Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þetta munaði einhverjum 10 mínútum, þú veist hvernig föstudagsumferðin er, Sigga mín, og þá var búið að loka. Heimsráðstefna kvenna í atvinnurekstri Að hvetja kon- ur til þátttöku Morgunverðarfund-ur verður í utan-ríkisráðuneytinu í fyrramálið klukkan 9 vegna þátttöku íslenskra kvenna í ráðstefnunni Glo- bal Summit of Women 2004. Þátttakan er sam- starfsverkefni ráðuneytis- ins, Félags kvenna í at- vinnurekstri og Impru. Morgunblaðið lagði nokkr- ar spurningar fyrir Jónínu Bjartmarz alþingismann sem er í forsvari fyrir þátt- töku kvenna á ráðstefn- unni. – Segðu okkur fyrst frá þessari ráðstefnu, þ.e.a.s. hvar fer hún fram, hvenær og hversu lengi stendur hún, nokkur orð líka um sögu hennar? „Þetta er alþjóðleg ráðstefna kvenna í viðskiptum sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu dagana 27.– 29. maí næstkomandi. Ráðstefn- una sækja konur í viðskiptalífi og stjórnmálum víða að úr heiminum. Þátttakendur hafa verið um 500 talsins og hefur ráðstefnan verið haldin árlega undanfarin ár, en er sú tíunda á síðustu fjórtán árum. Síðast var ráðstefnan haldin í Marakesh og er reynt að fara með hana sem víðast. Meðal heiðurs- og aðstoðarráðstefnustjóra hafa verið tveir kvenforsetar, Vigdís Finnbogadóttir og Mary Robin- son, forseti Írlands, varaforsetar og fjöldi kvenráðherra frá ýmsum löndum. Það er búist við svipuðum fjölda þátttakenda að þessu sinni.“ – Hafa íslenskar konur áður tekið þátt í ráðstefnunni? „Já, árið 2002 var ráðstefnan haldin í Barcelóna og þá fór sendi- nefnd 17 íslenskra kvenna á ráð- stefnuna. Undirbúningur þeirrar sendinefndar var unninn í góðu samstarfi við viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytis, Félag kvenna í atvinnurekstri og Impru þannig að við höfðum mjög breið- an og fjölbreyttan hóp. Auk þess að sækja ráðstefnuna sjálfa skipu- lögðu viðskiptaþjónustan og sendiráðið í París, viðskiptafundi fyrir konurnar, þannig að þær gætu komist í tengsl við aðila sem væru áhugaverðir samstarfsaðilar fyrir þær á Spáni, hvort sem var í út- eða innflutningi. Þessi ferð skilaði góðum árangri og mikilli reynslu fyrir þær konur sem tóku þátt.“ – Hver er yfirskrift ráðstefn- unnar að þessu sinni? „Markmiðið með ráðstefnunni er að hvetja konur til þátttöku í al- þjóðlegum viðskiptum með mynd- un viðskiptatengsla á milli kvenna alls staðar að úr heiminum. Áhersla ráðstefnunnar nú er á nýtingu tækni í viðskiptum, en auk þess er við undirbúning og skipulag hverju sinni lögð megin- áhersla á kynningu á lausnum og leiðum framhjá og yfir þær hindr- anir sem víða verða á vegi kvenna, jafnt í stjórnmálum, viðskiptalífi og innan stjórnsýsl- unnar. Þátttakendum gefst að þessu sinni gott tækifæri til að kynnast viðskiptalífi í Asíu auk þess að komast í tengsl við konur frá ýmsum heimshlutum.“ – Hver er akkurinn af því að halda til ráðstefnu þessarar? „Þátttakan í ráðstefnunni í Barcelóna skilaði bæði viðskipta- tengslum við aðila á Spáni og víð- ar og var ekki síst mjög lærdóms- rík fyrir þátttakendur. Tengslamyndun í viðskiptum í al- þjóðlegu samhengi byggist ekki síst á að sækja ráðstefnur og kom- ast í sambönd, bæði við konur í viðskiptum og stjórnsýslu. Slík samskipti og tengsl geta greitt verulega fyrir viðskiptum.“ – Er ráðstefnan að einhverju leyti stefnumótandi, alþjóðlega, í þemaefnum sínum hverju sinni? „Asía varð fyrir valinu nú, enda þrjú ár síðan ráðstefnan hefur verið haldin á þessum ört vaxandi heimsmarkaði. Í þetta sinn verður í fyrsta skipti um að ræða við- skiptasýningu þar sem konur geta kynnt vörur sínar og þjónustu í sölubásum, svokölluð „Womens Expo, WEXPO“. Með þessu munu skapast auknir möguleikar á að stofna til viðskiptasambanda og komast í kynni við aðra í svip- uðum geirum. Áhersla verður lögð á tækni og tölvunotkun til að auð- velda viðskipti og á ráðstefnunni verður starfræktur gagnagrunn- ur þar sem konur geta skráð sig eftir vöru- og þjónustusviðum, til þess að komast í samband við hentuga viðsemjendur og í gagn- leg viðskiptatengsl.“ – Hvaða þjóðir taka þátt í ráðstefnunni? „Það eru í raun konur frá öllum heimsálfum sem sækja ráðstefn- una. Frá upphafi hafa fulltrúar frá um 50 löndum tekið þátt í fyrri ráðstefnum. Þegar þetta birtist hafa aðilar af 30 þjóðernum þegar skráð sig á ráðstefnuna í maí.“ – Hafa íslenskar konur mikið til málanna að leggja á ráðstefnu sem þessari? „Ég tel að íslenskar konur hafi heilmikið til málanna að leggja og okkar framlag hefur verið mikils metið. Viðskipta- sendinefndin sem sótti ráðstefn- una í Barcelóna vakti mikla at- hygli fyrir gott skipulag og athyglisverðan kynningarbækling þar sem fram komu upplýsingar um konurnar, fyrirtæki þeirra og þann vettvang sem þær störfuðu á. Íslenskar konur eru í farar- broddi á mörgum sviðum og geta miðlað af reynslu sinni.“ Jónína Bjartmarz  Jónína Bjartmarz er fædd í Reykjavík 23. desember 1952. Maki er Pétur Þór Sigurðsson hæstaréttarlögmaður. Þau eiga tvo syni, Birni Orra (1985) og Erni Skorra (1989). Stúdentspróf KHÍ 1974. Lög- fræðipróf HÍ 1981. Er alþing- ismaður og á setu í fjölda nefnda. Hefur um árabil verið formaður Heimila og skóla – Lands- samtaka foreldra og einn af stofnendum Félags kvenna í at- vinnurekstri og formaður fyrstu tvö árin. Hefur verið fulltrúi Ís- lands í skipulagsnefnd ráðstefn- unnar „Global Summit of Wom- en“ síðustu ár. Þessi ferð skilaði góðum árangri Lagastofnun og lagadeild Háskóla Íslands Málstofur vorið 2004 l il l l l i Allir velkomnir Málstofur Lagastofnunar og lagadeildar í stjórnskipunarrétti, verða haldnar á miðvikudögum kl. 12:15 í Lögbergi, stofu 101. 14. janúar: Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild HÍ og Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur; Sérstaða og einkenni stjórnarskrár fyrir Evrópu. 28. janúar: Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild HÍ; Nýtt gallahugtak fasteignakaupalaga. 4. febrúar: Hafsteinn Þór Hauksson laganemi; Stjórnarskrárhyggja og stjórnarskrárígildi alþjóðlegra mannréttindasáttmála. 18. febrúar: Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og stundakennari við lagadeild HÍ; Heimilisfesti skattaðila og skattaleg álitaefni tengd breytingum á henni. 25. febrúar: Sigurður Líndal prófessor emeritus og Guðmundur Hálfdánarson prófessor; Þjóðarhugtakið og stofnun fullvalda ríkja í nútímanum. Samanburður á stöðu Íslands og Færeyja í sögulegu samhengi. 10. mars: Valur Ingimundarson dósent og Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra; Ísland og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Markmið og væntingar til setu Íslands í ráðinu. 17. mars: Kristján Gunnar Valdimarsson, forstöðumaður hjá Landsbanka Íslands og stundakennari við lagadeild HÍ; Skattasniðganga. 21. apríl: Róbert Ragnar Spanó, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og lektor við lagadeild HÍ; Aðildarhugtak stjórnsýsluréttar - Dómur Hæstaréttar 19. júní 2003 (mál nr. 83/2003): Samkeppnisstofnun gegn Hf. Eimskipafélagi Íslands. 28. apríl: Þórdís Ingadóttir, aðjúnkt við lagadeild HÍ; Alþjóða sakadómstólar. Föstudagur 6. febrúar kl. 13:30: Hvar liggur valdið? Ráðstefna haldin í tilefni af aldarafmæli heimastjórnar og þingræðis á Íslandi, í samstarfi forsætisráðuneytis og Háskóla Íslands; Lagastofnunar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í hátíðarsal Háskólans. Nánar auglýst síðar. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.