Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR
44 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen-
al, segist hafa hafnað boði frá Real
Madrid í fyrra og í staðinn hafi hann
ákveðið að framlengja samning sinn
við Lundúnaliðið. „Ég er mjög stolt-
ur yfir þeirri ákvörðun sem ég tók.
Mér og fjölskyldu minni líður ákaf-
lega vel þar sem við erum og þó svo
að tilboðið hjá Real Madrid hafi falið
í sér betri laun þá fannst mér það
ekki breyta neinu,“ segir Vieira.
SIR Alex Ferguson, stjóri Man-
chester United, heldur í vonina um
að halda Nicky Butt hjá félaginu þó
svo að leikmaðurinn hafi fyrir
nokkru óskað eftir því að verða sett-
ur á sölulista. Birmingham ku vera
reiðubúið að punga út 5 milljónum
punda fyrir enska landsliðsmanninn
og þá hafa Tottenham og Everton
sýnt áhuga á að fá hann í sínar raðir.
JIMMY Floyd Hasselbaink gæti
átt yfir höfði sér kæru vegna atviks
sem átti sér stað í leik Chelsea og
Scarborough í bikarkeppninni um
helgina. Sjónvarpsmyndir sýna að
Hasselbaink danglar með olnbogan-
um í höfuð Mark Hotte en atvikið
fór framhjá dómara leiksins. Aga-
nefnd enska knattspyrnusambands-
ins mun væntanlega skoða atvikið
og taka í framhaldinu ákvörðun um
hvort lögð verði fram kæra á Hol-
lendinginn.
ÁSTRALINN Mark Philippoussis
er úr leik á Opna ástralska meist-
aramótinu í tennis en hann var í 10.
sæti styrkleikalista mótsins. Hann
tapaði fyrir Hicham Arazi frá Mar-
okkó í þremur settum, 6:2, 6:2 og
6:4. Leikurinn stóð aðeins yfir í 1
tíma og 44 mínútur og er Arazi
kominn í fjórðungsúrslit mótsins
þar sem hann mætir Juan Carlos
Ferrero frá Spáni. Ferrero vann
Andrei Pavel í fjórum settum, 6:4,
3:6, 6:3 og 6:2.
BRASILÍUMENN verða ekki á
meðal þeirra sem keppa í knatt-
spyrnu karlaliða á Ólympíuleikun-
um í Aþenu í sumar. Liðið náði ekki
að komast í gegnum undankeppnina
í S-Ameríku. Paragvæ og Argent-
ína verða fulltrúar S-Ameríku að
þessu sinni en Brasilía hefur aldrei
unnið gull á Ólympíuleikunum. Í
fyrrinótt tapaði Brasilía með einu
marki gegn engu fyrir Paragvæ en
jafntefli hefði dugað Brasilíu til þess
að komast áfram.
EMMANUEL Petit, 33 ára, segir
við enska dagblaðið London Even-
ing Standard að hann hafi áhuga á
því að ljúka ferli sínum með enska
liðinu Chelsea.
PETIT hefur verið frá keppni
undanfarna fjóra mánuði en hann
lék sinn fyrsta leik með Chelsea eft-
ir langt hlé gegn Scarborough sl.
laugardag. Petit meiddist á hné
hinn 27. september og fór hann í að-
gerð skömmu síðar. Fjölmiðlar hafa
greint frá því að Petit muni ljúka
ferli sínum með París SG.
FÓLK
SÁ sorglegi atburður átti sér stað í leik Benfica og Vitoria Guimaraes
í portúgölsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld að ungverski
landsliðsmaðurinn Miklos Feher, framherji Benfica, fékk hjartaslag
undir lok leiksins. Leikurinn stöðvaðist í 15 mínútur meðan læknar
liðanna reyndu að bjarga lífi leikmannsins. Hann var fluttur á sjúkra-
hús en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað.
Feher kom inn á sem varamaður á 60. mínútu leiksins. Þegar
skammt var til leiksloka fékk hann að líta gula spjaldið hjá dómara
leiksins og í sömu andrá hné hann niður í grasið með fyrrgreindum
afleiðingum.
Feher var aðeins 24 ára gamall og átti að baki 25 leiki með ung-
verska A-landsliðinu en Ungverjar verða sem kunnugt er andstæð-
ingar Íslendinga í undankeppni HM. Hann gekk í raðir Benfica fyrir
tveimur árum en var áður í herbúðum FC Porto í fjögur ár.
Atvikið í Portúgal í fyrrakvöld minnir mjög á þegar kamerúnski
landsliðsmaðurinn Marc-Vivien Foe lét lífið í miðjum leik Kamerúna í
Álfukeppninni síðastliðið sumar en banamein hans var einnig hjarta-
áfall.
Ungverskur landsliðs-
maður lést úr hjartaslagi
ÓLAFUR Sigurjónsson skoraði 7 mörk fyrir Tres
de Mayo frá Kanaríeyjum þegar liðið gerði óvænt
jafntefli, 21:21, gegn toppliði spænsku 2. deild-
arinnar í handknattleik, Torrevieja, um helgina.
Litlu munað að hann tryggði Tres de Mayo sigur
eftir að leiktímanum lauk en þá átti hann skot í
stöng úr aukakasti.
Þetta var annar leikur Ólafs með félaginu en
hann kom til liðs við það eftir áramótin. Hlynur Jó-
hannesson, markvörður Tres de Mayo, varði 18 skot
í leiknum en lið þeirra situr áfram í næstneðsta sæti
deildarinnar, er með 7 stig eftir 16 umferðir.
Daníel Ragnarsson lék ekki með Torrevieja þar
sem hann meiddist á ökkla á æfingu hjá liðinu fyrir
hálfum mánuði. Reiknað er með að hann verði ekki
tilbúinn í slaginn á ný fyrr en um miðjan febrúar.
Torrevieja hefur aðeins tapað einum leik í vetur og
stefnir hraðbyri í 1. deildina á ný.
Ólafur með sjö
mörk á Spáni
BJARNI Guðjónsson, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, fær góð ummæli hjá Eric Black,
knattspyrnustjóra Coventry, fyrir fram-
göngu sína í bikarleiknum gegn Colchester
um helgina. Bjarni, sem lánaður var til Cov-
entry frá Bochum í síðustu viku, kom inn á í
síðari hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið
en Coventry varð að sætta sig við jafntefli
gegn 2. deildar liðinu.
„Leikur okkar breyttist mjög til batnaðar
þegar Bjarni kom inn á. Hann hafði sjálfs-
traustið í lagi og það myndast mikið spil í kringum Bjarna.
Hann var duglegur að spila sig frían og þarna er á ferð leik-
maður sem hefur góða tækni, er góður að leika á mótherja og er
vel spilandi,“ sagði Black.
Bjarni hefur með góðri frammistöðu væntanlega spilað sig
inn í byrjunarliðið en Coventry mætir Ipswich í 1. deildinni um
næstu helgi.
Black ánægður með
Bjarna hjá Coventry
Bjarni
Landsmótið – með stóru elli –verður haldið 8. til 11. júlí en
unglingamótið um verslunarmanna-
helgina eða 30. júlí til 1. ágúst. Það
verður því nóg að gera í íþróttum
hjá Skagfirðingum í sumar. Búið er
að endurbyggja íþróttavöllinn á
Sauðárkróki og nú er þar „besta
frjálsíþróttaaðstaða í þessum heims-
hluta eins og Bjarni Jónsson, for-
maður Landsmótsnefndar komst að
orði þegar mótin voru kynnt fyrir
fréttamönnum í vikunni. Bjarni
sagði jafnframt að Skagafjörður
myndi skarta sínu fegusta þegar að
þessum mótum kæmi.
Heimamenn búast við miklum
fjölda á Landsmótið enda mega allir
íslenskir íþróttamenn taka þátt í
því, sama hvort þeir eru í einhverju
ungmennafélagi eða ekki. Ómar
Bragi Stefánsson, framkvæmda-
stjóri mótsins, minnti einnig á að
ekki kostar neitt að koma og fylgj-
ast með. Tjaldstæði eru án endur-
gjalds svo og öll dagskráin, sem
verður fjölbreytt. „Landsfægir
skemmtikraftar og heimsfrægir
Skagfirðingar,“ sagði Ómar af
landsfrægu lítillæti Skagfirðings.
Gísli Gunnarsson, forseti sveitar-
stjórnar Skagafjarðar, sagðist
hlakka til sumarsins enda væru þeir
fyrir norðan alvanir að halda stór-
mót, Landsmótið árið 1971 og svo
hefði verið mjög fjölmennt landsmót
hestamanna á Vindheimamelum fyr-
ir nokkrum árum þar sem um 10.000
gestir skemmtu sér vel.
Það eru fleiri nýmæli á lands-
mótinu í ár en að allir megi vera
með því í sumar verður í fyrsta sinn
keppt í dansi og svo verða starfs-
íþróttirnar að sjálfsögðu á sínum
stað. „Við erum oft spurð að því
hvers vegna sé keppt í þessum
greinum, til dæmis pönnuköku-
bakstri,“ sagði Björn B. Jónsson,
formaður UMFÍ. „Ástæðan er ein-
föld. Við erum fyrst og fremst í for-
varnarstörfum og því miður stunda
ekki nema um 50% ungmenna hér á
landi íþróttir – þó að við vildum
gjarnan að það væru 100%. Með því
að hafa óhefðbundnar greinar eins
og pönnukökubakstur og dráttar-
vélaakstur náum við til fleira fólks.“
Traustir aðilar
Í vikunni var undirritaður samn-
ingur milli framkvæmdaaðila lands-
mótanna og fjögurra fyrirtækja sem
ætla að standa vel við bakið á mót-
unum. Þetta eru Kaupfélag Skafirð-
inga, Visa, VÍS og BK banki.
„Það er ekki hægt að halda svona
stórmót án þess að hafa trausta bak-
hjarla og samstarfsaðila. Það þarf
líka öfluga starfsmenn til að mót
sem þetta gangi vel og nú er hvort
tveggja í höfn. Traustir styrktarað-
ilar og allir vita hversu öflugir Skag-
firðingar eru þannig að þetta er allt
á góðri leið,“ sagði Björn formaður.
Talsverð umræða hefur verið
undanfarin ár um hvort opna ætti
landsmótin öllu íþróttafólki. Nú hef-
ur UMFÍ stigið það skref og óttast
ekki að mótið verði stærra en menn
ráða við. „Það eru takmarkanir á
hversu marga hvert samband eða
íþróttafélag má senda, þannig að við
óttumst það í raun ekki. Hins vegar
verður gaman og fróðlegt að sjá
hvort við náum upp sömu fjöl-
skyldustemningunni og því and-
rúmslofti sem hefur ríkt á þessum
mótum, tjaldstæðamenningunni og
öðru,“ sagði Björn.
Unglingamótin vel heppnuð
Sjöunda unglingalandsmótið
verður á Króknum um verlsunar-
mannahelgina. Mótið á Ísafirði í
fyrrasumar tókst einstaklega vel og
sagði Björn að engin ástæða væri til
annars en mótið í sumar tækist eins
vel.
Hann sagði nokkra umræðu hafa
verið um hvort halda ætti þessi mót
um verslunarmannahelgina og nið-
urstaðan hefði verið að segja sukk-
helginni stríð á hendur. „Þetta hefur
tekist rosalega vel. Það urðu reynd-
ar nokkrir árekstrar við yfirvöld á
Ísafirði á síðasta móti því þau vildu
setja aukagæslu vegna okkar og það
kostaði dálítið. Ég held að fólk átti
sig ekki á því að á svona móti eru
allir þátttakendur í raun við gæslu-
störf. Það mátti til dæmis lesa í dag-
bók lögreglunnar á Ísafirði að um
verslunarmannahelgina fundust 44
bjórdósir og að mig minnir sex
áfengisflöskur og það þrátt fyrir lús-
arleit. Ég held það megi því segja að
við höfum afvatnað heilt sveitarfélag
um verslunarmannahelgina – og við
ætlum að halda því áfram,“ sagði
Björn.
Sauðárkrókur miðstöð íþrótta
ÞAÐ má með sanni segja að komandi sumar verði landsmótssumar
því í fyrsta sinn í sögunni eru bæði landsmótin haldin sama sumarið
og það sem meira er þá verða þau haldin á sama staðnum – Sauð-
árkróki. Mótin sem hér um ræðir eru 24. Landsmót ungmenna-
félaganna og sjöunda Unglingalandsmót UMFÍ.
Skip Kendall var á sama skori ogMickelson eftir 90 holur, á 30
höggum undir pari. Í umspilinu fékk
Mickelson fugl á fyrstu holunni en
hann fékk alls 37 fugla á mótinu og
lék lokahringinn á 4 höggum undir
pari.
Þetta er í fjórða sinn sem Kendall
verður annar á PGA-mótaröðinni, og
þrívegis hefur hann tapað í umspili
líkt og gegn Mickelson.
Jay Haas lék vel þrátt fyrir að
vera fimmtugur að aldri en hann
endaði í þriðja sæti, höggi á eftir
Mickelson og Kendall.
Þetta er í 22. sinn sem Mickelson
sigrar á PGA móti á ferli sínum en
hann hefur verið í lægð undanfarið
ár. Hann fékk um 55 millj. kr. fyrir
sigurinn sem er hans fyrsti frá því að
hann vann Greater Hartford-mótið
árið 2002.
„Það er liðin langur tími frá því að
ég vann síðast á PGA-mótaröðinni,“
sagði Mickelson sem var um langt
skeið í öðru sæti á heimslistanum
sem Tiger Woods hefur einokað und-
anfarin ár. „Þetta er góð byrjun á
árinu og hvetur mig til dáða fyrir
næstu verkefni. Ég get varla beðið
eftir því að næsta mót byrji um
næstu helgi,“ sagði Mickelson.
Þess ber að geta að á þessu móti
eru leiknir fimm hringir á fimm mis-
munandi völlum og lék Mickelson á
68, 63, 64, 67 og 68 höggum, samtals
330 högg, eða á 30 höggum undir
pari samtals.
Hinn högglangi John Daly afrek-
aði það að fara par 5 braut á tveimur
höggum á fjórða keppnisdeginum,
eða Albatross. Daly sló um 300
metra upphafshögg á brautinni sem
er rúmir 500 metrar. Annað höggið
var um 190 metrar og fór kúlan ofan í
holuna.
AP
Phil Mickelson er ánægður með verðlaun sín.
„Martröð“
Mickelson
er á enda
BANDARÍKJAMAÐURINN Phil Mickelson landaði sínum fyrsta sigri
á atvinnumannamóti í golfi sl. 19 mánuði aðfaranótt sunnudags er
hann hafð betur eftir umspil á Bob Hope Chrysler PGA-mótinu sem
fram fór á La Quinta-vellinum í Kaliforníu.