Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁGÆTU lesendur. Ég fagna því, að sjá loks rætt um eyrnasuð eða tinnitus á síðum dagblaða. Eins fagna ég því að halda á opna ráð- stefnu um þetta vandamál, því ég er sannfærð um að mjög margir vita ekkert um þennan sjúkdóm. Ég er ein af mörgum sem þekki vanda- málið af eigin raun og vil því leggja orð í belg. Ég heiti Kristín Björk Ingólfs- dóttir, er 35 ára gömul og bý ásamt manninum mínum og tveimur börnum í Hrísey sem er afskaplega friðsæll og kyrrlátur staður. En ég á ekki gott með að njóta kyrrðarinnar sem hér ríkir, því ég er með tinnitus sem glymur í höfði mér all- an sólarhringinn allan ársins hring. Ég vel að nota orðið tinnitus, því mér finnst íslenska orðið suð eða eyrnasuð æði langt frá hátíðni sóninum sem er í eyrunum á mér. Ég tel að í mínu til- felli sé hægt að rekja tinnitusinn til aðgerða á eyrum og endurtekinna sýkinga í eyrunum frá barnsaldri. Hjá sumum virðist eyrnasuðið koma án nokurra skýringa. Á unglingsárunum man ég eftir því að hafa verið með suð í eyrunum en það var mér ekki til mikilla óþæg- inda þá, enda afskaplega lágt og ekki stöðugt. Ég hef fengið beinátu í bæði eyru. Hún orsakaði heyrn- arskerðingu og í kjölfar aðgerðar fór ég heldur betur að finna fyrir tinni- tus. Hann er í báðum eyrum og er ekki lengur suð heldur hátíðni sónn sem nístir í gegnum merg og bein og breytist sjaldan. Þessu fylgir mikil þrýstingstilfinning í höfði og spenna í líkamanum því sónninn er það skerandi að ósjálfrátt spennist mað- ur allur upp. Að lifa með tinnitus er ekkert grín. Fyrir utan þennan ömurlega skerandi són þá kemur til einbeit- ingarskortur og mikil þreyta, því vissulega er það þreytandi að hafa sóninn í eyrunum alltaf stöðugt. Kliður í margmenni reynir mjög á. Það er eins og umhverfishávaðinn magni upp sóninn og höfuðverkur bætist við. Það er aldrei þögn! Há- vaði eins og t.d. á dans- leikjum er alveg hrika- legur, það er bara ofsarok í höfðinu á manni á eftir. Tinnitus truflar svefn. Sónninn heldur fyrir manni vöku og oft tekur það upp undir tvo tíma að festa svefn. Ekki er því að neita að stundum kvíði ég því að fara að sofa því ég veit að ég kem til með að bylta mér lengi. Eins finnst mér ansi erfitt hvað þetta er óá- þreifanlegt. Það heyrir þetta enginn nema ég og stundum vildi ég óska að ég gæti leyft fólki að heyra sóninn, ekki þó til að fá vorkunn heldur mik- ið frekar til að það mundi skilja vandamálið. Ekki sést það utan á manni að það sé skerandi sónn í höfðinu. Ég hef tamið mér að reyna alltaf að vera jákvæð og hress og þá er maður í raun að blekkja fólk. En samt sem áður er mikilvægt að fara þetta á Pollýönnu hugsunarhætt- inum, en hún Pollýanna hugsaði allt- af að „það gæti verið verra“ … Suma daga líður manni það illa að Pol- lýanna getur ekki komið til bjargar, en þá vanlíðan ber maður aðeins innra með sér. Við vitum að ekki er til bein lækn- ing við þessum hvimleiða sjúkdómi. Við vitum líka að nokkur lyf eru til sem hafa reynst vel fyrir ákveðna einstaklinga eða ákveðna tegund af tinnitus. Ýmislegt er gert víða um lönd sem hjálpar fólki að lifa með þessu og dæmi er um að fólk fær bót meina sinna með þjálfun og meðferð. Mikilvægt er að bregðast rétt við sem allra fyrst. Það er afskaplega mikill munur á því, að segja fólki að ekkert sé hægt að gera annað en að læra að lifa með þessu og því að leið- beina einstaklingunum í gegnum helstu úrræði sem reynst hafa öðr- um vel í von um að það nýtist við- komandi. Þess vegna treysti ég því að umræðan verði til að auka skiln- ing á þessu vandamáli og að heil- brigðisyfirvöld sjái til þess að mál tinnitusþolenda fari í viðunandi far- veg. Ég vona svo sannarlega að ein- hvern daginn muni læknavísindin finna úrræði sem lækna tinnitus, því þjáningin er mikil. Eins gleðst ég mjög yfir því að fé- lagið Heyrnarhjálp vinnur nú að heimasíðu þar sem tinnitusþolendur geta átt samskipti og fengið ráðlegg- ingar. Á þeim vef verður alltaf hægt að komast í samband við einhvern sem er að upplifa það sama og ég og skilur mig. Það er mikil framför mið- að við þá einangrun sem tinnitusþol- endur búa við núna. Daglegt líf með tinnitus Kristín Björk Ingólfsdóttir fjallar um eyrnasuð ’Á unglingsárunumman ég eftir því að hafa verið með suð í eyrunum en það var mér ekki til mikilla óþæginda þá, enda afskaplega lágt og ekki stöðugt. ‘ Kristín Björk Ingólfsdóttir Höfundur er sjúkraliðanemi í fjarnámi. HUGMYNDIR hafa verið settar fram um að Ísland taki upp fjölmynt- arkerfi. Rétt er að benda á að slík skipan setur hlutverk krón- unnar sem lögeyris í uppnám og skapar óhagræði í við- skiptum. Þá dregur myntvæðing úr stöð- ugleika efnahags- og fjármálalífsins. Lög- formleg upptaka evr- unnar sem lögeyris er skynsamlegri lausn. Evran færir okkur hagræðið af alþjóðamynt og er þegar undirstaða mun meiri við- skipta en dollari eða pund. Væri sú tilhögun tengd ESB-aðild fylgdi því jafnframt meiri stöðugleiki. Á meðan Evrópuþjóðir hafa tek- ið upp evruna til að eyða geng- issveiflum á sameiginlegum mark- aði Evrópu og auka hagkvæmni og hagvöxt, hafa Íslendingar mátt glíma við hátt vaxtastig og sveiflu- kennt og hátt raungengi. Þróun gjaldeyrismála síðustu missiri hef- ur miðast við að draga úr þeim áhrifum. Fyrirtækjum hefur verið heimilað að færa reksturinn í er- lenda mynt og viðskiptabankar bjóða nú íbúðarlán í erlendri mynt. Í kjölfarið hafa sum fyr- irtæki tekið að greiða innlendan kostnað, þ.á m. launakostnað, í er- lendri mynt. Slík myntvæðing dregur úr geng- isáhættu tengdri er- lendum lántökum, en setur hlutverk lögeyr- isins í uppnám. Pen- ingar eru gjaldmiðill sem viðskipti byggjast á. Þeir eru líka mæli- eining sem gerir okk- ur kleift að bera sam- an verð á vöru og þjónustu. Að hafa einn lögeyri færir okkur þá hagkvæmni. Margar myntir í umferð samfara síbreytilegu gengi leiðir til þess að verðið er á fleygiferð. Það ruglar verðskyn fólks og dregur úr hag- kvæmni í ráðstöfun verðmætanna. Þá má benda á að þar sem nokkrar myntir keppa um hylli viðskiptaaðila, verður ein þeirra að lokum ráðandi. Aðrir sjá sér hag í að taka við þeirri mynt sem flestir nota. Vegna mikilvægis evrunnar yrði hún fljótlega allsráðandi hér- lendis. Fjölmyntalausnin er því ekki skynsamleg lausn í sjálfu sér né sem leið að taka upp evruna. Skynsamlegra er að taka evruna upp lögformlega. Reynsla smá- ríkja Suður-Ameríku af doll- aravæðingu er að það hefur leitt til lægri vaxta og stöðugra verð- lags vegna þess að gjald- miðlaáhættan minnkaði og sam- keppni í hagkerfinu jókst. Sú skipan hefur hins vegar ekki tryggt aðhald í opinberum fjár- málum og mörg þeirra ríkja hafa lent á framfæri Alþjóðagjaldeyr- isvarasjóðsins vegna þess að þau réðu ekki við öran vöxt erlendra skuldbindinga. Ef óstjórn op- inberra fjármála eða slakur árang- ur í erlendum viðskiptum er lang- varandi getur slíkt fyrirkomulag aukið sveiflur í hagvexti. Þá er myntsláttuhagnaði fórnað sem og getan til að nota sjálfstæða peningastjórn sem skamm- tímaaðgerð til að bregðast við inn- lendum eða erlendum áföllum. Síð- ara atriðið er kannski ofmetið þar sem langtímaáhrif sjálfstæðrar peningastjórnar á samkeppnisstöð- una eru hverfandi. Myntvæðing er því engin töfra- lausn. Hún krefst mikilla kerf- isbreytinga til að tryggja sam- keppnisstöðuna og virks aðhalds í fjármálastjórninni til að tryggja stöðugleika. Þá er afar mikilvægt að gengið sé fest á réttu róli. Nú er gengi krónunnar líklega allt of hátt til að festa það varanlega sem undanfara upptöku evrunnar. Lögformleg upptaka evrunnar sem lögeyris yrði skárri kostur en sjálfsprottin myntvæðing. Slík skipan varðveitir hagræðið af lög- eyri og eykur sjálfbæran hagvöt til lengri tíma litið. Við þær að- stæður er fjármálastöðugleikinn samt alfarið háður árangri okkar í erlendum viðskiptum og fjár- málum hins opinbera. Ákjós- anlegra yrði að taka upp evruna með aðild að Evrópusambandinu og EMU þar sem fjármálastöð- ugleikinn yrði tryggður með tví- hliða samstarfi við Evrópska seðlabankann. Land án lögeyris? Þorsteinn Þorgeirsson skrifar um fjölmyntarkerfi ’Margar myntir í um-ferð samfara síbreyti- legu gengi leiðir til þess að verðið er á fleygi- ferð.‘ Þorgeir Þorgeirsson Höfundur er hagfræðingur SI Á miðstjórnarfundi RSÍ þ. 23. jan. voru töluverðar umræður um væntanlegar breytingar á rekstr- arskipulagi raforkukerfisins. Und- anfarið hefur verið unnið að laga- frumvarpi sem kemur væntanlega fyrir Al- þingi á næstunni, þar sem raforkukerfinu verður skipt upp í 3 sjálfstæðar einingar; raforkuframleiðslu, dreifikerfi og svo sölufyrirtæki. Með þessu er verið að full- nægja reglugerðum frá Evrópska efna- hagssvæðinu. Reka á hverja einingu sjálf- stætt og þær eiga hver um sig að skila arði sem ekki verður færanlegur milli ein- inga. Stefna á að því að ná arði með hag- ræðingu án gjaldskrárhækkunar, en fyrir liggur að það verður ekki hægt. RSÍ hefur áður varað við þessu og bent á dæmi erlendis frá. Þar var hagræðingu náð með sam- drætti í viðhaldi og endurnýjun kerfisins, m.a. með því að fækka starfsmönnum í viðhaldi. Full ástæða er að halda því vel til haga að oft verður að líta á línuflokka eins og slökkvilið. Það verður að vera hægt að ræsa út ákveðinn lág- marksflokk á hverju svæði með stuttum fyrirvara. Hann þarf að hafa aðgang að ákveðnum tækja- búnaði. Þetta þekkjum við öll vel og höfum oft séð á eftir harðsnúnu liði rafiðnaðarmanna út í stórhríðina þar sem brotist er til fjalla í kaf- andi ófærð og línukerfið lagað. Vart er raunhæft að ætlast til þess að sú sérþekking sem er fólgin í viðhalds- flokkum RARIK og Landsvirkj- unar og sá sérhæfði búnaður sem þar er, sé til staðar og aðgengilegur á hinum almenna markaði. Á áttunda áratugnum fóru nokkrar þjóðir út í sams konar að- skilnað. Þær eru í dag að upplifa að rekstraraðilar hafa lítið sinnt end- urnýjum raforkukerfisins og við- hald þess hefur verið í lágmarki. Þetta hefur verið að koma fram í að stór svæði hafa verið rafmagnslaus um lengri og skemmri tíma. Hér má benda á nýleg dæmi eins t.d. New York og í Kaliforníu þar sem ríkir nánast ófremdarástand. Ekki er langt síðan stór svæði í Suður- Svíþjóð og á Ítalíu voru án raf- magns. Í þessu sambandi má einnig benda á vatnsveitur og járn- brautakerfið enska. Nú þurfa neyt- endur og/eða skattborgarar þessara landa að velja um að greiða veru- lega hærri afnotagjöld eða þá að kaupa veiturnar til baka og leggja í þær umtalsverðar fjárhæðir af skattfé til endurnýjunar. Miðstjórn RSÍ telur fulla ástæðu til að í und- irbúningi þessara breytinga verði útfært hvernig eftirliti með rekstr- inum verði háttað, hvaða kröfur um rekstraröryggi verða gerðar og til hvaða aðgerða á að grípa verði rekstraraðilar uppvísir að því að láta dreifikerfin úreldast með því að segja upp viðhaldsflokkum og draga úr endurnýjun kerfisins. Neytendur verða að fá skýr svör við því hvernig á að hagræða til þess að ná settum markmiðum um 4–7% arð í þessum fyr- irtækjum. Í þessu sambandi má benda á að RARIK á og rekur gamlar virkj- anir. Raforka frá þeim er mjög ódýr, þar má t.d. nefna Andakíls- árvirkjun þar sem KWst kostar um 30 aura. Þetta skilar sér með beinum hætti sem niðurgreiðsla á dreif- ingu. Annað dæmi, Landsvirkjun er með samning um sölu á raf- magni til ALCAN á 18 mills KWst og skilar því við vegg aðveitu- stöðvar í Straumsvík. Hvernig á að standa við þennan samning þegar dreifikerfið er orðið sjálf- stætt og á að skila 7% arðsemi. Hver á að greiða fyrir flutning raf- magnsins? Í þeim löndum sem þetta hefur verið gert hefur rafmagn til al- mennings hækkað töluvert á meðan rafmagn til stórnotenda hefur stað- ið stað eða lækkað. Það liggur fyrir að dæmið gengur ekki upp öðruvísi nema að hækka verð á rafmagni. Spurningin er hvort það verður á suðvesturhorninu eða í hinum dreifðu byggðum. Ljóst er að ef raforka í hinum dreifðu byggðum hækkar flytja fyrirtækin. Hin al- menni borgari stendur uppi at- vinnulaus og með verðlausar eignir. Við höfum verið að upplifa þetta vegna tilfærslu á kvóta. Þetta mál getur snúist upp endanlegan dauða- dóm yfir hinum dreifðu byggðum hér á landi. Munu þéttbýlingar sætta sig við verulega hækkun á raforku? Hætta er á að enn einu sinni verði dreifbýlingum og þétt- býlingum att saman. Orkuveitufyrirtækin eru vel rek- in, þau hafa reist mikil og glæsileg mannvirki þar sem öll aðkoma er með miklum sóma. Arður af göml- um virkjunum er nýttur til að styrkja dreifikerfið og skilar sér í lægra raforkuverði. Með nýju fyr- irkomulegi mun hann aftur á móti renna í vasa örfárra sterkra fjár- magnseigenda og hin almenni borg- ari verður að greiða hærra orku- verð og að auki að búa við mun lakara rekstraröryggi. Ísland gat fengið frávik frá þessum settu reglugerðum frá Brussel, vegna smæðar og sérstöðu hins íslenska markaðar. Því var ekki sinnt af hálfu núverandi stjórnvalda og nú erum við í þeirri stöðu að verða. En það er samt sem áður hægt að komast frá þessu með þokkalegum hætti ef vel er að verki staðið. Mið- stjórn RSÍ hvetur eindregið til þess að það verði gert á 100 ára afmæli raforkuveitna. Á að hækka raforkuverð að óþörfu? Guðmundur Gunnarsson skrif- ar um raforkukerfið Guðmundur Gunnarsson ’Raforkukerf-inu skipt í þrennt?‘ Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.