Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel gefin/n, kraft- mikil/l og býrð yfir hugrekki sem vekur aðdáun annarra. Þú þarft að læra eitthvað mikilvægt á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að búa þig undir auknar vinsældir á næstu mánuðum. Þú ættir að þiggja öll boð sem þér berast. Fólk langar til að sjá þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt í mikilvægum sam- skiptum við foreldri þitt. Sam- ræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta einnig haft hvetjandi áhrif á þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gríptu öll tækifæri sem þú færð til að auka menntun þína og til að auka skilning þinn á heiminum með ferðalögum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér mun líða betur eftir að þú hefur gengið frá lausum endum í tengslum við sameiginlega ábyrgð og eignir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú getur lært margt um sjálfa/n þig í gegnum sambönd þín við aðra. Það er eins og þú getir speglað þig í fólkinu í kringum þig. Hvernig ættirðu annars að vita hvað öðrum finnst um þig? Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru gömul sannindi og ný að það er gaman að strita fyrir þá sem við elskum. Þig langar til að leggja þitt af mörkum til að hjálpa einhverjum sem skiptir þig máli. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er að færast meira líf í ást- armálin hjá þér. Þú munt hugs- anlega falla algerlega fyrir ein- hverjum. Líttu á það sem saklaust krydd í tilveruna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert tilbúin/n að leggja þitt af mörkum til að hjálpa ein- hverjum í fjölskyldunni í dag. Þú gerir þetta í þeirri fullvissu að styrkur fjölskyldunnar felist einmitt í því að fólk standi sam- an. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hafðu ekki áyggjur þótt dag- draumar sæki á huga þinn næstu vikuna. Það er eitthvað í stjörnunum sem veldur þessu. Þetta virkjar líka ímyndunarafl þitt á jákvæðan hátt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leggðu þig fram um að líta alltaf sem best út. Það skiptir þig miklu máli að koma vel fyr- ir bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sólin og Neptúnus eru í merk- inu þínu og það gerir þig óvenju óeigingjarna/n og ör- láta/n. Þú vilt leita leiða til að leggja þitt af mörkum til að bæta heiminn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Úranus er nýkomin/n inn í merkið þitt og það gerir þig eirðarlausa/n og uppreisn- argjarna/n. Fólkið í kringum þig verður bara að sætta sig við þetta um hríð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÝSKELFIR Ég liljuriddarinn rakti við stjörnuskin hinn rökkvaða skóg með hjartað í bláum loga og sofandi jörðin hrökk upp við dimman dyn og dauðinn þaut í himinsins spennta boga. Allt líf var skuggi: úr moldinni myrkrið fló og máninn huldist skýi sem slokknað auga og tíminn villtist og vindurinn beit og sló er vofurnar báru gullið í sína hauga. Svo þung var öldin að allan skilning mig þraut og uglur vældu og loftið titraði af rógi: ég lagði höndina á himinbogann og skaut og hæfði fegursta dýrið í Goðaskógi. Í saklausri angist drúpti drottningin Hind er dreyrinn seytlaði úr brjósti konungsins Hjartar: í nótt var eðli mitt nakið og sál mín blind í nótt urðu hvítu liljurnar mínar svartar. Jóhannes úr Kötlum. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 27. jan- úar, er sextug Kristín F. Jó- hannsdóttir, Smáragrund 9, Sauðárkróki. Hún er að heiman í dag. Þegar vörnin á kóng þriðja í tromplitnum er almennt rétt að svína. Einstaka sinnum getur komið til álita að taka fyrst á ásinn, en sárasjaldan borgar sig að spila litlu undan ásnum. Þó koma þær stöður upp. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠10865 ♥DG43 ♦K62 ♣D2 Vestur Austur ♠DG73 ♠K42 ♥K8 ♥5 ♦873 ♦D954 ♣K865 ♣ÁG1043 Suður ♠Á9 ♥Á109762 ♦ÁG10 ♣97 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 2 hjörtu 2 grönd * Dobl 3 lauf 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * úttekt í láglitina Debbie Rosenberg var í sæti sagnhafa í suður. Útspilið var tígulátta og Debbie var ekki vongóð, því sagnir bentu eindregið til þess að vestur ætti hjartakónginn valdaðan. Frekar en að spila upp á von- litla svíningu í trompinu svið- setti Debbie mikinn blekking- arleik. Til að byrja með tók hún fyrsta slaginn á tígulkóng. Hún vissi að drottningin var í austur og svíningin gat beðið, en tilgangurinn var að sýna mikið veldi í tíglinum. Síðan spilaði hún spaða heim á ás- inn, eins og hún ætti þar mik- inn styrk. Að svo búnu kom kom lítið hjarta undan ásnum að blindum. Vestur var algerlega grun- laus og fylgdi hiklaust með smáspili, því ekki vildi hann láta kónginn sinn smella undir blankan ás makkers. Glæsileg blekking og senni- lega er spilamennska af þessum toga vanmetin, því rétta vörnin getur verið virkilega erfið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Ba6 5. Rbd2 Bb4 6. Dc2 Bb7 7. Bg2 Be4 8. Db3 Bxd2+ 9. Bxd2 0–0 10. 0–0 d6 11. Hfd1 Rbd7 12. Hac1 a5 13. De3 He8 14. Bc3 De7 15. Bh3 Bb7 16. Rh4 Df8 17. f3 c5 18. dxc5 bxc5 19. Dd2 d5 20. Bxa5 d4 21. b4 h6 22. a3 g5 23. Rg2 Dg7 24. Re1 g4 25. Bg2 e5 26. fxg4 Bxg2 27. Rxg2 Rxg4 28. Hf1 e4 29. Df4 e3 30. Df5 Rdf6 31. Rf4 He5 32. Dc2 Re4 33. Bc7 Hee8 34. Rd5 Rgf2 35. b5 h5 36. a4 h4 37. Kg2 He6 38. Hg1 Staðan kom upp í A-flokki Corus skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Kín- verski stórmeist- arinn Zhang Zhong (2.639) hafði svart gegn Jan Timman (2.578). 38. …d3! 39. exd3 h3+ 40. Kf1 Rd2+ og hvítur gafst upp enda tap óum- flýjanlegt bæði eftir 41. Ke2 Dg4+ og 41. Ke1 Rf3+. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Viswanathan Anand (2.766) 8½ vinning af 13 mögulegum. 2.–3. Peter Leko (2.722) og Michael Adams (2.720) 8 v. 4.–5. Ve- selin Topalov (2.735) og Viktor Bologan (2.679) 7½ v. 6.–8. Vladimir Kramnik (2.777), Loek Van Wely (2.617) og Evgeny Bareev (2.714) 6½ v. 9.–11. Peter Svidler (2.747), Vladimir Akopjan (2.693) og Alexei Shirov (2.736) 6 v. 12.–13. Ivan Sokolov (2.706) og Zhang Zhong (2.639) 5 v. 14. Jan Timman (2.578) 4 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík        MEÐ MORGUNKAFFINU Ég fyrst! SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v. Fákafen, sími 553 6511. Sendum í póstkröfu Látið drauminn rætast og fáið ykkur eðal handunna sjúkraskó Hefðbundnir sjúkraskór, mokkasínur og reimaðir. 10% afsláttur Breiðir og sparilegir. 10% afsláttur Frábærir ökklaskór. 10% afsláttur Samson og Delilah 15% afsláttur af öllum flug- og sjúkra- sokkum Síðustu TED sokkarnir, small og x-large á góðu verði. 15% afsláttur af völdum tegundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.