Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 33
Þýskalandi og Danmörku. Hún
þýddi líka kennslubækur og lauk
kennaraprófi.
Kröfur hennar um ýtrustu fag-
mennsku hlutu ekki alltaf hljóm-
grunn og það sárnaði henni. Fag-
maðurinn einn veit um alla vinnuna
sem liggur að baki fullunninni flík og
henni sárnaði hroki, heimska og til-
litsleysi. Eitt sinn er fjölskyldan var
að setjast að jólaborði á aðfangadag
hringdi síminn. Frú nokkur vildi
kjól. Bergljót benti henni á dagsetn-
inguna en frúin sagðist þurfa kjólinn
fyrir frumsýningu í Þjóðleikhúsinu.
Þegar Bergljót benti henni á helgi
jólanna sagði hún: „Þetta er ekki
fyrr en kl. átta á annan.“
Hún var alla tíð grönn og nett. Það
sérstaka við útlit hennar voru augun,
annað blátt, hitt brúnt. Munnurinn
sérstakur þar sem neðri vörin var
áberandi breiðari en sú efri. Hún
hafði mikla útgeislun og frábæra frá-
sagnarhæfileika. Hún hlustaði á fólk.
Eins og margir með listræna hæfni
virtist hún ekki áhugasöm um heim-
ili og börn. Hugur hennar stefndi til
einhvers skírra, einhvers blárra, svo
við vitnum í Jón Helgason. Samt var
hún afburðakokkur og bakaði af
snilld þegar sá gállinn var á henni.
Það var oft eins og einhver ein-
semd fylgdi henni. Við nánari kynni
kom í ljós að hún var tvíburi og þær
systurnar Valdís og hún voru að-
skildar ungar. Ótímabær dauði Val-
dísar á unga aldri var sár sem aldrei
greri. E.t.v. voru það þröngar að-
stæður í uppeldinu sem sniðu henni
stakk sem settu svip sinn á skap
hennar. Hún var afar stolt kona sem
vildi engum skulda, átti fáa en
trausta vini.
Þau kærleiksverk sem hún vann
mér vildi hún örugglega ekki tíunda
hér. Því fylgja hér innilegar þakkir
fyrir allt sem Bergljót Ólafsdóttir
gerði fyrir mig.
Meðal fyrstu minninga hennar var
þegar hún og Valdís leiddust inn í
kirkjuna í hvítum kjólum með bláum
stjörnum á jóladag. Fólki varð star-
sýnt á þessu fallegu börn með slegið
hárið og svona fínar. Þær litu upp og
sjá; hvolf kirkjunnar var blátt með
gylltum stjörnum, tákn himinsins
þar sem Guð býr. Þær spurðu hvor
aðra: „Kanske erum við þá bara
englar.“
Nú hefur heimurinn hætt að setja
sitt mark, sem stundum sveið á
langri ævi Bergljótar Ólafsdóttur.
Hún braust úr þeim viðjum, sem
heimurinn setti henni. Hæfileikar
hennar skiluðu sér í ríkum mæli til
barnanna sem rækta arfleifð hennar.
Nú eru þær sameinaðar á ný, engla-
börnin, Bergljót og Valdís.
Innilegar samúðarkveðjur til
barna og ættingja. Hvíli hún í friði.
Erna Arngrímsdóttir.
Að heilsa og kveðjast er lífsins
saga.
Við Bergljót Ólafsdóttir kjóla-
meistari sem nú er kvödd heilsuð-
umst fyrst á haustdögum 1960, er ég
hóf – á laugardegi – nám í kjólasaumi
undir hennar handleiðslu. Þau Óli
höfðu þá nýlokið myndarlegri við-
byggingu við íbúðarhús fjölskyld-
unnar undir saumastofu hennar að
Laugarnesvegi 62.
Bergljót var þarna á blómaskeiði
starfsferils síns og mikil umsvif í
starfseminni, sérsaumur, þar sem
samkvæmiskjólar, dagkjólar og ekki
síst brúðarkjólar urðu til. Skátabún-
ingar voru framleiddir inn á milli. Þá
er eftir að nefna sauma- og sníða-
námskeiðin, þar sem hún kenndi af
þekkingu og röggsemi. Þessi nám-
skeið voru konum kærkomin fyrir
margra hluta sakir, það að geta lært
að bjarga sér við að sauma fatnað á
sig og fjölskylduna og ekki síður
menntunarþrá þeirra.
Á þessum tíma voru fá tækifæri til
náms fyrir konur sem höfðu stofnað
heimili og áttu börn. Margar konur
hafa sagt mér að þeim hafi fundist að
þær væru komnar í „alvöru skóla“
því frú Bergljót gerði kröfur um ár-
angur. Hún hafði ekki áhyggjur af
því að námskeiðin drægju úr þörf
fyrir sérsaum, þvert á móti taldi hún
að með aukinni þekkingu myndu
fleiri gera kröfur um fagvinnu á
stóru stundunum. Það voru pressu-
böllin, stangveiðiárshátíðirnar, brúð-
kaupin, þar sem kjólar á marga með-
limi stórfjölskyldunnar fylgdu í
kjölfarið, og síðan voru viðskiptavin-
ir sem þurftu dagkjóla, kokteilkjóla
og þarna heyrði ég fyrst talað um
„þann litla svarta“ sem gott var að
eiga. Listfengi meistarans fékk oftar
en ekki útrás í perlu- og pallíettu-
saumi ásamt sniðagerð sem hæfði.
Bergljót var ákaflega dugleg, metn-
aðargjörn og framsækin. Hún fann
ríka þörf fyrir að auka þekkingu sína
á sem flestum sviðum. Þekkingu sem
hún vildi færa áfram til næstu kyn-
slóða. Hún hafði numið áður í Dan-
mörku, lokið kennaraprófi hér heima
og árið 1961 fór hún í fyrsta skipti,
þá á vegum þýska sendiráðsins, til
Þýskalands til að kynna sér fyrir-
komulag og kennsluhætti í fagskól-
um, þar sem hún bar stóra drauma í
brjósti ásamt fleirum um að koma
upp samræmdri kennslu fagsins í
skóla hérlendis.
Þegar heim kom, með unga þýska
stúlku, menntaða í faginu, tók hún
annan nema og hóf að undirbúa eigin
tískusýningu sem haldin var í Sjálf-
stæðishúsinu við Austurvöll 1963.
Tískusýning var stór viðburður í
menningarlífinu á þessum árum.
Sýningin vakti mikla athygli og fyllti
húsið þrisvar að mig minnir. Einnig
tók hún þátt í glæsilegum sýningum
Kjólameistarafélagsins, sem haldnar
voru nokkuð þétt á árunum kringum
1970. Var hún virk í þeim félagsskap
og tók að sér ábyrgðarstörf innan fé-
lagsins.
Bergljót sinnti kennslu í sniðagerð
kjólasaums sem kennd var sam-
ræmd í Iðnskólanum þegar nemar á
samningi fóru í skólann til náms í
hefðbundnum sameiginlegum grein-
um iðnnáms. Fór hún margar náms-
ferðir erlendis til að dýpka þekking-
arbrunn sinn og víkka sjóndeildar-
hringinn. Skólinn tók alfarið við
kennslu fagsins árið 1978. Áður hafði
skólinn farið af stað með námskeið
fyrir byrjendur og starfsfólk í fata-
iðnaði árið 1970, þar sem Bergljót
var aðalkennari. Hún kenndi við
Fataiðndeildina til starfsloka.
Starfsdagur konu með stórt heim-
ili og mikil umsvif í atvinnurekstri
hlýtur að verða langur. Aldrei minn-
ist ég þess þó að hafa heyrt meist-
arann minn kvarta um þreytu, slíkur
var áhuginn. Þegar ég á seinni árum
afsakaði mig við hana hve langt leið á
milli þess að ég hafði samband við
hana sagði hún þó: „Ætli ég viti ekki
manna best hvað er að hafa mikið að
gera?“ Bergljótu Ólafsdóttur kveð
ég með virðingu og í kærri þökk fyrir
allt.
Hrefna Kristbergsdóttir.
fékk t.d. aldrei inflúensu meðan hún
lifði. Hún minntist þess ekki að hafa
fengið kvef í nös. Ég er viss um að
hún skilur sátt við þetta líf.
Ég vil að lokum þakka ömmu fyr-
ir þann tíma sem við áttum saman.
Ég hugsa að æska mín hefði ekki
verið eins hamingjurík ef ömmu
hefði ekki notið við.
Guð blessi minningu Lóu Lúth-
ersdóttur.
Berglind.
Kveðja til ömmu Lóu.
Það er sárt fyrir mig að sjá á eftir
ömmu minni, en samt léttir líka þar
sem hún hafði verið veik svo lengi og
erfitt að horfa á hana svona mikið veika
eins og hún var síðustu fimm árin.
Allt frá því ég man eftir mér sótti
ég rosalega mikið í ömmu Lóu. Ég
vildi helst vera hjá henni og fara
með henni hvert sem hún fór. Það
var ekki svo sjaldan sem ég hringdi í
ömmu og bað hana að sækja mig í
Lækjargötuna, því ég ætlaði að taka
Hafnarfjarðarstrætó til Reykjavík-
ur. En þegar amma var önnum kafin
og komst ekki til að sækja, mig þá
lærði ég bara á strætisvagninn sem
gekk vestur í bæ og kom mér sjálf
til ömmu Lóu. Ekkert vesen bara
mætti hvort sem henni líkaði betur
eða verr. Stundum fór ég með
ömmu í vinnuna og hékk hjá henni
og Helgu systur hennar í fataheng-
inu á Hótel Loftleiðum og fannst
ekkert skemmtilegra.
Amma fór mjög oft til útlanda,
Glasgow, Köben, London og víðar
og beið ég yfirspennt eftir að hún
kæmi heim því hún keypti alltaf
eitthvað handa mér og þar að auki
var ég yfirleitt farin að sakna henn-
ar.
Svo kom auðvitað að því að mig
langaði að fara með ömmu til út-
landa, og skelltum við okkur til Kö-
ben þegar ég var 10 ára. Það var
mögnuð ferð. Við vorum í 12 daga og
fórum öll kvöldin í Tívolí, en á 10.
degi sagði amma, Íris mín er virki-
lega ekkert annað sem þig langar að
gera en að fara í Tívolí? Þú ert búin
að fara í öll tækin mörgum sinnum.
Nei mig langaði akkúrat ekkert
annað en að fara í Tívolí, og þá sagði
amma bara, jæja förum að hafa okk-
ur til og drífum okkur í Tívolí. Það
var þannig sem hún var við mig,
gerði allt fyrir mig alveg sama hvað
það var. Svo var það þegar ég var 16
ára að við skruppum aftur til Köben.
Mér fannst amma ekki nógu snör í
snúningum á Strikinu því að ég varð
að fara í búðir alla dagana. Ég stakk
því upp á því við ömmu að hún gæfi
dúfunum á meðan ég skryppi í búð-
ir, sem hún samþykkti. Fundum við
þennan líka fína bekk hjá gosbrunn-
inum á miðju Strikinu sem ömmu
fannst flottur og þar voru allar dúf-
urnar. Keypti ég fóður handa dúf-
unum sem ég lét hana fá, en amma
var mikill dýravinur, og kíkti ég á
hana á klukkutíma fresti til þess að
bæta á fóðrið fyrir dúfurnar og
einnig sá ég til þess að amma fengi
ís og sælgæti því það var eitt af því
besta sem hún fékk. Svona liðu dag-
arnir á Strikinu hjá okkur ömmu og
alltaf sagði hún, ertu komin aftur,
Íris mín, ertu nokkuð búin í búð-
unum. Hún amma Lóa var ekki erf-
iður ferðafélagi enda varð þetta
ekki síðasta Köben ferðin okkar
saman.
Oft fórum við í kaffi til Huldu vin-
konu ömmu eða til Helgu systur
hennar og Konna eða kíktum jafn-
vel í Kringluna og tókum þá stund-
um Jónu Tomm með okkur. Vinkon-
um ömmu fannst ég bara hluti af
henni því ég var alltaf í pilsfaldinum
á henni.
Þegar við Ásgeir fórum að búa
saman sóttum við oft ömmu Lóu.
Hjá okkur settist hún við eldhús-
gluggann og horfði út yfir fjörðinn
og hafði alltaf á orði hversu útsýnið
væri magnað. Við töluðum saman
allan tímann sem hún var hjá mér,
en það var ekki aðalatriðið heldur að
amma var hjá mér og ég hjá ömmu.
Þannig var sambandið okkar ömmu
Lóu alla tíð, bara að vera saman.
Ég kveð elsku ömmu Lóu mína,
bara í bili, með söknuði og eftirsjá
og læt það vera mína hinstu kveðju
til hennar að þakka henni fyrir allt.
Íris.
Elsku amma mín, nú kveð ég þig
hinni hinstu kveðju. Þó finnst mér
sem ég hafi hvatt þig fyrir löngu þar
sem sjúkdómur þinn tók þig eigin-
lega frá okkur löngu áður en að
endalokum þínum kom. Við við-
skilnað þinn rifjast upp margar
ánægjulegar samverustundir frá
æskuárunum og hlýr faðmur sem
huggaði lítið hjarta. Í minningunni
kemur upp mynd af þér sitja við eld-
húsborðið að leggja kapal. Á meðan
fékk ég að laumast í nammiskúffuna
góðu, sem alltaf var full af góðgæti.
Alltaf var gaman að fá að róta í
dótinu þínu og þá sérstaklega
saumadótinu. Enda kenndir þú mér
ungri að sauma út og kveiktir áhuga
minn á hannyrðum.
Það var fastur liður í tilverunni að
koma á hverjum sunnudegi að heim-
sækja þig og afa. Þá hittumst við all-
ir afkomendur ykkar og áttum góð-
ar stundir saman. Héldum okkar
litlu ættarmót og styrktum fjöl-
skylduböndin.
Síðustu æviár þín bjóst þú á
hjúkrunarheimilinu Eir, við góða
aðhlynningu starfsfólksins þar. Fær
það mínar bestu þakkir fyrir.
Nú er þinni lífsgöngu lokið og taka
við nýir tímar hjá þér með afa. Ég
þakka þér fyrir öll árin sem við áttum
saman. Megir þú hvíla í friði, amma
mín.
Guðrún.
Móðir okkar,
EBBA PALUDAN-MÜLLER,
Hrólfsskála,
Seltjarnarnesi,
lést laugardaginn 3. janúar síðastliðinn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarþel.
Ólafur Pétursson,
Sigurður Pétursson.
Eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR ÁMUNDASON
bóndi að Ásum,
Gnúpverjahreppi,
er látinn.
Stefanía Ágústsdóttir.
Ástkær eiginkona, móðir okkar, fósturdóttir
og amma,
ERNA GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR,
sem lést miðvikudaginn 21. janúar, verður
jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn
30. janúar kl. 15.00.
Gunnar Finnsson,
Ragnheiður Á. Gunnarsdóttir,
Hildur B. Gunnarsdóttir,
Gunnar L. Gunnarsson,
Magný Kristinsdóttir, Sæberg Þórðarson
og barnabörn.
Elskulegur farðir okkar, tengdafaðir, afi, lang-
afi og langalangafi,
TYRFINGUR ÁRMANN ÞORSTEINSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu fimmtu-
daginn 15. janúar.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Aðstandendur þakka öllum, er auðsýndu þeim samúð og vinarhug við
andlát hans og útför.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á G-gangi 3. hæð á Hrafnistu.
Arnoddur Tyrfingsson, Kristín Magnúsdóttir,
Jóhanna Tryfingsdóttir, Jón Jóhannsson,
Elísabet Árný Tyrfingsdóttir, Georg Valentinsson,
Garðar Tyrfingsson, Erla Jónsdóttir,
Þorsteinn Guðni Tyrfingsson, Ingibjörg Jakobsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR HELGI GESTSSON,
Smyrilshólum 2
í Reykjavík,
sem andaðist þriðjudaginn 20. janúar, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu-
daginn 29. janúar kl. 13.30.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
Móðir okkar,
ÞURÍÐUR GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Hæðargarði 33,
lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn
25. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Haraldur Heimir,
Anna Kristín,
Ólafía Bjarney.