Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 6
Örlítil myndavél sem nemur bæði
hljóð og mynd. Hægt er að koma
henni fyrir nánast hvar sem er og
fylgjast með því sem fyrir augu og
eyru ber.
TÆKI til iðnaðarnjósna eru í um-
ferð hérlendis þótt ekki hafi frést af
framandi hlerunarbúnaði á borð við
rafvædda ólífu á kokkteilpinna, eins
og dæmi er um erlendis. Hins vegar
hafa sést hér háþróaðir pennar með
innbyggðum hlerunarbúnaði sem
gerir njósnara kleift að hlýða á sam-
töl fólks í allt að 100 metra fjarlægð.
Ennfremur eru til örlitlar víd-
eómyndavélar sem hægt er að koma
fyrir nánast hvar sem er svo lítið
beri á. Þessi tæki kosta tugi þúsunda
króna, sem er þó lítið brot af verði
mælitækja sem gegna því hlutverki
að leita uppi hlerunartæki.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins geta pennar með hler-
unarbúnaði kostað um 50 þúsund
krónur, en verð á slíkum tækjum
liggur í gæðum þeirra. Gæði tækj-
anna markast síðan af drægni
þeirra, orkuþörf og stærð.
Varkárni og hlutlausir
fundarstaðir
Samkvæmt heimildum blaðsins
eru fulltrúar fyrirtækja hér sem er-
lendis gjarnan varkárir í sam-
skiptum sínum við aðra, þegar
vernda þarf viðkvæmar og um leið
verðmætar viðskiptaupplýsingar.
Þannig séu t.d. valdir hlutlausir
fundarstaðir, (öðru nafni clean
table) og tíðkast að sýna ákveðna
kurteisi þegar kemur að öryggis-
málum sem þessum.
Erlendis verja fyrirtæki töluverð-
um fjármunum í að leita uppi hler-
unarbúnað innan sinna veggja en
sem dæmi má nefna að mælitæki
sem greinir radíótíðni í hler-
unarbúnaði, getur kostað eina millj-
ón króna. Það eru þó ekki eingöngu
fyrirtæki í löglegum samkeppn-
isrekstri sem leiða hugann að þess-
um málum því dæmi eru um að fíkni-
efnasalar sem óttast afskipti
lögreglu hafi fengið sér slíkan bún-
að. Það skal þó tekið fram að hler-
anir lögreglu eru gerðar í þágu
rannsókna á opinberum málum og
fara ekki fram nema að fengnum
rannsóknarúrskurði dómstóla.
„Sweeper“ finnur „bögga“
Mælitæki til að finna hler-
unarbúnað nefnast á fagmáli
„sweeper“ en hlerunarbúnaður ým-
iss konar gengur undir nafninu
„bögg“.
Í viðskiptaheiminum hérlendis
munu ennfremur vera dæmi þess að
ráðnir hafa verið menn til að fylgj-
ast með tilteknum einstaklingum í
því skyni m.a. að athuga hverja hann
hittir o.s.frv. Þá er talað um að
„skyggja“ viðkomandi. Nokkrir ein-
staklingar hérlendis hafa starfað við
að „skyggja“ og kostar slík þjónusta
um 60 þúsund krónur á dag sam-
kvæmt heimildum blaðsins.
Hjá þeim sem til þekkja þykir ekki
óeðlilegt af hálfu fyrirtækja að verja
fjármunum til að verjast iðnaðar-
njósnum, einkum þegar kostnaður
við varúðarráðstafanir er örlítill
hluti af þeim fjármunum sem um er
að tefla í viðskiptum. Og iðnaðar-
njósnarar reyna ýmislegt. Til eru
venjuleg kreditkort með hler-
unarbúnaði, sömuleiðis vasareikni-
vélar, rafmagnsólífur að ógleymd-
um pennum. Þessi tæki eru keypt á
Netinu eins og annar varningur,
enda ekki ólöglegur sem slíkur.
Tæki til iðnað-
arnjósna í um-
ferð hérlendis
Þessi penni kostar 50 þúsund krón-
ur og lætur ekki mikið yfir sér fyrr
en hann er dreginn í sundur og
kemur þá í ljós hlerunarbúnaður.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sér einhver hlerunarpennann í
krukkunni? Það er sá svarti með
gula toppnum fjærst á myndinni.
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝLEGA fékk Stofnun Árna Magn-
ússonar að gjöf 500 þúsund Banda-
ríkjadollara eða tæplega 35 milljónir
króna frá erlendum velunnurum.
Með þessu fé verður stofnaður
Minningarsjóður Birgit Baldwin
(1960–1988) og á að verja ávöxtun
sjóðsins til að efla bóka- og tímarita-
kost Árnastofnunar.
Í fréttatilkynningu segir að stofn-
endur minningarsjóðsins eru for-
eldrar Birgit Baldwin, sagnfræðing-
arnir prófessor Jenny Jochens og
prófessor John Baldwin. Með til-
styrk sonar og tengdadóttur, Peter
Baldwin og Lisbet Rausing, vilja þau
minnast dótturinnar Birgit. Hún lést
sviplega í bílslysi 17. júní 1988 eftir
árekstur við drukkinn ökumann sem
ók á röngum vegarhelmingi. Var hún
þá að ljúka doktorsritgerð sinni í
samanburðarbókmenntun við Yale-
háskóla „Þessi stórhöfðinglega gjöf
er mikils virði fyrir Stofnun Árna
Magnússonar, og mun gera henni
kleift að stórbæta bókakost sinn,
fylla í skörð eldri bóka og styrkja
safnið sem helsta sérsafn íslenskt í
miðaldafræðum og þjóðfræði,“ segir
í fréttatilkynningunni.
Árnastofnun fær
35 milljónir að gjöf
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
opnaði nýjan vef þar sem saga
heimastjórnarinnar er rakin í máli
og myndum í Þjóðmenningarhúsinu
við Hverfisgötu í gær. Tilefni þess
að farið var að vinna að vefnum er
að 100 ár eru liðin frá því Íslend-
ingar fengu heimastjórn, en vef-
urinn hefur verið nokkra mánuði í
vinnslu. Slóðin á vefnum er
www.heimastjorn.is.
Morgunblaðið/Þorkell
Saga heima-
stjórnarinn-
ar rakin á
nýjum vef
„SÚ ákvörðun stjórnvalda að slíta
viðræðum við Atlantsál er viss von-
brigði,“ segir Reinhard Reynisson,
bæjarstjóri á Húsavík, um þá
ákvörðun stjórnvalda að hætta sam-
starfi við Atlantsál um byggingu ál-
vers á Húsavík.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær tilkynnti Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
heimamönnum fyrir helgi að sam-
starfinu við Atlantsál yrði hætt þar
sem ekki hefðu fengist fullnægjandi
eða traustvekjandi upplýsingar um
fjárfesta að baki fyrirtækinu.
Reinhard segir að unnið hafi verið
að málinu á grundvelli samnings við
stjórnvöld varðandi staðarvals-
ákvörðun vegna stóriðju á svæðinu
og sú vinna nýtist áfram. Hins vegar
þurfi að ljúka ákveðnum þáttum
varðandi staðarvalið og stefnt sé að
því sem fyrst til að hafa sterkari
stöðu, sýni nýir aðilar málinu áhuga.
Tímasetningar hafi miðað við árið
2008 eða jafnvel síðar og því sé næg-
ur tími til stefnu og ekki víst að
ákvörðunin raski tímaáætlunum.
„Ég vil ekki mála stöðuna dekkri lit-
um en hún er,“ segir hann og bætir
við að hann hafi fulla trú á að stóriðja
verði að veruleika á svæðinu.
„Það er mjög margt í þessari
vinnu sem segir okkur að aðstæður
eru góðar,“ segir Reinhard um und-
irbúningsvinnuna og hugsanlega
stóriðju. Hægt sé að byggja þarna
stóriðju í áföngum og þar sem góð
hafnaraðstaða sé fyrir hendi á Húsa-
vík þurfi ekki að byggja nýja stór-
iðjuhöfn strax. Eins sé ljóst að miklir
möguleikar á orkuöflun séu á svæð-
inu, háhitavirkjanir, sem geti farið
mjög langt í að skapa orku fyrir stór-
iðju við Skjálfanda. Orkan sé mjög
nálægt sem þýði hagkvæmni við
orkuflutninginn og minni kostnað.
Með tilliti til umhverfisáhrifa sé allt
annað að fara í háhitavirkjanir en
vatnsaflsvirkjanir með lónum. „Það
eru margir svona jákvæðir þættir,“
segir Reinhard.
„Uppbygging stóriðju á svæðinu
styrkir líka með afgerandi hætti
ákvörðun stjórnvalda að byggja upp
Eyjafjarðarsvæðið, sem við tilheyr-
um í raun og veru, og gera það að
stærra atvinnu- og þjónustusvæði.“
Segir að tíma-
áætlun þurfi
ekki að raskast
RÆTT VAR um próf læknanema á
þriðja ári á kennsluráðsfundi í Há-
skóla Íslands í gær en eins og greint
hefur verið frá voru nemarnir ósáttir
við að einingavægið var minnkað eft-
ir prófið.
Þórður Þórarinn Þórðarson, for-
maður Félags læknanema, segir að
engar lokaákvarðanir hafi verið
teknar á fundinum. Málið verði tekið
fyrir aftur á kennsluráðsfundi en eft-
ir sé að boða til þess fundar. „Við er-
um að reyna að setja þrýsting á að
vinna við heildarskipulag námsins
verði kláruð, þar með talin eininga-
málin og þess háttar. Þetta á því allt
eftir að skýrast betur,“ segir Þórður.
Stefán B. Sigurðsson, deildarfor-
seti læknadeildar, segir málið af-
greitt fyrst í kennsluráði áður en það
komi til deildarráðsins. Verið sé að
vinna í því af fullum krafti. „Málið
verður rætt í deildarráði þegar þar
að kemur. Stúdentar sitja í öllum
nefndum og ráðum og yfirleitt tveir
fulltrúar í hverju ráði,“ segir Stefán.
Próf læknanema á þriðja ári
Segjast vilja skýr-
ara námskipulag