Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
70 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja
Óskast
Erum að leita fyrir opinberan aðila að 70 íbúðum, 2ja, 3ja og
4ra herbergja, á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði
fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig.
Hafið samband við sölumenn Foldar
í síma 552 1400 eða 694 1401!
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 562 1400 Fax 552 1405
www.fold.is fold@fold.is
ÓTTINN við fuglaflensuna magn-
aðist í Asíu í gær þegar skýrt var
frá því að barn hefði dáið af völdum
sjúkdómsins í Taílandi og að hann
kynni að hafa valdið fimm dauðs-
föllum þar til viðbótar. Ennfremur
var í gær skýrt frá því að sjúkdóm-
urinn hefði komið upp í alifuglum í
Pakistan, Suður-Kóreu og Laos.
Fuglaflensuveiran hafði þegar
herjað á alifugla í Japan, Víetnam,
Kambódíu, Taílandi og Indónesíu,
auk þess sem veikara afbrigði veir-
unnar hefur greinst á Taívan.
Stjórnvöld í nokkrum landanna eru
sökuð um að hafa gert ástandið
verra með því að leyna hættunni á
útbreiðslu sjúkdómsins af ótta við
efnahagslegar afleiðingar hans.
Sex manns hafa dáið í Víetnam af
völdum H5N1-afbrigðis fuglaflensu-
veirunnar. Stjórnvöld í Kambódíu
sögðu í gær að grunur léki á því að
tvö börn, sem búa nálægt Phnom
Penh, hefðu fengið sjúkdóminn.
Veiran hefur þó einkum herjað á
alifugla í Asíulöndunum og hermt er
að alls hafi yfir 20 milljónir kjúk-
linga drepist eða þeim verið fargað.
Mikil útbreiðsla í Taílandi
Stjórnin í Taílandi skýrði frá því
að veiran hefði breiðst út um stórt
svæði í landinu. Thaksin Shina-
watra, forsætisráðherra Taílands,
skoraði á landsmenn að gera ekki of
mikið úr hættunni og sagði að ráða-
menn landanna þar sem sjúkdóm-
urinn hefur komið upp hygðust
ræða málið á skyndifundi í Bangkok
á morgun.
„Fólk ætti ekki að missa stjórn á
sér af hræðslu,“ sagði forsætisráð-
herrann. „Aðeins þeir sem komast í
snertingu við kjúklinga eru í
hættu.“
Fuglaflensan hefur þó valdið titr-
ingi meðal fjárfesta í Taílandi og að-
alvísitala kauphallarinnar í Bangkok
lækkaði um tæp 4% í gær. Sérfræð-
ingar sögðu að fuglaflensan gæti
haft mjög alvarlegar afleiðingar fyr-
ir efnahaginn ef ekki tækist að
stöðva útbreiðslu sjúkdómsins.
Sex ára drengur lést á sjúkrahúsi
í Taílandi á sunnudag af völdum
sjúkdómsins og staðfest hefur verið
að tveir aðrir hafi sýkst. Grunur
leikur á að tíu aðrir Taílendingar
hafi fengið sjúkdóminn, þar af fimm
sem eru þegar látnir.
Stjórnvöld hafa látið farga um ell-
efu milljónum kjúklinga í tveimur
héruðum Taílands. Skýrt var frá því
að sjúkdómurinn hefði komið upp í
alifuglabúum í átta héruðum til við-
bótar.
Taílenska stjórnin sagði að haldið
yrði áfram að farga sýktum kjúk-
lingum. Hundruð hermanna og rík-
isstarfsmanna annast förgunina og
setja kjúklingana í poka áður en
þeir eru grafnir lifandi.
Milljónir kjúklinga
drepast í Pakistan
Vísindamenn í Pakistan skýrðu í
gær frá því að allt að fjórar millj-
ónir kjúklinga kynnu að hafa drep-
ist af völdum fuglaflensunnar í
grennd við hafnarborgina Karachi
frá því í nóvember. Er þetta í fyrsta
skipti sem sjúkdómurinn kemur
upp í Suður-Asíu frá því að nýi far-
aldurinn hófst.
Samtök pakistanskra alifugla-
bænda sögðu að kjúklingarnir hefðu
greinst með afbrigðin H-7 og H-9
sem væru ekki eins banvæn og
H5N1-veiran sem algengust er í
öðrum Asíulöndum. Á vef Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar segir
þó að nýlega hafi fólk einnig sýkst
af H7- og H9-veirunum.
Stjórnin í Suður-Kóreu skýrði frá
því að grunur léki á því að sjúkdóm-
urinn hefði komið upp í alifuglabúi
og það hefði verið einangrað. Hermt
er að þúsundir kjúklinga hafi drep-
ist í búinu í vikunni sem leið. Stjórn-
in sagði þó að veiran sem greindist
þar væri nokkuð frábrugðin af-
brigðinu sem olli dauðsföllunum í
Víetnam og Taílandi.
Kjúklingainnflutningur
bannaður
Stjórn Suður-Kóreu fór einnig að
dæmi Japans og Evrópusambands-
ins og bannaði allan innflutning á
kjúklingum frá Taílandi. Embætt-
ismenn Evrópusambandsins sögðu í
gær að innflutningsbann þess kynni
að verða langvinnt. Þeir gáfu til
kynna að stjórn Taílands hefði
reynt að leyna hættunni á fuglaflen-
sufaraldri og kröfðust þess að óháð-
ir eftirlitsmenn fengju að skoða ali-
fugla í landinu áður en banninu yrði
aflétt. Taílendingar flytja út kjúk-
linga fyrir andvirði 84 milljarða
króna á ári.
Stjórn Japans bannaði í gær allan
innflutning alifugla frá Indónesíu og
Kambódíu.
Kambódísk börn
með sjúkdóminn?
Embættismaður Sameinuðu þjóð-
anna í Laos sagði að þúsundir kjúk-
linga kynnu að hafa drepist þar af
völdum fuglaflensu og skoraði á
þarlend stjórnvöld að reyna ekki að
hylma yfir það, annars væri hætta á
að sjúkdómurinn bærist í menn.
„Þar til á föstudag talaði landbún-
aðarráðuneytið um fuglakóleru í
þessu sambandi en nú þarf það að
viðurkenna að þetta er fuglaflensa,“
sagði embættismaðurinn.
Stjórn Kambódíu óskaði eftir al-
þjóðlegri aðstoð við að stöðva út-
breiðslu sjúkdómsins. Vísindamenn
rannsaka nú hvort tvö kambódísk
börn hafi fengið sjúkdóminn og
stjórnin undirbýr stórfellda förgun
kjúklinga.
Sjúkdómnum leynt?
Stjórnvöld í Indónesíu staðfestu á
sunnudag að fuglaflensa hefði kom-
ið upp þar í landi. Stjórnin var sök-
uð um að hafa leynt því að sjúkdóm-
urinn hefði fyrst greinst í landinu
fyrir að minnsta kosti mánuði.
Landbúnaðarráðherra Indónesíu,
Bungaran Saragih, sagði að stjórnin
hefði ekki í hyggju að svo stöddu að
hefja förgun kjúklinga til að koma í
veg fyrir að sjúkdómurinn breiddist
út. Embættismenn WHO höfðu
hvatt stjórnina til að láta farga öll-
um sýktum kjúklingum þegar í stað.
Heilbrigðismálastofnunin hefur
varað við því að fuglaflensan geti
orðið skæðari en bráðalungnabólg-
an sem kostaði nær 800 manns lífið í
fyrra, auk þess sem um 8.000 manns
í 32 löndum sýktust.
Skæð fuglaflensa
breiðist ört út í Asíu
Hefur komið
upp í níu löndum
og dauðsföllum
fjölgar
Reuters
Pakistani í hænsnabúi í Karachi. Fuglaflensuveiran hefur greinst í alifuglabúum í grennd við borgina.
!" ##
#
$
%&'(
)*+,-.
/(0,(.)&
1+/)%(
21(
%&3(0
+45,0&
'&.%(4
Bangkok, Karachi. AFP, AP.
’ Stjórnvöld í nokkrum landanna eru sökuðum að hafa gert ástandið verra með því að
leyna hættunni á útbreiðslu sjúkdómsins af
ótta við efnahagslegar afleiðingar hans. ‘ TALIÐ er að fuglaflensan geti herj-að á alla fugla en alifuglar eru lík-legastir til að sýkjast. Veiran hefur
einnig borist í menn en ekki er vitað
til þess að hún hafi borist á milli
manna. Skýrt var frá fyrstu tilfellum
fuglaflensu í mönnum í Hong Kong
1997 og þá sýktust 18 manns og sex
þeirra dóu. Síðan hefur sjúkdómur-
inn aðallega komið upp í Asíu, en
einnig í Hollandi í fyrra og þá
greindist veiran í fólki.
Sýktur fugl breiðir veiruna út
með driti og slefu. Hingað til hefur
fólk ekki smitast nema það hafi
snert sýkta fugla. Vísindamenn ótt-
ast þó að veiran stökkbreytist, berist
á milli manna og valdi skæðum
heimsfaraldri.
Einkenni sjúkdómsins í fuglum
eru lítil lyst, ýfðar fjaðrir, hár hiti,
þróttleysi, niðurgangur, mikill
þorsti og bólgur. Ef veiruafbrigðið
er mjög skætt getur hlutfall fugl-
anna sem drepast verið 50–100%.
Einkenni sjúkdómsins í mönnum
eru hár hiti, hósti, hálssærindi,
augnsýkingar, lungnabólga og mikl-
ir öndunarerfiðleikar.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) segir að veiran sé ónæm fyrir
ódýrum lyfjum gegn veirum og ver-
ið sé að rannsaka virkni dýrari lyfja.
Ekkert bendir til þess að fólk hafi
fengið veiruna með því að borða
kjúklinga. Elda þarf kjúklinga við að
minnsta kosti 70º hita til að drepa
veiruna. Fólk þarf einnig að þvo sér
vel um hendurnar eftir að hafa snert
alifugla og tryggja að alifuglakjötið
komist ekki í snertingu við önnur
matvæli.
Óttast heims-
faraldur
Washington. AP.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111