Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 13
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 13
Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í símum 587 3800 og 899 2959.
Þorramaturinn
eins og þú vilt hafa hann
Meira af þessu og minna af hinu
Hafðu samband eins oft og þú vilt!
Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni
Taktu lífinu létt
- ostur fullkomnar salatið
ÓDÝRT
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
en gott
Við bjóðum
14
34
/
TA
K
T
ÍK
n
r.
4
0
C
Stærð:
D: 50 cm
B: 30/40 cm
H: 180 cm
Stál-
skápar
fyrir
vinnustaði
kr. 7.719,-
Verð frá
Stálskápar
(Fyrsti skápur
kr. 8.840,-)
STOFNAÐ hefur verið nýtt stétt-
arfélag, Félags skipstjórnarmanna.
Að stofnun hins nýja félags standa
gamalgróin félög skipstjórnar-
manna, en þau eru Skipstjóra- og
stýrimannafélag
Norðlendinga
stofnað 1918,
Skipstjóra- og
stýrimannafélag-
ið Aldan sem er
eitt elsta starf-
andi stéttarfélag
landsins stofnað
1893 og Félag ís-
lenskra skip-
stjórnarmanna
sem varð til upp úr sameiningu
þriggja eldri félaga árið 2000, en á
rætur að rekja aftur til ársins 1919.
Forsvarsmenn þessara þriggja fé-
laga hafa undanfarin tvö ár unnið að
samruna félaganna. Mikilvægum
áfanga lauk síðan með allsherjarat-
kvæðagreiðslu meðal félagsmanna
sl. sumar þar sem 95 % þeirra sem
atkvæði greiddu, lýstu sig hlynnta
sameiningu félaganna.
Á síðari stigum þessa ferlis leit-
uðu forsvarsmenn Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Sindra á Aust-
fjörðum eftir aðild að hinu nýja fé-
lagi. Eftir sameininguna eru yfir
70% af öllum íslenskum skipstjórn-
armönnum félagsmenn í Félagi
skipstjórnarmanna sem þar með er
langstærsta aðildarfélag innan Far-
manna- og fiskimannasambands Ís-
lands. Nú stendur yfir atkvæða-
greiðsla meðal félagsmanna
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins
Bylgjunnar á Vestfjörðum um aðild
að Félagi skipstjórnarmanna, og
standa væntingar til að Vestfirðing-
ar samþykki sameiningu, sem
styrkti félagið enn frekar.
Aðalskrifstofa félagsins verður í
Borgartúni 18 í Reykjavík, en einnig
verður starfrækt þjónustuskrifstofa
á Akureyri.
Formaður hins nýja félags er
Árni Bjarnason, varaformaður
Magnús Harðarson og fram-
kvæmdastjóri Guðjón Ármann Ein-
arsson.
Nýtt félag skipstjórn-
armanna stofnað
Árni Bjarnason
LOÐNUVEIÐI var heldur treg í
gær, en flotinn var þá að veiðum
djúpt austur úr Glettinganesi.
Slæmt veður var á miðunum á
sunnudag og lágu þá veiðar að
mestu niðri en skipin hófu veiðar í
gærmorgun þegar veðrinu slotaði.
Lítið hafði fengist þegar Morg-
unblaðið ræddi við skipstjórn-
armenn síðdegis í gær en þeir
sögðu þó enga ástæðu til að ör-
vænta, nóg væri af loðnu og hún
myndi gefa sig um leið og aðstæður
yrðu skaplegar.
Alls hafa borist um 25 þúsund
tonn af loðnu á land frá áramótum,
samkvæmt upplýsingum frá Sam-
tökum fiskvinnslustöðva. Mest hef-
ur verið landað af loðnu hjá Eskju
hf. á Eskifirði eða um 10.572 tonn-
um en Síldarvinnslan í Neskaupstað
hefur tekið á móti 9.578 tonnum.
Aðrar verksmiðjur hafa tekið á
móti mun minna magni.
Miklu landað á Akranesi
Vinnsla í síldar- og fiskimjöls-
verksmiðju HB er nú í fullum
gangi. Landanir fyrir og um
helgina voru alls 4.616 tonn af
loðnu. Faxi RE landaði á föstudag-
inn 1.459 tonnum, Víkingur AK 100
landaði aðfaranótt sunnudagsins
1.264 tonnum og Ingunn AK 150
landaði í gær 1.893 tonnum.
Vinnslan fer vel af stað og eru af-
köst verksmiðjunnar nú um 1000–
1100 tonn á sólarhring. En þess má
geta að við slík afköst er fram-
leiðslan á mjöli rúm 170 tonn á sól-
arhring og framleiðslan á lýsi er
um 100 tonn. En fituinnihald loðn-
unnar er mjög breytilegt eftir árs-
tíma.
Miklar breytingar voru gerðar á
verksmiðjunni fyrir nokkrum árum
og hún nánast endurbyggð frá
grunni árið 1997 og er í dag ein
fullkomnasta verksmiðja sinnar
tegundar hér á landi og þótt víða
væri leitað. Reksturinn hefur geng-
ið vel undanfarin ár og hafa mjöl-
og lýsisafurðir verksmiðjunnar lík-
að mjög vel. Allur aðbúnaður í
verksmiðjunni hefur tekið miklum
breytingum og er þetta sennilega
eina bræðslan í heiminum með mál-
verk á veggjum.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Frysting loðnu fyrir Rússlandsmarkað er nú hafin víða um land, enda
markaðsaðstæður góðar. Hoffell SU landaði um helgina fyrstu loðnu ársins
á Fáskrúðsfiði, um 560 tonnum, og fór stærstur hluti aflans til frystingar.
Treg veiði á
loðnumiðunum