Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 41
Nafn þýska fræðimannsins Juliu Zer-
nack misritaðist í viðtali við Arthúr
Björgvin Bollason í blaðinu á sunnu-
dag. Er beðist velvirðingar á því.
LEIÐRÉTT
Ársfundur Viðskipta– og hag-
fræðideildar er haldinn í dag, þriðju-
daginn 27. janúar kl. 15.30 í Hátíð-
arsal háskólans. Yfirskrift fundarins
er þekking í alþjóðaþágu. Dagskrá
fundarins: Skýrsla Ágústs Ein-
arssonar deildarforseta um starfsemi
deildarinnar á liðnu ári. Símon Á.
Gunnarsson, fyrrum formaður Fé-
lags löggiltra endurskoðenda, skýrir
frá námsstyrkjasjóði félagsins. Sig-
urjón Árnason, bankastjóri Lands-
bankans, afhendir verðlaun Lands-
bankans og Viðskipta– og
hagfræðideildar fyrir bestu við-
skiptahugmyndina 2003. Höfundur
bókarinnar Hættumörk, Guðmundur
Magnússon prófessor, afhendir Páli
Skúlasyni háskólarektor fyrsta ein-
tak af bókinni. Árni Vilhjálmsson,
professor emeritus, afhendir verð-
laun til nemanda fyrir hæstu einkunn
eftir fyrsta ár. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra, flytur hátíð-
arræðu. Fundarstjóri er Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Símans.
Í DAG
Hrafnaþing á Hlemmi – fræðslu-
erindi Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands. Sigurður H. Magnússon,
gróðurvistfræðingur á NÍ, flytur er-
indi sem hann nefnir „Áhrif beit-
arfriðunar á gróðurframvindu á lítt
grónum svæðum“ á morgun, mið-
vikudaginn 28. janúar, kl. 12.15, í sal
Möguleikhússins á Hlemmi, Reykja-
vík. Hrafnaþing eru öllum opin, nán-
ari upplýsingar um erindið er að
finna á heimasíðu stofnunarinnar
www.ni.is.
Á MORGUN
Málþing um viðhorf til jafnrétt-
ismála Rannsóknastofa í kvenna- og
kynjafræði heldur málþing um við-
horf til jafnréttis. Málþingið fer fram
föstudaginn 30. janúar kl. 13–15 í há-
tíðarsal Háskóla Íslands. Á mál-
þinginu verða kynntar niðurstöð-
urnar úr könnun sem GALLUP gerði
fyrir Rannsóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum um viðhorf Íslendinga
til jafnréttismála. M.a. var spurt um
viðhorf til jafnréttis á vinnumarkaði,
skiptingu heimilisstarfa, fæðing-
arorlof, vændi o.fl.
Irma J. Erlingsdóttir forstöðumaður
setur ráðstefnuna. Árni Magnússon,
félags -og jafnréttisráðherra flytur
ávarp og erindi halda: Þorgerður
Einarsdóttir, lektor í kynjafræði,
Þorgerður Þorvaldsdóttir, kynja- og
sagnfræðingur, Hildur Jónsdóttir
jafnréttisráðgjafi og Stefanía Ósk-
arsdóttir, stjórnmálafræðingur og
formaður nefndar um efnahagsleg
völd kvenna, Andrea Ósk Jónsdóttir
og Þórunn Hafstað. Fundarstjóri:
Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð-
ingur. Málþingið er haldið á vegum
RIKK í samstarfi við Nefnd um efna-
hagsleg völd kvenna, félagsmálaráðu-
neytið og Jafnréttisstofu.
Skyndihjálparnámskeið hjá RKÍ
Rauði kross Íslands, Reykjavík-
urdeild, heldur skyndihjálp-
arnámskeið fyrir almenning dagana
30. og 31. janúar og 1. febrúar. Kennt
verður í húsnæði deildarinnar, Fáka-
feni 11, 2. hæð, kl. 19–23. á föstudags-
kvöld og kl. 10–14 á laugardag og
sunnudag. Þátttaka er heimil öllum
15 ára og eldri. Meðal þess sem kennt
verður er: Aðgerðir á vettvangi, end-
urlífgun með hjartahnoði, blásturs-
aðferðin, hjálp við bruna, bein-
brotum, um blæðingar og sár,
umbúðir og sárabindi, eitranir, bit og
stungur og fleira. Einnig verður
fjallað um helstu heimaslys, þar með
talin slys á börnum, og almennar for-
varnir. Námskeiðið er 16 kennslu-
stundir. Leiðbeinandi er Laufey Giss-
urardóttir. Hægt er að fá námskeiðið
metið í ýmsum skólum. Skráning og
nánari upplýsingar hjá Reykjavík-
urdeild Rauða kross Íslands.
Á NÆSTUNNI
LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga,
Hjartasjúkdómafélag íslenskra
lækna og fagdeild hjartahjúkrunar-
fræðinga hafa sent frá sér yfirlýs-
ingar þar sem lýst er þungum
áhyggjum af fyrirhuguðum sparn-
aðaráformum stjórnvalda og stjórn-
ar Landspítala háskólasjúkrahúss.
Yfirlýsingar þessara samtaka fara
hér á eftir:
Yfirlýsing Landssamtaka
hjartasjúklinga
„Ljóst er að þau áform sem kynnt
hafa verið eru stórt skref aftur á
bak og ógn við öryggi hjartasjúkl-
inga. Ógn við öryggi sjúklinga eyk-
ur líkur á dauðsföllum. Sú stað-
reynd að fyrirhugað er að færa
bráðamóttöku LSH frá Hringbraut
yfir í Fossvog um helgar eykur við-
bragðstíma í bráðatilvikum. Í bráða-
tilvikum þegar er um að ræða
kransæðastíflu skilja sekúndur á
milli feigs og ófeigs. Íslendingar
standa þjóða fremst á þessu sviði.
Það er krafa Landssamtakanna að
við þeirri stöðu verði ekki hróflað.
Hér eru mannslíf mögulega í húfi.
Stjórn LSH hefur ekki leyfi til að
draga úr þessari þjónustu og þar
með að draga úr lífs- og batalíkum
sjúklinga.
Þessar aðgerðir munu ekki skila
sér í sparnaði þegar upp er staðið.
Því er ítrekuð sú krafa Landssam-
takanna að hætt verði við þessar að-
gerðir og jafnt stjórnmálamenn sem
stjórnendur sjúkrahússins taki
ábyrga afstöðu og tryggi skattgreið-
endum þessa lands, það sem þeim
ber. Nú eru 260 manns á biðlistum
eftir hjartaþræðingu og skyldum
aðgerðum. Fjórir til fimm einstak-
lingar veikjast af hjartasjúkdómum
á hverjum sólarhring. Þessi hætta
er yfirvofandi og hún alvarleg alla
daga ársins.“
Ályktun fagdeildar
hjartahjúkrunarfræðinga
„Á bráðamóttöku LSH við Hring-
braut er sérhæfð móttaka fyrir
hjartasjúklinga. Uppbygging þeirr-
ar móttöku hófst í kjölfar samein-
ingar stóru sjúkrahúsanna í Reykja-
vík.
Þessi sérhæfða bráðamóttaka er
lífæð hjartasjúklinga hér á landi.
Bráðir hjartasjúkdómar eru lífsógn-
andi ástand og öllu máli skiptir að
meðferð geti hafist tafarlaust.
Það skiptir sköpum fyrir bráð-
veika hjartasjúklinga að geta komið
beint inn á bráðamóttöku við Hring-
braut, í hendur sérhæfðra lækna og
hjúkrunarfræðinga og fá greiningu
og meðferð sem fyrst.
Því fyrr sem meðferð hefst því
minni líkur verða á alvarlegri
skemmd í hjartavöðva og þar með
er dregið úr líkum á alvarlegum
fylgikvillum.
Skjót og örugg meðferð getur
gjörbreytt batahorfum hjartasjúkl-
inga og fækkað legudögum.
Lokun bráðamóttöku LSH við
Hringbraut um helgar frá kl.16.00 á
föstudegi til kl. 8.00 á mánudegi er
ábyrgðarlaus ákvörðun, byggð á
vanþekkingu. Slík vinnubrögð eru
með öllu óviðunandi.“
Yfirlýsing frá stjórn
Hjartasjúkdómafélags
íslenskra lækna
„Stjórn Hjartasjúkdómafélags ís-
lenskra lækna lýsir yfir verulegum
áhyggjum vegna fyrirhugaðrar
helgarlokunar bráðamóttökunnar
við Hringbraut. Til stendur að beina
hjartasjúklingum á slysadeild LSH í
Fossvogi um helgar. Óttumst við að
þetta muni leiða til verulegrar
skertrar þjónustu við skjólstæðinga
deildarinnar sér í lagi þeirra sem
hafa bráð hjartavandamál. Jafn-
framt teljum við að öryggi sjúklinga
með bráða kransæðastíflu sé stefnt í
hættu með þessari ákvörðun.
Á undanförnum árum hefur verið
að þróast við Hringbraut sérhæfð
móttaka fyrir sjúklinga með brjóst-
verki. Við þetta hefur myndast öflug
sérþekking á hjartavandamálum
meðal hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða deildarinnar. Mikil sam-
vinna er milli bráðamóttöku og
hjartaþræðingarstofu varðandi
sjúklinga sem koma inn með bráða
kransæðastíflu. Hefur tekist að ná
verulega góðum árangri við að
stytta tímann frá því að sjúklingar
koma á bráðamóttöku þangað til að
þeir eru komnir inn á þræðinga-
stofu. Þegar best lætur hefur þessi
tími verið undir 10 mínútum og er
hæpið að það sé hægt að gera betur
í þeim efnum.
Sjúklingar með bráða kransæða-
stíflu þurfa tafarlausa meðferð til að
opna þá æð sem hefur stíflast. Þeg-
ar hjartavöðvi líður súrefnisskort,
eins og gerist við kransæðastíflu,
skiptir tíminn þar til meðferð er
veitt höfuðmáli. Kjörmeðferð við
bráðri kransæðastíflu er bráð
kransæðavíkkun. Töf á þeirri með-
ferð getur leitt til lífshættulegra
fylgikvilla. Bráða kransæðavíkkun
er eingöngu hægt að framkvæma á
Hringbraut. Augljóst er að dýrmæt-
ur tími mun tapast í meðferð þessa
sjúklinga við flutning úr Fossvogi
niður á þræðingastofu á Hring-
braut.
Óttumst við jafnframt að sú sér-
hæfing sem hefur þróast við mót-
töku sjúklinga með hjartavandamál
á Hringbraut muni tapast með helg-
arlokun deildarinnar. Teljum við lík-
legt að erfiðara verði að manna
deildina af starfsfólki ef af helgar-
lokuninni verður. Það væri að okkar
mati mjög slæmt ef sú markvissa
uppbygging sem hefur átt sér stað í
meðferð bráðra hjartasjúkdóma við
LSH á undanförnum árum yrði ekki
að fullu nýtt áfram.
Stjórn Hjartasjúkdómafélags ís-
lenskra lækna skorar á fram-
kvæmdastjórn LSH að leita leiða til
að tryggja að bráðamóttaka LSH
við Hringbraut starfi áfram í
óbreyttri mynd. Það er að okkar
mati geysilega mikilvægt að starf-
andi sé bráðamóttaka undir sama
þaki og miðstöð hjartalækninga fyr-
ir landið. Lokun bráðamóttökunnar
mun leiða til mikillar skerðingar á
þjónustu við þennan sjúklingahóp
og gæti stefnt öryggi sjúklinga með
bráða kransæðastíflu í hættu. Það
viljum við ekki að gerist.“
Áhyggjur af lokun bráðamót-
töku LSH við Hringbraut