Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Farseðill gildir í eitt ár! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu KEYPT Í FLUGLEIÐUM Oddaflug hefur keypt 38,48% hlut í Flugleiðum. Viðskiptin voru á genginu 7, en nafnverð bréfanna er 888 milljónir króna og er kaup- verðið því rúmir 6,2 milljarðar. Í þessum viðskiptum keypti Oddaflug 32,68% hlut Straums, 4% hlut Sjó- vár-Almennra og 1,8% hlut Íslands- banka í Flugleiðum. Flensan veldur áhyggjum Fuglaflensan skæða sem nú breiðist ört út í Asíu hefur kostað sex manns lífið í Taílandi og sami fjöldi hefur dáið í Víetnam. Flensan hefur komið upp í níu löndum og óttast menn að hún eigi eftir að kosta enn frekari mannslíf. Rannsókn lokið Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á viðskiptum með bréf í Skeljungi er lokið. Fjármálaeftirlitið hefur vísað þeim þætti málsins sem snýr að Landsbankanum til embættis rík- islögreglustjóra, en engin eftirmál verða varðandi þátt annarra fyr- irtækja í viðskiptunum. Í tilkynn- ingu frá Landsbankanum kemur fram að málið varði tiltekin við- skipti sem hafi fyrir gáleysi verið í andstöðu við lög um verðbréfa- viðskipti. Eidesgaard nýr lögmaður? Ný þriggja flokka stjórn er í burðarliðnum í Færeyjum og flest bendir til að Joannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarflokksins, verði næsti lögmaður Færeyja. Hafa við- ræður Jafnaðarflokksins, Fólka- flokksins og Sambandsflokksins, sem hafa staðið frá því um helgina, gengið vel. Dregið úr lyfjagjöf Dregið hefur úr lyfjagjöf á hjúkr- unarheimilum á landsvísu, en árið 2001 voru 66% íbúa hjúkrunarheim- ila á níu lyfjum eða fleiri, en ári síð- ar var fjöldinn kominn niður í 55%. Framkvæmdastjóri Hjúkr- unarheimilisins Sóltúns segir mikla lyfjanotkun gagnrýniverða þar sem hún geti haft áhrif á virkni annarra lyfja og að auki sé svo mikil lyfja- gjöf kostnaðarsöm. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 31 Viðskipti 12 Viðhorf 32 Úr verinu 13 Minningar 32/36 Erlent 14/16 Skák 37 Minn staður 17 Brids 37 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 39 Akureyri 19 Bréf 40 Suðurnes 20 Dagbók 42/43 Austurland 21 Íþróttir 44/47 Landið 22 Kvikmyndir48 Daglegt líf 22/23 Fólk 48/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/27 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is NOTKUN nætursjón- auka hefur verið alger bylting fyrir Landhelg- isgæsluna, segir Sig- urður Ásgeirsson þyrluflugmaður. Hann er nýkominn úr tíu daga ferð til Svalbarða, þar sem hann fékk réttindi til þess að kenna á nætursjón- auka. Nætursjónaukar voru teknir í gagnið hjá Landhelgisgæslunni haustið 2002 og segir Sigurður engan vafa leika á, að sú ráðstöfun hafi þegar bjargað mannslífum. Sigurður fékk kennsluréttindin hjá norska fyr- irtækinu Airlift og kynnti sér starfsemi þess á svæðinu. „Ég setti þá líka inn í starfsemi Land- helgisgæslunnar og tel að við getum átt gott sam- starf og lært mikið hvorir af öðrum. Aðstæður til leitar og björgunar eru á margan hátt svipaðar hjá okkur og þeim.“ Nætursjónaukarnir eru notaðir í öllu nætur- flugi, en þessi búnaður er hernaðarleyndarmál og þurfti Landhelgisgæslan því að sækja um leyfi til bandaríska utanríkisráðuneytisins til þess að fá að kaupa hann á sínum tíma. „Þessi tæki eru einvörðungu seld vinveittum þjóðum og Landhelgisgæslan er með þeim fyrstu til þess að taka þau í notkun í leit og björgun,“ seg- ir hann. Notkun nætursjónauka við leit og björgun er enn á tilraunastigi og kveðst Sigurður telja að hægt hafi verið að bjarga mannslífum fyrir þeirra tilstilli undanfarin misseri. „Við getum komið til hjálpar við fleiri aðstæður nú en áður, til dæmis vegna slysa inni í landi, þar sem nætursjónauk- arnir gera okkur kleift að fljúga í fjalllendi eftir myrkur,“ segir hann. Ísbirnir á sveimi Algert myrkur er á Svalbarða á þessum árstíma og missti Airlift aðra þyrlu af tveimur, Bell 212, í ísinn rétt utan við Long- yearbyen, skömmu fyrir jól. Engir nætursjónaukar voru í þyrlunni, en skipta þarf um lýsingu inni í vél- inni til þess að trufla ekki kíkinn. „Vélin var að koma frá fjarskiptastöð ofan við bæinn og flaug einfaldlega beint ofan í ísinn. Þar brotnaði hún í tvennt og búkurinn sökk í sjóinn. Mennirnir tveir sem voru í vélinni komust úr flakinu og upp á ísinn og þurftu að bíða rennblautir í 35 stiga frosti eftir björgun. Hjálpin barst 40 mínútum síðar og sáu björgunarmennirnir ísbirni sem voru að fikra sig í átt að flugmönnunum, ætli þeir hafi ekki verið eina 500 metra í burtu. Það blæddi úr höfðinu á öðrum þeirra og því hafa þeir líklega runnið á lyktina,“ segir hann. Byssur voru í vélinni en sukku með flakinu og segir Sigurður flugmennina nú með skammbyssur í vestinu svo þeir séu ekki einir og óvopnaðir á ísn- um ef illa fari. Segir hann ísbirnina ná að drepa fólk á þessum slóðum annað veifið, síðast árið 1998, þegar fjallgöngukona lét lífið. Sigurður segir myrkrið á Svalbarða furðulega reynslu og enga leið að gera sér aðstæðurnar í hugarlund, menn þurfi að upplifa það sjálfir. Sigurður Ásgeirsson þyrluflugmaður aflaði sér kennsluréttinda á Svalbarða Sigurður með nætursjónaukann um borð í Puma- þyrlu um myrkvað hádegisbil á Svalbarða. Nætursjónaukarnir alger bylting Sigurður í Adventdalen, við flak af Heinkel He-111 sem brotlenti í síðari heimsstyrjöldinni. ARI Teitsson hefur ákveðið að hætta starfi sínu sem formaður Bændasam- taka Íslands. Nýr formaður verður kosinn á Búnað- arþingi sem hefst 7. mars næstkom- andi. Tveir kúa- bændur á Vestur- landi hafa tilkynnt um fram- boð, þeir Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka II í Borgarfirði og Haraldur Bene- diktsson á Vestri-Reyni. „Ég er búinn að vera í þessu nokk- uð lengi, var í stjórn Stéttarsambands bænda í sjö ár og er búinn að vera for- maður Bændasamtakanna í níu ár. Ég er því búinn að snúast í þessum málefnum bænda í 16 ár, sem er mjög langur tími. Ég er orðinn rúmlega sextugur og tel það eðlilegt af minni hálfu að gefa yngri mönnum færi á að komast að,“ sagði Ari, spurður um ástæður þessarar ákvörðunar. Haraldur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa tekið áskorun nokkurra manna um að bjóða sig fram til forystu fyrir Bændasamtök- in. Hann hefur átt sæti á Búnaðar- þingi í eitt kjörtímabil, verið formað- ur Búnaðarsamtaka Vesturlands í tæp tvö ár og setið þar lengi í stjórn, ásamt kúabúskap á Vestri-Reyni. Þórólfur Sveinsson tilkynnti það bréflega til fulltrúa á Búnaðarþingi um síðustu mánaðamót að hann hygð- ist bjóða sig fram til formennsku fyrir Bændasamtökin. Hann hefur verið formaður Landssambands kúabænda frá árinu 1998 og með hléum setið á Búnaðarþingi frá árinu 1995. Hættir sem for- maður bænda Tveir kúabændur á Vesturlandi hafa tilkynnt formannsframboð Ari Teitsson HARALDUR Briem sóttvarnalækn- ir segir mestar áhyggjur uppi um að veiran sem veldur fuglaflensunni í Asíu smitist á milli manna. Þá sé viðbúið að af stað fari nýr heimsfar- aldur inflúensu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vakir mjög vel yfir þessu og við fylgj- umst auðvitað grannt með en enn sem komið er hafa ekki verið settar á nein- ar ferðahömlur,“ segir Haraldur. Hann segir greinilegt af þeim til- fellum sem vitað er um að fólk hefur smitast af fuglaflensunni að um af- leita inflúensu sé að ræða og virðist dánartíðnin vera nokkuð há. Hins vegar er ekki vitað hversu margir hafa raunverulega sýkst án þess að verða mikið veikir, að hans sögn. „Enn sem komið er virðist þetta vera bundið við að menn smitist af kjúklingum en ekki er vitað til að sýk- ingin hafi borist manna á milli,“ segir Haraldur ennfremur. Sérkennilegt hvað fuglaflensan kemur upp á mörgum stöðum Hann segir öllum bera saman um að það sé mjög sérkennilegt að fugla- flensan skuli koma upp svona víða í Asíu og nánast samtímis á öllum stöð- um eins og raun ber vitni. Snemma á seinasta ári braust út faraldur í Hollandi meðal hænsnfugla af völdum fuglaflensu en hún náði ekki að breiðast út til annarra landa, að sögn Haraldar. „Núna er þetta orðið svo útbreitt að ég veit ekki hvernig þeir ætla að ná tökum á þessu í sínu lífríki. Það er sérkennilegt að hún skuli nánast samtímis koma upp á svona mörgum stöðum.“ Fuglaflensan skapar hættu á heimsfaraldri ÞRÁTT fyrir að verð á svínakjöti til bænda hafi hækkað um 50 kr./kg á síðustu mánuðum er verðið enn um 30% lægra en það var fyrir tveimur árum. Verðið hefur verið mjög lágt sl. tvö ár enda hefur verið of- framboð á markaðinum. Verulega hefur dregið úr framboðinu að und- anförnu og var framleiðslan í des- ember sl. 15% minni en í sama mán- uði árið 2002. Tölur frá Sláturfélagi Suður- lands um verð til svínabænda sýnir vel það ástand sem hefur verið á svínakjötsmarkaðinum síðustu tvö ár. Verðið var 240 kr./kg í desem- ber 2001, en fór tvívegis á síðasta ári niður í 120 kr. Verðið á almenn- um markaði var raunar enn lægra og var ekki óalgengt að bændur væru að selja svínakjöt á um og inn- an við 100 kr. á síðasta ári. Verð á svínakjöti hækkar                       !"#$%& '       
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.