Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 23
er mannfólkinu mikilvægastur,
hjartað.
Með notkun stafanna við göng-
una virkjast vöðvar efri hluta lík-
amans meira en í venjulegri göngu.
Stafganga hefur góð áhrif á brjóst-,
bak- og upphandleggsvöðva. Hún
losar um spennu
í hálsi og á
herðum
og eykur
blóðflæði
án nokk-
urs aukaá-
lags á hné,
ökkla eða
hrygg.
Með staf-
göngu brenna
menn jafn-
mörgum hitaein-
ingum og við hlaup.
Rannsóknir hafa
einnig leitt í ljós að
brennslan er 20% meiri
en í venjulegri göngu
auk þess sem stafganga
styrkir líkamann 40% meira
en venjuleg ganga, segir Ás-
dís.
Sérhannaðir stafir
Að sögn Ásdísar er afar mik-
ilvægt að fólk tileinki sér rétta
tækni við stafgönguna í upphafi.
Alls ekki er æskilegt að menn taki
fram gömlu skíðastafina sína áður
en haldið er af stað, heldur mælir
hún með að áhugasamir fjárfesti í
sérhönnuðum göngustöfum sem
fást hjá 66°N, P. Ólafssyni og Öss-
uri. „Stafgöngustafir hafa sérhann-
aðar ólar, sem brugðið er utanum
höndina og gera stafnum mögulegt
að fylgja eðlilegri sveiflu hand-
anna. Stafurinn er úr léttu, sveigj-
anlegu og dempandi trefjaefni og
handfangið fellur vel í lófa. Lög-
unin á oddi göngustafsins og á sér-
stökum gúmmískó, sem fylgir og
hægt er að taka af, er beygð til þess
að gripið við undirlagið sé sem best
og traustast,“ segir Ásdís og bætir
við að varast skuli að nota tvískipta
stafi í stafgöngu þar sem skrúf-
gangurinn eigi það til að gefa eftir
við þrýstinginn, sem settur er á
stafina í göngunni.
Morgunblaðið/Ásdís
Stafganga: Ásdís kynnti stafgöngu fyrir hópi lækna í Laugardalnum.
.
laggirnar tilraunahóp 50 kvenna,
sem örkuðu með stafi tvisvar í viku
frá Laugardalslauginni í sex vikur
fyrir Kvennahlaup ÍSÍ. „Stafgang-
an mæltist vel fyrir og urðu kon-
urnar sérstaklega varar við aukinn
styrk í efri búk og baki. Í stafgöng-
unni styrkjast litlu vöðvarnir í bak-
inu en þeir vöðvar verða oft út-
undan í þjálfun. Þessir vöðvar
valda oft óútskýranlegum
bakverkjum hjá fólki , seg-
ir Ásdís. Finnska fyr-
irtækið Exel, sem fram-
leiðir m.a.
gönguskíði
og stafi, hef-
ur þróað og
hannað sér-
staka stafi til
stafgöngu og
hafa áhrif staf-
göngunnar verið rann-
sökuð af læknum og
öðrum vísindamönn-
um. Stafganga þjálf-
ar alla stærstu
vöðva líkamans, en
fyrst og fremst
þann vöðva sem
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 23
handavinnukennslu hjá eldri borg-
urum í Bólstaðarhlíðinni í fimm ár,
síðan var ég hjá eldri borgurum á
Vesturgötu í þrjú ár og nú er ég
búin að vera hjá Félagi eldri borg-
ara í Hafnarfirði í á sjötta ár. Við
búum við mjög góða aðstöðu í
Hraunseli þar sem við komum sam-
an vikulega á þriðjudögum kl.
13.00–16.00. Bekkurinn er þétt set-
inn og þarna framleiða konurnar
heilu listaverkin. Sumar hekla og
prjóna, en flestar eru að sauma
stóra dúka, löbera eða litlar dúllur,
segir Ingveldur, sem hefur auk
þess að vera leiðbeinandi tekið að
sér uppsetningar á handavinnu fyr-
ir fólk.
Harðangur og klaustur
Í þrjá vetur hefur Ingveldur far-
ið í heimsóknir til kvenfélaga úti á
landi og kennt púðavöfflusaum auk
þess sem hún hefur tvívegis farið
til Keflavíkur í þeim tilgangi að
kenna harðangur og klaustur, sem
hún er nú orðin þekkt fyrir að leið-
beina konum með. Að hennar sögn
felst þó nokkur kúnst í þessari
saumaaðferð, en þess má geta að
Ingveldur saumaði altarisdúk
Hafnarfjarðarkirkju, krossinn og
kaleikinn, með harðangri og
klaustri í tilefni af 80 ára afmæli
kirkjunnar 1994. „Harðangur og
klaustur þótti voða fínt hér í eina
tíð, en svo skemmtilega vill til að
nú er þetta að komast aftur í tísku
hjá unga fólkinu. Nú er harðangur
og klaustur mikið saumað í milli-
verk í sængurver og sem horn í
koddaver og er til dæmis vinsælt í
fermingar- og brúðargjafir. Þegar
Ingveldur er að lokum spurð hvort
von sé á fleiri sýningum frá henni,
gaf hún lítið út á það, en sagði að
krakkarnir sínir hefðu verið að
gantast með það við opnunina að
þetta væri aðeins fyrsta einkasýn-
ingin hennar mömmu.
Fjölbreytni: Á sýningunni eru
hannyrðir, pastelmyndir og postul-
ín sem hún málar á.
hafa farið út á vinnumarkaðinn árið
1990, þá sextug að aldri, sama ár
og hún varð ekkja. „Ég tók að mér
Morgunblaðið/Ásdís
Útsaumur: Taska sem Ingveldur
saumaði.
Ingveldur Einarsdóttir: Er með sína fyrstu einkasýningu
Því hefur löngum ver-ið haldið fram aðhóflega drukkið
rauðvín geti verið gott
heilsu manna og þá sér-
staklega til að hamla gegn
hjarta- og æðasjúkdómum.
Hingað til hafa bindind-
ismenn þurft að vera án
þessarar virkni vínsins. Nú
gæti hins vegar orðið
breyting þar á því að í
lyfjafyrirtækinu Pavese
Pharma, sem er á Ítalíu, er
nú unnið hörðum höndum að því að
koma rauðvíninu í pilluform.
Vísindamenn hafa bent á að
rauðvín inniheldur ákveðin andox-
unarefni, sem kölluð eru flavonol, í
miklu magni. Þau valda því að
æskilegt kólesteról í blóðinu eykst
á kostnað óæskilegs og vinna þann-
ig gegn því að blóðrásir við hjartað
stíflist. Þá eru þessi sömu andox-
unarefni talin geta haft hamlandi
áhrif á vissar tegundir krabba-
meins. Ítölsku vísindamennirnir
vonast til að geta einangrað þessi
efni í töflu með því að frostþurrka
rauðvínsblönduna og þjappa inni-
haldi hennar saman. Þannig mætti
njóta þeirra efna í víninu sem
stuðla að bættri heilsu en um leið
sniðganga vínandann og hugs-
anlega timburmenn að neyslu lok-
inni.
Rauðvín væntan-
legt í pilluformi?
HEILSA
Inngrónar neglur hrjá fólk á öll-um aldri, jafnvel börn og ung-linga.
Ástæður fyrir meininu geta verið
ýmsar, t.d. að fólk gengur í of þröng-
um skóm, hraðir vaxtarkippir hjá
unglingum geta
verið orsökin eða
að neglurnar hafi
verið klipptar
skakkt.
Ragnheiður
Guðjónsdóttir og
Margrét Jóns-
dóttir fótaað-
gerðafæðingar
hjá Fótaaðgerð-
arstofu Seltjarn-
arness segjast fá
viðskiptavini með
inngrónar neglur næstum daglega en
önnur vandamál hrjá einnig við-
skiptavini eins og sigg, líkþorn,
sprungnir hælar og vörtur. „Ef fólk
leitar snemma til sérfræðinga er oft
hægt að ráða framúr vandanum án
stórræða og fyrirbyggja mikinn sárs-
auka. Hinsvegar er það alltof algengt
að fólk með inngrónar neglur komi
seint og þá getur verið þörf fyrir
spangarmeðferð. Spangir rétta negl-
urnar og valda ekki sársauka en með-
ferðin getur tekið allt að ári.“
Fram að þessu segjast Margrét og
Ragnheiður hafa notað sérsmíðaðar
stálspangir og plastspangir en nú
hafa þær einnig tekið í notkun spang-
ir úr títanvír sem þær telja góða við-
bót í meðferð á inngrónum nöglum.
„Þessar nýju spangir reynast vel
en þetta er nýjung sem hefur verið að
ryðja sér til rúms á meginlandi Evr-
ópu á undanförnum árum. Helstu
kostir títanspanganna er að þær eru
festar ofan á neglurnar og það er
sársaukalaust. Stundum hefur það
valdið sársauka þegar stálspangir
eru spenntar á nöglina.
Meðferðin með títanspöngum hef-
ur reynst vel m.a. þegar erfitt er að
ná festingu með hefðbundnum stál-
spöngum.“
Títanspangir á
inngrónar neglur
HEILSA
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fótaaðgerðafræðingar: Mæðg-
urnar Ragnheiður Guðjónsdóttir og
Margrét Jónsdóttir
Ekki er óalgengt
að börn og ung-
lingar séu með inn-
grónar neglur
join@mbl.is