Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 19 Parket Flísar Furugólfborð Kamínur Njarðarnesi 1, Akureyri, sími 462 2244. Grenivík | „Menn eru farnir að iða í skinn- inu,“ sagði Jón Helgi Pétursson, formaður Golfklúbbsins Hvamms, sem stofnaður var á Grenivík í lok nóvember á liðnu ári. Rétt tæplega 50 manns hafa þegar gengið í klúbb- inn og áhuginn er mikill, að sögn formanns- ins. „Þetta átti sér ekki langan aðdraganda, við fórum að hugsa um þetta fyrir svona einu og hálfu ári, fengum góðan hljómgrunn þannig að farið var í undirbúningsvinnu og klúbb- urinn svo formlega stofnaður í lok síðasta árs,“ sagði Jón Helgi. Hönnuður var fenginn til að koma og líta á aðstæður í fyrrasumar, en klúbburinn hefur fengið afnot af landi Hvamms og einnig Jarlsstaða. „Hvammur var til sölu síðasta sumar og við fengum mann til að líta á landið og athuga hvort það hentaði undir golfvöll og niðurstaðan var sú að það hentar prýðilega,“ sagði Jón Helgi. Edwin R. Rögnvaldsson golfvallahönnuður var fenginn til að hanna völlinn og þegar liggur fyrir hönnun á vellinum eins og hann mun í fram- tíðinni líta út. Um er að ræða 9 holu völl ásamt litlum par-3 velli og æfingasvæði. Áætlanir ganga út á að til bráðabirgða verði unnt að notast við 6 holu völl fljótlega eða þegar næsta sumar, en fjórar brautanna eru nánast tilbúnar frá náttúrunnar hendi og því hluti af framtíðarskipulaginu. Tveimur brautum er því ekki hugað langt líf. Mun meiri vinna verður við að rækta upp þær 5 brautir sem upp á vantar til að mynda framtíðargolfvöll á svæðinu. Þeim hefur þó verið valinn staður á landi sem talið er auð- unnið, þar sem ýmist eru tún eða melar og framræsla góð. „Við munum hefjast handa við framkvæmdir þegar í vor þannig að hægt verði að spila á þessum 6 holum næsta sum- ar,“ sagði Jón Helgi. Stefnt að því að byggja völlinn upp á 4–5 árum Hann sagði að vissulega yrði kostnaður umtalsverður en menn treystu á mikla sjálf- boðavinnu og eins að hagstæðir samningar næðust við verktaka, m.a. vegna vélavinnu. Þá sagði hann að næsta viðfangsefni klúbbs- ins yrði að leita eftir styrktaraðilum. „Við stefnum að því að byggja völlinn upp á 4–5 árum, við ætlum að fara varlega af stað og gefa okkur góðan tíma.“ Jón Helgi sagði að íbúar hreppsins hefur fram til þessa ekki leikið golf af miklu kappi. „Ætli megi ekki telja það á fingrum annarrar handar,“ sagði hann. Mikill hugur væri hins vegar í fólki og greinilegt að áhuginn væri mikill, tæplega 50 manns hefðu þegar gengið í klúbbinn af tæp- lega 400 íbúum. „Nú þegar útlit er fyrir að hér verði golf- völlur og hægt að byrja að spila strax næsta sumar verður maður var við að marga langar að prófa þessa íþrótt. Menn eru þegar farnir að næla sér í sett og nú er bara að bíða eftir sumrinu,“ sagði Jón Helgi. Þá er stefnt að því að ráða til starfa umsjónarmann með vell- inum sem jafnframt gæti tekið að sér að kenna hinum væntanlegu golfleikurum Grýtubakkahrepps að sveifla kylfunum. Um fimmtíu manns hafa þegar gengið í nýjan golfklúbb á Grenivík Búið að hanna golf- völl í landi Hvamms og Jarlsstaða Spennandi: Edwin R. Rögnvaldsson hefur hannað þennan 9 holu golfvöll í landi Hvamms og Jarlsstaða við Grenivík. Stefnt er að því að leika á nokkrum bráðabirgðabrautum næsta sumar. HJÁLPARSVEITIN Dalbjörg í Eyja- fjarðarsveit hefur fjárfest í tveimur nýj- um og öflugum vélsleðum af Polaris- gerð, sem afhentir voru sveitinni fyrir helgina. Nýju sleðarnir, sem kostuðu samtals um eina og hálfa milljón króna, þykja henta sveitinni mjög vel og þeir leysa af hólmi eldri sleða. Félagsmenn fjármögnuðu kaupin með sjálfboðavinnu, þar sem þeir unnu m.a. við girðingavinnu fyrir Vegagerðina. Hjálparsveitin Dalbjörg gerir nú út þrjá vélsleða, snjóbíl, öflugan jeppa og stóran fólksflutningabíl. Sveitin er með aðstöðu í Steinhólaskóla, skráðir félagar eru um 90 og þar af eru um 40 þeirra virkir. Nýju sleðarnir voru afhentir formlega í húsnæði Toyota á Akureyri, sem er um- boðsaðili Polaris á Akureyri. Á myndinni eru Elmar Sigurgeirsson, formaður Dal- bjargar, og Örn Traustason frá Toyota.    Morgunblaðið/Kristján Nýju vélsleðarnir afhentir á Akureyri. Dalbjörg eignast nýja vélsleða HÁTT í þrjátíu slökkviliðsmenn, frá Húsavík og Þingeyjarsveit, þ.e. Stórutjörnum og Laugum, komu að slökkvistarfi á bænum Stóruvöllum í Bárðardal sl. laugardagskvöld. Þar varð milljóna króna tjón í stórbruna þegar útihús á bænum, sambyggð skemma og gamalt fjós brunnu til grunna. Þar hafði verið unnið að tólgarframleiðslu og kertagerð. Í kjölfar brunans hefur komið upp sú umræða, af hverju ekki var leitað eftir aðstoð Slökkviliðsins á Akur- eyri, sem er vel tækjum búið at- vinnumannaslökkvilið, með að lág- marki fimm menn á vakt allan sólarhringinn. Þessi umræða kom einnig upp fyrir fáum árum þegar stórtjón varð í fjósbruna á bænum Fremstafelli í Köldukinn. Aðeins slökkviliðsstjórinn á Húsavík er í fullu starfi en hvorki þar eða í Þing- eyjarsveit er sérstök vakt á stöð. Friðrik Steingrímsson, slökkvi- liðsstjóri í Þingeyjarsveit, sagði að vegalengdin frá Húsavík og Akur- eyri í Bárðardal væri svipuð en mið- að við þær aðstæður sem voru á brunastað hefði það ekki breytt neinu þótt kallað hefði verið á þraut- þjálfaða menn frá Akureyri. Það sama hefði verið upp á teningnum í eldsvoðanum í Fremstafelli. „Það er líka góð vakt á Húsavík og við höfum mest samband þangað. Svo er alltaf spurningin hversu marga menn á að kalla út hverju sinni en í þessu tilfelli þótti ekki ástæða til að kalla út fleiri. Það var ekki skortur á tækjum eða mannskap, heldur fyrst og fremst tíma. Það hefði heldur ekki breytt neinu þótt menn hefðu komið á stað- inn hálftíma fyrr, húsið var farið. Það hefði hins vegar getað farið verr ef eldur hefði komist í íbúðarhúsið eða ef olíutankurinn sem þarna var hefði sprungið,“ sagði Friðrik. Annar slökkvibíllinn frá Stóru- tjörnum náði ekki alla leið á bruna- stað og þá gekk boðun slökkviliðs- manna í sveitinni ekki sem skyldi. Friðrik sagði að unnið væri að því lagfæra það sem miður fór „Við er- um með tvö slökkvilið hér í sveitinni, á Stjórutjörnum og á Laugum, alls 25 menn og ætlum okkur að vera sjálfbjarga og eigum að geta það í flestum tilfellum.“ Jón Ásberg Salómonsson, slökkvi- liðsstjóri á Húsavík, sagðist ekki geta svarað þeirri spurningu af hverju ekki var leitað til Akureyrar eftir aðstoð. Hans lið hefði verið sent á staðinn að ósk lögreglunnar á Húsavík og ferðin tekið um 50 mín- útur. „Það var allt ónýtt í húsinu þegar við komum á staðinn en við náðum að verja bíla og olíutank sem þarna var. Það tók svo nokkurn tíma að slökkva í rústunum,“ sagði Jón Ásberg. Kristján Snæbjörnsson, varas- lökkviliðsstjóri í Þingeyjarsveit, stjórnaði aðgerðum á vettvangi í Bárðardal á laugardagskvöld. Hann sagði að þrír tankbílar hefðu verið á staðnum, auk þess sem leiðsla var lögð í Skjálfandafljótið, um 500 metra vegalengd. „Það gekk illa þegar frá leið en vegna þess hversu mikið frost var á staðnum fraus í lögninni,“ sagði Kristján. Erling Þór Júlínusson, slökkvi- liðsstjóri á Akureyri, sagðist sjálfur hafa leitt hugann að því af hverju ekki var leitað til Akureyrar eftir að- stoð. „Ég er ekki að gagnrýna þá menn sem þarna stjórnuðu en við hefðum sent þá menn sem voru á vakt strax af stað og svo kallað inn aðra menn á stöðina. Við erum hér með tvo öfluga tankbíla upp á 17.000 lítra. Ég á eftir að heyra í slökkvi- liðsstjóranum í Þingeyjarsveit og ítreka að við erum boðnir og búnir til aðstoðar hvenær sem er,“ sagði Er- ling Þór. Hátt í þrjátíu slökkviliðsmenn komu að brunanum í Bárðardal Ekki þótti ástæða til að leita til Slökkviliðs Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Félagar í björgunarsveitinni Þingey í brunarústunum á Stóruvöllum í Bárðardal. Akureyrarmót | Akureyrarmótið í skák, Skákþing Akureyrar, hefst á sunnudag, 1. febrúar, kl. 14. Skipt verður í flokka eftir stigum og verða líklega tefldar 7 umferðir á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtu- dögum. Opnað hefur verið fyrir skráningu á heimasíðu félagsins, www.skakfelag.is. Einnig verður hægt að skrá sig á skák- stað. Teflt er í húsnæði félagsins, Íþrótta- höllinni. Jafn réttur karla og kvenna? | Margrét María Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu, flytur fyrirlestur á Lögfræðitorgi í dag kl. 16.30 í Þingvallastræti 23 og nefnist hann Jafn réttur karla og kvenna? „Jafnrétti kynjanna hefur löngum verið deiluefni fólks. Þegar lög nr. 96/ 2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla voru sett urðu tölu- verðar breytingar á fyrri löggjöf,“ segir í frétt um fyrirlesturinn. Í er- indi sínu fjallar Margrét María um löggjöfina og hvernig hún hefur þróast, svo og hvernig málaflokk- urinn er uppbyggður. Hún gerir einn- ig grein fyrir þeim úrræðum sem lög- in bjóða upp á. „Lögin eru á margan hátt sérstök og mjög háð bæði mati og túlkun og þannig í sífelldri þróun.“ Nokkrir dómar svo og álit kæru- nefndar jafnréttismála verða reifuð.    Íþróttir fatlaðra | Skautafélag Akureyrar hefur sent erindi til íþrótta- og tómstundaráðs þar sem óskað er eftir stuðningi við að fjár- magna kaup á búnaði fyrir fatlaða í Skautahöllinni. Íþrótta- og tóm- stundaráð tók jákvætt í hugmyndir Skautafélagsins og vísar fjár- mögnun kaupanna til stjórnar Vetr- aríþróttamiðstöðvar Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.