. Hann sé upp- rennandi arftaki Ólafs Stefánssonar í íslenska landsliðinu og kannski á fleiri sviðum handknattleiksins. Slóvenar halda sig fjarri andstæðingunum Slóvenska landsliðið heldur áfram leynilegum undirbúningi sínum fyrir Evrópumeistaramótið, en fram til þessa hefur liðið farið nokkuð leynt við undirbúning sinn. Slóvenar tóku þann kostinn að hafa lið sitt ekki á hóteli í Lasko, 10 km sunnan við Celje, þar sem hinar leikmenn hinna þjóðanna þriggja, Íslendingar, Ung- verjar og Tékkar búa, heldur í öðrum smábæ, Zrece. Sá bær er um 25 km norðan við Celje. Þar æfir liðið í íþróttahúsi bæjarins síðustu þrjá dag- ana áður en það stígur fram á sviðið í íþróttahöllinni í Celje og fimmtudags- kvöld og leikur upphafsleik sinni í keppninni við Íslendinga. Ekkert á raska ró Slóvena á lokasprettinum áð- ur en keppnin hefst og menn eiga ekki að hitta andstæðinga sína fyrr en þeir mætast á handknattleiksvellinum. Með því að æfa í Zrece þá er einnig betur hægt að koma í veg fyrir að „njósnarar“ reki inn nefið á æfingar liðsins sem ætlar sér stóra hluti á Evrópumótinu á eigin heimavelli. Morgunblaðið/Sverrir Landsliðið í handknattleik kom til Celje í Slóveníu í gærkvöldi. Guðmundur Þ. Guðmundsson, Ein- ar Þorvarðarson, Ragnar Óskarsson og Sigfús Sigurðsson eru hér að innrita sig á hótelið. Tone Tiselj, landsliðsþjálfari Slóvena í handknattleik Varnarleikur er lykill að árangri á EM TONE Tiselj, landsliðsþjálfari Slóvena, gefur ekkert upp hvaða leik- mönnum hann hyggst tefla fram á Evrópumeistaramótinu í hand- knattleik fyrr en í kvöld. Þá hyggst hann velja 15 leikmenn og skilja eftir eitt laust sæti, líkt og Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðs- þjálfari Íslendinga. Tiselj hefur verið með 21 leikmann við æfingar síðustu vikur og sagði í viðtali við íþróttablaðið EKIPA í gær að hann vildi halda leikmönnum sínum á tánum fram á síðustu stundu. Eng- inn leikmaður í hinum 21 manns hópi ætti víst sæti í landsliðinu þegar það yrði tilkynnt. Ívar Benediktsson skrifar frá Celje KEVIN Keegan, knatt- spyrnustjóri Manchester City, mun tefla Árna Gauti Arasyni fram í bikarleik liðsins gegn Tottenham á sunnudaginn í Manchester. Árni Gautur mun taka stöðu enska landsliðs- markvarðarins David James, sem getur ekki leikið með City í bikarkeppninni, þar sem hann hefur leikið með West Ham í keppninni. Árni Gautur skrif- aði í sl. viku undir samning við City út keppnistímabilið. Árni Gautur með Man. City gegn Tottenham

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.