Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 41 Nafn þýska fræðimannsins Juliu Zer- nack misritaðist í viðtali við Arthúr Björgvin Bollason í blaðinu á sunnu- dag. Er beðist velvirðingar á því. LEIÐRÉTT Ársfundur Viðskipta– og hag- fræðideildar er haldinn í dag, þriðju- daginn 27. janúar kl. 15.30 í Hátíð- arsal háskólans. Yfirskrift fundarins er þekking í alþjóðaþágu. Dagskrá fundarins: Skýrsla Ágústs Ein- arssonar deildarforseta um starfsemi deildarinnar á liðnu ári. Símon Á. Gunnarsson, fyrrum formaður Fé- lags löggiltra endurskoðenda, skýrir frá námsstyrkjasjóði félagsins. Sig- urjón Árnason, bankastjóri Lands- bankans, afhendir verðlaun Lands- bankans og Viðskipta– og hagfræðideildar fyrir bestu við- skiptahugmyndina 2003. Höfundur bókarinnar Hættumörk, Guðmundur Magnússon prófessor, afhendir Páli Skúlasyni háskólarektor fyrsta ein- tak af bókinni. Árni Vilhjálmsson, professor emeritus, afhendir verð- laun til nemanda fyrir hæstu einkunn eftir fyrsta ár. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, flytur hátíð- arræðu. Fundarstjóri er Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Í DAG Hrafnaþing á Hlemmi – fræðslu- erindi Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur á NÍ, flytur er- indi sem hann nefnir „Áhrif beit- arfriðunar á gróðurframvindu á lítt grónum svæðum“ á morgun, mið- vikudaginn 28. janúar, kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykja- vík. Hrafnaþing eru öllum opin, nán- ari upplýsingar um erindið er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.ni.is. Á MORGUN Málþing um viðhorf til jafnrétt- ismála Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræði heldur málþing um við- horf til jafnréttis. Málþingið fer fram föstudaginn 30. janúar kl. 13–15 í há- tíðarsal Háskóla Íslands. Á mál- þinginu verða kynntar niðurstöð- urnar úr könnun sem GALLUP gerði fyrir Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum um viðhorf Íslendinga til jafnréttismála. M.a. var spurt um viðhorf til jafnréttis á vinnumarkaði, skiptingu heimilisstarfa, fæðing- arorlof, vændi o.fl. Irma J. Erlingsdóttir forstöðumaður setur ráðstefnuna. Árni Magnússon, félags -og jafnréttisráðherra flytur ávarp og erindi halda: Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræði, Þorgerður Þorvaldsdóttir, kynja- og sagnfræðingur, Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi og Stefanía Ósk- arsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður nefndar um efnahagsleg völd kvenna, Andrea Ósk Jónsdóttir og Þórunn Hafstað. Fundarstjóri: Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð- ingur. Málþingið er haldið á vegum RIKK í samstarfi við Nefnd um efna- hagsleg völd kvenna, félagsmálaráðu- neytið og Jafnréttisstofu. Skyndihjálparnámskeið hjá RKÍ Rauði kross Íslands, Reykjavík- urdeild, heldur skyndihjálp- arnámskeið fyrir almenning dagana 30. og 31. janúar og 1. febrúar. Kennt verður í húsnæði deildarinnar, Fáka- feni 11, 2. hæð, kl. 19–23. á föstudags- kvöld og kl. 10–14 á laugardag og sunnudag. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meðal þess sem kennt verður er: Aðgerðir á vettvangi, end- urlífgun með hjartahnoði, blásturs- aðferðin, hjálp við bruna, bein- brotum, um blæðingar og sár, umbúðir og sárabindi, eitranir, bit og stungur og fleira. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, þar með talin slys á börnum, og almennar for- varnir. Námskeiðið er 16 kennslu- stundir. Leiðbeinandi er Laufey Giss- urardóttir. Hægt er að fá námskeiðið metið í ýmsum skólum. Skráning og nánari upplýsingar hjá Reykjavík- urdeild Rauða kross Íslands. Á NÆSTUNNI LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga, Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna og fagdeild hjartahjúkrunar- fræðinga hafa sent frá sér yfirlýs- ingar þar sem lýst er þungum áhyggjum af fyrirhuguðum sparn- aðaráformum stjórnvalda og stjórn- ar Landspítala háskólasjúkrahúss. Yfirlýsingar þessara samtaka fara hér á eftir: Yfirlýsing Landssamtaka hjartasjúklinga „Ljóst er að þau áform sem kynnt hafa verið eru stórt skref aftur á bak og ógn við öryggi hjartasjúkl- inga. Ógn við öryggi sjúklinga eyk- ur líkur á dauðsföllum. Sú stað- reynd að fyrirhugað er að færa bráðamóttöku LSH frá Hringbraut yfir í Fossvog um helgar eykur við- bragðstíma í bráðatilvikum. Í bráða- tilvikum þegar er um að ræða kransæðastíflu skilja sekúndur á milli feigs og ófeigs. Íslendingar standa þjóða fremst á þessu sviði. Það er krafa Landssamtakanna að við þeirri stöðu verði ekki hróflað. Hér eru mannslíf mögulega í húfi. Stjórn LSH hefur ekki leyfi til að draga úr þessari þjónustu og þar með að draga úr lífs- og batalíkum sjúklinga. Þessar aðgerðir munu ekki skila sér í sparnaði þegar upp er staðið. Því er ítrekuð sú krafa Landssam- takanna að hætt verði við þessar að- gerðir og jafnt stjórnmálamenn sem stjórnendur sjúkrahússins taki ábyrga afstöðu og tryggi skattgreið- endum þessa lands, það sem þeim ber. Nú eru 260 manns á biðlistum eftir hjartaþræðingu og skyldum aðgerðum. Fjórir til fimm einstak- lingar veikjast af hjartasjúkdómum á hverjum sólarhring. Þessi hætta er yfirvofandi og hún alvarleg alla daga ársins.“ Ályktun fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga „Á bráðamóttöku LSH við Hring- braut er sérhæfð móttaka fyrir hjartasjúklinga. Uppbygging þeirr- ar móttöku hófst í kjölfar samein- ingar stóru sjúkrahúsanna í Reykja- vík. Þessi sérhæfða bráðamóttaka er lífæð hjartasjúklinga hér á landi. Bráðir hjartasjúkdómar eru lífsógn- andi ástand og öllu máli skiptir að meðferð geti hafist tafarlaust. Það skiptir sköpum fyrir bráð- veika hjartasjúklinga að geta komið beint inn á bráðamóttöku við Hring- braut, í hendur sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga og fá greiningu og meðferð sem fyrst. Því fyrr sem meðferð hefst því minni líkur verða á alvarlegri skemmd í hjartavöðva og þar með er dregið úr líkum á alvarlegum fylgikvillum. Skjót og örugg meðferð getur gjörbreytt batahorfum hjartasjúkl- inga og fækkað legudögum. Lokun bráðamóttöku LSH við Hringbraut um helgar frá kl.16.00 á föstudegi til kl. 8.00 á mánudegi er ábyrgðarlaus ákvörðun, byggð á vanþekkingu. Slík vinnubrögð eru með öllu óviðunandi.“ Yfirlýsing frá stjórn Hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna „Stjórn Hjartasjúkdómafélags ís- lenskra lækna lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar helgarlokunar bráðamóttökunnar við Hringbraut. Til stendur að beina hjartasjúklingum á slysadeild LSH í Fossvogi um helgar. Óttumst við að þetta muni leiða til verulegrar skertrar þjónustu við skjólstæðinga deildarinnar sér í lagi þeirra sem hafa bráð hjartavandamál. Jafn- framt teljum við að öryggi sjúklinga með bráða kransæðastíflu sé stefnt í hættu með þessari ákvörðun. Á undanförnum árum hefur verið að þróast við Hringbraut sérhæfð móttaka fyrir sjúklinga með brjóst- verki. Við þetta hefur myndast öflug sérþekking á hjartavandamálum meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða deildarinnar. Mikil sam- vinna er milli bráðamóttöku og hjartaþræðingarstofu varðandi sjúklinga sem koma inn með bráða kransæðastíflu. Hefur tekist að ná verulega góðum árangri við að stytta tímann frá því að sjúklingar koma á bráðamóttöku þangað til að þeir eru komnir inn á þræðinga- stofu. Þegar best lætur hefur þessi tími verið undir 10 mínútum og er hæpið að það sé hægt að gera betur í þeim efnum. Sjúklingar með bráða kransæða- stíflu þurfa tafarlausa meðferð til að opna þá æð sem hefur stíflast. Þeg- ar hjartavöðvi líður súrefnisskort, eins og gerist við kransæðastíflu, skiptir tíminn þar til meðferð er veitt höfuðmáli. Kjörmeðferð við bráðri kransæðastíflu er bráð kransæðavíkkun. Töf á þeirri með- ferð getur leitt til lífshættulegra fylgikvilla. Bráða kransæðavíkkun er eingöngu hægt að framkvæma á Hringbraut. Augljóst er að dýrmæt- ur tími mun tapast í meðferð þessa sjúklinga við flutning úr Fossvogi niður á þræðingastofu á Hring- braut. Óttumst við jafnframt að sú sér- hæfing sem hefur þróast við mót- töku sjúklinga með hjartavandamál á Hringbraut muni tapast með helg- arlokun deildarinnar. Teljum við lík- legt að erfiðara verði að manna deildina af starfsfólki ef af helgar- lokuninni verður. Það væri að okkar mati mjög slæmt ef sú markvissa uppbygging sem hefur átt sér stað í meðferð bráðra hjartasjúkdóma við LSH á undanförnum árum yrði ekki að fullu nýtt áfram. Stjórn Hjartasjúkdómafélags ís- lenskra lækna skorar á fram- kvæmdastjórn LSH að leita leiða til að tryggja að bráðamóttaka LSH við Hringbraut starfi áfram í óbreyttri mynd. Það er að okkar mati geysilega mikilvægt að starf- andi sé bráðamóttaka undir sama þaki og miðstöð hjartalækninga fyr- ir landið. Lokun bráðamóttökunnar mun leiða til mikillar skerðingar á þjónustu við þennan sjúklingahóp og gæti stefnt öryggi sjúklinga með bráða kransæðastíflu í hættu. Það viljum við ekki að gerist.“ Áhyggjur af lokun bráðamót- töku LSH við Hringbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.