Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 26. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stikað með stafi Stafganga er sögð holl og vinsæld- irnar fara vaxandi Daglegt líf 22 Kvikmyndaveisla og nýjasta tíska í Beverly Hills Fólk í fréttum 50 Hættuleg efni um allt Mohammed ElBaradei í viðtali um vopnaeftirlit Erlent 14 TÆKI til iðnaðarnjósna hafa verið not- uð hér á landi og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru fulltrúar íslenskra fyrirtækja varkárir í samskiptum við aðra þegar vernda þarf viðkvæmar upp- lýsingar. Dæmi eru um að hér hafi sést háþróaðir pennar með innbyggðum hlerunarbúnaði, sem gera kleift að hlýða á samtöl í allt að 100 metra fjar- lægð./6 Hlerunarbúnaður leyndist í penna Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf., sem er í eigu Fjárfestingar- félagsins Primusar ehf., sem er í eigu Hannesar Smárasonar, aðstoð- arforstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, og Straumborgar, sem er eignarhaldsfélag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, hefur keypt 38,48% hlut í Flugleiðum. Viðskipt- in voru á genginu 7 en nafnverð bréfanna er 888 milljónir króna. Kaupverðið er því tæpar 6.214 millj- ónir króna og er það greitt með pen- ingum. Í þessum viðskiptum keypti Oddaflug 32,68% hlut Straums fjár- festingarbanka í Flugleiðum, 4% hlut Sjóvár-Almennra og 1,8% hlut Íslandsbanka í Flugleiðum. Áhugi á fleiri fjárfestum Hannes segir að þeir Jón Helgi líti á fjárfestingu sína í Flugleiðum sem langtímafjárfestingu og þeir hafi áhuga á að fá fleiri aðila til þátt- töku í rekstrinum. Hannes og Jón Helgi eru tengdafeðgar. „Kaupin á umræddum hlut nú eru liður í að koma festu á eignar- hald Flugleiða og í framhaldinu verður aðkoma annarra fjárfesta skoðuð. Flugleiðir gegna lykilhlut- verki í flugsamgöngum innanlands sem utan og eru í forystu í uppbygg- ingu ferðaþjónustunnar, einnar mikilvægustu atvinnugreinar lands- ins,“ segir Hannes. Hann segir að þeir Jón Helgi telji afar áhugavert að koma að rekstri Flugleiða sem bjóði upp á spenn- andi tækifæri til aukinnar arðsemi og vaxtar. Verðið á bréfunum, er aðeins yfir lokaverði Flugleiða í Kauphöllinni í gær. Hannes segir að þeir meti það svo að þetta sé eðlilegt verð fyrir bréfin, enda sé um stóran eignar- hlut að ræða. Spurður segir Hannes að of snemmt sé að segja til um aðkomu annarra að Oddaflugi, slíkt verði skoðað síðar. Ekki sé heldur stefnt að yfirtöku á Flugleiðum með þess- um viðskiptum en samkvæmt þeim reglum sem gilda um skráð fyrir- tæki í Kauphöll Íslands myndast yf- irtökuskylda ef einn aðili eða tengd- ir aðilar eignast 40% hlut. Oddaflug mun ekki óska eftir hluthafafundi í Flugleiðum heldur munu þeir taka þátt í breytingum á stjórn á aðalfundi félagsins. Innleystur hagnaður Straums um 1.200 milljónir Þórður Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Straums, segist vera ánægður með söluna á bréfunum í Flugleiðum en félagið eignaðist bréfin í september sl. í skiptum við Burðarás á bréfum í Eimskipafélagi Íslands. Í þeim viðskiptum voru bréf Flugleiða á genginu 5,35 og nam kaupverð þeirra um 3,9 millj- örðum króna. Innleystur hagnaður Straums er því um 1.200 milljónir króna. Oddaflug ehf. eignast 38,48% í Flugleiðum Eigendur Oddaflugs, Hannes Smára- son og Jón Helgi Guðmundsson, keyptu hlutinn á rúma 6,2 milljarða STARFSMENN kjúklingabús í þorpinu Wadeng í Gresik-héraði í Indónesíu fylgj- ast með hvar verið er að brenna dauða kjúklinga. Kjúklingabændur í Indónesíu segja að nú deyi um 150 kjúklingar á dag, í stað 30 við venjulegar aðstæður, en ástæðan er sögð fuglaflensan skæða sem nú breiðist ört út í Asíu. Stjórnvöld í Indónesíu hafa verið sökuð um að leyna því að sjúkdómurinn hefði fyrst greinst í landinu fyrir að minnsta kosti mánuði síðan. Sex manns hafa dáið af völdum flensunnar í Víetnam og sami fjöldi í Taí- landi./2/16 AP Varhugaverð fuglaflensa HALLDÓR Laxness, bandaríska ljóð- skáldið Robert Frost og breski rithöfund- urinn Walter de la Mare voru valdir úr hópi 25 tilnefndra rithöfunda til bók- menntaverðlauna Nóbels árið 1953. Á end- anum taldi sænska akademían þó engan þeirra eiga verðlaunin fyllilega skilið og ákvað að veita Winston Churchill, þáver- andi forsætisráðherra Bretlands, verð- launin. Halldór hlaut verðlaunin svo árið 1955./25 Tóku Churchill fram yfir Halldór GEIMVÍSINDASTOFNUN Bandaríkjanna sendi í gær frá sér fyrstu litmyndirnar sem könnunarfarið Opportunity sendi til jarðar en Opportunity lenti á Mars aðfaranótt sunnu- dags. Benda myndirnar til þess að jarðvegur sé mun dekkri þar sem farið lenti en annars staðar, þar sem geimför hafa lent á Mars. Virðist sem gígurinn, sem farið lenti ofan í, sé 10 metra djúpur og 20 metrar að þvermáli. AP Dekkri jarðvegur en áður hefur sést SENDINEFND bandarískra þingmanna hitti Muammar Gad- dafi Líbýuleiðtoga í Trípólí í gær en fundurinn er til marks um hversu mikil þíða er nú í samskipt- um ríkjanna. Áratugir eru síðan háttsettir embættismenn þjóðanna hafa átt fund saman. Líbýsk stjórnvöld samþykktu í fyrra að greiða ættingjum fórnar- lamba Lockerbie-sprengjutilræð- isins 1988 bætur og í desember til- kynntu þau síðan að þau hefðu ákveðið að segja skilið við allar til- raunir til að þróa gereyðingarvopn. Er þetta ástæða þíðunnar í sam- skiptum Líbýu og Bandaríkjanna. Sögulegur fundur AP Muammar Gaddafi tekur við gjöf frá Curt Weldon, formanni banda- rísku sendinefndarinnar. Trípólí. AP. Golden Globe- verðlaunin afhent EKKI þykir lengur víst að meiri nekt poppsöngkvenna auki sölu á tónlistar- afurðum þeirra. Rannsóknir Terry Petti- john, doktors í félagssálfræði, sýna að áhersla á nekt eigi ekki lengur upp á pallborðið. Neytendur séu ginnkeyptari fyrir listamönnum sem sýni andlegan þroska þegar svartsýni gæti meðal þjóða./52 Nektin ósöluvæn NÝ þriggja flokka stjórn er í burð- arliðnum í Færeyjum og flest bend- ir til að Joannes Eidesgaard, for- maður Jafnaðarflokksins, verði næsti lögmaður Færeyja. Viðræður Jafnaðarflokksins, Fólkaflokksins og Sambandsflokks- ins, sem hafa staðið frá því um helgina, eru sagðar ganga vel. Sjálf- stýriflokkurinn tók upphaflega þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum en dró sig í hlé í gær. Gerði Sjálfstýri- flokkurinn, sem fékk einn mann kjörinn á þing í kosningum í síðustu viku, kröfu um ráðherraembætti í nýrri heimastjórn og á það vildu hinir flokkarnir þrír ekki fallast. Samtals eiga Jafnaðarflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Sam- bandsflokkurinn 21 þingmann af 32 á færeyska lögþinginu; fengu sjö þingmenn hver. Eru leiðtogar flokkanna sammála um að jákvætt sé að ný stjórn njóti svo öruggs þingmeirihluta. Færeyska útvarpið segir að flokkarnir þrír hafi samið um stefnu nýrrar stjórnar í sjálfstæðismálum og greinilegt að þar hafi ekki verið mikill ágreiningur. Enn á eftir að ná saman um ferðamál, landbúnaðar- mál og aðrar atvinnugreinar. Ný stjórn í burðar- liðnum í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.