Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Clifton - Kóbrukossinn
Risaeðlugrín
framhald ...
HVAÐ ERU ÞEIR AÐ GERA?
© DARGAUD
© DARGAUD
STYTTUKEPPNI!
ÞEIR EIGA AÐ BÚA
TIL STYTTU OG
HÚN VERÐUR AÐ
VERA AF FUGLI
TEKUR ÞÚ EKKI ÞÁTT?
J-Ú, JÚ, ÉG FER
AÐ BYRJA
TAKIÐ EFTIR!
3-5 MÍNUTUR
EFTIR!
HVAÐ? ÞÚ NÆRÐ ÞVÍ ALDREI AÐ
KLÁRA Á SVO STUTTUM TÍMA?
ÞAÐ ER EFLAUST BEST AÐ
FARA DRÍFA SIG ...
... ÉG VERÐ
FJÓTUR
EG VERÐ RÉTT AÐ SNYRTA
VERKIÐ AÐEINS SVINDLARI!!
ÞÚ ÁTT AÐ BÚA
TIL FUGL EKKI
STEINGERTEGG!!
ÞÚ KEMST
EKKI UPP MEÐ
ÞETTA!
ÞÚ ER
ÚR LEIK!
JÆJA HVERNIG
LÝST YKKUR Á
ÞETTA!!
HLÆIÐ BARA HERRA! ÉG HELD NÚ
SAMT AÐ ÞAð VÆRI BETRA AÐ BIÐJA
HANN UM HJÁLP! OKKUR TEKST þETTA
ALDREI EINUM!
ÞYKIR ÞAÐ LEITT KÚT-
UR, KANNSKI NÆST! ...
Í ÞETTA SINN ...
... HELD ÉG AÐ
VIÐ SÉUM
KOMNIR!
HVERT FER ÉG NÚ?
UNDIR BRÚNA ...
SVO TIL HÆGRI ...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
VIÐ LIFUM í eyðsluþjóðfélagi. Það
ræður því hver og einn í hvaða for-
gangsröð hann eyðir sínum launum
eða lánum. Fólk sem vinnur fyrir
kaupinu sínu notar það eftir sínum
forsendum.
Það er eðlilegt og sanngjarnt að
þeir sem vinna mikið og efnast á sínu
hugviti eða menntun sem þeir borga
fyrir uppskeri einhver hlunnindi fyr-
ir erfiði sitt, í hverju sem það er fólg-
ið.
Hvert heimili, hversu bágborið
sem það er, reynir að komast af með
jöfnuð í eyðslu – þ.e. ekki hætta að
borga rafmagnið en borga hitareikn-
inginn tíu sinnum, finna hlutfall milli
nauðsynja og óþarfa.
Við það glíma þeir sem lítið hafa.
Ríkisstjórn þessa lands telur sig
hafa lítið.
Það er niðurskurður í gangi.
En viti menn.
Þeir nota ekki þessa einföldu
reglu að jafna aðhaldið á mörgum
sviðum – nema það teljist jöfnuður
að skera niður á spítulum, senda
geðsjúka út á götuna, fólk úr aðgerð-
um heim þótt það hafi engan þar til
aðstoðar, segja upp fólki í þeirri einu
stétt sem kostar það dýrum dómum
að vinna að heill sjúkra og loka deild-
um á spítulum þar sem margir aðilar
og félög hafa borgað fyrir dýr tæki
og heilu deildirnar eru reknar með
tækjakosti frá félögum fólks sem
gefur vinnu sína og peninga þeim
sem minna mega sín.
Það er ekki öllum gefið að leggja
peninga í að mennta sig í að aðstoða
veikt fólk og vinna það starf sem út-
heimtir vinnu á nóttu sem degi – er
krefjandi andlega og kemur raski á
heimilishald viðkomandi.
Þetta fólk vinnur á spítulum þar
sem engin þægindi eru fyrir hendi og
það og sjúklingarnir stríða við
vandamál sem ættu að vera fortíð-
arvandi nýríku kynslóðarinnar, –
húsnæðisþrengsli, eins og á nýrna-
deild Landspítala við Hringbraut
þar sem hjúkrunarfólk þarf að sinna
fólki í blóðskilum við mjög erfiðar
aðstæður vegna þrengsla bæði fyrir
starfsfólk og sjúklinga.
Á meðan er deildum lokað.
Að sjá fárveikt fólk liggja á göng-
um deilda eins og G14 á Landspítala
við Hringbraut er eins og í einhverju
vanþróuðu landi sem við köllum ban-
analýðveldi.
Það er líka spurning hvers vegna
kostar minna að leggja líf ungs
drengs eða telpu í rúst fyrir lífstíð en
að borga ekki skatt eða virðisauka?
Þá eru engin efamál í gangi og há-
ar fjársektir ekkert vandamál.
En líf barna og kvenna er ekki
hátt metið.
Þar erum við enn komin í vanþró-
unarlöndin sem henta svo vel þegar
ekki er um forgangsmenn að ræða.
Ofbeldi gegn konum og börnum
hefur verið þagað í hel í þessu þjóð-
félagi.
Nú á þessari öld tækni, frelsis og
framfara er enn ráðist á þá minni-
máttar.
Og þess vegna spyr ég og vil fá
svör.
Hafa risnupeningar og ferðagleði
þingmanna fengið eitthvert aðhald
eða niðurskurð?
Þurfa þingmenn lýðveldisins að fá
einhver leyfi fyrir utanlandsferðum
sínum, veisluhöldum á kostnað
skattborgara og öðrum gjörningum
sem skattborgarar þessa lands
borga?
Eru allar ferðir þeirra í þágu
þessa þjóðfélags?
Hefur þjóðin samþykkt að stjórn-
málamenn hér flaðri upp um morð-
ingja og borgar fyrir það stórfé í
veisluhöldum og ferðalögum?
Eða dansi stríðsdans með fólki í
öðrum heimsálfum sem við höfum
engin viðskipti við nema senda út
peninga því við viljum sýnast rík?
Hefur verið fækkað í nefndum
sem enginn veit hvað gera og starfs-
hópum sem sömuleiðis virðast ekki
skila sýnilegri vinnu?
Hafa eftirlaun og laun þeirra sem
fá stöður ef þeir komast ekki á þing
verið gerð opinber?
Hversu nytsamir eru þessir menn
og hver er þörfin fyrir stöður sem
búnar eru til klæðskerasaumaðar
fyrir þá?
Vill fólkið í þessu landi fremur
borga fyrir lúxusferðir þessara
hrokagikkja en sjúkt fólk – sig sjálft
jafnvel – og rekstur sjúkrahúsanna í
landinu?
Það geta allir orðið veikir – líka
stjórnmálamenn – en þeir hafa bæði
peninga og vald til að sitja ekki við
sama borð og hinn almenni fátæk-
lingur.
Það að sýna aðhald er þroska-
merki.
Að setja suma meðbræður sína út
á gaddinn er glæpur.
Það ríkir stríð í þessu landi friðar.
Þorp fyrir aldraða utanbæjar.
Það minnir óþægilega á þegar
Flórens, eign tveggja stóreigna-
manna, var að verða að borg og reist
var girðing til að varna vinnulýðnum
að vera í borginni utan vinnutíma.
Þar var líka aðskilnaður valds og
siðgæðis.
Við virðumst aðhyllast þá kenn-
ingu.
Það er vitnað í margt í nágranna-
löndum af stjórnmálamönnum þegar
það hentar.
Það er hins vegar þagað yfir því
sem er ekki eins hagstætt.
Læknisþjónusta hér er ekkert
betri en í öðrum löndum hins sið-
menntaða heims en fer ört niður og
það er ekki starfsfólki spítala að
kenna – heldur stjórnun þingmanna
sem ráðast á garðinn þar sem hann
er lægstur.
Hér á landi eru margir sem hafa
lagt á sig ómælda vinnu og kostn-
aðarsamt nám til að hlynna að veik-
um.
Þessu öllu gefa þeir langt nef sem
nota peningana í eigin þarfir og
sinna nánustu.
Ég vil að allir sem eiga sjúklinga á
spítulum þessa lands sameinist og
sýni í verki álit sitt á þessum glæp-
samlegu vinnubrögðum. Aldraðir og
sjúkir þurfa talsmann á alþingi. Þar
er nú enginn sem virðist hafa áhrif á
þróun sem er öllum til skammar.
ERLA ALEXANDERSDÓTTIR
Brekkubæ 7
110 Reykjavík
Að skera niður
Frá Erlu Alexandersdóttur
snyrtifræðingi: