Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 22
námskeiðum. Þær hafa síðan haft nóg að gera við að miðla öðrum af þekkingu sinni og haldið námskeið víða fyrir almenning jafnt sem heil- brigðisstarfsfólk og íþróttakenn- ara. „Við viljum breiða út boðskap- inn og erum að leita eftir þjálfurum um land allt. Þeir, sem hafa hug á því að komast á þjálfaranámskeið í stafgöngu, geta haft samband við Gígju Gunnarsdóttur, sviðsstjóra almenningssviðs ÍSÍ og einnig er hægt að fá upplýsingar inni á heimasíðu ÍSÍ, www.isisport.is um starfandi stafgönguhópa. Stafganga á rætur að rekja til Finnlands. Þjálfarar gönguskíða- manna létu kappana arka um með stafina sumarlangt eftir að snjór hvarf, til að halda efri hluta lík- amans í þjálfun, en stafgangan var gerð þar að almenningsíþrótt árið 1997. Litlu vöðvarnir í bakinu styrkjast Síðasta vor átti Sigurbjörg Árna- dóttir, sem lengi hafði verið búsett í Finnlandi, frumkvæði að því að vilja kynna íþróttina fyrir Íslend- ingum og var ákveðið að setja á Stafganga nýtur æ meiri vinsælda. Hægt er að æfa hvar sem er og hvenær sem er. Ásdís Sigurðardóttir, stafgönguþjálfari, sýndi Jóhönnu Ingv- arsdóttur hvernig menn eiga að bera sig að í stafgöngunni. Áhrifaríkari en önnur ganga Stafgöngu er hægt að stundaárið um kring, á malbiki,grasi, snjó, sandi eða möl.Aðeins þarf að muna að klæða sig eftir veðri og að velja íþróttaskó með góðum stuðningi við hæl og fjöðrun til að taka högg af liðum líkamans. Íþróttin er nú stunduð af milljónum manna og kvenna um heim allan og hentar jafnt ungum sem öldnum, sjúkling- um sem keppnisfólki. Ekki er langt síðan hróður íþrótt- arinnar barst hingað til lands og eru nú þegar orðnir til fjölmargir stafgönguhópar, sem ganga af krafti reglulega. „Það er ekkert skrýtið að Íslendingar, eins nýj- ungagjarnir og þeir eru, hafi verið fljótir að taka við sér því stafgang- an er bæði mjög einföld og áhrifa- rík aðferð við að komast í gott form,“ segir Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari, sem ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur íþróttakennara hlaut þjálfun í sumar í stafgöngu- kennslu hjá fulltrúum Alþjóða staf- göngusambandsins (INWA). Sú þjálfun veitti þeim Ásdísi og Jónu Hildi réttindi til að þjálfa almenn- ing og kenna á leiðbeinenda- Morgunblaðið/Ásdís Ásdís Sigurðardóttir íþróttakenn- ari: Stafganga er oft notuð við end- urhæfingu hjarta- og lungnasjúk- linga, baksjúklinga, gigtar- og sykursýkissjúklinga.  LÍKAMSRÆKT LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ kemur út þriðjudaginn 3. febrúar Auglýsingasími 511 1001 DAGLEGT LÍF Grundarfjörður | Bygginganefnd Fjölbrautaskóla Snæfellsness hefur gert samkomulag við Loftorku í Borgarnesi um byggingu vænt- anlegs Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem reisa á í Grundarfirði. Í samn- ingi við menntamálaráðuneyti er gert ráð fyrir að kennsla hefjist í skólanum í haust. Iðnaðarmenn í Grundarfirði og nágrannasveit- arfélögum mættu á skrifstofu bæj- arstjórnar í Grundarfirði á dög- unum og afhentu undirskriftalista þar sem samningi við Loftorku var harðlega mótmælt og þess krafist að honum „verði rift og að iðn- aðarmönnum á Snæfellsnesi verði gert kleift að bjóða í verkið“. Að sögn Ásgeirs Valdimarssonar, formanns bygginganefndar skólans, var upphaflega ætlunin að bjóða verkið út 15. desember sl. en þar sem hönnunarvinna hefði dregist á langinn var í upphafi nýs árs ákveð- ið í byggingarnefnd að leita sam- komulags við öflugan bygging- araðila um byggingu skólans. „Það er ljóst, þar sem að hönn- unarvinnu lýkur ekki fyrr en um næstu mánaðamót, að ekki er leng- ur tími til útboðs. Þar vega hags- munir nemendanna þyngst,“ sagði Ásgeir. Hann nefndi einnig að það hefði komið mjög skýrt fram á fundi með Loftorku að leitað yrði til iðn- aðarmanna á svæðinu við fram- kvæmd þessa stóra verkefnis. Bygginganefnd hélt fund með iðnaðarmönnum sl. þriðjudag og skýrði þar sjónarmið sín. Einnig var haldinn aukafundur í bæjarstjórn sl. fimmtudag þar sem minnihluti bæj- arstjórnar lagði til að samningi við Loftorku yrði rift var sú tillaga felld með fimm atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum minnihlut- ans, en síðan samþykkt tillaga meirihlutans með fimm atkvæðum. Í tillögunni kemur fram að bæj- arstjórnirnar á Snæfellsnesi hafi fal- ið bygginganefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga að annast húsnæðismál skólans og að sveitarfélögin hafi skuldbundið sig til að útvega hús- næði fyrir fyrir næsta skólaár. Iðnaðarmenn á Snæfellsnesi mótmæla Vilja verkefni við bygg- ingu fjölbrautaskóla Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Mótmæli: Um tuttugu iðnaðarmenn voru mættir við afhendingu undir- skriftalista en það voru þeir Guðni E Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, (tv) og Eyþór Björnsson, settur bæjarstjóri, sem veittu listunum viðtöku. Skagafjörður | Nokkurrar óánægju gætir meðal sauð- fjárbænda í Skagafirði með úthlutun andvirðis bein- greiðslna á 7.500 ærgildum á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt reglum sem unnar voru af Byggðastofn- un og kunngerðar voru rétt fyrir jól var landinu skipt upp í svæði eftir því hvað þau voru háð sauðfjárrækt og hvaða möguleika íbúarnir höfðu á annarri tekjuöflun. Var Skagafjarðarsýsla með- al þeirra svæða á landinu sem enga úthlutun fengu. Þykir mönnum í Skagafirði sem a.m.k. þrjú byggarlög í sýslunni, Skaginn, Fljótin og framdalir Skagafjarðar hefðu fallið undir þá skilgreiningu að vera háð sauðfjárrækt og með afar takmarkaða mögu- leika á annarri tekjuöflun vegna fjarlægðar við stærsta þéttbýlisstað héraðsins. Þetta mál hefur verið nokkuð rætt á bændafundum í héraðinu undanfarið og stjórn Búnaðar- sambands Skagfirðinga hefur sent landbúnaðarráðherra ályktun þar sem reglunum er mótmælt. Í ályktuninni segir m.a. að ,,vegna þeirra reiknireglna sem notaðar eru kom ekkert í hlut skagfirskra sauðfjárbænda þar sem í sýslunni er stór þéttbýlis- kjarni. Bent skal á að hér- aðið er stórt og innan þess eru svæði sem telja má nær hrein sauðfjárræktarsvæði og sauðfjárbændur á þeim svæðum síst betur settir tekjulega en félagar þeirra annars staðar á landinu.“ Smári Borgarsson, for- maður félags sauðfjár- bænda í Skagafirði, kveðst hafa orðið var við talsverða óánægju og mikla undrun, sérstaklega í ljósi þess að Skagabyggð í Austur-Húna- vatnssýslu hefði fengið úthlutun en byggðin austan við fjallgarðinn sem er fyrrverandi Skefilsstaðahreppur í Skagafjarðarsýslu fékk ekki. Það væri því ekki sama hvor- um megin við fjallgarðinn menn byggju í þessu tilfelli. Það væri erfitt að sjá rök fyrir þessu. Það væri að vísu ljóst að Skagabyggð væri sjálfstætt sveitarfélag en Skefilsstaða- hreppur hluti af sveitarfélaginu Skagafirði. Að þeir þyrftu að gjalda þess að hafa sameinast öðrum sveitarfélögum í sýslunni fyrir nokkrum árum gæti varla talist sanngjarnt. Bændur óánægðir með úthlutun 7.500 ærgilda Bændafundur: Einar Gíslason Syðra-Skörðugili, Lilja Ólafsdóttir Kárastöðum, Þórey Jónsdóttir Keflavík, Viðar Pétursson Hraunum, Gunnar Sigurðsson Stóru- Ökrum og Gísli Jónsson Ytri-Húsabakka. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Hafnfirska hannyrða- oglistakonan Ingveldur Ein-arsdóttir opnaði í síðustu viku sína fyrstu einkasýningu á 74. aldursári í menningarsal Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar gefur að líta ýmsar hannyrðir eftir Ingveldi auk postulínsmálningar og past- elmynda, en aðeins eru tvö ár síðan hún tók upp pensil og hóf að mála pastelmyndir. „Ég hef ekki komið ná- lægt teikningum síðan í gagnfræðaskóla og fékk þá alltaf einkunnina tíu fyrir, en ég hef alltaf haft næmt auga fyrir línum og litum, segir Ingveldur í samtali við blaðamann Dag- legs lífs sem leit inn á sýninguna. Ingveldur, sem er inn- fæddur Hafnfirðingur, býr í litlu raðhúsi sem hún keypti sér fyrir nokkrum árum og er í tengslum við Hrafnistu að því leyti að eigendur húsanna hafa aðgang að allri þeirri þjónustu, sem þar er veitt. „Hér er yndislegt að búa og ég er frísk og hef nóg að gera og stunda auk þess sund- leikfimi og kín- verska leikfimi. Ég trúi því að sé maður nógu gefandi og hafi gaman af því sem maður er að gera, geti maður miðlað heilmiklu til fólks. Liggur í ættum Þrátt fyrir að hann- yrðir hafi fylgt Ingv- eldi alla tíð, segist hún aldrei hafa gengið mennta- veginn séu gagn- fræðaskólinn og stöku námskeið undanskilin. „Það má segja að handavinnan liggi í ættum því bæði móðir mín og amma voru mikl- ar hannyrða- og sauma- konur. Sjálf á ég dóttur, sem er handavinnukenn- ari í Borgarnesi, og svo heimsækir mig stundum sex ára ömmubarn til að sitja við krosssaum.“ Ingveldur segist fyrst  HANDAVINNA| Fyrsta einkasýning mömmu Hef nóg að gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.