Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Telur þú raunverulega alvarlega hættu á því að hryðjuverkamenn komist yfir gereyðingarvopn? Ég get aðeins tjáð mig um kjarn- orkuþáttinn. Það er hlutverk ein- stakra ríkja að tryggja öryggi kjarnorku- og geislavirkra efna. Hvað varðar kjarnorkuvopn þá er það sem betur fer þannig að ýtrasta öryggis er gætt við meðferð þeirra og varðveislu. Við höfum frá því fyrir hryðju- verkin 11. september 2001 reynt að vekja athygli umheimsins á hætt- unni sem stafar af því að hryðju- verkamenn eða aðrir illvirkjar kynnu að reyna að nota geislavirk efni. IAEA hefur komið á fót sér- stökum Kjarnorkuöryggissjóði (NSF) í því skyni að bæta varnir vegna geymslu kjarnorkuefna og í kjarnorkuverum, styrkja reglur sem gilda um þessi mál í einstökum ríkjum, leggja mat á hvað vanti upp á varnir í kjarnorkuverum og hjálpa ríkjum að undirbúa neyðarviðbún- aðaráætlanir. Menn hafa lengi haldið því fram að vopna og efna sem nota mætti til að búa til kjarnorkusprengju eða svokallaða „skítuga sprengju“ væri ekki nægilega vel gætt í fyrrum Sovétríkjunum. Ertu sammála staðhæfingum í þessa veru? Hér er um alheimsvandamál að ræða og það einskorðast ekki við eitt ríki eða einhvern hóp ríkja. Þau geislavirku efni sem þarf til að búa til „skítuga sprengju“ má finna í næstum öllum ríkjum heimsins og í meira en 100 ríkj- um kann eftirlit að vera með þeim hætti að menn myndu ekki geta komið í veg fyrir að þessum efnum væri rænt, hugsanlega myndu þeir ekki einu sinni vita af því að þeim hefði verið rænt. Ég hef bent á að þó að uppsprettur geislavirkra efna séu óteljandi þá eru að- eins fáar þeirra þess eðlis að umtalsverð hætta stafi af þeim. Það eru þessar öflugu uppsprettur sem verður að fylgjast vel með [...]. Í þessu sambandi ber þó að hafa í huga að geislavirkar uppsprettur hafa verið not- aðar um áratugaskeið mannkyninu til góða – til að greina og lækna sjúkdóma, til að hafa eftirlit með olíu- brunnum og vatnsleiðni í jarðvegi, til að geisla mat- væli í því skyni að útrýma örverum og til ýmissa ann- arra hluta. Hversu mjög kom það þér í opna skjöldu þegar Líb- ýustjórn ákvað að segja skilið við allar tilraunir til að þróa gereyðingarvopn? Við vissum ekki af ákvörðuninni fyrr en hún var til- kynnt opinberlega. Og þó að við hefðum gjarnan viljað hafa vitað af þessu fyrirfram þá skiptir mestu máli að Líbýumenn hafa stigið jákvætt skref í þá átt að heims- hlutinn verði án allra gereyðingarvopna. Eftirlits- menn okkar vinna nú að því hörðum höndum að tryggja að skýrt sé frá öllum þáttum er víkja að kjarn- orkuáætlunum Líbýu og að því að tryggja að engin slys geti orðið. Líbýa hefur nú heitið fullu samstarfi við eftirlitsmenn IAEA. IAEA er ekki á höttunum eftir því að vera falið ann- að og meira hlutverk í Líbýu. Okkar skyldur liggja fyrir í Samningnum um bann við útbreiðslu kjarna- vopna (NPT) og allir hlutaðeigandi skilja hvert okkar hlutverk er, þ.m.t. Bretar og Bandaríkjamenn. Íranar hafa einnig ákveðið að eiga samstarf við IA- EA. Hversu ánægjuleg var sú ákvörðun þeirra og hafa þeir í reynd látið verkin tala í þeim efnum? Um nokkurra mánaða skeið sýndu Íranar ekki mik- inn vilja til að eiga við okkur virkt samstarf. Í október 2003 virtust þeir hins vegar ákveða að snúa við blaðinu en þá létu þeir okkur í té skýrslu sem þeir full- vissuðu okkur um að innihéldi allar upplýsingar um aðgerðir þeirra á þessu sviði. Hinn 18. desember 2003 skrifuðum við Salehi, sendiherra Írans, undir viðauka við fyrirliggjandi NPT-samning en þar með hafa eftirlitsmenn IAEA aukinn rétt til að grennslast fyrir um þróun kjarnorkuáætlana Írana. Íranar hafa lýst því yfir að þeir hagi sér fyllilega í samræmi við ákvæði viðaukans, jafnvel þó að hann hafi ekki enn formlega tekið gildi. Írönsk stjórnvöld hafa skuld- bundið sig til að sjá til þess að allt verði uppi á borðinu framvegis og þau hafa einnig ákveðið, í því skyni að byggja upp trúnaðartraust, að stíga það mikilvæga skref að hætta tilraunum til að auðga og end- urnýta hættuleg efni og jafnframt að IAEA staðfesti að þessi loforð séu haldin. Allt eru þetta jákvæð skref sem ég vona eindregið að verði fylgt eftir og enn frekari skref tekin í rétta átt. Norður-Kóreumenn leyfðu nýverið bandarískri sendi- nefnd að skoða kjarnorkuver sín. Eru tengsl á milli árásarinnar á Írak og þess að þjóðir, sem Banda- ríkjamenn hafa talið til svokallaðs „öxuls hins illa“, sýna nú aukinn samstarfsvilja? Ég er afar vongóður um að sáttaumleitanir er sex ríki koma að gefi af sér ávöxt og að þetta frumkvæði stjórnvalda í Norður-Kóreu sé til marks um að pólitísk- ar viðræður séu að skila tilsettum árangri. Við erum vongóðir um að þessi vilji til að leyfa utanaðkomandi að- ilum að skoða stöðvarnar sé vísbending um að í bígerð sé að hefja aftur samstarf við IAEA og heimila eftirlit á vegum IAEA í landinu. Friðsamleg niðurstaða sem fel- ur í sér eftirlit af hálfu IAEA væri jákvætt framlag til friðar og öryggis í heimshlutanum. Er eitthvert samræmi í því að krefjast þess að sumar þjóðir, eins og Íran og Norður-Kórea, hætti tilraunum til að framleiða gereyðingarvopn á meðan Ísrael fær að halda sínum? Ég hef ítrekað sagt að til lengri tíma litið sé ekki hægt að búa við þær aðstæður að sumum þjóðum leyfist að eiga kjarnorkuvopn á meðan öðrum leyfist það ekki. Þetta ósamræmi, þessi ósamkvæmni, tryggir að sum ríki telja sig hafa ástæðu til að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af þessari stöðu í þeim heimshluta þar sem hvað mestur órói ríkir, þ.e. í Mið-Austurlöndum. Af hverju átti Saddam Hussein einfaldlega ekki fullt samstarf við vopnaeftirlitsmenn og gerði hreint fyrir sínum dyrum ef hann réð í reynd ekki yfir neinum gereyðingarvopnum? Ég veit ekki hvenær við munum verða fær um að svara til hlítar þeim mörgu spurningum sem enn er ósvarað varðandi meinta gereyðingarvopnaeign Íraka og hvað vakti fyrir Saddam Hussein. Á árunum 1991 og 1997 flettu erindrekar IAEA ofan af og gerðu óvirkar kjarnorkuvopnaáætlanir Íraka. Og þegar eftirlitsmenn okkar fóru frá Írak í mars 2003 var samstarfsvilji Íraka viðunandi og við vorum ekki búin að finna neinar vís- bendingar um að þeir hefðu gert kjarnorkuvopnaáætl- anir sínar virkar á ný. Spurt og svarað | Mohammed ElBaradei Hættuleg efni finnast næstum alls staðar Dr. Mohammed ElBaradei er framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA). ElBaradei hefur verið tíður gestur í frétta- tímum undanfarna mánuði, einkum í tengslum við deilur um vopnaeft- irlit í Írak og kjarnorkuáætlanir Írana og Norður-Kóreu. ElBaradei svaraði nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. Dr. Mohammed ElBaradei ’ [...] ekki [er] hægtað búa við þær að- stæður í heiminum að sumum þjóðum leyfist að eiga kjarn- orkuvopn á meðan öðrum leyfist það ekki. ‘ Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is Þorrinn er hafinn hjá okkur Úrvals hefðbundinn þorramatur ásamt súrum hval og skötustöppu Sendum hvert á land sem er Gerum tilboð í veisluna ykkar Verslunin Svalbarði Framnesvegi 44, Reykjavík, sími 551 2783 Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, sími 564 2783 Verkun, sími 562 2738 Netfang: svalbardi@isl.is TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og aðrir frammámenn í Verka- mannaflokknum kepptust við það í gær að tryggja nægan stuðning með- al þingmanna flokksins við frumvarp um stóraukin skólagjöld í háskólum. Verða greidd um það atkvæði á þingi í dag og á morgun mun Hutton- nefndin leggja fram skýrslu sína um dauða vísindamannsins Davids Kel- lys. Verður þessi vika líklega ein sú erfiðasta á ferli Blairs. Ósigur í atkvæðagreiðslunni í dag yrði mikið áfall og auðmýking fyrir Blair. Verkamannaflokkurinn hefur 161 sætis meirihluta á þingi en alls hafa 155 þingmenn flokksins undir- ritað ályktun gegn hækkun skóla- gjaldanna. Þingmenn Íhaldsflokksins og frjálslyndra demókrata ætla að greiða atkvæði gegn henni og geri 81 þingmaður Verkamannaflokksins það einnig, er tillagan fallin. Má þá búast við vantrauststillögu um stjórn Blairs, jafnvel strax á fimmtudag. Greidd að námi loknu Gordon Brown fjármálaráðherra og helsti keppinautur Blairs innan flokksins að margra mati, spáði því í gær, að tillagan yrði samþykkt og að- spurður um framtíð Blairs, kvaðst hann viss um, að hann myndi leiða flokkinn í næstu kosningunum. Lík- legt er að þær verði á fyrra helmingi næsta árs. Verði tillagan um hækkun skóla- gjalda í háskólum samþykkt mun hún taka gildi á árinu 2006 og verður síð- an endurskoðuð 2009. Samkvæmt henni verða háskólanemar í Englandi og Wales að greiða 3.000 pund, um 378.000 ísl. kr., á ári í skólagjöld eða um þrisvar sinnum meira en þeir gera nú. Þessa upphæð þurfa þeir þó ekki að greiða fyrr en þeir hafa lokið námi og fengið vinnu og verði eitt- hvað útistandandi að 25 árum liðnum, fellur það niður. Nú verða háskóla- nemar að reiða gjöldin af hendi strax í upphafi skólaárs. Gagnrýnendur tillögunnar segja, að með þessu fyrirkomulagi muni fólk útskrifast úr háskólum skuldun- um vafið auk þess sem hún muni draga úr aðsókn fátækra námsmanna að háskólunum. Þessi fyrirhugaða breyting nær ekki til Skotlands, sem er með sitt eigið menntakerfi. Hutton-skýrslan Brian Hutton lávarður mun skýra frá niðurstöðum rannsóknarinnar á dauða Kellys á hádegi á morgun og verður skýrslan sjálf birt að því loknu. Að því búnu mun Blair gefa yf- irlýsingu um málið í neðri deild þingsins. Örlagarík vika fyrir Tony Blair Atkvæði greidd um skólagjöld London. AFP. Reuters Tony Blair kemur út af skrifstofu sinni í Downingstræti 10 í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.